Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 43 Endurmenntunarnámskeið Iðnskólans: Mikil þörf á framhaldsmenntun í trésmíði FYRIR nokkru lauk endurmenntunarnámskeiði í Iðn- skólanum í Reykjavík en námskeiðið heldur skólinn á vegum Trésmíðaíélags Reykjavíkur og Meistarafélags húsasmiða. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins komu við í Iðnskólanum síðasta námskeiðsdaginn og var einn kennaranna á námskeiðinu tekinn tali. Aðalsteinn Thorarensen en hann heíur starfað sem kennari við skólann í 20 kennarafélags Iðnskólans. Rætt við Aðalstein Thorarensen, for- mann kennarafé- lags Iðnskólans og fulltrúa fagfélag- anna sem standa að námskeiðunum „Þetta er áttunda námskeiðið sem við höldum af þessu tagi hér í Iðnskólanum en þau eru ætluð meisturum og sveinum í trésmíða- iðn“, sagði Aðalsteinn. „Þetta eru tvíþætt námskeið sem fjalla ann- arsvegar um uppbyggingu tré- smíðavéla og meðferð og annast þeir Þröstur Helgason, trétæknir, og Þórarinn Eggertsson, bygginga- meistari, þann þátt. Hinn þáttur- inn er kennsla í yfirborðsmeðferð viðar og sé ég um hana. Er þar fjallað um litun og lökkun viðar en auk þess er fjallað um fúavarnar- efni. Þessi þáttur námskeiðsins á vissulega erindi til margra hér á landi eins og veðráttu er hér háttað, því með þeim efnum sem við kynnum hér má auka endingu útihurða og glugga verulega frá því sem nú er. Samband Iðnskólans og þessara tveggja fagfélaga, sem að nám- skeiðunum standa, hefur verið sérstaklega góð og námskeiðin eru vel sótt. Það hafa verið um 12—14 ár og er hann formaður manns á hverju námskeiði en þau hafa staðið í þrjár vikur og eru frá kl. 17 til 21 flest kvöld vikunnar. Það er greinilega þörf fyrir þessi námskeið — m.a., vegna þess að ný efni og nýjar vélar eru sífellt að bætast við eða koma í staðinn fyrir það sem notað var áður. Við gerum okkur sérstaklega far um að kynna ný efni, sérstaklega þau sem fram- leidd eru hér á landi, þó við séum jafnframt með öll innflutt efni. Nemendurnir á námskeiðunum eru á nánast öllum aldri og þróunin hefur greinilega legið í þá átt að nemendahópurinn hefur yngst — það eru nokkrir iðnnemar sem hafa tekið þessi námskeið strax að iðnnámi loknu. Fyrir utan þessi átta námskeið sem haldin hafa verið hér í Reykjavík höfum við verið með eitt námskeið á Akur- eyri, sem haldið var á vegum Rannsóknarstofnunar iðnaðarins og einnig höfum við verið með fyrirlestra í Fjölbrautarskólanum á Akranesi um svipað efni. Þá héldum við fyrir u.þ.b. ári svipað námskeið fyrir kennara við Fjöl- brautar- og Iðnskóla landsins, — sem alls átta skólar tóku þátt í. Að sjálfsögðu hafa verið haldin hlið- stæð námskeið í öðrum deildum skólans, — framhaldsdeild, málm- iðnaðardeild o.fl. Þar sem Aðalsteinn er formað- ur kennarafélags Iðnskólans í Reykjavik barst umræðan að mál- efnum Iðnskólans almennt en um kennarafélagið sagði Aðalsteinn: K í .9 % .. ■ ■É Sss 1 Aðalsteinn Thorarensen, formaður Kennarafélags Iðnskólans. Á borðunum í kringum hann eru viðarsýni sem hlotið hafa ýmsar tegundir yfirborðsmeðferðar. Ljósm. KristjAn. .. ■. la Þrðstur Helgason, trétæknir, leiðbeinir við notkun og meðferð véla á námskeiði. „Kennarafélag Iðnskólans í Reykjavík er hagsmunafélag sem ennfremur skipuleggur félagslíf meðal kennara skólans. Fastráðnir kennarar eru nú 83 talsins og stundarkennarar 52. Félagið fylg- ist einnig náið með því sem gerist í stjórn skólans hverju sinni. Þau 20 ár sem ég hef verið með starfsemi Iðnskólans hafa orðið miklar breytingar á starfsemi hans og kennsluháttum og margar þeirra verið til bóta. Hingað hefur jafnan valist mjög gott starfsfólk, — fólk sem hefur verið reiðubúið að fórna tima sínum fyrir starfið og ekki alltaf hugsað um laun í því sam- bandi. En nú eru fyrirhugaðar nokkr- ar breytingar i skólastarfinu — hvað vilt þú segja um þær. „Kennarar og nemendur skólans hafa jafnan vænst mikils af þeim sem stjórna skólanum hverju sinni. I stjórn skólans hafa nýverið orðið mannaskipti. Nú stendur yfir umræða um breytingar á starfs- háttum skólans. Ég er þeirrar skoðunar, eins og fjölmargir vel- unnarar Iðnskólans — ekki sízt meðal iðnaðarmanna — að nauð- synlegt sé að hinn fagbóklegi og verklegi þáttur iðnnámsins verði hér eftir sem hingað til í hávegum hafður, því þannig verða nemend- ur skólans þezt búnir undir starf sitt. Iðnskólinn í Reykjavík hefur jafnan haft forystuhlutverki að gegna í iðnmennt hér á landi og ég vona að svo verði einnig framveg- is,“ sagði Aðalsteinn að íokum. „Ég held að þeir sem þessi námskeið sækja hafi verulegt gagn af þeim“, sagði Konráð Ingi Torfa- son varaformaður Meistarafélags húsasmiða. „Iðnskólinn og einkum kennararnir leggja sig mjög fram um að þessi námskeið fari sem bezt úr hendi og þeim hefur tekist mjög vel. Meistarar í húsasmíði hafa sinnt þessum námskeiðum allt of lítið en vonandi stendur það til bóta. Það er mikil þörf á framhaldsmenntun í húsasmíði m.a. vegna þess að sífellt eru að bætast við ný efni og ný tæki sem breyta iðngreininni. Þetta er mjög jákvæð starfsemi og þyrfti að auka hana.“ „Þessi námskeið hafa átt mikl- um vinsældum að fagna meðal trésmiða og það er hafið yfir allan efa að þau eru nauðsynleg," sagði Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. „Það sést bezt á því að um 10 prósent félagsmanna Trésmiðafélagsins hafa sótt þessi námskeið, sem er hátt hlutfall sé það haft í huga hversu fá hafa verið haldin.“ Græddur er geymduri >eyrir Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Landsbankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikn- ingum, verðtryggðum og með 1 % ársvöxtum að auki. Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. LANDSBANKINN Banki allm landsmanna Sparifé, sem verðbólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Landsbankann og tryggið spariféð gegn verðbólg- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.