Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 198U M/b Má og m/b Halldóri Runólfssyni gefín nöfn: InKÍbjörg Hákonardóttir gefur m/b Má NS 87 nafn. Að baki hennar stendur Reimar Charlesson, framkvæmdastjóri Bátalóns h.f. Ljósm. ÓI.K.M. Hilma Hrönn Njálsdóttir gefur m/b Halldóri Runólfssyni NS 301 nafn. járnsmíði, plötusmíði, renni- smíði, trésmíði og húsgagna- smíði", sagði Reimar. Þessir tveir bátar sem var verið að gefa nafn voru t.d. smíðaðir hér að öllu leyti þar meðtaldar innrétt- ingar sem smiðir okkar sáu um. Nú vinna hér í stöðinni um 30 manns. Það er í lægra kantinum eins og alltaf þegar við erum að ljúka verkefnum en sé skipa- smíðastöðin fullnýtt þá vinna hér um 50—60 manns. Við getum tekið hingað upp í stöðina allt að 180 tonna báta og öll aðstaða hér er orðin mjög góð. Hafnarstjór- inn hefur nýlega samþykkt að byggja við viðlegukant sem Bátalón hf. var byrjað á og mun það bæta enn aðstöðu okkar til að sinna viðgerðarverkefnum. Varðandi framtíðarhorfurnar þá er það stóra spurningin hvort Fiskveiðisjóður samþykkir þessa samninga sem gerðir hafa verið um smíði þriggja báta eftir sömu teikningu og m/b Halldór Runólfsson var smíðaður eftir. Við getum byggt fjóra slíka báta samhliða hér í stöðinni og sam- þykki Fiskveiðisjóður þessa samninga yrði hér fyrsti vísirinn að raðsmíði skipa hérlendis, sem er mun hagkvæmari en að smíða eitt og eitt skip í einu. Fáist þessir samningar samþykktir tel ég horfurnar hjá skipasmíða- stöðinni mjög góðar", sagði Reimar að lokum. Lokaþáttur í þróun hugmynda er fædd- ust fyrir sex árum — segir Reimar Charlesson framkvæmdastjóri Bátalóns hf. TVEIM nýjum stálfiskibátum voru gefin nöfn í skipasmíða- stöðinni Bátalóni hf. í Hafnar- firði á föstudaginn. Bátarnir sem eru 26 og 29 brúttólestir, hlutu nöfnin m/b Már og m/b Halldór Runólfsson. Er m/b Már í eigu Elíasar Helgasonar Bakkafirði og gaf svilkona Elías- ar, frú Ingibjörg Hákonardóttir, bátnum nafnið. Skipstjóri á m/b sl. ári, hófst í raun lokaþáttur í þróun hugmynda er fæddust fyrir 6 árum. Þorbergur Ólafs- son, stjórnarformaður og hönn- uður Bátalóns hf., fékk hug- myndina að þessu bátslagi árið 1975 og var m/b Guðrún Jóns- dóttir byggð árið 1978 eftir hans fyrstu teikningu með þessu lagi. Árið 1979 byggði Bátalón hf. m/b Njál fyrir hinn kunna inga eru nú þegar til umfjöllun- ar hjá Fiskveiðisjóði íslands. Ég vil að lokum óska eigend- um m/b Más og m/b Halldórs Runólfssonar til hamingju og bið þeim, bátum þeirra og áhöfnum, Guðs blessunar og velfarnaðar um alla framtíð." Að ræðu sinni lokinni færði Reimar þeim Ingibjörgu og Hilmu Hrönn hálsmen að gjöf, Tveir glæsilegir fiskibátar sem nú hafa bæst i islenzka fiskiskipaflotann, m/b Már NS 87 og m/b Halldór Runólfsson NS 301. Már verður Elías Helgason. M/b Halldór Runólfsson er í eigu Kristins Péturssonar og fleiri á Bakkafirði. Frú Hilma Hrönn Njálsdóttir gaf honum nafn en Hilma er eiginkona Áka Guðmundssonar er verður skip- stjóri á bátnum. Viðstaddir athöfnina voru sjávarútvegsráðherra Stein- grímur Hermannsson, bæjar- stjórinn í Hafnarfirði, Einar Ingi Halldórsson, þingmaður Austfjarðakjördæmis, Egill Jónsson ásamt fjölda gesta. I ræðu við þetta tækifæri sagði Reimar Charlesson, fram- kvæmdastjóri Bátalóns hf., m.a.: „Þegar kjölur var lagður að þessum tveim fiskibátum í júní á aflamann, Eggert Gíslason, eftir endurbættri teikningu af m/b Guðrúnu Jónsdóttur. Við hönn- un þessara tveggja báta var að verulegu leyti byggt á teikning- um af m/b Njáli, en þeim var þó nokkuð breytt og var í þeim breytingum farið eftir ábending- um Eggerts Gíslasonar og byggt á þeirri reynslu er hann hafði af m/b Njáli. Raðsmíði fiskibáta er enn lítt þekkt hugtak hér á landi en Bátalón hf. hefur nú fullan hug á að hefja raðsmíði 16,25 metra stálbáta, byggða á teikningum af m/b Halldóri Runólfssyni og höfum við þegar undirritað samninga um smíði þriggja slíkra báta. Tveir þessara samn- til minja um nafnagiftina. Þá las Jafet Ólafsson, deildarstjóri í Iðnaðarráðuneytinu, upp heilla- skeyti frá Hjörleifi Guttorms- syni iðnaðarráðherra en síðan tók Þorbergur Ólafsson, stjórn- arformaður og hönnuður Báta- lóns, til máls og fjallaði hann m.a. um hvernig hönnun báta með Bátalónslagi hefði þróast í gegnum árin. í samtaii við blaðamann Morgunblaðsins sagði Reimar Charlesson að auk smíði stórra fiskibáta væri skipasmíðastöðin Bátalón hf. með nýsmíði lítiila báta og alhliða viðgerðarþjón- ustu. „Við höfum hér allt til skipasmíða og viðgerða, — Framsogumenn og fundarstjóri á Borgarafundi V.R. um málefni aldraðra. Ljósm. ól.K.M. Borgarafundur V.R. Líflegar umræður um málefni aldraðra Verzlunarmannafélag Reykjavíkur efndi um síðustu helgi til borgarafundar um málefni aldraðra. Voru flutt 5 framsöguerindi og í framhaldi af þeim voru almennar umræður. Magnús L. Sveinsson formaður V.R. var fundarstjóri og sagði hann menn hafa minnst á nánast alla þætti þessara máia og að umræður hafi verið hinar líflegustu. Framsögumenn voru Pétur Sigurðsson, Ásthildur Péturs- dóttir, Albert Guðmundsson, Adda Bára Sigfúsdóttir og Skúli Johnsen. Fram kom hjá öllum að almenningur hefði til þessa sýnt málefnum aldraðra of lít- inn áhuga, en svo virtist sem nokkur breyting væri að verða þar á. Magnús L. Sveinsson sagði fundinn lið í því að vekja menn til umhugsunar um þessi mál, þarna hefði í sjálfu sér ekkert sérstakt nýtt komið fram, en greinilega komið í ljós að almenningur væri að vakna upp til að ýta undir raunhæfar aðgerðir í málefnum aldraðra. Á fundinum voru um 250 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.