Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 5

Morgunblaðið - 19.02.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 5 Meirihlutinn klofinn í af- stöðu til uppsagna fóstra MÁL FÓSTRA voru til umræðu á fundi borgarráðs síðastliðinn þriðjudag og gat meirihluti borg- arráðs ekki komið sér saman um samræmda stefnu i málinu. að því að best verður séð af fundar- gerð. Þegar málið kom til umræðu lögðu þau Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, varamaður Björgvins Guðmunds- sonar og Kristján Benediktsson fram tillögu um að framlengja skyldi uppsagnarfresti þeirra fóstra, sem sagt hafa upp störfum hjá Reykjavíkurborg og fastráðn- ar eru, um þrjá mánuði, þannig að Yfirlýsing læknaráöa: Neyðarástand í máíefnum aldraðra MORGUNBLAÐINU hefur bor ist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórnum læknaráða Landspít- alans, Landakotsspítala og Borgarspitalans: Stjórnir læknaráða Borgar- spítala, Landakots og Landspít- ala vilja í tilefni þeirra um- ræðna, sem farið hafa fram um vandamál aldraðra, taka fram eftirfarandi: í ársbyrjun 1978 héldu lækna- ráðin ásamt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti ráð- stefnu um heilbrigðisþjónustu aldraðra. Þar kom m.a. fram, að þó nokkur hluti legurýmis sjúkrahúsanna þriggja færi til að sinna öldruðum hjúkrunar- sjúklingum, sem ekki þyrftu á annarri þjónustu sjúkrahúsanna að halda. var bent á, að hentug- asta lausnin væri aukið hjúkr- unarrými fyrir þessa sjúklinga. Síðan hefur lítið gerzt og til dæmis byggingu B-álmu Borg- arspítalans nær ekkert miðað áfram. Nú er svo komið, að hreint neyðarástand ríkir og hefur sízt verið nokkuð ofsagt í því efni að undanförnu. Læknaráðin telja því að hér sé eitt brýnasta verkefni heilbrigðisþjónustunn- ar og skora á opinbera aðila, félagasamtök og einstaklinga að stuðla að lausn þessara mála svo fljótt sem verða má. F.h. stjórna læknaráðanna. ólafur Örn Arnarson Landakotsspíala. Grétar Ólafsson Landspítala. Ásmundur Brekkan Borgarspítala. AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Seltjarn- arnesi var haldinn laugardaginn 14. febrúar sl. Fundarstjóri var kjörinn Guðmar Magnússon og fundarritari Ásgeir S. Ásgeirs- son. f skýrslu formanns kom m.a. fram, að félagsmönnum hefði fjöl- gað í báðum Sjálfstæðisfélögunum og væri um 20% af þeim, sem kosningarétt hafa í bæjarfélaginu, flokksbundnir. í stjórn voru endurkjörin Gísli Ólafsson formaður, Magnús Valdi- marsson og Helga Einarsdóttir, en formenn Sjálfstæðisfélaganna eru sjálfkjörnir í stjórn, þau Skúli Júlíusson form. Sjálfstæðisfélags Seltirninga og Kristín Sigtryggs- dóttir form FUS Baldurs. í vara- stjórn voru kjörin Ásgeir S. Ás- geirsson, Áslaug G. Harðardóttir og Kristinn Björnsson. í kjördæmisráð voru kjörin Guðmar Magnússon, Kristinn P. Michelsen, Kristín Friðbjarnar- dóttir og Kristinn Björnsson og til vara Helga Einarsdóttir, Jónatan Guðjónsson, Guðmundur Hjalta- son og Halldór Elíasson. Formað- ur Fulltrúaráðsins er sjálfkjörinn í kjördæmisráðið. Að loknum venjulegum aðal- Leiðrétting í GREIN Sigurðar Þorbjarnar, Geitaskarði, í Morgunblaðinu sl. þriðjudag varð slæm prentvilla. í greininni er svohljóðandi setning: „Ekki verður um það fullyrt hér, en áleitin verður spurningin um það, hver semur skýrslur um atburði, þar sem glöp eru gerð, gæti verið að glæpamaðurinn sjálfur hefði þar hönd í bagga?" Hér átti að standa „glapamað- urinn“. Þetta leiðréttist hér með og eru viðkomandi beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. fundarstörfum hafði bæjarstjóri Sigurgeir Sigurðsson framsögu um fjárhags- og framkvæmda- áætlun bæjarins. Að lokinni fram- söguræðu hófust umræður og tóku margir tl máls og margar fyrir- spurnir gerðar, sem öllum var svarað. A fundinum voru mættir 25 fulltrúar af 32. Orghestarnir flytja söngleik HLJÓMSVEITIN Orghestarnir heldur í kvöld tónleika á Hótel Borg og hefjast þeir klukkan 21. Hljómsveitin, sem er ný af nálinni mun m.a. flytja söngleik- inn Eggjun Jófríðar Signýjar eftir Benóný Ægisson. Hljómsveitina skipa Benóný Ægisson, Gestur Guðnason, Brynjólfur Stefánsson og Sigurður Hannesson. Auk þeirra munu 5 leikarar og söngv- arar koma fram í kvöld. Aldurs- takmark er 18 ár. uppsagnarfresturinn verði sex mnuðir frá 1. febrúar að telja. Ennfremur segir í tillögunni að yfirmönnum viðkomandi stofnana verði falið að tilkynna þeim fóstr- um, sem hlut eiga að máli, þessa ákvörðun. Þá lagði Sigurjón Pétursson það til á fundinum að málinu yrði vísað til borgarstjórnar. Síðan segir í fundrgerð borgar- ráðs: „Tillaga um að vísa málinu til borgarstjórnar fékk 1 atkv. og því ekki stuðning. (S.P. greiddi atkv. með). Tillaga Kristjáns Benediktsson- ar og Sjafnar Sigurbjörnsdóttur fékk 2 atkv. og því ekki stuðning. (A.G. (Albert Guðmundsson), D.O. (Davíð Oddsson) og S.P. (Sigurjón Pétursson) sátu hjá.“ Þá létu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins þeir Davíð Oddsson og Albert Guðmundsson bóka eftirfarandi: — Fram hefur komið að undan- förnu, ekki síst á fundum borgar- stjórnar, að meirihluti hennar hefur enga heildstæða stefnu í kjarasamningum þeim, sem snerta fóstrur í störfum hjá Reykjavíkurborg. Með hliðsjón af þessum hringlanda af hálfu meiri- hlutans sitjum við hjá við af- greiðslu málsins nú. Leikararnir fjórir i hlutverkum sínum í „Líkaminn — annað ekki." Þjóðleikhúsið: Síðustu sýningar á „Líkaminn - annað ekki*' SÝNINGUM Þjóðleikhússins á „Likaminn — annað ekki" eftir James Saunders á Litla sviðinu fer nú að fækka. Næsta sýning er i kvöld, fimmtudagskvöld. þá er það sýnt á sunnudagskvöld og nk. miðvikudagskvöld. „Líkaminn — annað ekki“ fjall- ar um tvenn hjón, sem áður fyrr voru mjög nánir vinir, en hittast nú aftur eftir margra ára aðskiln- að og eiga ekki lengur ýkja margt sameiginlegt. Leikendur eru fjór- ir, þau Gísli Alfreðsson, Krist- björg Kjeld, Steinunn Jóhannes- dóttir og Sigmundur Örn Arn- grímsson. Leikstjóri verksins er Benedikt Árnason, Jón Svanur Pétursson gerir leikmynd, Páll Ragnarsson sér um lýsingu, en Örnólfur Árnason þýðir leikritið. Fjölgun í Sjálfstæðis- félögum á Seltjarnarnesi Gísli ólafsson endurkjörinn form. fulltrúaráðsins LPTOFRA- DISKURINN Ryksugan sem svífur i® Ekki leyfi fyrir kvikmyndun í Skaftafelli NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur snúið sér til Mbl. vegna ummæla í frétt um kvikmyndun á sögunni af Sámi í blaðinu í gær, þar gæti misskilnings, þar sem segi að leyfi ráðsins sé fengið fyrir kvikmynd- un í Skaftafelli. Kvikmyndafélagið hefur ekki enn fengið slíkt leyfi. Hins vegar var því 1979 boðið upp á það að kynna hugmyndir sínar um myndatöku á vettvangi áður en afstaða yrði tekin til málsins. Átti það að gerast sumarið 1980. En ráðið hefur ekkert heyrt síðan frá félaginu um málið. HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rumar 12 litra, já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún líöur um gólfið á loftpúöa alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig, svo létt er hún. Verö Eg er léttust... búin 800Wmótor og 12 litra rykpoka. (Made inUSA) HOOVER er heimilishjálp FALKIN N SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Pekking feynsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.