Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Það liggur nú ljóst fyrir, að bróðurparturinn af leiguflugi Flugleiða á komandi leiguflugs- vertíð á að koma í hlut Arnarflugs — einn ganginn enn. Þrátt fyrir samningaundirritanir, yfirlýs- ingar í dagblöðum og margendur- teknar munnlegar fullyrðingar ýmissa forráðamanna Flugleiða um að nú, á árinu 1981, hafi þeir hugsað sér að sjá um sitt leiguflug sjálfir, hefir raunin orðið sú, að gamalgrónum „kúnnum" eins og sólarlandakónginum Ingólfi Guð- brandssyni hefir óbeint verið vís- að til Arnarflugs, og svo verður sjálfsagt áfram framvegis. Er einhverju að leyna? Ég hef tekið eftir því, að spyrji maður einhvern af stjórnendum til höfuðs þeim tvö önnur flugfé- lög ísl.? Og er það stuðningur við Flugleiðir að hlusta sífellt á þann hvimleiða hóp starfsmanna Flug- leiða, sem kallaður er Millu- armurinn? Hópur, sem þykist vilja Flugleiðum vel, en vinnur í raun að því öllum árum að koma stjórn fyrirtækisins á kné. Efist einhver um þetta þarf ekki annað en líta á það, sem þessi mikli kvenskörungur segir — alveg ófeimin. í síðasta Helgarpósti segir hún blátt áfram, að það myndi verða sitt fyrsta verk að reka forstjórann, Sigurð Helga: son, ef hún kæmist til valda. I sama blaði lýsir hún því yfir, að margir standi með sér: „t.d. þetta nýja félag Fjöleign". En í stjórn þess félags sitja menn, sem einnig starfa hjá Flugleiðum, t.d. bæði flugstjóri og flugvélvirki sem áður störfuðu hjá Loftleiðum. Það er Kjartan Norðdahl: Ráðherraglópska Flugleiða um þetta mál, er alltaf settur upp einhver undanbragða- svipur, eins og einhverju sé að leyna. Égget ósköp vel skilið þetta varðandi leiguflug Flugleiða í fyrra. Sú ákvörðun að láta Arnar- flug alfarið sjá um það þá byggist á því að reiknað var með að Flugleiðir seldu eina af Boeing- vélum sínum. Að ekki reyndist svo unnt að losna við vélina var hlutur, sem engum af stjórnend- unum virtist hafa dottið í hug að átt gæti sér stað. En það geta nú fleiri en togarakaupmenn misst niðurum sig án þess að allt sé glatað. Af mistökunum læra menn. Þess vegna get ég ekki skilið, hvers vegna stjórn Flug- leiða getur ekki hreinlega upplýst af hverju nú standi til að afhenda Arnarflugi mestallt leiguflugið, sem allir eru sammála um að gefi af sér góðan pening. Einn þeirra, sem ég spurði að þessu, svaraði því til, að ég yrði nú að skilja það, að ferðaskrifstof- urnar semdu bara við þann aðila sem lægst biði. Þetta er hlægileg þvæla og útúrsnúningur, þegar haft er í huga hvernig sambandi Flugleiða og Arnarflugs er háttað. Að segja að dótturfyrirtæki undir- bjóði móðurfyrirtæki er álíka vit- laust og að segja að maður sem vill gera eitthvað með hægri hendinni geti það ekki af því að vinstri hendin á honum vilji gera eitthvað annað. Sá sem á meiri- hlutann í einhverju fyrirtæki ræð- ur auðvitað hvað það fyrirtæki framkvæmir. En hvernig stendur þá á þessu? Á sama tíma og móðurfyrirtækið á í miklum fjár- hagsörðugleikum er verið að hygla dótturfyrirtækinu. Er ekki eitt- hvað bogið við svona viðskipta- hætti? í dagblaðinu Tímanum, 6/3 sl., er frétt frá kynningardeild Flug- leiða þar sem er reynt að lýsa eðli leiguflugs og sýna fram á, hversu þýðingarmikið það sé fyrir flugfé- lag, sem stundar áætlunarflug allt árið um kring, að fá að njóta góðs af leigufluginu. Það er talað um að leiguflugfélög séu að koma hingað til landsins til að fleyta rjómann ofan af. Þessi frétt eða útskýring kynningardeildar Flugleiða er auðvitað vel skiljanleg hverjum heilvita manni. En hvers vegna eru Flugleiðir þá að gefa þessa rjómalögg til Arnarflugs, sem þeir eiga þó ekki nema rúmlega helm- inginn í? Glópastefna Það hafa margir látið í ljósi við mig þá skoðun sína, að skýringin á þessu, svarið við þessum spurning- um hljóti að vera það, að stjórn- endur Flugleiða séu neyddir til þess arna, vegna þess að sam- gönguráðherra krefjist þess að Arnarflug fái þennan bita, ella fái Flugleiðir ekki þann fjárstyrk, sem þeim er svo nauðsynlegur. Sé þetta rétt veit ég um sérstakt nafn yfir svona viðskipti, sem ég held að ekki þurfi að stafa fyrir neinn. Að þetta sé afstaða ráðherrans ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við þann söng, sem allir hafa heyrt hann kyrja að undan- förnu, bæði á Alþingi og annars staðar, nefnilega um það að annað afl sé nauðsynlegt í flugmálum íslendinga, það sé ekki gott að allt flug okkar sé á einni hendi, það sé ekki gott að Flugleiðir sitji svona einir að þessu, það kalli á einokun og komi í yeg fyrir heilbrigða samkeppni. Á þennan söng hafa þeir Arnarflugsmenn hlustað al- veg heillaðir og talið sig eiga að vera hinn útvalda. Þessi sjónarmið koma skýrt fram í baksíðufrétt Dagblaðsins 19. janúar sl. undir fyrirsögninni „Arnarflug kaupi allt eða ekkert". Þar kemur fram að stjórnendur Flugleiða vilja að starfsfólk Arn- arflugs kaupi annað hvort allan hlut Flugleiða í Arnarflugi, ásamt varahlutalager, eða ekkert. Nú er ljóst að þarna er um svo háa fjárhæð að ræða, að þeir hjá Arnarflugi ráða ekki við hana og þá á að snúa dæminu þannig að í staðinn eigi að „ ... skipta e.t.v. einhverjum leiðum milli Élugleiða og Arnarflugs. Mun helzt koma til greina að Arnarflug fái stærri hluta sólarlandaflugsins en verið hefir til þessa". Og í tímaritinu „Frjáls Verzlun" (1. tbl. 1981) segir Magnús Gunnarsson, for- stjóri Arnarflugs, í viðtali m.a.: „Éigi Arnarflug að starfa sjálf- stætt er það grundvallarskilyrði að félagið fái leyfi til áætlunar- flugs". Þá veit maður það. Ekki er nóg að hrifsa til sín mestallt leiguflug- ið heldur á líka að fá áætlunar- ferðir. Og nú spyr ég samgöngu- ráðherra: Hverjir voru það sem heimtuðu sameiningu Flugleiða og Flugfélagsins á sínum tíma? Ég minnist þess að einn núverandi ráðherra, Svavar Gestsson, sagði í sjónvarpinu í viðtali um þessi mál, að hann teldi stjórnvöld landsins bera ábyrgð á sameiningunni og þess vegna bæri þeim einnig siðferðilega skylda til þess að styðja við bakið á Flugleiðum. Ég hef ekki orðið var við það að aðrir í ríkisstjórninni, né í stjórnar- andstöðunni, hafi mótmælt þess- ari skoðun. Þegar Guðmundur G. Þórar- insson alþingismaður kom um daginn í kurteisisheimsókn til starfsmanna Flugleiða og kvaðst fús að ræða um stöðu flugmála var hann að því spurður, hvort hann gæti lýst því yfir, skýrt og skorinort, að Framsóknarflokkur- inn styddi við bakið á Flugleiðum, svarið var já. Er það stuðningur við Flugleið- ir, sem felst í þessari fyrirsögn, sem birtist með stríðsletri þvert yfir forsíðu Tímans, málgagns Framsóknarflokksins, 5. marz sl.: „Flugleiðir styrkja einokunarað- stöðu sína: Reyna að beita stéttar- félögunum fyrir sig“? Er það stuðningur við Flugleiðir að setja ekki amalegt fyrir stjórnendur fyrirtækisins Flugleiðir að hafa svona samstarfsmenn. Það er á þennan hóp manna, sem allir vita að ráðherrann hlustar mest á varðandi mál Flugleiða, svo furðulegt sem það er. En það er nú líka svo .margt einkennilegt við þennan blessaða ráðherra, sem virðist eiga þá ósk heitasta að gerast einskonar Napoleon íslenzkra flugmála. Tvö öfl Því meira sem maður hugsar um þessi mál því óskiljanlegri verða þau, — og hér er ekki aðeins við samgönguráðherra að sakast, heldur einnig samstarfsmenn hans. Fyrst fá þessir menn því framgengt að Flugleiðir halda áfram vonlitlu flugi milli Luxem- borgar og Bandaríkjanna, og styrkja þetta flug með fé skatt- borgara, síðan virðast vera gerðar ráðstafanir varðandi flugrekstur Flugleiða, sem miða að því að draga úr getu þeirra til að standa í greiðsluskilum. Þetta heitir að gefa með annarri hendinni og taka það síðan með hinni. Ofan á þetta bætist nú við vandræði Flugleiða nýaukin sókn erlendra leiguflugfélaga til lands- ins, — og hvernig skyldi nú samgönguráðherra, hjálparhella Flugleiða, bregðast við þessum fréttum, jú, hann lýsir hugar- ástandi sínu með þessum orðum á forsíðu Tímans 5. marz sl. — „Einokun Flugleiða á millilanda- flugi óheppileg". En innar í blað- inu bætir hann svo við: „Vitanlega er svona erlend samkeppni hættu- leg fyrir íslenzkt flug ...“ Ég verð að játa að mér gengur stundum dálítið illa að skilja þennan mann. Ef það er einlæg sannfæring samgönguráðherra, að flugmálum íslendinga sé bezt borgið með samkeppni og að hér þurfi að vera tvö öfl, hvort öðru til aðhalds, hvers vegna þá ekki einfaldlega að endurreisa Loftleiðir og Flugfélag íslands, sem stjórnvöld landsins bera fulla ábyrgð á að voru sameinuð. Með því móti myndu þau standa undir siðferðilegri skyldu sinni gagnvart því fólki, sem mest tapaði á þessari mis- heppnuðu sameiningu. Þá myndu margar óánægjuraddir þagna, þeir sem lengstan starfsaldurinn hafa á þessu atvinnusviði fengju eðlilegan forgang að þessum tak- markaða markaði, — og síðast en ekki sízt þá væri ráðherrann sjálfum sér samkvæmur. En haldi Steingrímur Her- mannsson, að hann sé að íklæðast einhverjum pólitískum skraut- klæðum með því að reyna að troða þriðja flugfélaginu inn á markað, sem fyrir nokkrum árum var dæmdur of lítill fyrir tvö, er ég í engum vafa um að framtíðin mun sýna fram á að þau klæði verða í engu betri en hin frægu nýju föt keisarans. Kjartan Norðdahl Fyrsti félagsfund- ur saf namanna FYRSTI almenni félagsfundur Félags íslenzkra safnamanna verður haldinn i Árnagarði á laugardaginn og hefst klukkan 14, en fundarefnið er: Tengsl safnanna i nútíð og framtíð. Félag íslenzkra safnamanna var stofnað í janúar sl. en í frétt frá félaginu segir að félagsmenn séu þeir, sem vinna í faglegu starfi við lista-, minja- og náttúrufræðisöfn eða hafa lokið námi í greinum, sem nýtast í starfsemi þessara stofnana. Á stofnfundinum var ákveðið að félagið skyldi standa að útgáfu tímaritsins Ljóra, sem hóf göngu sína í árslok 1980. Um 30 manns hafa óskað eftir inngöngu í félagið, en stjórn þess skipa: Halldór J. Jónsson, formað- ur, Frosti F. Jóhannsson ritari og Karla Kristjánsdóttir gjaldkeri. Ritstjóri Ljóra er Guðmundur Ólafsson. Tónleikar í Garðabæ GUNNAR Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarskólans í Görðum í nýja safnaðarheimilinu í Garðabæ föstudaginn 13. marz og hefjast tónleikarnir klukkan 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.