Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 _________________________________________________----------------------- ÓVEÐRIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS í Bolungarvík varð mikið tjón í óveðrinu eins og víðast hvar annars staðar. Þakið á frystihúsinu sviptist af, alls 180 fermetrar og svo mikill var krafturinn að átta tommu sperrur kubbuðust í sundur. Ljósm. Mbl.: Gunnar HallsNon. Nær öll uppskera garðyrkjubænda ónýt Gífurlegt tjón á gróðurhúsum í Biskupstungum Skálholti, 18. febrúar. ÞAÐ URÐU gífurlegar skemmdir í Biskupstungum í óveðrinu. Tjónið varð mest á garðyrkjustöðvum í sveitinni, en þær eru á milli 20 og 30. Má segja, að hvert einasta gróður- hús hafi orðið fyrir stór- skemmdum, afurðatjónið er gífurlegt. Mest öll uppskeran eyðilagð- ist, en garðyrkjubændur höfðu verið vongóðir um góða upp- skeru í ár, og sumir bjuggust meira að segja við að fá upp- skeruna eftir hálfan mánuð eða svo. En nú er semsé uppskera garðyrkjubænda í Biskupstung- um nær öll ónýt. Bændur eru smeykir um að það sé ekki til nóg gler í öllu landinu, svo mikið brotnaði í gróðurhúsunum. Víða í sveit- inni urðu svo minniháttar skemmdir, járnfok og rúðubrot. Rafmagnslaust var hjá okkur mánudagsnóttina og allan þriðjudaginn, og símasamband í lakara lagi. — Björn. Hofsós: Blikkplata haf naði í hjónarúminu Bæ. 18. febrúar. ÞAÐ ER eiginlega merkilegt að þarna um kvöldið. þegar stórviðrið var, þá voru Krist- ján ólafsson á Ilofsósi og kona hans með barn sitt í rúmi við hliðina á hjónarúminu. Þá heyrðu þau að eitthvað fauk á gluggann, konan varð hrædd og þau fluttu strax úr herberginu, en fáum mínútum síðar kemur blikkplata inn um herbergisgluggann og á hjóna- rúmið og þaðan á barnarúmið, svo sýnilegt var að ef þau hefðu ekki verið farin úr herberginu hefði orðið stórslys. Bíll sem kom framan úr Skagafirði í gærmorgun keyrði framhjá sex bílum, sem fokið höfðu út af veginum á þessari leið. Björn Þessa mynd tók Emilia i gær við Verzlunarskólann i Reykjavik, en Hafliða Jónssyni, garðyrkjustjóra var ekki kunnugt um alvarlegar gróðurskemmdir i höfuðborginni, er Mbl. ræddi við hann i gærkvöldi: „Eg held það hafi ekki orðið neitt teljandi tjón á gróðri í Reykjavík,“ sagði Hafliði, „en það geta alltaf farið gömul tré sem eru orðin visin. Aftur á móti urðu allar gróðrarstöðvar í höfuðborginni fyrir hnjaski, og talsverðar skemmdir urðu hjá Blómavali við Sigtún og eins hjá Grænuhlið við Bústaðaveginn, sem er elsta starfandi groðrastoðin i Reykjavik.“ Rafmagns- laust í sólarhring Staðarhakka. 1S. febrúar. OFVIÐRIÐ, sem gekk yfir landið að kvöldi hins 16., olli miklu tjóni hér um slóðir. Veðurhæðin var ein- hver sú mesta sem hér hefur komið. Ekki hefur heyrst um neitt slys á mönnum né skepnum en tjón á húsum hefur orðið mikið, aðallega útihúsum og jafnvel íbúðarhúsum. Aðallega hefur farið járn af þökum, en húsin sjálf staðið í flestum tilvikum. Er nú verið að reyna að gera við til bráðabirgða. Hér var með öllu raf- magnslaust í sólarhring. Hin nýja byggðalína bilaði svo alvarlega og er viðgerð ekki með öllu lokið enn. Símasambandslaust var hér einnig í framhluta Mið- fjarðar, en slíkt getur varla talist til tíðinda því línan er að verða með öllu óvið- unandi. Veðráttan er mjög óstillt og skiptast á stilli- blotar og fannkoma og yfir- leitt er mjög hart í haga. B.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.