Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 3 Dómur bæjarþings: Verzlunin greiði ekki aðstöðugjald af sölu mjólkur NÝLEGA féll í hæjarþingi Reykjavíkur dómur í máli Gjaldheimtunnar í Reykjavik fyrir hönd borgarsjóðs gegn verzluninni Árbæjarkjöri hf vegna greiðslu aðstöðugjalds af sölu mjólkur. Gjaldheimtan krafðist þess að verzlunin greiddi aðstöðugjald af mjólkursölu en verzlunin taldi sér það ekki skylt. Var hér um prófmál að ræða og féll dómur á þann veg að verzlunin var sýknuð af kröfum Gjaldheimtunnar. Dóminn kvað upp Bjarni K. Bjarnason borgardómari. JAPANSKIR kaupendur loðnuhrogna senda fulltrúa sina hingað til lands til að vega og meta þennan „náttúruauka“, en enn sem komið er er hrognafylling loðnunnar ekki orðin nægjanleg. Loðnuskipin við Vest- mannaeyjar, en litill afli Stirðar gæftir og stopul atvinna á Þórshöfn „TtÐ hefur verið eindæma stirð i vetur og t.d. hef ég aðeins komizt á sjó 17 sinnum síðan um áramót,“ sagði óli Þorsteins, fréttaritari Mbl. á Þórshöfn i gær, en Óli rær með linu á Litlanesinu. sem er 12 tonna bátur. Hann sagði, að reytingsafli hefði verið þegar bátar hefðu komist á sjó, 5—10 tonn í netin hjá Geir og Fagranesinu, sem eru 36 og 50 tonna bátar, og í kringum 2 tonn hjá línubátun- um, sem eru 12—20 tonn. Fyrir nokkru voru keyptir tveir minni bátar til Þórshafnar og er þeir koma norður verða gerðir út sjö 12—20 tonna bátar frá Þórshöfn, auk neta- bátanna tveggja og trillanna, sem þessa dagana eru að byrja á grásleppu, en minni áhugi er á þeim veiðiskap en oft áður. Atvinna hefur verið stopul á Þórshöfn í vetur að sögn Óla og sagðist hann gizka á, að í frystihúsinu hefði að meðaltali verið unnið annan hvern dag. Hann sagöi, að hraðfrystistöð- in væri nú að athuga með að koma upp saltfiskverkun í nýju húsi, en brýn þörf væri á slíkri aðstöðu. Þá sagði hann, að bátaeigendur, sem væru á móti togarakaupum til Þórshafnar, hefðu hótað að setja sjálfir upp slíka verkun. Óli sagði, að menn hefðu látið þau orð falla, að þeir yrðu að gera slíkt ef af togarakaupunum yrði, þvi hraðfrystistöðin gæti ekki borgað fyrir fiskinn eftir að togarinn kæmi. Hann sagði þó, að hingað til væri aðeins um orðin tóm að ræða og engar athafnir. Óli sagðist telja, að meiri- hluti Þórshafnarbúa væri fylgjandi togarakaupunum. Menn væru orðnir heldur dauf-' ir fyrir öllu því sem skrifað væri og skrafað um þessi togaramál. Þórshafnarbúar fylgdust þó með og hugsuðu sitt eins og aðrir. Fikniefnamálið: Síðustu mönn- unum sleppt SLEPPT hefur verið úr gæzlu- varðhaldi síðustu mönnunum, sem inni sátu vegna rannsóknar á umfangsmiklu fikniefnamáli i Reykjavik. Alls sátu sex menn í gæzlu vegna málsins í lengri og skemmri tíma. Þeir sem lengst sátu voru inni á annan mánuð. Aðallega var um að ræða smygl og sölu á hassi og marihuana. Rannsókn málsins er enn ekki lokið. Týndi veski með 2500 kr. VALDIMAR Kristjánsson, öryrki, varð fyrir því óhappi, að tapa veskinu fyrir utan heimili sitt að Nýlendugötu 15 í Reykjavík. Hann sagðist örugglega hafa misst vesk- ið á leiðinni úr bíl sinum í hjólastól inn í húsið, en í veskinu voru 2500 krónur, eða 250 þúsund gkr. auk ökuskírteinis. Þeir, sem kynnu að verða veskisins varir eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við Valdimar í síma 19105. FLEST þau loðnuskip, sem leyfi hafa til veiða upp i 60 þúsund tonna viðbótarskammtinn, sem ákveðinn var á dögunum, voru i gær í grennd við Vestmannaeyj- ar. Loðna, sem fékkst þar í fyrra- dag þykir hæf til hrognatöku, en hins vegar ekki sú loðna sem fékkst austur við Ingólfshöfða. Ekkert skipanna, sem voru við Eyjar, tilkynnti afla í gær og bendir það til þess, að lítið sé af loðnu á þessum slóðum. Aðeins eitt skip hafði tilkynnt afla til Loðnunefndar síðdegis í gær og var það Börkur NK, sem fékk 80 tonn við Ingólfshöfða. Málavextir eru þeir, að lagt var aðstöðugjald á Arbæjarkjör hf. fyrir árið 1978, alls gkr. 794.000. Verzlunin taldi að henni bæri ekki að greiða aðstöðugjald að því leyti sem það var lagt á mjólkursölu. Ríkisskattanefnd féllst á sjónar- mið verzlunarinnar og lækkaði aðstöðugjaldið um gkr. 137.400. Þessu vildi Gjaldheimtan ekki una og höfðaði mál og krafðist greiðslu á fyrrgreindri upphæð, gkr. 137.400. Við uppkvaðningu dóms í mál- inu komu margvísleg atriði til álita, t.d. hvort kaupmenn reki mjólkursölu sem umsýsluaöilar en ekki sem sjálfstæðir kaupmenn, en mjólkurbú greiða ekki aðstöðu- gjald. Þannig greiddi Mjólkur- samsalan ekki slíkt gjald meðan hún annaðist dreifingu mjólkur í eigin verzlunum. Varð niðurstaða dómarans sú m.a. að telja verði að söluviðskipti Árbæjarkjörs og Mjólkursamsölunnar á umrædd- um mjólkurvörum falli undir hugtakið umsýsluviðskipti. OAIHATSU Frábært rými og frábær sparneytni DAiHATSU CHARADE 1981 Ef þú ert að leita aö heppilegum bfl, sem fullnægir öllum skilyrðum þinna lifnaöarhátta eru mestar líkur á aö DAIHATSU CHARADE sé bfllinn fyrir þig. DAIHATSU CHARADE sameinar á einkar látlausan hátt, frábært rými fyrir ökumann og 4 farþega og ótrúlega sparneytni, sem aörir hliðstæöir bflar geta ekki keppt viö. Aö auki er bfllinn sériega fallegur og öll hönnun byggist á ströngum öryggiskröfum. Ástæöan fyrir því að DAIHATSU CHARADE er svo rúmgóöur, er aö vélin er þversum frammí og svo er hann framhjóladrifinn. Þetta allt gerir DAIHATSU CHARADE aö bfl meö frábæra aksturseigin- leika, sem nær ótrúlega gott er aö sitja í. Viö bjóöum upp á þriggja dyra sportútgáfu eöa 5 dyra fjölskyldubfl. Hægt aö leggja aftursætiö allt eöa skipt fram og þannig breyta bflnum í skutbfl meö einu handtaki. Vélin í DAIHATSU CHARADE er þriggja strokka fjórgengisvél, sem framleiöir 60 hö viö 5600 snúninga. Hún er 993 rúmsentimetrar, en skv. niöurstööum vísindamanna er æski- legasta hlutfall milli rúmsentimefra og vélarstrokk 330:1, til aö tryggja minnsta benzínevöslu. Margfaldir sigrar DAIHATSU CHARADE í sparaksturskeppnum sanna aö þetta er rétt. Léttu þér lífiö meö því að velja DAIHATSU CHARADE DAIHATSUUMBOÐIÐ - ÁRMÚLA 23 - SÍMI 85870-39179.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.