Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 21 Bandaríkjamennirnir stumrandi fyrir Robin og biðandi eftir hjálpinni. bað var Paul Merivine sem tók myndirnar af slysstaðnum. Bandarikjamennirnir vildu þakka lækninum. Reyni Þorsteinssyni. lögreglu- mönnum og öðrum björgunarmönnum frábært starf. sömuleiðis starfsfólki á sjúkrahúsi Akraness. sté Debbie útá sylluna, en skrikaði fótur og í einu hendingskasti flaug hún niður hlíðina. Ég lamaðist af skelfingu. Hún lá alveg hreyf- ingarlaus í snjónum, og mín fyrstu viðbrögð voru að fara á eftir henni, og ég steig í sporin hennar og skyndilega missti ég fótanna. Það var hryllilegur tími að kastast niður, þó ekki tæki það nema nokkrar sekúndur. Ég fann þó ekki til og var ekki hrædd, en það var samt hryllilegt að detta tæpa níu metra, — að minnsta kosti þegar maður hugsar útí það eftirá. Ég lenti á kletti og fann um leið mikinn sársauka, það var eins og eitthvað hefði brostið í bakinu á mér og ég hélt ég hefði bakbrotnað. Ég hefði runnið áfram niður ef Debbie hefði ekki verið staðin á fætur og gripið í mig strax og ég lenti. Og liggjandi sá ég það sem ég átti eftir niður í árbotn ... Miller: Þegar Mervine hafði öskrað til okkar, hljóp hann niður hamarinn all óðslega og Fallers fylgdi á eftir honum, og ég varð að kalla tvígang til þeirra, áður en þau hægðu á sér. Ég var síðastur á vettvang og fann konu mína alblóðuga í framan og mikið marða. Hún var mjög vönk- uð. Hin hlúðu skiljanlega að Robin, sem sýndist mjög þjáð, en ég sneri mér að konu minni, ég var smeykur um að hún myndi kannski detta aftur, hún gekk orðlaust hring eftir hring. Þegar hún hafði jafnað sig nokkuð, og ég hafði gengið úr skugga um að hún var ekki alvar- lega slösuð, sneri ég mér að Robin, og eftir nokkra skoðun sáum við Hamilton, fyrirliði hópsins, að það væri ekki ráðlegt að bera hana niður fjallið. Við Tiso héldum þess í stað niður hamarinn að leita hjálpar, og tókum Debbie með okkur í bílinn ... Robin: Hamilton, Mervine og Fallers urðu eftir hjá mér. Þau hagræddu mér og létu mig liggja á grúfu. Ég gat mig hvergi hrært, og þau fóru úr sinni flíkinni hver til að færa mig í. Þar sem ég lá hugsaði ég eiginlega ekki nokkurn skapaðan hlut og ég bað strákana að segja mér skemmtisögur og þeir fóru að segja mér fræknisögur af sjónum og reyndu að vera gamansamir. Ég lá og beið þess ég kæmist niður og á sjúkrahús, og það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi deyja. Það var bjart af degi. Ég grét svolítið eftir að ég datt, og ég var hrædd en ég bugaðist ekki. Og liggjandi á grúfu var ég síspyrjandi hvort þeir væru þarna ennþá og hvort Miller og Tiso væru ekki að koma, svo gerði ég ýmist að blóta óheppni minni eða biðja til Guðs. Eftir nokkra stund liggjandi fann ég ekki lengur til í bakinu, heldur var mér aðeins kalt. Jafnvel þó ég væri dúðuð, fannst mér ég vera að frjósa á fótunum. Ég hafði enga tilfinningu fyrir neðan hné. En nú lagðist hjá mér hundurinn. Þegar við vorum komin miðja vegu upp í fjallið, kom til okkar hundur og hann fylgdi okkur og lá hjá mér mestan partinn sem ég þurfti að bíða í snjónum. Þetta var fallegur hund- ur. Og góður. Svo hugsaði ég annað veifið heim til unnusta míns og þá var mér ekki kalt á meðan ... Miller: Það var um einnar og hálfrar stundar gangur niður að bílnum. Við Tiso hreiðruðum um Debbie í bílnum og ókum síðan niður á veg. Það var bændabýli í grenndinni en ég hafði komið þar, þegar ég fór að Glym í fyrra skiptið og vissi að heimilisfólk talaði ekki ensku og taldi það tímaeyðslu að fara þang- að. Veitingaskálinn í HvalfirC v ir lokaður og við stefndum þangað sem hvalfangarar hafa bækistöðv- ar á sumrum, en þá mættum við bíi sem svipaði til sjúkrabíls og merkt- ur var stórum stöfum „Borgarnes" og svo lánlega vildi til að í bílnum var talstöð og bílstjórinn kallaði til Akranes á lækni og björgunar- menn. Tiso sneri nú aftur á slys- stað með teppi sem voru í Borg- arnes-bílnum og einnig mat og vatn og sitthvað annað sem mátti koma að gagni og var fyrir hendi í þessum bíl. Ég og bílstjórinn biðum læknisins og um klukkan 16.15 kom hann ásamt tveimur lögreglu- mönnum. Við ókum að slysstaðnum eins og komist varð og byrjuðum strax að klifra upp þangað sem Robin lá. Henni létti mikið þegar hún vissi lækni kominn sér til hjálpar og eftir að hafa skoðað hana sagði læknirinn öðrum lög- reglumanninum að fara niður að bílnum og kalla á þyrlu Varnarliðs- ins. Þegar hér var komið sögu voru félagar mínir sem biðu hjá Robin orðnir illa haldnir af kulda, og Fallers og Mervine héldu nú niður að bílnum en Hamilton vildi bíða áfram uppi. Klukkan 17 kom björg- unarflokkur frá Borgarnesi. Þeir voru tólf saman og komu með sjúkrabörur, kaðla og fullkominn fjallgöngubúnað og tvo vélsieða og dráttarsleða. Björgunarmennirnir gengu strax til verks og unnu hratt og örugglega og læknirinn gaf Robin kvalastillandi sprautu svo hún fyndi minna til þegar hún var færð í sjúkrabörurnar. Við gátum ekki komið við vélsleðunum og bárum hana því niður. Klukkan var brðin 18.00 þegar Robin var loksins lögð inní heita lögreglubifreiðina. Læknirinn taldi ekki rétt að bíða þyrlunnar, heldur ók með Debbie og Robin til sjúkrahússins á Akra- nesi, þar sem þær fengu hina bestu umönnum. Þá voru liðnir þrír og hálfur tími frá því Debbie Miller og Robin Kern féllu tæpa níu metra í Glymsgljúfri. STÓRA STUNDIN hver fær Suzukinn í kvöld — kannski þú — komdu og freistaöu gæfunnar um leiö og þú lætur gott af þér leiöa, því allur ágóöi af bingóinu sem Lionsklúbburinn Ægir heldur í Sigtúni í kvöld rennur til Barnaheimilisins Sólheima í Grímsnesi. Auk þess verður spilað um fjöldan allan af alls konar góðum vinningum. Bingóið hefst kl. 20.30. Húsið opnar kl. 19.00 Spilaðar verða 15 umferðir. Aðgöngumiöar kr. 20. Bingóspjald kr. 50.-. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA í VÖRUMARKAÐINUM FRÁ KL. 12—6. HÆSTA HEILDARVERÐMÆTI BINGÓVINNINGA SEM SPILAÐ HEFUR VERIÐ UM TIL ÞESSA HÉRLENDIS Að bingóinu loknu, mun sá heppni aka heim á spánýjum Suzuki bíl frá Sveini Egilssyni — Kannaöu máliö — Freistaðu gæfunnar. Allur ágóði rennur til líknarmála. Lionsklúbburinn JEgir. i»i II 1 »5» VI MVt 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.