Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1981
27
O Þeir Gunther Netzer og Franz Beckenbauer voru ekki alltaf sömu
perluvinirnir og þeir virðast vera á þessari mynd. Til dæmis rifjar
Netzer upp eitt atvik, er Vestur-Þjóðverjar unnu Norðmenn 7—1 i
landsleik. Einhverju sinni í leiknum fékk þýska liðið aukaspyrnu rétt
utan við vítateig norska iiðsins. Netzer, sem var vanur að taka ailar
slíkar spyrnur, var lengi að stilla knettinum upp nákvæmlega eins og
hann vildi hafa hann. Loks þegar hann var búinn að þvi, hakkaði
hann frá og undirbjó tilhlaup sitt. En áður en hann gat deplað auga,
hljóp Beckenbauer til og spyrnti. Skoraði keisarinn glæsilega. Eftir
leikinn var haft eftir Netzer: „Ef hann hefði ekki skorað, hefði ég
slegið hann niður.“
Hl'
Það er oft mikill hiti þegar leikið
er og því ekki mikill hraði í
leikjunum. Lítil harka og ef ein-
hver meiðist er langt á milli leikja
svo að leikmenn ná sér fullkom-
lega oftast nær.
Eg var mjög vel á mig kominn
líkamlega. Og engu tapað af
knatttækni eða leikgleði. Þá vissi
ég að ég yrði að fara í stranga
læknisskoðun til þess að Hamborg
myndi skrifa undir samning. Um-
boðsmaður minn stóð í löngum
samningaviðræðum við forráða-
menn Hamborg og þeir komust að
samkomulagi. Eg fékk mjög góðan
samning við félagið. Mér er engin
launurig á að segja að ég hefði
getað fengið meiri peninga fyrir
að halda áfram að leika með
Cosmos. En nú skiptu aurarnir
ekki lengur öllu máli.
Það var því skrifað undir og
ákveðið að ég mætti til leiks og
æfinga um leið og samningur
minn við Cosmos rynni út. Ég
mætti svo á mína fyrstu æfingu
hjá Hamborg í septemberlok.
Erfiðar æfingar
í fyrstu brá mér við hinar erfiðu
æfingar sem ég var orðinn óvanur.
En þetta kom fljótt. Ég stóðst
allar læknisskoðanir með prýði og
á að geta leikið knattspyrnu fram
til fertugs. „Vonandi geri ég það“.
En ég fékk ekki að leika minn
fyrsta leik strax. Það var ekki fyrr
en í nóvember sem ég fékk að
leika. Við lékum á útivelli gegn
Karlsruhe. Ég átti alls ekki von á
því að vera með. Zebec hafði mig á
varamannabekknum í fyrsta
skipti. I hálfleik sagði hann svo.
Ertu tilbúinn? Ég var það varla.
En inná fór ég. Við töpuðum
leiknum 3—2. Eg átti í fyrstu
erfitt með að komast í takt við
leikinn en svo kom þetta. Og þetta
minnti mig á hina gömlu góðu
daga.
Þó er eitt sem komið hefur mér
á óvart. Frá því að ég lék í
„Bundesligunni" fyrir þremur ár-
um hefur hún breyst. Hraðinn er
orðinn enn meiri og harkan líka.
Það er fyrst og fremst leyndar-
dómur þýska boltans. Hraði og
aftur hraði og kraftur. Það eru
mörg lið sem hafa sömu hæfileika
og knattmeðferð og leikmenn í
þýsku liðunum. En þeir hafa ekki
sama úthald og kraft. í því liggur
munurinn. Svo mörg voru þau orð
„keisarans".
Endurkoma Fraz Beckenbauers
vakti gífurlega athygli í Vestur-
Þýskalandi. Hann fékk stærri
fyrirsagnir í blöðum en Páfinn
sem heimsótti landið á sama tíma
og Beckenbauer var að mæta til
leiks. Það er fylgst grannt með
hverju skrefi hans í leikjum.
Iþróttafréttaritarar skrifa niður
hverja sendingu hans í leik og
hann er undir smásjánni. Og svo
vel hefur hann staðið sig að nú eru
háværar raddir um að hann verði
Franz Beckenbauer með sínum nýju félögum i Hamborg SV,
„Keisarinn“ á fullri ferð með nýja félaginu HSV. Hann hefur leikið
svo vel i vetur að hann þykir orðið sjálfsagður í vestur-þýska
iandsiiðið í knattspyrnu þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall.
tekinn í landsliðshópinn. Við
þörfnumst þín hefur Jupp Derval
sagt.
Og hann hefur gengið á fund
„keisarans" og málin hafa verið
rædd. Og það yrði enginn undr-
andi þó að svo færi að þessi
fyrrum fyrirliði Vestur-Þýska
landsliðsins í knattspyrnu tæki
við stöðu sinni á nýjan leik og
leiddi lið Vestur-Þýskalands í
heimsmeistarakeppninni á Spáni
árið 1982.
Samantekt — ÞR.
• Franz Beckenbauer klæðist hinni nýju keppnistreyju Hamborg SV.