Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 17 Einar K. Guðfinnsson: Allsendis ólikar leiðir Samanburður á efnahags- stefnum Reagans og Thatchers Fyrir skömmu var því haldið fram, að Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna og Margaret Thatcher, forsætisráðherra í Bretlandi, væru pólitískir tví- burar. Að vísu sagði sá sem þessu hélt fram, eru þau ekki eineggja tvíburar í pólitiskum skilningi, en pólitískir tvíburar engu að síður. Hvort utanríkis- pólitík Thatcher-stjórnarinnar og Reagans svipar saman, læt ég liggja á milli hluta. En hitt grunar mig, að í ljós komi á næstunni, að margt verði ólíkt í efnahagsráðstöfunum bresku og bandarísku ríkisstjórnanna. Þess sér raunar merki þegar, að Ronald Reagan ætlar að feta allt aðra leið í efnahagsmálum en Thatcher. Ljóslega kemur það fram í fjárlögum þeim, sem hann lagði fram fyrir banda- ríska þingið nú á dögunum. Hafa ber í huga, að stórhættu- legt er að leggja einhliða mat á árangur efnahagsráðstafana í ljósi reynslunnar í einhverju öðru landi. Þetta vita Islend- ingar best. Það hefur verið furðu algengt að bera saman tilteknar efnahagsmálahugmyndir á ís- landi við efnahagsástandið í Bretlandi eða ísrael, þó allir viti, að aðstæður eru gjörólíkar í þessum þremur löndum. Tveir hornsteinar Það er varla ósanngjörn lýsing á efnahagsstefnu Margrétar Thatchers, að halda því fram, að hornsteinar hennar hafi verið tveir, hinn fyrri, nauðsyn þess að lækka verðbólguna með því að stjórna peningamagni í umferð. Hinn seinni, að auka ráðstöfun- arfé þegnanna með skattalækk- unum, sem síðar leiddu til örari hagvaxtar. Um seinna atriðið er nóg að hafa fá orð. Hún lofaði lægri sköttum. Hún lofaði að lækka ríkisútgjöldin. En framkvæmdin hefur orðið önnur. Skattar voru lækkaðir dálítið fyrst. En síðar hafa þeir hækkað. Fyrirtækja- skatta átti sérstaklega að lækka. En hvað hefur gerst? Spyrja má hvaða atvinnurekanda sem er, en svarið verður hið sama. Skattarnir hafa ekki lækkað, að minnsta kosti ekki sem neinu nemur. Reyndar hefur hlutur rikisins í þjóðarframleiðslunni vaxið eftir að Thatcher tók við. Skilgreiningar Þá er komið að peningamála- stjórninni. Thateher-stjórnin aðhylltist þá kenningu, að verð- bólga stafi af óhóflegri aukningu peningamagnsins í þjóðfélaginu. Peningamagni í umferð má stjórna á beinan hátt með inn- lánsbindingu Seðlabanka. Einn- ig er unnt að stjórna því með vaxtabreytingum. Þá leið valdi ríkisstjórn frú Thatchers. Þá er þess líka að geta, að skilgreining hugtaksins „pen- ingamagns í umferð", er ærið vandasöm. I meginatriðum má segja, að þegar menn nefna þetta hugtak, eigi þeir við eitt af þremur mismunandi hugtökum: I fyrsta lagi er það þrengsta skilgreiningin, sem tekur ein- ungis til hins eiginlega og al- menna peningamagns. Þetta er vanalega einkennt með Ml. Þá er það skilgreining númer tvö, pen- ingamagn og almennt sparifé, eða M2. Og loks peningamagn og sparifé, sem kallað er M3. Hæpið hugtak Thatcher-stjórnin afréð að nota síðustu skilgreininguna til að fylgjast með vexti peninga- magnsins. Til að koma í veg fyrir of öran vöxt þess, hafa vextir verið háir, sem síðar hefur haft þau áhrif, að sterlingspundið hefur verið ofskráð og mikill samdráttur skapast hjá útflytj- endum, eins og allir vita. Kunnir fræðimenn hafa mælt gegn því að vextir séu notaðir til að stjórna peningamagninu. í þeirra höpi er Milton Friedman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Eins og mörgum mun kunn- ugt, réði frú Thatcher prófessor Alan Walters til sín og gerði hann að einkaráðgjafa sínum í efnahagsmálum. Walters tók undir með Friedman og hefur nú lagt til, að peningamagni yrði fremur stjórnað með innláns- bindingu en vaxtabreytingum. Walters hefur ennfremur lagt til, að viðmiðuninni M3 verði hætt. Segir hann, að hún gefi falska mynd af vexti peninga- magnsins og geri atvinnuvegun- um óþarflega erfitt fyrir. Walt- ers vill að fremur sé miðað við M1 en M3, þegar litið sé á aukningu peningamagns í um- ferð. Allsendis ólíkt Ljóst er' af öllu, að Ronald Reagan hyggst ekki fara að fordæmi Thatchers og stjórna peningamagninu með vaxta- breytingum. Hann mun fremur reyna að stjórna því beint með innlánsbindingum í gegnum Seðlabanka Bandaríkjanna. Nú um hríð hefur viðmiðunin Mlb líka verið notuð um peninga- magnið í Bandaríkjunum og er það tilbrigði við þá skilgreiningu sem flestir hafa kallað Ml. í skattamálum ætlar Reagan að fara öðruvísi að en Thatcher. Frumvarp það sem hann hefur lagt fyrir bandaríska þingið, tekur af öll tvímæli um það. Hann boðar mikla skattalækk- un. Þeir hagfræðingar, sem kenndir eru við framboðshliðina, eru líka valdamiklir í ráðgjafa- liði hans. Aðalatriði í efnahags- málakenningu þeirra er það að lækka skatta til að auka hag- vöxtinn. Kenning framboðshliðar — hagfræði hefur aldrei náð eyrum Thatcher sem neinu nemur. Og kunnugir segja, að andrúmsloft- ið í Washington sé ólíkt því sem það var í Lundúnum vorið 1979, þegar Thatcher var að móta sína efnahagsstefnu. Ein ástæða þessa er líklega sú, að í kringum Reagan forseta eru fjölmargir ráðgjafar sem ákafir vilja koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Slíka menn hefur varla verið að finna í herbúðum Thatchers. Sjálf hefur frúin ver- ið í minnihluta í þingflokki sínum og ríkisstjórn og því þurft á brattann að sækja, með efna- hagsmálahugmyndir sínar. ELÐFAXir 2 HESTHfWETTW__— Eiðfaxi kominn út EIÐFAXI, annað töluhlað þessa árs. er nýlega komið út, og flytur það fjölbreyttar fréttir og greinar um hesta og hestamennsku að vanda. Meðal efnis má nefna viðtal við Pétur Sigurðsson á Hjalta- stöðum í Blönduhlíð, grein eftir Sigurð Sigurðarson dýra- lækni um fiúor og færleika. Rætt er um möguleika á að halda landsmót hestamanna í Reykjavík, grein um múkk skrifar Jón Guðbrandsson dýralæknir, þátturinn Vakri Skjóni er á sínum stað og margt fleira. Ábyrgðarmaður tímaritsins Eiðfaxa er Sigurður Sig- mundsson, en í ritnefnd eiga sæti auk hans þeir Árni Þórð- arson, Bjarni Eiríkur Sigurðs- son, Björn Sigurðsson, Pétur Behrens, Sigurður Haraldsson og Sigurður Sæmundsson. Eiðfaxi kom fýrst út árið 1978, og kemur nú út tólf sinnum á ári. honda hefur aflað sér alþjóðaviðurkenningar fyrir frábæra hönnun, tæknilega yfirburði og sérstaka sparneytni í akstri. HOnipA er 5 gíra eða sjálfskipt með „overdrive“ og aflstýri. honda framhjóladrif, sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum og tannstangarstýri er trygging fyrir öruggum akstri. Verð 26.2. frá 85.000,- til 93.000,- HONDA bifreiðir eru hannaðar með eftirfarandi í huga: Fagurt útlit. Vandaðan frágang. Trausta byggingu. Sparneytna vél. Þessir eiginleikar eru hróður honda og einmitt það sem eykur traust eigandans. Kynnist sjálf hvað honda býður. HONDA A ISLANDI. SUÐURLANDSBRAUT 20, REYKJAVIK, SIMI 38772

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.