Morgunblaðið - 12.03.1981, Side 11

Morgunblaðið - 12.03.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 11 íslenzk listiðnaðar- sýning í Hásselbyhöll Um 250 manns sótti borgarafundinn. Tilbúiö undir tréverk GuMinnu Ragnarsdóttur Stokkhólmi TÓLF íslenzkir listamenn sýna um þessar mundir listiðnað í Hásselbyhöllinni í Stokkhólmi. En Hásselbyhöllin er menningar- miðstöð norrænu höfuðborganna. Listamennirnir sem sýna verk sín eru Steinunn Marteinsdóttir, Jónína Guðnadóttir, Haukur Dór Sturluson og Elísabet Haralds- dóttir sem sýna keramik, Ásdís Thoroddsen, Jens Guðjónsson og G. Josef Jezorski sem sýna silfur- og gullsmíði og Hulda Jósefsdótt- ir, Guðrún Auðunsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Sigríður Jóhanns- dóttir og Leifur Breiðfjörð sem sýna listvefnað og tauþrykk. Að sögn listamannanna sjálfra mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenzkum listiðnaði berst svo höfðinglegt sýningarboð erlendis frá. En að baki þessu boði stendur framkvæmdastjóri Hásselbyhall- arinnar Birger Olsson. I formála að sýningarskránni segir Birger Olsson m.a.: „Þessi sýning á að kynna okkur íslenzkan listiðnað, þann hluta íslenzkrar menningar sem við þekkjum svo lítið hér í Svíþjóð. Við vonumst þessvegna til að henni verði veitt verðskulduð at- hygli og að með henni aukist menningartengslin milli Svíþjóðar og íslands." Birger Olsson gerir einnig stutta grein fyrir þróun listiðnað- arins á íslandi og lýsir því hvaða áhrif skortur á málmum, tré og öðru efni hafi haft á þróun þessarar listgreinar ... „Þessi sýning er stórkostleg lyftistöng fyrir okkur öll,“ sagði Steinunn Marteinsdóttir í viðtali við fréttamann Morgunblaðsins. En Steinunn á 23 verk á sýning- unni, öll unnin á þessu ári. Steinunn Marteinsdóttir við eitt verka sinna á listiðnaðarsýningunni í . Mbl. GuMinna RaKnarndóttir Hásselbyhöll. Ljówm. Var aö fá í einkasölu nokkrar af hinum eftirsóttu íbúöum viö Orrahóla í Breiöholti III. Til eru nú: 3ja herbergja íbúðir (mjög stórar) og 4ra herb. íbúðir. íbúöirnar seljast tilbúnar undir tréverk, sameign inni fullgerö, húsiö frágengiö aö utan og lóöin frágengin aö mestu. íbúöirnar afhendast strax. Beðiö eftir húsnæöismála- stjórnarláni. Lyfta komin. Teikning til sýnis á skrifstofunni. Stórar svalir yfirleitt. Frábært útsýni. Kaupið áður en íbúðarverð hækkar. Verðið er nú aöeins kr. 340.000. Árni Stefánsson hrl., Suðurgötu 4. Sími 14314. Sigriður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðf jörð við eitt verka sinna, sem nefnist Grimur. Flestir listamannanna voru viðstaddir opnun sýningarinnar þann 28. febrúar en sýningin mun standa til 5. apríl. Hönnuður sýningarinnar er Stefán Snæ- björnsson innanhússarkitekt. I sumar mun þessi listiðnaðar- sýning listamannanna 12 verða á Kjarvalsstöðum. Myndlistarmenn skora á Akureyringa NOKKRIR listamenn hafa sent bæjarstjórn Akureyrar eftirfar- andi: „Undirritaðir listamenn telja, að það sé skaði að því, að ekki skuli vera lengur sýningarsalur á Akureyri, og á það ekki við um Akureyringa eina heldur landið allt. Trúlega mun enginn mæla því í mót, að hið fjöruga sýn- ingahald undanfarinna ára hafi auðgað menningarlíf Akureyrar og að það sé sjónarsviptir að því, að slíkt skuli af lagt. íhlaupa- staðir eins og skólar eða önnur hús, sem notast má við, munu aldrei gera sama gagn og sýn- ingarsalur með öllu því lífi, er honum fylgir. Framtak og áhugi Akureyringa var fordæmi, sem fyrr eða síðar mundi skila sér til annarra staða, enda þegar komnar visbendingar þar um t.d. á Isafirði. Skorum við á Akureyringa að íhuga þetta mál gaumgæfilega þannig, að ekki miði afturábak í menningarlífi, sem var komið á svo góðan rekspöl. Richard Valtingjó, Björgvin Sig. Haraldsson, Björn Th. Björnsson, Gunnlaugur H. Gíslason, Einar Hákonarson, Kjartan Guðjónsson, Hörður Ágústsson, Bragi Ásgeirsson." VOLVO Lapplander fœr varla nokkur fegurðarverðlaun, en hann stendur fyrir sínu Skoðaðu sýningarbíl hjá okkur. Hann venst!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.