Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Haukar sigruðu í baráttuleik FYRSTI LEIKURINN i þriggja liða keppni Hauka, KR og Fram um fallsæti niður f 2. deild hófst i gærkvðldi i Laugardalshöllinni. í fyrsta leik keppninnar sem var á milli Fram og Hauka sigruðu þeir sfðarnefndu 23—22 i miklum baráttuleik. Haukar hafa þvi farið vel af stað i keppninni og hlotið tvö dýrmæt stig. bví að alveg ljóst er að keppni þessi á eftir að verða mjög hörð, jöfn og spennandi. Lið Fylkis er þegar fallið niður i 2. deild. Spurningin er aðeins hvaða lið fylgir þeim eftir. Það var greinilegt á leik Fram og Hauka í gærkvöldi að mikið var í húfi fyrir liðin. Leikmenn beggja liða voru nokkuð spenntir, og bitnaði það nokkuð á leik þeirra. Framan af fyrri hálfleiknum var leikur liðanna mjög jafn. En þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður tóku Haukar af skarið og áttu frumkvæðið í leiknum. Breyttu þeir stöðunni úr 5—5 í 7—5 sér í hag. Og það sem eftir var af leiknum höfðu þeir ávallt foryst- una, fyrir utan eitt skipti í síðari hálfleik er Fram jafnaði metin 13-13. sýndu þá mikinn klaufaskap. Þeg- ar fimm mínútur voru eftir af leiknum skildi aðeins eitt mark liðin að. Staðan var 20—19 fyrir Hauka. Þessar síðustu mínútur voru æsispennandi en ekki tókst Fram að jafna metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiktímanum fengu Haukar boltann, hófu sókn en misstu boltann útaf. Fram fékk boitann, átti möguleika á að jafna en tókst ekki. Á síðustu mínútunni skoraði Guðmundur Haraldsson 23. mark Hauka og Atli Hilmars- son 22 mark Fram rétt fyrir leikslok. Lið Fram barðist nokkuð vel í upphafi síðari hálfleiksins og náði að jafna leikinn á 42. mínútu 13—13. En Haukar sem voru mun baráttuglaðari náðu aftur foryst- unni og um tíma í síðari hálfleik var staðan orðin 20—16 fyrir Hauka. Undir lok leiksins misstu Haukar svo forskot sitt niður og Lið Hauka átti sigur skilið, þeir voru mun ákveðnari í öllum leik sínum bæði í vörn og sókn. Þá var markvarsla Ólafs Guðjónssonar og Gunnars Einarssonar allgóð. Bestu menn Hauka í leiknum voru Árni Sverrisson og Árni Her- mannsson. Báðir börðust af mikl- um dugnaði og léku vel. Þá komust Fram — Haukar 22:23 Stefán Jónsson og Guðmundur Haraldsson vel frá leiknum. Lið Fram verður að gera betur ef það ætlar sér að halda sæti sínu í 1. deildinni. Sér í lagi var varnarleikur liðsins ótraustur. Atli Hilmarsson var tekinn úr umferð allan fyrri hálfleikinn og hluta af þeim síðari. Engu að síður átti hann góðan leik, sérstaklega í síðari hálfleiknum og reif sig þá lausan úr gæslunni og skoraði sex glæsileg mörk. Þá var Hannes iðinn við að skora. Mörk Fram: Atli 6, Hannes 5 lv, Erlendur 3, Hermann 3 lv, Egill 2, Björgvin, Jón Árni og Dagur 1 mark hver. Mörk Hauka: Árni Hermannsson 5, Árni Sverrisson 5, Guðmundur 4, Viðar 4 3v, Stefán 2, Sigurgeir, Svavar og Júlíus 1 mark hver. Dómarar í leiknum voru þeir Karl Jóhannsson og Gunnlaugur Hjálmarsson og dæmdu þeir leik- inn mjög vel. —ÞR. UBK stefnir í 1. deild UBK, liðið sem kom upp úr 3. deild á siðasta keppnistímahili, er komið með annan fótinn í fyrstu deild íslandsmótsins i handknattleik, eftir að hafa sigr- að nágrannaliðið HK i deildar- keppninni í gærkvöldi. Hefur UBK nú 17 stig að 12 leikjum loknum. Er forysta liðsins i deildinni töluverð, en liðið hefur líka leikið mun fleiri leiki heldur en næstu lið. Engu að síður þyrfti Bikarkeppni HSÍ ÍBK mætir Þrótti EINN leikur fer fram í bikar- keppni HSÍ í kvöld. Það eru lið ÍBK úr 3. deild og Þróttar sem eigast við og fer leikurinn fram i íþróttahúsinu i Keflavik. Hefst leikurinn klukkan 20.00. Telja verður brótt mun sigurstrang- legra liðið. en aldrei er að vita hverju smáliðin taka upp á f hikarkeppnum. mikill klaufaskapur að koma til ef UBK missti af lestinni úr þvi sem komið er. Lokatölur að Varmá i gærkvöldi urðu 17—16 UBK i vil, staðan i hálfleik var 7-7. Árangur UBK í vetur hefur verið hreint út sagt frábær, ekki á hverju keppnistímabili að nýliðar úr næstu deild fyrir neðan skipa sér á þennan hátt meðai þeirra bestu. Og sigur liðsins gegn HK var athyglisverður, ekki bara vegna þess hve mikið í húfi var, heldur einnig vegna þess að HK á mikla möguleika á því að komast upp. Og HK er úr Kópavogi eins og UBK, þannig að rígur hlýtur að vera fyrir hendi. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða. Sóknarleikur UBK var mun frískari, en við Einar Þorvarðarson var að etja og ekkert gamanmál. Reyndar var markvarslan hápunktur leiksins, því í marki UBK varði Benedikt Guðmundsson einnig eins og ber- serkur. Um gang leiksins er skemmst frá að segja, að jafntefl- istölur voru allar upp í 14—14. Voru þá fimm mínútur til leiks- UBK — HK 17:16 loka. Þá skoraði ólafur Björnsson og átti síðan laglega sendingu sem gaf UBK sextánda markið. Þetta var vendipunkturinn, því liðin skiptust sem fyrr á að skora það sem eftir var leiktímans. Jafnræði var mikið meðal leik- manna ef markverðirnir eru frá- taldir, en þeir voru yfirburðamenn á vellinum. Hjá UBK bar mest á Brynjari Björnssyni, en loka- sprettur Ólafs Björnssonar var einnig góður. Ragnar Ólafsson var skástur í liði HK að Einari frátöldum. Mörk UBK: Brynjar 6, 3 víti, Kristján 4, Ólafur 3, Hörður 3, Björn eitt. Mörk HK: Ragnar 5, 2 víti, Hallvarður og Hilmar 3 hvor, Sigurður, Kristján Þór, Berg- sveinn, Einar og Kristinn eitt hver. —gg. Atli Hilmarsson var besti maðurinn i liði Fram i gærkvöldi. Atli skoraði sex mörk þrátt fyrir að vera i strangri gæslu. Man. City í undanúrslit MANCHESTER City smeygði sér i undanúrslit ensku bikarkeppn- innar i gærkvöldi með því að sigra Everton 3—1 í aukaleik. City mætir Ipswich i undanúrslit- unum. Paul Power og Bobby McDonald (2) skoruðu mörk City, en Peter Eastoe minnkaði mun- inn undir lok leiksins. Einn leikur fór einnig fram i 1. deild, Tottenham og Stoke skildu jöfn, 2—2, á heimaveiii Lundúnaliðs- ins. í Hollandi sigraði PSV Eind- hoven lið Willem 2. frá Tilburg 2—1 í 8-liða úrslitum hollensku bikarkeppninnar. PSV vann fyrri leikinn 1—0 og leikur því í undan- úrslitunum. Einn leikur fór einnig fram í undankeppni HM í knattspyrnu. Grikkir sigruðu Luxemborg með tveimur mörkum gegn engu. I hálfleik var staðan 1—0. Bikarkeppni HSÍ Valssigur í hörkuleik VALUR og FH háðu mikinn hörkuleik í gærkvöldi í Laugar- dalshöllinni er liðin mættust i bikarkeppni HSÍ. Eftir venju- legan leiktima var staðan jöfn, 22—22. Leiknum var því fram- lengt og þá tókst Valsmönnum að sigra með tveimur mörkum, 27— 25. Leikur liðanna var æsispenn- andi allan timann og mjög hart var barist. Staðan í hálfleik var jöfn, 10—10. Nánar verður greint frá leiknum i blaðinu á morgun. KR marði Þór Ve KR-INGAR rétt mörðu Þór Vest- mannaeyjum i bikarkeppni HSÍ i gærkvöldi. Leik liðanna sem fram fór í Eyjum lyktaði með sigri KR, 18-16. Staðan i hálf- leik var 12-10 fyrir KR. Mikil barátta var i leiknum allan tímann og um tima i siðari hálfleik mátti ekki á milli sjá hvort liðið ætlaði að sigra. Þór tókst að jafna leikinn, 15—15, en KR tókst að síga frammúr rétt fyrir leikslok. Markahæstur i liði KR var Kristinn Ingason með 5 mörk. Konráð og Haukur Ottesen skoruðu 4 mörk hvor. Marka- hæstur í liði Þórs var Gestur með 4 mörk og Herbert skoraði 3. HKJ Skíðagönguskóli Morgunblaðsins Framendar skíðanna skulu vera næstum alveg saman og þunganum skipt jaínt milli skíðanna. Handleggir beygðir og afslappaðir, stafirnir aftan við búkinn. Ef þið viljið hemla meira, verðið þið að kanta skíðin meira og þrýsta skíðunum betur út að aftan þannig að plógurinn verði stærri. a l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.