Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981
Alrangt að aðstoð varð-
skips hafi verið bönnuð
- segir tryggingafélagið
EINS og fram hefur komið í
Morgunhlaðinu kom skuttog-
arinn Sindri að Ileimaey VE 1
sl. mánudagskvöld um það
leyti sem dráttartaug milli
stjórnlauss skipsins og Öldu-
ljónsins slitnaði ok þar sem
skuttogarinn var kominn til
aðstoðar djúpt í hafi þótti
Fulltrúar
Alusuisse
svara iðnaðar-
ráðherra í dag
FULLTRÚAR fyrirtækisins Al-
usuisse munu í dag. skv. heimild-
um Morxunblaðsins, afhenda iðn-
aðarráðherra, Iljörleifi Gutt-
ormssyni. svar við bréfi hans og
fyrirspurn til fyrirtækisins um
óeðlilejía verðhækkun á súráli.
I bréfi iðnaðarráðherra til fyrir-
tækisins kom fram, að hann telur
óeðlilega hækkun hafa orðið á
verði súráls, sem flutt er sjóleiðis
frá Ástralíu til íslands.
ekki ástaða til þess að fá
varðskip til aðstoðar, en það
lá í vari við Vestmannaeyjar.
Morgunblaðinu barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning
frá Tryggingamiðstöðinni
hf.:
„Vegna frétta í fjölmiðlum
þess efnis, að tryggingafélag
ms. Heimaeyjar Ve 1 hafi
bannað að fengin yrði aðstoð
varðskips í erfiðleikum þeim,
er skipið átti í síðastliðinn
mánudag, vill Trygginga-
miðstöðin hf., vátryggjandi
m/s Héimaeyjar Ve 1 mót-
mæla slíkum fullyrðingum
sem alröngum, því slíkt átti sé
ekki stað. Það er alfarið á
valdi skipstjórnarmanna
hverju sinni að biðja um
aðstoð, sem þeir telja nauð-
synlega.
Sjópróf hafa enn ekki farið
fram en þar mun mál þetta
verða rannsakað af þar til
bærum yfirvöldum. Trygg-
ingamiðstöðin hf. mun leggja
áherslu á, að alvarlegar ásak-
anir í hennar garð verði kann-
aðar sérstaklega."
Baldvin Einarsson
fyrrv. forstjóri látinn
BALDVIN Einarsson stjórnar-
formaður AJmennra trygginga
hf. og fyrrverandi forstjóri þess
sama fyrirtækis lézt á Landspít-
Baldvin Einarsson
alanum i gær. Hann var 87 ára að
aldri.
Baldvin fæddist 22. febrúar 1913
á Eyri í Skótufirði, N-ísafjarðar-
sýslu. Foreldrar hans voru Einar
Þorsteinsson bóndi þar og skip-
stjóri og kona hans Sigrún Kristín
Baldvinsdóttir. Hann lauk gagn-
fræðaprófi á Akureyri 1931,
stundaði nám í vátryggingum í
Kaupmannahöfn 1938—1940.
Vann við verzlunarstörf í Reykja-
vík 1931—36. Var starfsmaður hjá
vátryggingafélaginu Trolle &
Rothe hf. 1936—43. Forstjóri Al-
mennra trygginga hf. í Reykjavík
varð hann við stofnun fyrirtækis-
ins 1. ágúst 1943 og gegndi því
starfi þar til í september 1980.
Formaður stjórnar félagsins var
hann frá 1975 til dánardægurs.
1963 hlaut Baldvin sérstaka viður-
kenningu sem ræðismaður fyrir
Japan í Reykjavík. Hann kvæntist
eftirlifandi konu sinni, Kristínu
Pétursdóttur, 19. júni 1943 og
eignuðust þau tvær dætur.
'lía ii i
Miklar skemmdir urðu á gróðurhúsum þeirra feðga Bernharðs Jóhannessonar og Jóhannesar
Jónssonar að Sólbyrgi og Dalbæ að Kleppjárnsreykjum í óveðrinu. (LjóKm. ófeiKur.)
Skemmdir á nær öllum
bæjum í Borgarfirði
Hvanneyri 18. febrúar
ENN berast fréttir úr sveitum
Borgarfjarðar um tjón, sem
varð í óveðrinu mikla aðfara-
nótt þriðjudags. Nú er ljóst, að
skemmdir hafa orðið á næstum
hverjum einasta bæ í héraðinu.
Þegar þetta er skrifað um
hádegisbilið er enn rafmagns-
laust og símalaust víðast hvar í
héraðinu og brotnir staurar eru
víðar en í fyrstu var talið. Svo
ótrúlega harkalega hefur þetta
veður gengið yfir, að lýsingar á
skemmdum eru magnvana. Hér í
héraði vissu menn af þessu veðri,
þ.e.a.s. þeir tóku spá Veðurstof-
unnar alvarlega, en tjónið, sem
nú er ljóst að orðið hefur, er
langtum meira, en svartsýnustu
menn gerðu ráð fyrir.
Allir sem geta hjálpa nú til við
lagfæringar eftir því sem að-
stæður leyfa hjá hverjum og
einum. Björgunarsveitin í Borg-
arnesi, nemendur Bændaskólans
á Hvanneyri og Samvinnuskól-
ans að Bifröst hafa unnið að
bráðabirgðaviðgerðum og a.m.k.
munu nemendur á Hvanneyri
vinna áfram við það. Nú þegar
vantar orðið bárujárn í héraðið
og einnig gler í gróðurhúsin.
Ekki er kunugt um slys á
mönnum, en mikil skelfing greip
um sig meðal fólks víða í ham-
förunum þegar járnið tættist af
húsunum eða þegar húshlutar
liðuðust í sundur og hurfu ger-
samlega í sumum tilfellum.
Kannski er það stórfurðulegt,
að engin skyldi farast í hamför-
um þessum. Vera má, að hér hafi
sterk lýsingarorð verið notuð, en
ef það á ekki við núna, þá á það
aldrei við.
Ofeigur
Æðsti yfirmaður varna
Noregs talar hér á fundi
Sverre Hamre
SAMTÖK um vestræna samvinnu
(SVS) hafa hoðið Sverri Hamre,
hershöfðingja, yfirmanni varna
Noregs, hingað til lands. Laugar-
daginn 21. febrúar heldur hann
ræðu og tekur þátt í umræðum á
fundi. sem SVS halda ásamt
Varðbergi í Átthagasal Hótel
Sögu (suðurenda). Fundurinn
hefst kl. 12 á hádegi.
1
Umræðuefni hans verður: Sjón-
armið Norðmanna í varnarmálum
og varriir á norðurslóðum.
Fyrirlesturinn, sem fer fram á
„Aukning erlendrar
lántöku nemur 150%
66
segir Matthías Á. Mathiesen m.a. um lánsfjárlagafrumvarpið
„ÞAÐ ER ljóst af lánsfjárlaga-
frumvarpi því. sem ríkisstjórn-
in hefur nú lagt fram, að enn er
stefnt að auknum umsvifum
ríkisins, fjármögnuðum með
lánsfé,“ sagði Matthías Á.
Mathiesen alþm. m.a. í viðtali
við Mbl. í gær. er blaðamaður
spurði hann álits á nýfram-
lögðu frumvarpi ríkisstjórnar-
innar um lánsfjárlög á Alþingi.
Þá sagði Matthías: „Frá fjárlög-
um sem samþykkt voru í des-
ember sl. eru enn áformaðar
auknar lántökur, sem nema 30
millj. nkr. Hækkun frá láns-
fjáráætlun 1980 er um 270
millj. nkr. eða 75%. Það er
annað árið i röð, sem hækkun
lánsfjáráætlunar milii ára er
meiri en nemur almennum verð-
lagsbreytingum.
Af nýjum viðfangsefnum rík-
isstjórnarinnar í lánsfjáráætlun
vekur athygli lántakan fyrir
Skipaútgerð ríkisins og Land-
smiðjuna, sem nemur 27 millj.
nkr. Fyrirhugað er að afla láns-
fjár innanlands, sem nemur 340
millj. nkr. og er hækkunin þar
um 40%. Aftur á móti hyggst
ríkisstjórnin auka erlendar lán-
tökur úr 113 miilj. nkr. skv.
áætlun 1980, í 284 millj. nkr., en
sú hækkun nemur 150%. Greini-
lega kemur hér fram, að ekki er
stefnt að því að draga úr verð-
bólgunni heldur þvert á móti.
Það, hvernig staðið hefur verið
að framkvæmd lánsfjáráætlunar
svo og undirbúningi hennar af
núverandi ríkisstjórn, kann ekki
góðri lukku að stýra. Það er
sífellt verið að breyta og auka
við áætlunina, þannig að ríkis-
stjórnin hefur ekki enn getað
lagt fram heildarlánsfjáráætlun,
en hefur þess í stað komið með
þrjár útgáfur frá framlagningu
fjárlagafrumvarps, en hver
' þeirra hefur haft í för með sér
umtalsverða hækkun. Sýnir það
bezt þá samstöðu sem sagt er að
sé á stjórnarheimilinu."
V
Matthias Á. Mathiesen
ensku, er ætlaður félagsmönnum
og gestum þeirra.
Sverre Ludvig Borgund Hamre
er fæddur í Björgvin 1918. Hann
útskrifaðist úr norskum herskóla
1939, barðist gegn innrásarliðinu
1940 og komst síðan til Bretlands.
Fyrst gegndi hann herskyldu með
norsku herdeildinni í Skotlandi,
en eftir skólanám í Lundúnum var
hann einn örfárra bandamanna
Breta, sem fékk brezka herdeild til
stjórnar. Hann stjórnaði henni í
innrásinni í Normandí og barðist
síðan með henni í Frakklandi,
Belgíu, Hollandi og Þýzkalandi.
1947 lauk hann prófi frá sænska
hernaðarháskólanum, en síðan
hefur hann gegnt hverri stöðunni
annarri mikilvægari í varnarkerfi
Norðmanna. 1977 var hann skip-
aður hershöfðingi og „forsvars-
sjeff", þ.e. æðsti yfirmaður allra
varna.
Slagsíða á
Mánafossi
„ÞETTA VAR erfið ferð, en engin
hætta á ferðum“, sagði Ásgeir
Sigurðsson skipstjóri á Mánafoss í
samtali við Mbl. í gærkvöldi. Skipið
kom inn til Reykjavíkur í gær og
var þá talsverð slagsíða á því.
Ásgeir sagði, að þeir hefðu verið
með um 500 tonn af stykkjavöru á
brettum í lestum og eftir að veðrið
hefði staðið lengi á sama borð um
miðnætti á mánudag hefði varan
skriðið til. Við þetta hefði komið 8
gráðu halli á skipið og hefði það
aðeins rétt sig um 1 gráðu er sjó var
dælt úr tönkum stjórnborðsmegin og
í tanka bakborðsmegin.