Morgunblaðið - 12.03.1981, Síða 39

Morgunblaðið - 12.03.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 39 félk f fréttum Beðið í rústum + GÖMUL kona situr í rústum heimilis síns í bænum Platees í Grikklandi og biður til Guðs síns. Þar varð mjög mikill jarðskjálfti fyrr í þessum mánuði og tjón mikið. Platees er um 80 kílómetra norður af Aþenu, höfuðborg Grikk- lands. Skjálftinn sem mældist 6,2 stig á Richter-mælikvarða, átti upptök sín um 70 kílómetra vestur af Aþenu. Skíða- drottn- ingin á striga + AUSTURRÍSKI listmálarinn Gunt- her Waldorf, í borg- inni Graz. hefur fyrir skömmu lokið við að gera málverk af frægustu skíða- drottningu allra tima. landa sinum. Annemarie Mozer- Pröll. Svo fræg varð þessi austurríska skíðadrottning. að jafnvel fólk. sem ekki fylgist jafnað- arlega með þvi sem gerist á sviði íþrótt- anna vissi deili á henni. Engin kona hvorki fyrr né síðar hefur hlotið jafn mörg skíðaverðlaun og Annemarie. Og myndin er af lista- manninum. Gunt- her, við málverk sitt af skíðadrottning- unni, sem dró sig í hlé fyrir nokkrum árum. Hetiutenórinn heimsækir fótboltastjörnur + ÍTALSKI tenórsöngvarinn Laciano Pavarotti heimsótti um daginn skrifstofur ítalska knattspyrnuliðsins Juventus. Pavarotti ku vera liðtækur bilj- arðspilari. Ilann sameinaði þetta áhugamál sitt og knatt- spyrnuna með því að reyna að skjóta fólbolta beint í horn á biljarðborðinu!! Margir aðrir kappar eru þarna á myndinni. Stórstjörnur Juventus frá vinstri eru: Franco Causio. Eob- erto Bettega og Dino Zoff. Auk þess má sjá að einn starfsmaður félagsins fylgist vandlega með því að Pavarotti skaddi ekki dýran boltann. „Vina- fundur“ + ÞETTA er hvorki fiskverðsnefnd á fundi né úthlutunarnefnd listamannalauna. heldur fundur sem leiðtogar Sovétrikjanna og Póllands áttu með sér í Kreml. Sem kunnugt er hafa Sovétmenn þungar áhyggjur af frelsisbaráttu pólsks verkalýðs og bænda. Á þessum fundi, sem kallaður var „Vinafundur“ voru málin reifuð. Fimmti frá hægri er Leonid Breznev, forseti Sovétrikjanna og beint á móti honum Stanislav Kania, formaður Pólska Kommúnistaflokks- ins. GÆÐASTYRING Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös í Gæöastýringu í fyrirlestrarsal félagsins aö Síöu- múla 23 dagana 18.—20. mars nk. frá kl. 15—19. Tilgangur námakeiðsins er að beina athyglinni að gæðum framleiöslunnar, en gæðin hafa oft verið veikur hlekkur hjá íslenskum fyrirtækjum. Á nám- skeiðinu er fjallað um hvernig tryggja á aö framleiðslan uppfylli ætíð þær kröfur sem settar hafa verið. Stefnt er aö því að gera þátttakendur færa um að benda á þá þætti, sem eru einkennandi fyrir gæði ákveöinna framleiðsluvara og útbúa einfalt skráningareftirlit meö þessum gæö- um svo að kostnaður vegna gæöa sé í lágmarki. Námskeiðiö höfðar einkum til þeirra sem bera ábyrgö á hvers konar framleiöslu í stór- um fyrirtækjum sem smáum. Þátttaka tilkynnist til Stjórn- unarfélagsins í síma 82930. Leiðbeinendur: Halldór Friðgeirs- son, verkfræðingur Pétur K. Maack, verkfræðingur STJÓRNUNARFÉLAG ÍSIANOS SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 H Cgbernet Minipack 50 Verö kr. 6.859,- BENCO, 72 RMS WÖtt Bolholti 4, sími 91-21945 — 84077 Vinnu sioppar Kjólar Jakkar Hvítt - Mislitt Stærðir 34—54 Bankastræti 3 s. 13635 Póstkröfusendum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.