Morgunblaðið - 19.02.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 19.02.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 13 Hvað gerðist árið 1942? FRAMLAG 4 Helgi Sigurðsson: Kjaradeilur ársins 1942 Útg. Framlag, Reykjavík 1978, 83 bls. Árið 1942 er eitt viðburðarík- asta árið í stjórnmálasögu Islend- inga á tuttugustu öld. Þjóðstjórn- in sprakk í maí, en við tók minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins fram í desember og eftir það utanþingsstjórn, kosið var um nýtt kosningafyrirkomulag í júlí og aftur samkvæmt því í október, Sósíalistaflokkurinn varð stærri en Alþýðuflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn missti forystuhlut- verkið í stjórnmálum til Sjálf- stæðisflokksins, verkalýðsfélögin háðu „skæruhernað" með góðum árangri, verðbólgan varð alvarleg. Á þessu ári varð til það flokka- kerfi, sem íslendingar búa enn við, þá hófst sú kjarabarátta, sem síðan hefur verið háð með litlum hvíldum, og þá kom aftur til sögunnar sú verðbólga, sem hrjáð hefur atvinnulífið fram á okkar daga og er síður en svo í rénum. Þetta ár er af öllum þessum ástæðum tilvalið rannsóknarefni sagnfræðinga. Ég bjóst því við fróðlegri ritgerð er ég sá ritgerð Helga Sigurðssonar fjölritaða, Kjaradeilur ársins 1942. En ég varð því miður fyrir miklum vonbrigðum. Höfundurinn hefur ekki greint viðburðina af neinu viti, heldur látið sér nægja að fletta dagblöðum á Landsbóka- safninu, endursegja fréttir þeirra og bæta við athugasemdum frá sínu eigin brjósti, Trotskís og Marx. Dæmi um athugasemdir hans er þetta (bls. 1): „Heimskreppan mikla á fjórða áratugnum var offramleiðslu- kreppa. Hins vegar ollu breytt efnahagslögmál innan kapítalism- ans því, að hún varð mun harðari og langvinnari en þekkst hafði á 19. öldinni. Hún var því um leið dýpsta kreppa kapítalískra fram- leiðsluhátta, sem litið hafði dags- ins ljós. Eftir að hafa geisað meira og minna samfellt í áratug varð á Bókmenntlr eftir HANNES H. GISSURARSON ólafur Thors lagði það til, þegar útlendur gjaldeyrir streymdi inn í bankann 1939—1942 og krónur út úr þeim og út i atvinnulifið, að gengið yrði hækkað til þess að koma á jafnvægi og stöðva dýrtíð- ina. bað hefði verið hyggilegt. Það varð borgaraflokkunum dýrkeypt að ráðast ekki að rót verðbólgunnar, sem siðan hefur hrjáð atvinnulífið. Einar Olgeirsson. — Höfundur ritgerðarinnar lætur á sér skilj- ast, að Héðinn Valdimarsson og margir aðrir hafi gengið úr Sósialistaflokknum. af því að þeir hafi gefizt upp i „ofsóknun- um“ gegn flokknum. Þetta er alrangt. Þeir gengu úr honum 1939 i mótmælaskyni við ráð- stjórnardýrkun Einars og trú- bræðra hans, sem lögðu jafnvel biessun sina yfir innrás Rauða hersins i Finnland. henni myndbreyting, heimskrepp- an varð að heimsstyrjöld." Þetta er röng kenning um kreppuna. Hún varð vegna mis- taka í stjórn peningamála, og það gerði illt verra, er ríkin hlóðu tollmúra og lokuðu mörkuðum hvert fyrir öðru. En vitglóra er þó í þessari röngu kenningu miðað við þá, sem getur að líta á næstu bls.: „Útflutningsauðvaldið var öðru nafni nefnt stríðsgróðavald og var Sjálfstæðisflokkurinn flokkur þess. Sá armur flokksins, sem sérstaklega bar hagsmuni þess fyrír brjósti, var kallaður Thors- klíkan, og var hann mestu ráðandi í flokknum." Það er ótrúlegt, en satt, að þetta rugl er í lokaritgerð í sagnfræði frá Háskóla íslands! Slíkar at- hugasemdir eiga hvergi við nema í trúarritum róttæklingasafnaða og sízt í prófritgerðum. Verra er þó það, að beinar sögufalsanir er að finna í þessari ritgerð. Höfundur segir um „of- sóknir" gegn Sósíalistaflokknum 1939—1940, sem engar heimildir eru reyndar tilgreindar um nema viðtal við Einar Olgeirsson (bls. 9): . „Á þjóðstjórnartímanum var raunar alltaf hætta á því að flokkurinn yrði bannaður með öllu ... Þessi réttindaskerðingar- herferð gekk þó svo langt að flokknum var gert ókleyft [sic] í þrjá mánuði að halda út dagblaði, apríi— júlí 1941, og formlega var Þjóðviljinn bannaður í rúmlega eitt ár.“ Ekkert er sagt um það, hver bannaði Þjóðviljann og hvers vegna. Lesandanum á að skiljast, að íslenzka ríkisstjórnin hafi gert það af óviðráðanlegri ofbeldis- hneigð sinni. En sannleikurinn er sá, að brezka herstjórnin bannaði blaðið, vegna þess að það barðist gegn henni og hvatti til óhlýðni, enda var Stalín í bandalagi við Hitler fram á mitt ár 1941, og óvinir Hitlers, Bretar, því einnig óvinir Stalíns og íslenzkra þjóna hans. Þessi kafli er líklega hinn ljótasti í sögu íslenzkra sameign- arsinna, enda reyna þeir af öllum mætti að þegja um hann. Önnur sögufölsun er á næstu bls. Höfundur segir: „Þjóðviljabannið jók mjög sam- úð almennings með flokknum en yfirleitt stuðluðu þessar þrenging- ar að því að veikja hann. Þær höfðu í för með sér mikla upp- lausn innan hans, m.a. sagði meirihluti miðstjórnar sig úr hon- um og nær helmingur flokks- stjórnarinnar." Lesandanum á að skiljast, að þessir menn úr miðstjórn og flokksstjórn hafi gefizt upp fyrir „ofsóknunum". Það er alrangt. Héðinn Valdimarsson og skoðana- bræður hans sögðu sig úr flokkn- um í mótmælaskyni við það, að Sósíalistar studdu Kremlverja, er þeir réðust inn í Finnland. Öllu óheiðarlegri getur frásögnin ekki verið. Höfundurinn sér alla viðburð- ina á vinnumarkaðnum árið 1942 undir sjónarhorni baráttumanns- ins. Tvær stéttir börðust, verka- menn og atvinnurekendur, og all- ar kröfur verkamanna voru rétt- mætar. Þessi heimsmynd er ein- föld og þægileg. Eitt gráthlægilegt dæmi má nefna um „rök“ höfund- ar fyrir þessum „réttmætu" kröf- um (bls. 15): „Einnig var hægt að reikna dæmið út frá þjóðartekjum. 1941 voru þær 15000.- á hverja 5 manna fjölskyldu. Prentarar fengu aðeins 8000- og hefðu fengið 9000.- ef kröfur þeirra væru uppfylltar. Gat þetta því varla verið ofraun fyrir atvinnurekendur." Hvaða tilgangi þjónar þessi þvættingur í sagnfræðiritgerð? Þessir reikningar eru út í bláinn. Hefur höfundurinn aldrei heyrt getið um annan kostnað fyrir- tækja en launakostnað? Eða um það, að hluta þjóðarteknanna verður að verja til fjárfestingar, en hinum má verja til neyzlu? Höfundurinn lætur sér nægja hismið, en kemst hvergi nærri kjarnanum, er hann ræðir um kjaradeilur ársins 1942. Hann kann ekki mun á sýnd og reynd. Hver var sýndin? Hún var sú kjarabarátta, sem háð var árið 1942 og hófst með því, að ríkis- stjórnin (sem þá var Þjóðstjórnin) setti gerðardómslög til þess að stöðva víxlhækkun kaups og ann- ars verðs, en hana taldi hún orsök dýrtíðarinnar. Með öðrum orðum taldi ríkisstjórnin verðbólguna verða til á vinnumarkaðnum, kaupið væri hækkað, vegna þess að vöruverð hækkaði, og vöruverð hækkaði, vegna þess að kaup hækkaði. Höfundurinn er, að því er virðist, sammála ríkisstjórn- inni um þetta, en telur, að vöru- verð hafi ekki átt að hækka, þótt kaup hækkaði, m.ö.o. að atvinnu- rekendur hafi átt að ganga á sjóði sína (sem hann er sannfærður um eins og allir aðrir róttæklingar, að séu digrir). Reyndin var öll önnur en öllum ríkisstjórnum og höfundi ritgerð- arinnar hefur sýnzt, eins og sést af viðeigandi tölum. Verðbólgan varð ekki til á vinnumarkaðnum 1941—1942, heldur á peninga- markaðnum 1940—1941. Dr. Oddur Guðjónsson hagfræðingur nefndi í erindi 1941 (sem birtist í Frjálsri verzlun það ár) tölur um seðlaveltuna. Hún var í ársbyrjun 1940 13,8 millj. kr., í ársbyrjun 1941 25,2 millj. kr. og í okktóber- byrjun 1941 43,9 millj. kr. Tvær ástæður voru til þessarar geipi- legu aukningar, að útflutningur stórjókst og hækkaði í verði og að Bretar keyptu krónur af Lands- bankanum og létu pund fyrir. Þannig streymdi útlendur gjald- lí.) \ RADEI LI R XlíSINS EFTIR HELGA SIGUROSSON REYKJAVIK 1978 eyrir inn í bankana og krónur út úr þeim og út í atvinnulífið, og afleiðingin varð að sjálfsögðu verðbólga, víxlhækkun kaups og annars verðs. Krónurnar, sem streymdu út, buðu upp kaup og annað verð. Valdsmenn skildu þá ekki fremur en nú, sjálfskaparvíti sitt og hugðust stöðva dýrtíðina með því að banna afleiðinguna — hækkun kaups og annars verðs — en láta orsökina vera. Líkja má því hefðbundna ráði eða öllu heldur óráði við það að brjóta hitamælinn til þess að lækka hitasóttina. Þessi mistök höfðu víðtækar afleiðingar í stjórnmálum. Sósial- istaflokkurinn efldist af þessum átökum og náði því valdi í verka- lýðshreyfingunni, sem hann hefur síðan notað til þess að kúga hina flokkana til að taka við sér, til dæmis 1955—1956 og 1978. Það er kaldhæðni örlaganna, að borgara- flokkarnir veittu í glímunni við þann draug, sem þeir höfðu sjálfir vakið upp með ógætilegri stjórn peningamála, Sósíalistaflokknum tækifæri, sem hann var ekki seinn að grípa. Allt fer þetta framhjá höfundi ritgerðarinnar, hann ein- blínir á verkföll, vinnudeilur og vígorðaflaum. Heimildanotkun hans er mjög ófullkomin. Kennari höfundar í Háskóla Islands hefur gert honum lítinn greiða með því að hlífa honum við að bæta ritgerðina og sagnfræðinni enn minni greiða. Dagskrá forsetaheimsókn- arinnar til Danmerkur EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum hefur forseta ísiands verið boðið í opinbera heimsókn til Danmerkur dagana 25. til 27. febrúar nk. Dagskrá heimsóknarinnar verður í stórum dráttum eins og hér segir: Miðvikudaginn 25. febrúar munu Margrethe II Danadrottn- ing og Henrik prins taka á móti forseta íslands og fylgdarliði á Kastrupflugvelli. Síðan verður ekið til hallar Kristjáns VII í Amalienborg, þar sem forseti og fylgdarlið munu búa á meðan á heimsókninni stendur. Þar verður snæddur hádegisverður og síðdeg- is tekur forseti íslands á móti sendiherrum erlendra ríkja í Kaupmannahöfn. Um kvöldið heldur Danadrottning forseta ís- lands veislu í Kristjánsborgarhöll. Fyrir hádegi fimmt.udaginn 26. febrúar er forseta íslands boðið að skoða Konunglegu postulínsverk- smiðjuna, en að því loknu verður móttaka í Ráðhúsinu í Kaup- mannahöfn og síðan er snæddur hádegisverður í danska þjóðþing- inu. Síðdegis verður hirðleikhúsið í Kristjánsborgarhöll skoðað og söfn sem þar eru. Um kvöldið verður hátíðarsýning í boði Dana- drottningar í Konunglega leikhús- inu og að henni lokinni samkvæmi í höll Kristjáns VII. Árdegis föstudaginn 27. febrúar opnar forseti Islands sýningu á íslenskum listaverkum í Ráðhús- inu á Frederiksbergi. Síðan sitja Danadrottning og forseti íslands hádegisverðarfund í Den danske publicistklub, sem er félagsskapur danskra fréttamanna. Síðdegis munu Danadrottning og forseti íslands fara í heimsókn í Kon- unglega leikhúsið. Um kvöldið heldur forseti Islands veislu Danadrottningu til heiðurs í Langelinie-Pavillon, en á mið- nætti lýkur hinni opinberu heim- sókn. Forseti íslands og fylgdarlið hennar munu í boði Danadrottn- ingar dvelja í höll Kristjáns VII til sunnudagsins 1. mars. Laugardaginn 28. febrúar mun forseti íslands vera við sýningu á íslenskum útflutningsvörum. Kl. 15.00 hefst hátíðarsamkoma í Ráðhúsinu á Frederiksbergi á vegum Dansk-íslenska félagsins, Norræna félagsins á Frederiks- bergi, íslendingafélagsins og Fé- lags íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn. Síðdegis mun forseti Islands hafa móttöku fyrir Islendinga sem búsettir eru í Kaupmannahöfn á Hótel d’Angle- terre. í fylgdarliði forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, verða Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra og frú Dóra Guðbjartsdótt- ir, Hörður Helgason ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu og frú Sarah Helgason, Birgir Möller forsetaritari og frú Gunilla Möller og frú Vigdís Bjarnadóttir fulltrúi á skrifstofu forseta íslands. Heim kemur forseti Islands með flugvél Flugleiða hf. sunnudaginn 1. mars. Reykjavík, 17. febrúar 1981. RÍKISSKIP Simi:28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK: VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga Biöjiö um áætlun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.