Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Oddur Oddsson frá Siglunesi - Minning Fæddur 22. júlí 1894. Dáinn 3. mars 1981. Fyrir miðju Norðurlands liggur Siglufjörður ásamt nágranna- byggðum, sem honum tilheyra. Sitt hvoru megin innsiglingarinn- ar í þessa lífhöfn Norðurstrandar- innar gnæfa við himin háreist hamrafjöll. Siglunesnúpur rís brattur og bringubreiður yfir lágt Siglunesið sem er austan fjarðar- ins og skagar til norðvesturs og myndar öldubrjót fyrir fjarðar- mynnið. Að vestanverðu fjarðar- ins er Strákafjall, sæbratt og sundurskorið af giljum og gjám. Norðan undir Strákum er Engi- dalur, falleg bújörð en frekar lítil. í Iandi hennar er Sauðanes (Dala- tá) með miklum vita og öðrum mannvirkjum. Inn af landi Engi- dals og vestar er annar dalur miklu stærri. Sameiginlega bera þessir tveir dalir nafnið Úlfsdalir. Þeir hafa lengst af verið einangr- aðir af samgönguleysi, þar til að Siglufjarðarvegur hinn nýi var lagður um þá, og tengdust þeir þá aðalbyggðinni með miklum jarð- göngum í gegnum Strákafjall. A Dalabæ í hinum vestari Úlfsdal bjó á síðustu öld Þorvald- ur Sigfússon og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir skálds, frá Staðar- hóli í Siglufirði. Bóndi þessi var oftast nefndur „Þorvaldur ríki á Dölum". Er hann lést um áttrætt var dánarbúið skrifað upp. Kom þá í ljós að hann átti 16 jarðir, auk annarra auðæfa. Að vísu átti hann aðeins hluta í sumum þessara jarða, en flestar að öllu leyti. Þar á meðal voru Engidalur og Dala- bær. Máná í Úlfsdölum átti hann að hálfu. Þessir dalir voru hans ríki, sem hann hlaut kenningar- nafn af, enda átti hann þá nær alla. Þessi Dalabæjarhjón voru lang- afi og langamma Odds Oddssonar frá Siglunesi. Afkomendur þeirra eru fjölmennir á Siglufirði og víðar. Þetta er allt hraust, sjálf- stætt manndóms- og mannkosta- fólk, sannkallaðar hetjur hvers- dagslífsins. Oddur var fæddur á Engidal 22.'júlí 1894. Þar bjuggu foreidrar hans á tímabilinu 1892—1902, en fluttu þá yfir á Siglunes, sem þau keyptu að hluta. Faðir Odds var Oddur Jó- hannsson bóndi og hákarlaskip- stjóri. Hann var talinn mikill dugnaðarmaður, vinsæll og vel efnum búinn. Kona hans var Guðrún Ingibjörg Sigurðardóttir frá Nesi í Flókadal. Þau bjuggu rausnarbúi á Siglunesi. A þessu forna stórbýli var útgerð og landbúskapur rekinn jöfnum höndum. Eru þar góðir landkostir og hlunnindi. Stutt er á fengsæl fiskimið og lendingarskil- yrði sæmileg. En það þarf mikla vinnu, árvekni og dugnað til þess að búa á slíkum stað og efnast vel. Oddur Jóhannsson var síðast skip- stjóri á hákarlaskipinu „Samson" frá Siglufirði. í mannskaðaveðr- inu mikla 14. maí 1922, sem kallað var krossmessugarðurinn, fórst þetta skip ásamt fjórum öðrum hákarlaskipum og með 55 menn. Kona Odds hafði dáið 7 árum áður eða 17. apríl 1915. Þau höfðu eignast 8 börn, en aðeins 4 þeirra komist til fullorðinsára. Auk þess höfðu þau alið upp önnur börn og unglinga og komið þeim einnig til manns. Um þetta leyti voru 3 systkinin ennþá í föðurgarði. Kom það nú í hlut þeirra að taka við jörð og búi. Oddur Oddsson var elstur þeirra og varð því forsvarsmaður heimil- isins. Þann 7. apríl 1925 kvæntist hann Sigurlaugu Kristjánsdóttur f. 18. febrúar 1898. Hún er af þingeyskum ættum, en alin upp á Skagaströnd, og þaðan fluttist hún norður. Hún var mikil hús- móðir, þrifin, vandvirk og hagsýn og annaðist börn og bú af alúð og dugnaði. Oddur var glaður og hress í framkomu, hrókur alls fagnaðar í góðum félagsskap og mikið snyrtimenni. Árið 1926 fluttust þau hjónin til Siglufjarðarkaupstaðar. Þar byggði Oddur timburhús handa fjölskyldu sinni við Grundargötu 6. Hann stundaði smíðar sem aðalatvinnu. Á sumrin voru smiðir og lagtækir menn eftirsóttir til vinnu sem beykjar á síldarstöðv- arnar. Oddur var mikill frískleika- maður og dugnaður hans var S ZEFfOWATT ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR ítalskar úrvalsvélar, sem unniö hafa sér stóran markaöshlut hér á landi sökum góörar endingar, einstakra þvottaeiginleika og hagstæös verös. Þvottavél L T-955 Tekur 5 kg. af þvotti. Sparnaöarkerfi (3 kg.) 9 þvottakerfi. 4 skolkerfi. 1 þeytikerfi (500 sn.). Hémarks orkuþörf 2300 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 48,5 cm. Þurrkari ES-205 Tekur 5 kg. af þvotti. 10 mismunandi kerfi. Belgur úr ryðfríu stéli. Hámarks orkuþörf 2400 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 52 cm. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avík Simi 38900 viðurkenndur að hvaða vinnu sem hann gekk. Árið 1937 fluttu þau hjónin aftur út á Siglunes og hófu búskap að nýju. Reisti Oddur þar ágætt steinsteypuhús. Bjuggu þau næstu 9 árin á Nesi við landbúnað og sjóróðra þar til þau fluttu aftur í kaupstaðinn. Vann hann áfram við smíðar, við nýbyggingar Síld- arverksmiðju ríkisins og annars- staðar. Byggði hann þá á ný annað íbúðarhús handa fjölskyldu sinni við Hvanneyrarbraut 51, af mikl- um myndarskap. Árið 1952 gerðist Oddur vitavörður á Sauðanesi og var þar í 4 ár, oft einn síns liðs. Sauðanesvitinn var byggður á Engidal á árunum 1933—1934, en þá jörð átti Oddur, eins og hans langfeður áður. Þessa jörð keypti svo Vitamálasjóður litlu eftir að Oddur hætti vitavörslu og flutti þaðan árið 1956. Oddur undi því ekki að hafa lítið að gera. Þegar fór að hallast á ógæfuhlið fyrir Siglfirðingum, er síldin hvarf og atvinna brást við hana, fluttu fjöldamargir til Reykjavíkur og nágrennis, þar sem nægileg at- vinna var fyrir hendi, við hina miklu uppbyggingu og útþennslu byggðanna þar. Fjölskylda Odda var með í þessum þunga útflytjendastraumi þegar þriðjungur Siglfirðinga hvarf úr heimabyggðum sínum. Enda þótt Oddur væri þá kominn yfir sextugt, var kjarkurinn og dugnaðurinn ennþá hinn sami og fyrr. Byggði hann nú í félagi við Odd son sinn, stórt og vandað íbúðarhús við Norðurbrún 6 í Reykjavík. Smíðar voru áfram hans atvinna, bæði hjá sjálfum sér og öðrum. Þau Sigurlaug og Oddur eignuð- ust 4 börn: Oddur Jóhannsson Oddsson, f. 29. maí 1925, kvæntur Ragnhildi Stefánsdóttur frá Siglu- firði; Guðrún Ingibjörg Oddsdótt- ir, f. 8. ágúst 1928, gift Ólafi Jónssyni frá Fossi í Hrútafirði; Hrafnhildur Loreley Oddsdóttir, f. 22. júlí 1936, gift Ragnari Ágústs- syni frá Svalbarði á Vatnsnesi og Sæunn Hafdís Oddsdóttir, f. 16. desember 1940, gift Kjartani Sig- urjónssyni frá Rútsstöðum í Svínadal. Auk þess ólu þau upp dóttur- dóttur sína, Siguriaugu Oddnýju Björnsdóttur. Allt er þetta mikið myndar- og dugnaðarfólk eins og það á kyn til. Þau hjón slitu samvistum fljót- lega eftir að þau fluttu til Reykja- víkur. Eftir að aldurinn færðist yfir og kraftarnir fóru að þverra, hélt Oddur kyrru fyrir á heimili sínu. Lifði hann þá í skjóli og umsjá barna sinna og barnabarna, sem öll eru búsett syðra, aðallega í Reykjavík. Hann var lengst af heilsugóður, en þó var heilsan farin að bila undir það síðasta. Hann andaðist á heimili sínu þann 3. mars 1981. _Mikill starfsmaður þurfti hvíldarinnar með eftir langa ævi. Siglufjarðarbyggðir voru allar taldar afskekkt útnes, allt fram á síðustu aldamót, er þessir staðir urðu miðpunktur síldveiðanna og mikilla athafna. Þó urðu breyt- ingarnar í samgöngumálum á síð- ustu árum, með tilkomu nýs vegar, jarðganga og flugvallar til þess að einangrun þessara byggða var að fullu rofin. Lífsskilyrði eru nú allt önnur og betri en áður var, og ólík t Mágkona mín, SIGRÍÐUR SUMARLIÐADÓTTIR fré Mosdal, lést í Borgarspítalanum, 10. mars. Ingibjörg Jörundsdóttir. t Konan mín og dóttir, UNNUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, andaöist sunnudaginn 8. marz aö heimili sínu Laugarnestanga 87, Reykjavík. Leifur Jónsson, Margrét Þórarinsdóttir. t Móöir okkar, SESSELJA RUNÓLFSSON, lézt á Borgarspítalanum aöfaranótt 11 þ.m. Börnin. t Móölr okkar, tengdamóöir, amma og langamma, EINRUN ÍSAKSDÓTTIR fré Siglufirði, fil heimilis aö Búlandí 16, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. marz kl. 13:30. Edda ísaks, Rafn Sigurbergsson, Hanna María ísaks, Þorsteinn Birgir Egilsson. barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.