Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981
31
Karl Helgason lögfræðingur:
ÞAÐ HVARFLAÐIAÐ MÉR
X
Opið
bréfkorn
til
ykkar
Komið þið sæl, mín kæru!
Sumir hafa fyrir satt að besta
vísa sem „kveðin" hafi verið sé
þessi:
Marjft er sér til gamans gert
og veitir ekki af
en ekki er öll vitleysan eins
sem betur fer.
Hvað sem þið hafið um slíkar
„vísur" að segja kæmi mér ekki á
óvart að þið hugsuðuð eitthvað
líkt eftir að hafa lesið bréfkornið
í dag.
— Heyrðu, það var alveg
feiknagóður drykkur þetta eð-
alvín sem þú gafst mér — já, og
hitt líka, það sterkara. — Það
var kunningi minn sem kallaði
þetta til mín einn góðan mánu-
dag og hélt áfram:
Eg verð endilega að fá mér
meira af þessu. Þeir sögðu að
þetta væri eins og besti árgang-
ur af... hérna ... æ, ég man
ekki hvað það heitir ... en það
sló alveg í gegn.
— Já, þetta átti að vera alveg
ekta, — svaraði ég...
— Og hvað það fór vel í mann.
Svei mér, ég fann bara ekki fyrir
timburmönnum. Meira en ótrú-
legt því að maður var ekkert að
halda i við sig...
— Dugðu birgðirnar þá í
partýið?
— Ég lét það duga — blandaði
það dálítið ríflega í restina. Það
var ókey eins og stuðið var á
mannskapnum.
— Ég heyrði af því látið, —
sagði ég, — strákarnir voru
hressir með geimið.
— Já, ég man bara varla eftir
því öllu betra. Heyrðu, og Fiddi
mundi allt morguninn eftir. Það
má nú kalla kraftaverk. Hann
fór náttúrlega yfir strikið eins
og hann gerir ...
— Þeir sögðu það líka. En
Jokki og Bebbi tókust á í illu ...?
— Æi, já, Jokki var að káss-
ast upp á konuna hans Bebba, þú
veist að hann ræður aldrei við
sig ef hann smakkar það.
— Og Golli fór með grát-
söng...?
— Bara rétt í restina. Ég hélt nú
að við myndum sleppa við það.
En það var miklu minna en
maður er vanur.
— Jahá, — sagði ég. — Ég
skal segja þér það! Eg ætlaði
ekki að trúa þessu en þetta er þá
virkilega svona.
— Er hvað svona?
— Jú, sjáðu til, þetta voru
óáfengir drykkir sem ég gaf þér.
Umbúðirnar voru eins og um
áfengi. En innihaldið óáfengir
drykkir.
— Hvaða helv... vitleysa ...
— Nei, ég segi þér satt.
— Nú, það fundu allir á
sér ... Rúmlega það sumir eins
og þú hefur heyrt.
Hvernig...?
— Það er nú það ...
— Það hafa þá bara allir
fengið sér neðan í því áður en
þeir komu.
— Finnst þér það trúlegt?
Menn vita að ekki skortir á
veitingarnar hjá þér. Auk þess
lét ég breiðast út að þú ættir
gnótt góðra drykkja. Fannst þú
ekki líka vel á þér?
— Ég? Ja ... ja .. ég er nú
ekki viss.
— Annað sagðir þú áðan — og
Sögðu strákarnir mér. Þú tókst
Rakara-aríuna, þitt einka, ekta
kippmerki.
— Ha, já annars .. Heyrðu ég
trúi ekki orði af þessu gos-tali
þínu.
— Það var ekki gos sem þú
fékkst. Sérstakir drykkir sem
líkjast ákveðnum tegundum
áfengis — en í þeim er enginn
vínandi. Mig langaði til að
sannreyna það sem ég hef verið
að lesa að undanförnu. Það hafa
verið gerðar tilraunir í því skyni
að kanna hvaða áhrif áfengið
hafi raunverulega á menn. Þeir
sem þátt tóku í tilraununum
vissu ekki betur en það sem þeir
fengju að drekka væri áfengi.
Veittir voru drykkir eins og þeir
sem ég gaf þér. Og útkoman var
sú sama og í partýinu. Fólk
hegðaði sér eins og það væri
undir áhrifum áfengis.
— Ég trúi ekki einu orði...
— Það verður þú nú samt að
gera. Þetta hefur verið marg-
reynt. Haldi menn að þeir séu að
drekka áfengi verður framkom-
an eins og þeir væru að drekka:
Sumir verða þetta líka litla
fjörugir; aðrir hafa allt á horn-
um sér; margir þurfa að úthella
hjarta sínu; einir láta eftir sér
að berja mann og annan — og
ekki megum við gleyma þeim
fjölþreifnu. Ýmislegt sem þætti
aðfinnsluvert af algáðum fyrir-
gefst þeim sem hefur neytt
áfengis. Það vita allir og leyfa
sér því ýmislegt „undir áhrif-
um“, sem þeir ella hefðu ekki
gert. Þess vegna hefur því jafn-
vel verið haldið fram að áfengi
hafi alls ekki þau áhrif sem
hingað til hefur verið ætlað. Það
sé mönnum bara skálkaskjól. —
Aðrir benda á að áfengi hafi í
sjálfu sér áhrif sem kalli fram
þessi viðbrögð — en trúin flytji
fjöll og menn geti „fundið á sér“
af tilhugsuninni einni saman.
Það er reyndar velþekkt meðal
alkóhólista.
— Ég er farinn, — sagði
kunningi minn. — Þú heldur að
þú getir sagt manni hvaða vit-
leysu sem er um áfengi. Mér er
sama hvað þú þykist lesa, það er
hægt að falsa alla hluti.
— Vissulega, — sagði ég, —
en nú höfum við sameiginlega
sannreynt þetta!
Ég skal vísa þér á hvar þú
getur keypt þessa drykki. Þeir
eru hræódýrir.
Hvernig væri að nota þetta í
partýjunum — þú myndir spara
stórfé?
— Þú segir nokkuð, — sagði
hann, — og virtist taka gleði
sína á ný.
—Já, og svo skalt þú segja
þeim sem sýna á sér heldur
hvimleiða hlið hvernig er í
pottinn búið. Þannig getur þú
haldið þeim niðri — en leyft
hinum að vera „hátt uppi“.
— Það væri hreint ekki svo
vitlaust...
Svo var nú það og þetta.
Og því hvarflaði að mér að upp
hlyti að vera runninn tími algers
endurmats.
Hvað finnst ykkur?
Og myndi nú nóg párað í bili.
* Með kærum kveðjum,
Kalli.
FALLEGT OG STERKT
Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi
verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og
sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á
að þær þyldu mikla notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum
þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga.
Hringdu eda komdu, og fádu litprentaðan bækling frá Norema
Innréttingahúsíð
SHMOREMA
Háteigsvegi 3
Verslun sími 27344
BÍLAVIÐGERÐA-
BÆKUR
Orðabókaútgáfan
kynnir eftirtaldar
bílaviðgerðabækur
frá Autobooks:
Owners Workshop
Manuals, nýkr. 127
Aifa Romeo, Alfasud, 1972-77
Audi 80, Fox, 1973-78
Audi 100 1969-76
Austin Allegro 1500, 1750,
1973-79.
BMW 316, 320, 1975-77.
Citroðn 2CV. Dyane, Ami,
1964-80
Citroén GS 1971-80
Datsun 100A, 120A, 1971-77
Datsun 140J, 160J, 710, 1973-76
Datsun Pick-Up PL521, PL620
1968-76
Fiat 127 1971-79
Fiat 128 1969-79
Fiat 131 Mirafiori 1975-77
Fiat 132 1972-80
Ford Capri 1300, 1600, OHV
1968-79
Ford Cortina Mk. 3 1970-76
Ford Cortina Mk. 4 1976-79
Ford Escort 1967-75
Ford Escort 1975-79
Ford Fiesta 1976-78
Ford Granada 1977-79
Ford Transit V4 1965-73
Ford Mustang V8 1965-73
Hillman Hunter 1966-79
Honda Accord 1976-77
Honda Civic 1973-77
Land Rover 2, 2a, 3, 1959-78
Mazda 616 1970-79
Mazda 808, 818, 1972-78
Mazda 1000,1200,1300 1969-78
Mercedes Benz 250 1968-72
Mini 1959-80
Morris Marina 1971-78
Opel Kadett 1973-79
Opel Record C 1966-72
Peugeot 204 1965-76
Peugeot 304 1970-79
Peugeot 404 1960-75
Renault 4 1961-79
Renault 5 1972-78
Renault 12 1969-79
Rover 3500 SD1 1976-79
Range Rover 1970-79
Saab 99 1969-76
Saab V4 1966-76
Simca 1100 1967-79
Toyota Corolla 1100, 1200,
1967-77
Toyota Corona Mk. 2, 1969-75
Vauxhall Chevette 1975-79
Vauxhall Viva HB 1966-70
Volkswagen Beetle 1968-78
Volkswagen Passat, Dasher
1973-79
Volkswagen Transp. 1968-79
Volvo 240 Series 1974-79
Volvo 260 Series 1975-78
Tuning for Performance and
Economy.
Electrical Systems including
tapes and radios.
Bodywork Maintenence and
Repair including interiors.
Autobooks fást hjá
eftirtöldum bóka-
verzlunum:
Bókabúð Máls og menningar
Laugavegi 18.
Bókav. Sigfúsar Eymundss.
Austurstræti 18.
Bókaverzlun Snæbjarnar
Hafnarstræti 9.
Bókahúsió
Laugavegi 17.
Hagkaup
Skeifunni 15.
Bókabúóin Veda
Kópavogi.
Bókaverzlun Olivers Steins
Hafnarfirði.
Bókav. Andrésar Níelssonar
Akranesi.
Bókabúð Keflavíkur
Keflavík.
Bókav. Jónasar Tómassonar
ísafirði.
Bókaverzlun Kr. Blöndal
Sauðárkróki.
Bókav. Jónasar Jóhannss.
Akureyri.
Bókav. Þórarins Stefánss.
Húsavík.
Bókav. Höskuldar Stefánss.
Neskaupstað.
Bókabúðin Heiðarvegi 9
Vestmannaeyjum.
Orðabókaútgáfan
Bergstaöastræti 7.
Opið 1—6 a.h.
Sími 16070.