Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 15 Keppnislið UMSB vann mor>c afrek á sl. ári. Hér er Intcimundur Intcimundarson. þjálfari liðsins, að undirbúa það undir keppni. Frá þingi UMSB: Afmælisrit á afmælisári SUNNUDAGINN 22. febrúar síðast- liðinn var haldið í Kleppjárnsreykja- skóla 59. ársþing Ungmennasam- bands Borgarfjarðar. Sambandsstjóri Ófeigur Gestsson setti þingið og bauð fulltrúa aðildar- félaganna og gesti þingsins velkomna. Gestir þingsins að þessu sinni voru form. UMFÍ Pálmi Gíslason og framkv.stj. Sigurður Geirdal, einnig forseti ÍSÍ Sveinn Björnsson og framkv.stj. Hermann Guðmundsson. í skýrslu stjórnar kom fram að mest starf hefur á sl. ári verið unnið á íþróttasviðinu enda skipar UMSB sæti í 1. deild FRÍ, eitt héraðssam- banda innan UMFÍ. Á þinginu var Helgu Björnsdóttur Umf. Reykdæla afhentur bikar, svo- nefndur fjölhæfnisbikar sem gefinn er af hjónunum Erlu Daníelsdóttur og Þorleifi Grönfeldt, Borgarnesi. Fjölhæfnisbikarinn er afhentur þeim unglingi 14 ára og yngri sem stiga- hæstur er í 3 greinum samkv. stiga- töflu FRÍ. Einar Vilhjálmsson Umf. Reykdæla hlaut framfarabikarinn svonefndan sem gefinn er af hjónun- um Ragnheiði Jónsdóttur og Ingi- mundi Ingimundarsyni. Framfara- bikarinn hlýtur sá sem mestar fram- farir sýnir annað hvort I frjálsum íþróttum eða sundi. Stigahæsta félag- ið í frjálsum íþróttum sl. ár var Umf. Skallagrimur og hlaut „Þórarins bik- arinn“.1Stigahæsta félagið í sundi var Ufm. íslendingur og hlaut Kíwanis- styttuna. Félagasamsteypan H.V.Þ. hlaut sigur í héraðsmótinu í knattspyrnu og vann bikar gefinn af Þórði Bach- mann, Borgarnesi. Jón Diðriksson „íþróttamaður Borgarfjarðar 1980“ hlaut veglegan farandgrip og að auki áletraðan silfurdisk til eignar. Á þinginu var rætt um 70 ára afmæli sambandsins á næsta ári og samþykkt að fela stjórn að gefa út afmælisrit í tilefni þess. Úr stjórn sambandsins áttu að ganga Ofeigur Gestsson sambands- stjóri sem var endurkjörinn, Haukur Ingibergsson ritari, sem einnig var endurkjörinn og Ingibjörg Daníels- dóttir, meðstjórnandi, en hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Pétur Diðriksson kosinn í hennar stað. Áfram sátu í stjórn til næsta þings Helgi Bjarnason varasam- bandsstjóri og Pálmi Ingólfsson gjaldkeri. Félagar í UMSB eru nú um eitt þúsund. (Úr fréttatilkynningu.) HABPs SG-170H 3tækiíeinu. Meiriháttar steríó samstæða meó hátölurum, ívinsæla ,,silfur“ útlitinu. Nýtt mœlaborð. Veltistýri og aflstýri V/L.V/ ( gengisskráning 11.03.81 ) Það er ekki ofsagt að Mazda 626 hafi verið vinsælasti bíllinn í sínum flokki frá því að hann kom á markaðinn fyrir tæpum 2 árum síðan, því að okkur hefur aldrei tekist að fullnægja eftirspurn eftir þessum vinsæla bíl. Nú kynnum við 1981 árgerðina sem er fáanleg með margvíslegum aukaútbúnaði. Ný klæðning að innan Ný sœti og sœtaáklœði Rafdrifin sóllúga. Sjón er sögu ríkari... komið og skoðið Mazda 626 1981 í sýningarsal okkar að Smiðshöfða 23 Opið frá 9 - 6 daglega Athugið: þetta eru ein bestu bílakaupin í dag. Ný afturljós með inn / byggðum Ijóskösturum Nýtt grill og stuðarar. BILABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.