Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 3

Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 3 Alvarlegt mál þegar samninganef ndir hafa ekki meira umboð en raun ber vitni - segir Þorsteinn Pálsson um verkfallsboðun undirmanna farskipa _ÞAÐ VORU gerftir við þá samn- ingar nú hinn 18. desember um 11,5% hækkun grunnlauna, breyt- ingar á oriofsKreiðsium. sjómönn- um til hatfsbóta og breytingar er varða fri trúnaðarmanna og fleiri atriði,“ sagði Þorsteinn Páisson framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- samhands ísiands i samtaii við Morgunblaðið i gær, er hann var spurður álits á verkfallsboðun á hluta kaupskipaflotans. En undir- menn hafa sem kunnugt er boðað til verkfalls á kaupskipum þeirra útgerða er settu verkbann á undir- menn í verkfalli yfirmanna sumar- ið 1979. ,Um var að ræða samninga sem fólu í sér ríflega þá meðaltalshækk- un sem um var samið í almennu kjarasamningunum," sagði Þor- steinn ennfremur. „Þetta var í fullu samræmi við hina almennu samn- inga, ef eitthvað var voru þeir heldur hærri. Þessa samninga gerði stjórn Sjómannafélagsins, en það sem mér þykir furðulegt í málinu er það að stjórnin virðist ekki hafa lagt á það mikla áherslu, að samningar er hún sjálf stóð að, yrðu samþykkt- ir. Hún lætur fella fyrir sér samn- inga, og auðvitað er það meira en lítið alvarlegt þegar þær samninga- nefndir sem samningsaðilar tefla fram í viðræðum, hafa ekki meira umboð en raun ber vitni og ekki kraft til að fylgja eftir þeim samn- ingum sem gerðir eru. Við sjáum ekki að það hafi verið lögð á það rík áhersla á að fá þessa samninga samþykkta. Ljóst er að ýmis skip sem komu til hafnar meðan á atkvæðagreiðslu stóð, fengu ekki tækifæri til að kjósa. Ekki var opnuð skrifstofa um helgar vegna skipverja sem komu um helgi, um það höfum við dæmi. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var mjög lítil, um einn fjórði hluti þeirra er áttu hlut að máli greiddu atkvæði, og munurinn varð ekki mikill. Starfs- menn Landhelgisgæslunnar taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu, þó þeir eigi engan hlut að máli og eru þar að auki í þeirri stöðu að þeim er óheimilt að taka þátt í verkfalli. Þetta þykir okkur meira en lítið furðulegt, og málið í heild sinni er mjög alvarlegt." — Hvað vilt þú þá segja um það að nú er eingöngu boðað til verkfalls hjá þeim útgerðum er settu verk- bann á undirmenn á sínum tíma? Er hér um að ræða einhvers konar framhald aðgerðanna sumarið 1979? „Hér er að sjálfsögðu ekkert framhald slíkra aðgerða. Þá voru allir kjarasamningar lausir, og verkbannsaðgerðir voru settar á til að knýja á um að samningar við alla áhöfn skipa leystust samtímis. Auð- vitað var ljóst að skipafélögin gátu ekki tekið á sig keðjuverkföll ein- stakra starfshópa um borð, og það var ástæðan fyrir því að verkbannið var sett á. Nú er um það að ræða að bundnir eru samningar við aðra hópa, og farmenn fella þessa samn- inga. Þeir hafa fellt þá jafnt gagn- vart félögum innan VSÍ eins og hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga en þessi ákvörðun verður auðvitað ekki skilin nema á þann veg að sérstakir kærleikar séu milli forystumanna Sjómannafélagsins og S1S,“ sagði Þorsteinn Pálsson að lokum. Lögreglufélag Reykjavikur: Krefst opinberrar rannsóknar vegna ummæla læknis LÖGREGLUFÉLAG Reykjavíkur hefur snúið sér til ríkissaksókn- ara Þórðar Björnssonar og kraf- izt opinberrar rannsóknar vegna fréttar og viðtals við einn af læknunt siysadeildar Borgarspít- alans í Dagblaðinu sl. laugardag, 14. febrúar. „I Dagblaðinu eru bornar fram grófar ásakanir á lögreglumenn, sem ekki er hægt að una við og því höfum við i samráði við lögfræð- ing okkar óskað eftir opinberri rannsókn og jafnframt ritað stjórn sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar bréf um málið," sagði Björn Sigurðsson formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við treystum því að sannleikurinn muni koma fram við slíka rann- sókn og lögreglumenn verði hreinsaðir af þeim áburði, sem kemur fram í viðtalinu," sagði Björn. í langri frétt með forsíðutilvitn- uninni „Hundeltir lögreglan menn og eru blóðsýni fölsuð?" fjallar Dagblaðið um atvik, sem varð í desember sl. er lögreglan færði lækni einn til blóðtöku vegna gruns um ölvun við akstur en vakthafandi læknir á slysadeild neitaði að taka úr manninum blóðsýni þar eð hann væri of veikur til þess. Birt er viðtal við lækninn, sem var á vakt, Rögnvald Þorleifsson, sem gerir ýmsar at- hugasemdir við störf lögreglu- manna er færa meinta ölvaða ökumenn til blóðsýnatöku og með- ferð lögreglunnar á blóðsýnum. Er opinberrar rannsóknar krafizt vegna ummæla Rögnvaldar í nefndu viðtali. Veguriim um Hval- fjörð lokaður í dag Færð á landinu víðast sæmileg FÆRÐ Á landinu er víðast hvar sæmileg. þó er mikil hálka á vegum. Vegurinn um Hvalfjörð verður lokaður við Botnsá frá kl. 9—16 í dag vegna viðgerðar á brúnni. Góð færð er austur yfir Þrengsli, Hellisheiði er lokuð. Greiðfært er á flestum vegum í Árnes- og Rangárvallasýslum. Fært er síðan suður með strönd- inni allt austur til Egilsstaða og stórir bílar komast um Fjarðar- heiði og Vatnsskarð. Fært er í Borgarf jörð eystri. Þá er fært fyrir Hvalfjörð, en þar verður vegurinn lokaður í dag við Botnsá eins og fyrr segir, á milli kl. 9—16 í dag síðan er fært í Borgarnes. Fjallvegir á Snæfells- nesi eru ófærir, en fært er síðan um norðanvert nesið fyrir stóra bíla og jeppa. Frá Búðardal er fært stórum bílum allt austur í Reykhólasveit. Hætt var við mokstur á Holtavörðuheiði í gær vegna veðurs, en þess í stað var Laxárdalsheiði rudd og lá umferð norður um land yfir hana í gær. Verið er að moka frá Patreks- firði út á Barðaströnd og út á flugvöll. Stórir bílar komast til Tálknafjarðar, en ófært er um Hálfdán til Bíldudals. Ófært er frá Þingeyri til ísafjarðar og á norð- anverðum Vestfjörðum eru vegir yfirleitt ófærir. Fært er um Laxárdalsheiði allt til Akureyrar og rutt var í gær til Siglufjarðar. Þá er fært til Ólafs- fjarðar og um Dalsmynni austur til Húsavíkur og síðan er sæmileg fæð á vegum á Norðausturlandi. Fært er frá Húsavík í Mývatns- sveit. Miðstjórn ASI fundar um BSRB-samningana i dag MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands kemur saman til fundar i dag kl. 15. Á fundinum véro’úr m.a. tekinn fyrir nýgerður samn- ingur fjármálaráðherra við Bandalag starfsmanna rikis og bæja. A fundarins eru einnig umsagnir um lög um efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar og um Síéítarfólöe og vinnudeilur. Fjall- að verður um lífeyrismál og sam- ráð við ríkisstjórnina o.fl. Þá eru einnig nokkrir dagskrárliðir varð- andi utanlandsferðir, s.s. boð á erlend þing. Þú reiknar hagkvæmnina í huganum en allt annað með © 2253 C 0 1 Sértu að leita að einstaklega ódýrri en fullkominni reiknivél mælum við hiklaust með FACIT 2253. Splunkuný vél, sem a.m.k. fyrst um sinn býðst á sérstak- lega hagstæðu kynningarverði. Við látum myndina tala um fjöl- breyttar vinnsluaðferðir FACIT 2253, en minnum sérstaklega á ennþá hraðari prentun og papp- írsfærslu, stóran og skýran glugga og þægilegt valborð. Kynntu þér gæðin og kíktu á verðið .... þú reiknar hagkvæmnina auðveldlega í huganum! GÍSLI J. JOHNSEn he S3Í Smiðjuvegi 8 - Sími 73111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.