Morgunblaðið - 12.03.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.03.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 35 því sem var á dögum Úlfsdala- og Siglunesbænda, á öldinni sem leið og á fyrri hluta þessarar aldar. Þessi mikilúðlegu og fögru héruð hafa alið marga hrausta syni og dætur. Mun ekki ofmælt að Úlfs- dalaættin hefi verið meðal styrk- ustu stofnanna í Siglufjarðar- byggðum, og sem lagt hefur stóran hlut af mörkum til framfaranna, sem breyttu og bættu búsetuskil- yrðin, og með dugnaði og þraut- seigju gerðu garðinn frægan. Einn af þessum ættstofni er nú kvaddur hinstu kveðju, með þakk- læti fyrir drengilega samfylgd og ágætar minningar. Aðstandendum eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur frá ætt- ingjum og vinum. Þ. Ragnar Jónasson Ó minning, minning. Likt og ómur ijarlægra söngva, iikt og ilmur doyjandi blóma berast oró þin að hlustandi ryrum minum. Eins og lifandi verur birtaat litir og hljómar hinna liðnu daga. aem hurfu sinn dularfuiia veg út i dimmbláan fjarskann og komu aldrel aftur. (Steinn Steinar) Það eru margar minningar sem koma upp í huga mínum þegar mér verður hugsað til afa míns Odds Oddssonar frá Siglunesi. Þessa manns sem einkenndist af glaðværð, hjálpsemi, þrautseigju og vinnusemi. Hjá mér sem lítilli stúlku þá skipaði afi alveg sérstakan sess. Ég minnist ótal skipta þegar hann birtist á heimili foreldra minna við Grettisgötu. Oft var hann þá á leiðinni til að „garfa í bænum" eins og alltaf var sagt. Var afi þá gjarnan með litla ferðatösku í hendi, sem alltaf leit jafn spenn- andi út hvort sem hún var troðin út af gjöfum, sem hann valdi af svo mikilli kostgæfni handa barnabörnunum eða þá af alls kyns áhöldum sem í mínum aug- um voru furðuleg á að líta. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til afa. Hann gaf sér tíma til að ræða um allt milli himins og jarðar, og eins léttur á fæti og hann alla tíð var átti hann nú vel við litla stúlku sem ógjarn- an vildi sitja kyrr. Var þá gjarnan fengið sér að drekka, því afi gætti þess alltaf að eiga eitthvað gott handa börnum, og ekki spilltist ánægja mín við að horfa á afa hella kaffi sínu á undirskál og sötra það eins og honum einum var lagið. En árin liðu og ég varð fullorðin stúlka og afi fjörgamall maður. Margt hafði breyst í tímans rás, t SALOME ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Furufirði, Skólastíg 6, Bolungarvík, lést 5. marz sl. Hún veröur jarösungin frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 14. mars kl. 2 eh. F.h. vandamanna Sigriður Jakobsdóttir. t Útför EGGERTS BACHMANN, Melhaga 8, sem andaöist þann 5. þ.m. veröur gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. marz kl. 10.30. Guöbjörg Bachmann, Helga Bachmann, Björgúlfur Bachmann. t Jaröarför SIGURÐAR PALSSONAR, bónda, Skógarhlíö, fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 14. mars, kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, GUDBJÖRG SNORRADÓTTIR frá Húsum, Ásahreppi, er andaöist 5. marz veröur jarösungin frá Kálfholtskirkju, laugardaginn 14. marz kl. 13.30. Ferð veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.30. Börnin. t Þökkum vináttu og samúö viö andlát og útför ÓLA ANDRÉSAR MATTHÍASSONAR. Fyrlr hönd systkina og annarra vandamanna. /Egir Vigfússon. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, fósturmóöur og ömmu, ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Sogni. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-1 á Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun og aöhlynningu, sem hún naut þar. Börn, tengdabörn, fósturbörn og barnabörn. og ekki síst samband okkar afa. Ég sagði afa nú sögur frá hinum stóra heimi, heimi sem var orðinn svo gjörólíkur þeim sem afi hafði þekkt og skilið. Því kynntist ég best þegar afi sagði mér frá hans gömlu dögum, frá því lífi sem einkennir svo mjög þá kynslóð sem nú er smám saman að hverfa okkur sjónum. Þesa miklu áherslu sem lögð var á vinnu, það að geta verið sjálfum sér nógur þannig að fjölskyldan þyrfti ekki að líða skort. Vinnan hjá afa öðlaðist því sérstakt gildi. Hana varð að með- höndla eins og um vin væri að ræða, í hana lagði hann metnað sinn. Þrátt fyrir hinn mikla mun sem var á aldri og reynslu okkar afa þá voru vináttubönd okkar ætíð mjög sterk. Mörg kvöld og nætur sem ég dvaldi hjá afa verða mér ógleym- anleg. Ég minnist þeirra skipta sem ég vaknaði við að afi stæði við rúm mitt til að fullvissa sig um að mér liði sem best. Þessi hlýja og umhyggja sem mér var ætíð sýnd, þessi áhugi fyrir velferð ástvina sinna, — hvað þeir væru að gera og hvernig þeim liði var einkenn- andi fram á síðasta dag. Nú þegar komið er að leiðarlok- um vil ég þakka þær samveru- stundir og minningar sem mér hafa verið gefnar. Megi algóður guð vera með afa mínum í hinum nýju heimkynnum. Far þú í friði. Sigríður Ólafsdóttir I dag er til hinstu hvíldar borinn ástkær afi minn Oddur Oddsson frá Siglunesi. Mér var efst í huga söknuður og tregi er ég kom heim hinn 3. mars síðastlið- inn og faðir minn tjáði mér að nú væri afi farinn í sína hinstu för, þá för sem við eigum eftir að fara fyrr eða síðar. Fyrir mér er hann samt ekki að öllu horfinn, því að minningin um hann mun lifa. Minningin um þennan glaðværa mann sem sagði mér sögur og kvað fyrir mig rímur. Atti ég þá oft mjög góðar stundir, því að hann var þeim frásagnareiginleikum gæddur að láta sögupersónurnar birtast mér ljóslifandi fyrir hugskotsjónum. Ætíð minnist ég þess hversu vel mér leið í návist hans, þar var alltaf öryggi og hlýju að finna. Afi var ekki sú manngerð sem ber tilfinningar sínar á torg. Hann var dulur að eðlisfari og aldrei heyrði ég hann kvarta, hvorki yfir veikindum né öðru. Hann hafði yfir góðri kímnigáfu að ráða og reglusemi og heiðar- leiki voru honum í blóð borin. Frá því ég fyrst man eftir mér var hann sístarfandi, þar til ellin fór að ná meiri og meiri tökum á honum og lífsþreytan farin að sejya til sín. Eg sem að þessum fátæklegu kveðjuorðum stend vil svo að lokum þakka afa mínum fyrir ógleymanlegar stundir sem við áttum saman og bið Guð að blessa minningu hans. Nú hverfi oss svióinn úr sárum. ok sjatni öll beiskja í tárum. þvi dauóinn til iífsins oss leiÖir. sjá. iausnarinn brautina KreiÖir. Þótt likaminn falli af foldu, ok felist sem stráið í moldu, þá me^nar GuÓs miskunnarkraftur. af moldum að vekja hann aftur. (Stef. Thor.) Ríkharður Oddsson einstakir eiginleikar FACIT 1850 kúluritvélarinnar 16 sönnunargögn 1) Dálkastillir með tvöföldu minni 2) Tvöföld vinstri spássia 3) A ukalykill sem gefur alls 96 tákn i leturborði 4) 3 endurtekningarlyklar 5) Aðeins 7 sm. frá boröplötu að lyklaborði 6) Gegnsæ plasthlif sem dregur úr vélarhljóði 7) Leiðréttingarlykill - innbyggður leiðréttingarborði 8) Einstaklega hröð vélritun 9) Eldhröð pappírsfærsla 10) Stillanlegt stafabil H) 5 mismunandi linubil 12) Færanlegur vals 13) Stillanlegur ásláttarþungi 14) Sérstaklega hljóðlát 15) Lauflétt, lítil en samt 35 eða 42 sm. pappirsbreidd 16) Niösterk og gullfalleg - sann- kölluð snilldarhönnun GlSLI J. JOHNSENHE IfrH Smiójuvegi 8 - Simi 73111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.