Morgunblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981
HÖGNI HREKKVÍSI
Með
morgunkaffinu
Ást er.
Wo l,!t*
... aö geta verslað
fyrir hann.
TM R«g u S P«» Off -•» rtghts r«s«rv«d
• 1978 Los Angetes Times Syndicate
Maðurinn minn er svo ofsalega
afbrýðisamur.
Þetta með skeggvoxtinn hér á
skrifstofunni er mitt persónu-
le^a framlaK til fyrirtækis-
ins...
Furðulejj framkoma að atrnúast stöðuKt úti vini mina!
Þetta eru ellimörk
Fyrrverandi strákur skrifar:
„Velvakandi.
Ég hefi að undanförnu séð smá
pistla í dálkum þínum eftir fólk,
sem getur ekki orða bundist vegna
mótorhjólahávaða og vilja þessir
skrifarar láta yfirvöld banna
unglingum að aka hjólum sínum.
Stundum vill það til að menn
gleyma sínum æskuárum og hafa
þá gjarnan unga fólkið á hornum
sér, þola það ekki. Þetta eru
ellimörk og vottur um geðvonsku
sem sækir á sumt fólk með
aldrinum.
Ættu að vera þakklátar
Já, það er voðalegt að þessar
nöldurskjóður skuli ekki geta setið
og glápt á klámmyndir og morð-
æðið í sjónvarpinu vegna hressi-
Og þú munt
sjá að þú ert
ekki einn
Hugsi skrifar:
„Velvakandi góður.
Mig langar að vekja athygli á
fyrirbæri því sem við nefnum
drauma. Mér finnst furðu sæta
hversu nútímafólk sniðgengur
þessar upplýsingar sem okkur
eru veittar í svefni og eru
undantekningarlaust hárréttar.
Ef þú þarft að
taka erfiða ákvörðun
Ég hygg að fólk komist furðu
fljótt að því, að draumar eru
annað og meira en rugl, aðeins
ef það leggur sig fram um að
skilja táknmál þeirra. Besta
aðferðin við það er að ræða
drauma sína við aðra og þá
hygg ég að fólk læri smátt og
smátt að ráða þau tákn, sem
því eru sýnd í svefninum.
Ef þú, lesandi góður, þarft að
taka erfiða ákvörðun, þá vil ég
ráðleggja þér að leggja drauma
þína vel á minnið eða skrifa þá
á blað og ræða þá við vini þína
og þú munt sjá, að þú ert ekki
einn og óstuddur í lífsins
ólgusjó.
Kærar þakkir fyrir birting-
una.“
legra stráka, sem geysast um
göturnar á skellinöðrum sínum.
Hvort ætli sé nú heilbrigðara?
Nöldurskjóðurnar ættu að vera
þakklátar fyrir að börn og ungl-
ingar vilja fremur vera úti en að
taka þátt í sjúklegu glápi á
óþverrann, sem ráðamenn sjón-
varpsins leyfa sér að bera á borð
fyrir þjóðina.
Betur komin sem vin-
ir löggæslumanna
Það væri nær fyrir foreldra og
vandamenn unglinganna í borg og
bæ, að hlynna að þessu unga fólki,
leyfa því að stunda heilbrigt útilíf,
jafnvel þótt því fylgi einhver
hávaði, heldur en úthýsa því frá
hverfum sínum og heimaslóðum
til þess að sálsjúkt sjónvarps-gláp
sé ekki truflað. Ég hvet löggæsl-
una til þess að fara ekki að ráðum
þessara nöldurskjóða heldur að-
stoða þessa litlu ökumenn okkar,
sem verða ökumenn framtíðarinn-
ar á götum og þjóðvegum, aðstoða
þá og veita þeim leiðsögn án þess
að láta þá finna að þeir séu
réttminni en aðrir vegfarendur.
Þessi ungmenni eru betur komin
sem vinir löggæslumanna en óvin-
ir, það ættu allir að geta verið
sammála um. Að lokum, leyfum
drengjunum að hafa sínar skelli-
nöðrur í friði, gefum í þess stað
sjúklegu nöldurfólki tappa til þess
að stinga í eyrun, það þarf ekki
endilega að heyra í morðbyssun-
um á skerminum, það fær klámið
sitt að mestu hljóðlaust milli
morða."
Hugsið ykk-
ur vel um
H. Bj. skrifar:
„Velvakandi.
Nú er fjallað um svokall-
að barnalagafrumvarp. Ég
vildi í því sambandi segja
þetta við hæstvirta alþing-
ismenn: Hugsið ykkur vel
um, áður en þið samþykkið
frumvarp sem gerir ráð
fyrir meðlagi með börnum
til 20 ára aldurs eða gerið
ráðstafanir svipaðar þeim
sem Færeyingar hafa gert,
að meðlag falli niður, ef
móðirin giftir sig. Ég er gift
manni, sem greiðir með
fjórum börnum. Sjálf eigum
við tvö börn. Við höfum
6800 kr. á mánuði í kaup, og
þar af greiðast 2600 kr. í
meðlag á mánuði og 2000 kr.
í gjöld. Þá er hægt að sjá,
hve mikið er afgangs til að
framfleyta fjögurra manna
fjölskyldu mánuð hvern.
Þarf ekki að taka tillit til
barnanna sem búa við þessa
aðstöðu?"