Morgunblaðið - 12.03.1981, Side 32

Morgunblaðið - 12.03.1981, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Egill Jónsson: Landbúnaður einn af hom- steinum þjóðarbúskapar Bændur fái eigin fjármuni í hendur, sagði Eyjólfur Konráð Landbúnaður er bakhjarl mjólkurvöruiðnaðar, kjötiðnaðar, ullar- og skinnaiðnaðar, en tveir siðustu þættirnir eru mikilvægir i útflutnings- iðnaði okkar. Verzlunar- og iðnaðarþjónusta við nærliggjandi sveitir er mikiivægur atvinnugjafi i flestum þéttbýliskjörnum okkar. Stór byggðarlög eins og Akureyri, Húsavík. Sauðárkrókur — svo dæmi séu tekin — byggja helft atvinnutækifæra sinna i tengslum við blómleg landbúnaðarhéruð. Önnur, eins og Seifoss, Egilsstaðir, Blönduós, Vík i Mýrdal o.m.fl. meginhluta sinna atvinnutækifæra. Egill Jónsson, alþingismaður, mælti í fyrri viku fyrir tillögu sjálfstæðismanna um stefnumótun í landbúnaði í Sameinuðu þingi. Er framsagan birt að meginefni í Mbl. sl. þriðjudag (bls. 36). Miklar um- ræður fóru fram um tillöguna og fékk hún almennt góðar undirtektir. Verða þessar umræður raktar lítil- lega hér á eftir en þó hvergi nærri tæmandi. „Vel að verki staðið“ Pálmi Jónsson. landbúnaðarráð- herra, sagði vel að verki staðið um marga hluti í þessari tillögu. Væri hún um flest hliðstæð tillögum sem sjálfstæðismenn hefðu áður flutt og hefði hann verið fyrsti flutnings- maður að svipaðri tillögu fyrir 2 árum. Gildi það ekki sízt um þau meginmarkmið sem tillagan stefndi að. Ráðherra gat þess hinsvegar að núverandi ríkisstjórn hefði sett nefnd á laggir fyrir um það bil ári síðan, sem setja hefði átt saman tillögu um stefnumörkun í landbún- aði, sem allir aðilar stjórnarsam- starfsins gætu sætzt á. Ég vona að ég geti mælt fyrir slíkri tillögu áður en þessu þingi lýkur. Ráðherra lagði áherzlu á að aðlaga búvörufram- leiðslu að markaðsaðstæðum og færa samtökum bænda víðtækari heimildir til að stjórna sjálf fram- leiðslunni í samræmi við þarfir markaðarins. Ohjákvæmilegt væri þó að flytja hluta af búvörufram- leiðslu á erlendan markað, einkum sauðfjárafurðir. Mjólkurvörufram- leiðsla hafi dregizt hæfilega saman þann veg að hún helzt í hendur við innanlandsneyzlu. Varasamt sé að ganga lengra, ef ekki eigi að stefna í mjólkurskort. Búseta í sveitum styrkt Helgi Seljan (Ahl) taldi nauðsyn- legt að styrkja búsetu í sveitum, ekki aðeins með aukabúgreinum, heldur ýmsum smáiðnaði, sem tengst geti landbúnaði og þjónustu við hann. Nefnd sú, sem ríkisstjórn- in hafi skipað til að gera tillögu um stefnumörkun í landbúnaði, hafi haft vanda á höndum og þurft að „samræma sjónarmið“, sem á lofti hafi verið varðandi þennan atvinnu- veg. Helgi sagði að flest atriði þeirrar tillögu, sem hér væru? rædd, mætti taka undir af þeim sem á annað borð vilji heilbrigðan og öflugan landbúnað á íslandi, það er gera hvorttveggja í senn, að mæta þörfum bændastéttar, tekjulegum og félagslegum, og sinna þörfum neytenda á hagkvæman hátt. Helgi tók undir það að mjólkurframleiðsl- an ætti að miðast við innanlands- þarfir en öðru máli gegndi um sauðfjárbúskapinn. Hið dýrmæta iðnaðarhráefni, einkum til ullar— og skinnaiðnaðar, réttlætti nokkra umframframleiðslu í kindakjöti. Þessi tillaga gerir það ekki Stefán Valgeirsson (F) sagði að ef tryggja ætti viðhald byggðanna í landinu þyrfti að móta atvinnu- málastefnu í þá veru. Þessi tillaga gerði það ekki. Það þyrfti að breyta henni nokkuð mikið til þess að hægt verði að ná samstöðu um hana. Stefán ítrekaði að aðilar ríkis- stjórnarinnar væru nú að vinna að stefnumótun í landbúnaði, sem væntanlega yrði kynnt síðar á þessu þingi. Ég er hinsvegar sammála fyrsta flutningsmanni um að kjarn- fóðurgjald ætti að fara til þess að borga niður verð á tilbúnum áburði. Stefán sagði að kvótafyrirkomulag- ið „verði að fá að sýna sig“, þó ýmsir örðugleikar séu á framkvæmdinni, skárri kostur sé að minnka fram- leiðslu en fá ekkert fyrir hana. Fagna opin- skárri umræðu Davíð Aðalsteinsson (F) kvaðst fagna opinskárri umræðu um land- búnaðarmál. Kvótakerfið hafi fyrst valdið sér efasemdum, ótta um að yngra fólk myndi flýja sveitirnar. Reynslan hafi sýnt að þessi ótti hafi ekki reynst réttur. Davíð sagðist ekki vilja ræða tillögu sjálfstæð- ismanna efnislega nú, en í henni gætti þó nokkurs tvískinnungs. Þeir teldu sig á móti stjórnun fram- leiðslu um framleiðsluskömmtun og kvótafyrirkomulag, en telji sig þó geta fallizt á að slíkar heimildir séu í lögum, með vissum fyrirvörum. Tvíburasysturnar: ofstjórn og óstjórn Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði reynsluna hvarvetna þá að ofstjórn leiddi til óstjórnar. Fram- leiðslustjórnun eigi að vera sem mest í höndum bændanna sjálfra. Þá þurfi bændur að fá eigin fjár- muni í hendur en þeim sé ekki haldið fyrir þeim í 50% verðbólgu. Hann gat um bréf Stéttasambands bænda frá 6. marz 1979, varðandi þetta réttlætismál. Öðruvísi væri nú umhorfs í íslenzkum landbúnaði ef bændur hefðu fengið fjármuni sína á réttum gjalddögum og getað nýtt Umræða á Alþingi um stefnumörkun í landbúnaði þá í stað þess að þeir hafi étizt upp í verðbólgunni í höndum annarra, sem enga heimild hafi til að fara með þetta fé. Þegar afurðalánavext- ir séu 28% en aðrir vextir 50% sé þægilegt fyrir þessa aðila að hafa þetta fé undir höndum en heimta svo hæstu vexti af bændum, ef þeir eru taldir skulda. Þe'gar um sé að ræða miklar fjárfúlgur, sem engir vextir eru af, þar sem eru uppbót- arféð og niðurgreiðslur, þá er líka „þægilegt að geta haft það undir höndum svolítinn tíma“, hvað þá þegar það er kannski mánuðum saman eða misserum. Eyjólfur Konráð vitnaði til ský- lausrar viljayfirlýsingar Alþingis í þingsályktun frá 22. maí 1979, þar sem Alþingi „felur ríkisstjórninni að hlutast til um, að settar verði reglur um rekstrar— og afurðalán landbúnaðarins sem tryggi, að bændur fái í hendur þá fjármuni sem þeim eru ætlaðir um leið og lánin eru veitt“. Er ég spurði um þetta í nóvembermánuði sl. kom fram í svari viðskiptaráðherra að þetta væri enn ekki komið i kring en hann lofaði því að ofan í málið yrði farið. Síðan er komið á fjórða mánuð og ég leyfi mér að vænta þess að þó ráðherrar séu ekki viðlátnir nú, frekar en fyrri daginn, sjái þeir sóma sinn í að svara þessari spurningu, hvenær vilji Al- þingis um þetta efni verður fram- kvæmdur, að minnsta kosti þeir ráðherrar, sem telja sig eiga skyldur við bændastéttina. Ella verð ég að taka þetta mál upp utan dagskrár. Þakkað fyrir undirtektir Egill Jónsson (S) þakkaði góðar undirtektir, einnig nöldur Stefáns Valgeirssonar, sem út af fyrir sig teldist líka jákvætt fyrir tillöguna. Það er rangt hjá Stefáni, sagði Egill, að 70% búvöruframleiðslu komi frá búum innan við 300 ærgildisafurðir. Um 73% fram- leiðslunnar koma af fyrstu 300 ærgildisafurðunum — sem er allt annað mál. Egill sagði að landbún- aðarráðherra hefði ekki aðeins verið fyrsti flutningsmaður að líkri til- lögu fyrir 2 árum, heldur jafnframt fyrir 1 ári. Hann tók hinsvegar þá tillögu aftur, án þess að ráðfæra sig við samflutningsmenn. Höfuðatriðið er að þessi tillaga er stefnumótun sjálfstæðismanna í landbúnaði, enda í meginefnum landsfundar- samþykkt, en landsfundur með með æðsta flokkslegt vald í stefnumörk- un. Að baki þessum tillöguflutningi liggur mikil vinna, nákvæmnisút- tekt á vandamálum landbúnaðarins, og röksemdir sóttar til Þjóðhags- stofnunar og Hagstofu, þannig að forsendur þær, sem að I . hggja, og koma fram í fylgis nm með tillögunni, verða ekki véíengdar. Þá væri rangt hjá Stefáni Valgeirssyni að framleiðslusjónarmið og byggða- sjónarmið væru ekki nægilega skilgreind í tillögunni, þvert á móti væri það ekki betur gert í öðrum tillögum, sem fram hefðu verið lagðar á Alþingi. Egill sagði niðurgreiðslur EBE í desembermánuði sl. á kjarnfóðri hafa verið nokkuð hliðstæðar kjarn- fóðurskattinum, en nú væru aðstæð- ur breyttar, niðurgreiðslurnar að- eins þriðjungur skattsins og horfur á að hyrfu með öllu. Við erum ekki að ræða um kjarnfóðurgjald sem stjórnunaraðgerð, heldur til að tryggja íslenzkan landbúnað fyrir innrás erlends vinnuafls með því að þessi vara sé greidd niður af EBE. Ég talaði um kjarnfóðurgjald á toppinn af kjarnfóðurnotkuninni í landinu og skapa þannig aðhald á notkuninni. Sjónarmið mitt og land- búnaðarráðherra fara því ekki alveg saman. Egill sagði ullar— og skinnaiðnað aðalvaxtarbroddinn í íslenzkum út- flutningsiðnaði. Um 1100 manns starfaði einvörðungu í ullarvöru- framleiðslunni í um 40 fyrirtækjum og hefði útflutningur 1980 numið 9 milljörðum gamalkróna. Um 80% kostnaðar í þessum fyrirtækjum er launakostnaður. Milli áranna 1978—79 hækkaði hann um 40% en meðalgengi Bandarikjadals um 24%. Verðþróun innanlands um- fram verðþróun á sölumörkuðum erlendis setur því víða strik í reikninginn. Dæmið um ullar— og skinnaiðnaðinn er ein hlið á búvöru- framleiðslunni, sem snýr að þéttbýl- inu, annað er hverskonar iðnaðar— og verzlunarþjónusta við sveitirnar, sem eru veigamiklir þættir í atvinnutækifærum flestra þéttbýl- isstaða í landinu. Landbúnaður verður því ekki aðskilinn frá öðrum þáttum þjóðarbúskaparins, heldur fléttast þeir saman í hagsmuna- haldreipi, sem þjóðarheildin heldur í. Vandkvæði í framkvæmd Pálmi Jónsson, landhúnaðarráð- herra, sagði starfsmenn Stéttar- sambands og Framleiðsluráðs önnum kafna við útfærslu á þeim reglum, sem bændasamtökin hefðu samþykkt, en ekki hefðu komið fram óskir frá bændum yfir höfuð í þá veru sem Eyjólfur Konráð hefði talað í. Það eru mjög mikil vand- kvæði á framkvæmd þess máls, sagði ráðherra. Þá sagði ráðherra að hann hefði skipað nefnd, sem vann að athugun á afurðalánakerfinu, að taka til sérstakrar athugunar sam- þykkt Alþingis um að koma rekstr- ar— og afurðalánum beint til bænda. Nefndin skilaði áliti í des- embermánuði. Niðurstöðurnar „voru neikvæðar á þá lund að ekki hefðu fundizt leiðir til þess að framkvæmda þetta á þann máta sem ályktun Alþingis gerði ráð fyrir“. Tekin upp skynsam- ari stefna Magnús H. Magnússon (A) sagði þakkarvert að tekin hefði verið upp „á ýmsan hátt skynsamari stefna" við framleiðslustjórnun í landbún- aði. Magnús sagði að mismunur á kjörum bænda innbyrðis óhóflega mikinn og miklu meiri en gengur og gerist annarsstaðar í þjóðfélaginu. Magnús sagði margt skynsamlegt í framkominni tillögu til stefnumörk- unar á þessum vettvangi. Alþýðuflokkurinn og landbúnaðurinn Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði það tala sínu máli ef Alþýðu- flokkurinn væri allt í einu orðinn sáttur við stefnu ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálum, eins og fram hefði komið hjá síðasta ræðumanni. Ekki bæri heldur á öðru en Dag- blaðið væri ánægt með landbúnað- arstefnu stjórnvalda, en þessir tveir aðilar, Alþýðuflokkurinn og Dag- blaðið hafa gengið harðast fram í því að níða skóinn niður af bændum. Þá las EKJ upp ályktun Búnaðar- þings 1979 þar sem fram komi ótvíræður stuðningur við þær hug- myndir sínar að greiða hluta niður- greiðsla og útflutningsbóta beint til bænda. Hann vitnaði og til útreikn- inga Árna Jónassonar í bréfi frá í april 1979, sem séu og veikamikið framlag til þessa máls og hvern veg skuli að málum staðið. Fram- kvæmdin þurfi ekki að vera sú sem úrtölumenn segðu, slíkar raddir væru þeirra er horfðu um öxl en ekki fram á veginn. Þvingun? Stefán Valgeirsson (F) kvaðst ekki nenna að tala meir um „beinar greiðslur til bænda" en sagðist vona að menn gætu verið sammála um það að slíku kerfi ætti ekki að „þvinga upp á bændastéttina". Aðeins eitt ágreiningsefni Egill Jónsson (S) sagði að aðeins eitt ágreiningsefni hefði komið í ljós milli flutningsmanna þessarar til- lögu að stefnumörkun í landbúnaði og landbúnaðarráðherra, varðandi kjarnfóðurgjaldið. í tillögu okkar segir: „Heimilt verði að leggja gjald á allt innflutt kjarnfóður, er að upphæð verði svipað og nemur útflutningsbótum á kjarnfóðri frá viðskiptalöndum okkar". Þessi stefna er skýr og ætti ekki að vefjast fyrir mönnum. Þetta ákvæði snýr ekki að framleíðslustjórnun í okkar huga, heldur vörn gegn því að fá „niðurgreitt vinnuafl inn í land- búnaðinn". Aftur á móti er há- marksgjaldið sá þátturinn sem við bendum á til að skapa aðhald í framlciðslunni. Egill benti á að gjaldið kæmi og mjög misjafnlega niður, eftir bú- greinum. Þá skipti og máli hvern veg gjaldinu sé varið, að því sé varið til að skapa aukna framleiðni í landbúnaðinum. Fleiri tóku til máls en að framan kemur en hér verður látið staðar numið í frásögn af umræðu um stefnumörkun í íslenzkum landbún- aði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.