Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 JWnripj Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. y'' Utfærsla orku- landhelginnar Vel heppnuð fjöldaheimsókn úr Húnaþingi til Alþingis og orkuráðherra með áskorunarplögg um Blönduvirkjun, sem nokkuð á fjórða þúsund manns skrifuðu undir, sýnir ljóslega að samstaða er að styrkjast nyrðra um þessa framkvæmd. Þessi samstaða segir til sín um Norðurland allt, enda Blanda sá virkjunarkostur á Norðurlandi, sem lengst er kominn í rannsókn, og hlýtur að teljast fýsilegur, bæði af öryggis- og hagkvæmni- ástæðum. Hinsvegar hefur sundrung heima í héraði, jafnvel í hópi forystumanna kjördæmisins, dregið úr áhuga á þessum virkjunarkosti, enda skammt að minnast svokallaðrar Laxár- deilu. Urtölumenn um Blönduvirkjun virðast nú hafa orðið algjörlega undir heima fyrir og þá gæti orðið skammt í sættir um framkvæmdatilhögun. Framundan virðist engu að síður hörð rimma milli landshluta um, hver framkvæmdaröð skuli vera á þeim virkjunarkostum, sem mest hafa verið rannsakaðir: Sultartangavirkjun, Blöndu- virkjun og Fljótsdalsvirkjun. Þessi rimma hefur sótt í sig veðrið vegna þess að orkuráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hefur bráðum í tvö og hálft ár setið á öllum virkjunarkostum án ákvörðunar, þrátt fyrir það ástand í orkumálum þjóðarinnar, sem við blasir og komið hefur fram í rafmagnsleysi heilla landsvæða, rafmagnsskömmtun og framleiðsluminnkun stóriðjufyrirtækja. Morgunblaðið hefur hinsvegar haldið því fram að ljúka þurfi þessum þremur virkjunum öllum innan næstu .12 ára, jafnvel innan næstu 8 ára, sem hægt er með því að auka þann framkvæmdahraða, sem verið hefur í orkuframkvæmdum okkar sl. 15 ár, um 50%. Forsenda þess að slíkt takist er að finna megi hagkvæman stóriðjukost, til að nýta góðan hluta af orkuaukning- unni. í því efni hefur blaðið bent á þrjá möguleika: stækkun álversins í Straumsvík, stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og byggingu nýrrar álbræðslu í tengslum við Fljótsdalsvirkjun. Þessum málum hefur hinsvegar verið lítið sem ekkert sinnt í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar. Hann virðist stefna að því að ekki verði fullbyggt nema eitt stórt orkuver á næsta áratug og hefur í engu sinnt þeim stóriðjukostum, sem eru forsenda þess að ljúka þessum þremur virkjunum á næstu 8 til 12 árum. Mun meiri hraði í orkuframkvæmdum þjóðarinnar, eða með öðrum orðum útfærsla raforkulandhelgi okkar, samhliða stóraukinni verð- mætasköpun í þjóðarbúskap okkar, m.a. með orkufrekum iðnaði, virðist þó forsenda hvorutveggja: að tryggja atvinnuöryggi vaxandi þjóðar og tryggja sambærileg lífskjör hér á landi og í nágrannalöndum. Slík markmið nást ekki meðan afturhaldsmenn á borð við núverandi orkuráðherra standa á öllum tiltækum bremsum í sókn þjóðarinnar til betri lífskjara. Þessi ríkisstjórn getur orðið þjóðinni dýr fyrir margra hluta sakir, en enginn vafi er á því að þröngsýni hennar í orkumálum vegur þyngst á vogarskál þess sem rýrt getur lífskjör almennings á komandi árum. Þessi mikilvægi málaflokkur hefur nú svo lengi legið í láginni að Alþingi verður að taka af skarið. Heimsókn norðanmanna sýnir að langlundargeð þjóðarinnar er á þrotum. Hún vill að forystumenn hennar vakni upp af vetrarsvefni í orkumálum og ýti undir grósku í þjóðarbúskapnum, nýti þær auðlindir, sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur til framfærslu og farsældar. Sultartangavirkjun er fullbúin til framkvæmda. Þar má hefjast handa strax. Ekkert mælir heldur gegn því að ráðast í Blönduvirkjun þegar og samkomulag næst um þá framkvæmd. Samtímis á að hefja tafarlausa könnun á heppilegum stóriðju- kosti, sem virðist forsenda Fljótsdalsvirkjunar. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund ný atvinnutækifæri þurfi að verða til hér á landi á tveimur næstu áratugum. Stofnstærð helztu nytjafiska okkar og markaðsaðstæður búvöru, samhliða ört vaxandi tæknivæðingu í þessum hefðbundnu atvinnugreinum, benda ekki til þess, að þær muni rúma stóran hluta af þessum nýju atvinnutækifærum, þó áfram verði hornsteinar í íslenzkum þjóðarbúskap. Miðað við þróun síðustu áratuga taka þjónustustörf efalítið við stærstum hlutanum. Iðja og iðnaður eru þó talin þurfa að mæta atvinnuþörf a.m.k. 6000 manns á þessu tímabili, auk þess sem stýra verður hæfilegum hluta vinnuaflsaukningar að útflutningsframleiðslu, því verð- mætasköpunin ber jú hverju sinni uppi lífskjör þjóðarinnar. Ef ekki verður horfið af braut þröngsýni þeirrar í orkumálum, sem nú ræður ríkjum í iðnaðarráðuneytinu, getum við engan veginn haldið í við nágrannaþjóðir um almenn lífskjör. Þá er verið að múrnegla til langrar framtíðar verri hag íslendinga en annarra menningarþjóða. Við megum ekki láta þá framtíðardrauma, sem í okkar hendi sjálfra er að láta rætast, hrekjast upp í Hjörleifshöfða úrtölu og aðgerðarleysis. Þessvegna verður Alþingi að taka af skarið gagnvart orkuráðherranum, því fyrr, því betra. Gisli á Jóni Finnssyni: „Vonast til að verða kominn út eftir viku“ „ÞEIR ERU röskir í Héðni og ég vonast því til að verða kominn út aftur eftir næstu viku,“ sagði Gísli Jóhannes- son, skipstjóri á Jóni Finns- syni RE 506. Skipið tók niðri skammt fyrir sunnan Garð- skagaflös á fimmtudagskvöld í síðustu viku á leið inn til Njarðvíkur. Bergþór KE 5 tók Jón Finnsson í tog hálftíma eftir að óhappið varð, en síðan tók Boði KE 132 við og dró Jón Finnsson inn til Reykjavíkur. Sjópróf verða haldin í máli þessu eftir viku. Gísli sagði að hæll og stýris- stammi hefðu eyðilagst við höggið og skrúfublöð hefðu bognað. Hann sagði, að gert yrði við þessi stykki til bráða- birgða, en síðan færi fullnað- arviðgerð fram að vertíð lok- inni. Jón Finnsson var að koma frá því að leggja netin þegar óhappið varð, en annars hefur skipið verið á loðnuveiðum. Starfsmenn i Vélsmiðjunni Héðni skoða skrúfublöðin. (Ljósm. Kristján) Kolmunnaveiðarnar síðustu 4 árin: Aíli að meðaltali tæp 50 tonn á dag — olíueyðslan 6 tonn MEÐALAFLI þeirra skipa, sem voru á kolmunnaveiðum árin 1977—1980, var 48,1 tonn á skip á úthaldsdag að meðaltali. Hins vegar má áætla að þessi skip fari með 6 tonn af gasoiiu á hvern úthaldsdag á koimunnaveiðunum. Ef yfirvofandi hækkun á gasolíu er tekin inn i dæmið má áætla, að olíukostnaður á mánuði verði 460 þúsund krónur eða sem svarar til 46 milljóna gkróna. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið hjá Ágústi Einarssyni hjá LÍÚ. Útreikningurinn er byggður á tölum, sem miðast við átta stór loðnuskip er hug hafa á kolmunna- veiðum næsta sumar. Það eru Eldborg, Sigurður, Óli Óskars, Júp- iter, Víkingur, Grindvíkingur, Jón Kjartansson og Börkur. Árið 1977 var meðalafli íslenzkra kolmunna- skipa 54,8 tonn á úthaldsdag, 62,9 tonn árið 1978, 48,4 tonn árið 1979 og í fyrra gengu veiðarnar mjög illa, en þá var meðalaflinn á úthaldsdag 26,1 tonn. Meðaltal þessara fjögurra ára eru því 48,1 tonn á úthaldsdag. Ágúst Einarsson sagði, að þessi skip væru mjög dýr í rekstri, mikið hefði verið fjárfest i þeim og þau væru búin stærri vélum en loðnu- skipin almennt, en það er einmitt forsenda fyrir kolmunnaveiðunum. Olíukostnaðurinn er langstærsti kostnaðarliðurinn á þessum veið- um og því áttu útgerðarmenn þessara skipa fund með sjávarút- vegsráðherra í síðustu viku. Þar var lögð rík áherzla á, að þessi skip fengju aðstoð við hinn mikla olíu- kostnað svo hægt væri að gera úrslitaátak í þessum kolmunna- veiðum hér við land. Hann sagði, að sjávarútvegsráðherra hefði sýnt áhuga á máli þessu og væri nú með það til athugunar, en það réðist af aðstoð stjórnvalda hvort af þessum veiðum gæti orðið. Verkefni fyrr- nefndra skipa eru nú mjög tak- mörkuð vegna samdráttar í loðnu- veiðum. Þá ræddi Morgunblaðið við Björn Dagbjartsson, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, en í viðtali við Mbl. á miðviku- dag í síðustu viku sagði Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri á Neskaupstað, að undanfarin ár hefði miklu verið varið til vinnslu- tilrauna í landi, en nú þyrfti að fara að huga að veiðunum. Björn sagði, að á undanförnum 5 árum hefði samtals, með erlendum styrkjum, 2,75 milljónum nýkróna verið varið til vinnslutilrauna í landi. Á sama tíma hefðu 12,2 milljónir farið til veiði- og veiðar- færatilrauna og er leiga á skipum langstærsti kostnaðarliðurinn í þeim þætti þessara tilrauna. „Mér finnst gleðilegt, að Ólafur skuli tala um að þennan fisk þurfi að veiða, en þeir peningar, sem veitt hefur verið í vinnslutilraunir í landi, duga ekki til að gera stór- átak í kolmunnaveiðunum. Það sem við ólafur er sennilega að tala um og við báðir, eru auknar fjárveit- ingar í þessu skyni og í því þarf að gera átak,“ sagði Björn Dag- bjartsson. Sjómenn óánægðir með stöðvun frétta- sendinga með morsi „MIKIL óánægja rikir nú meðal sjómanna eftir að Rikisútvarpið hefur hætt fréttaútsendingum á morsi, en sendir i stað þess út á stuttbylgju, sem sjómenn heyra ekki nema með höppum og glöpp- um og hafa sjómenn talsvert kvart- Sá heppni hlýtur Suzuki að launum STÓRBINGÓ Liopsklúbbsins Æg- is verður í Sigtúni í kvöld og hefst það klukkan 20.30. Aðalvinningur- inn er Suzukibifreið frá Sveini Egilssyni, en allur ágóði rennur til Barnaheimilisins Sólheima í Grímsnesi. að vegna þessa máls við þingmei svo og hagsmunafélög sín.“ sai Pétur Sigurðsson alþingismað er Mbl. spurði hann um málið. „Það hefur verið sagt, að þetta gert til sparnaðar í rekstri útvar ins, en ef jafn ódýr þjónusta og þe ríður baggamuninn hvað vari rekstrarafkomu stofnunarinnar, má guð hjálpa henni. Þessi útsei ing tók einn loftskeytamann tæp stundarfjórðung, öll tæki og aðsta er til, svo þetta verður að telj: einkennileg ráðstöfun. Hún bitr hvað mest á farmönnum, sem stur um eru mánuðum saman að heim og fá ekki fréttir nema endrum eins. Því finnst mér sjálfsagt, þessi þjónusta verði tekin upp nýju,“ sagði Pétur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.