Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 2 3 Einn ilugræningjanna i stjórnklefa flugvélarinnar á flugvellinum í Damaskus. Simamynd AP. Flugræningjarnir lokafrest 44 Samkomulag danskra stjóm- valda og DUC gefa „ Damaskus. 11. marz. AP. Flugræningjarnir. sem rændu pakistanskri flugvél í Kaupa hveiti Portland. 11. marz. — AP. BANDARÍSKIR embættismenn skýrðu frá því i dag, að Kínverj- ar hefðu gert samninga um kaup á meira magni hveitis en nokkru sinni fyrr. Hér væri þó um að ræða tegund af hveiti, sem opinberlega væri bannað að flytja inn til Kína. Kínverjar hættu innflutningi þessarar hveititegundar fyrir tveimur árum vegna sjúkdóms í hveitiplöntunni, sem lýsir sér þannig, að stilkurinn verður svartur og duftkenndur og úldnar plantan og gefur frá sér ýldulykt. innanlandsflugi, hafa gefið pakistönskum yfirvöldum það sem þeir kalla „lokafrest“ til að verða við kröfum þeirra. Þeir hóta að sprengja flugvél- ina í loít upp á morgun, fimmtudag, og hafa þeir lýst ábyrgð á hendur yfirvöldum í Pakistan. Þeir halda yfir 100 manns i gislingu um borð i flugvélinni á flugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýr- lands. Sýrlenskir embættis- menn sögðu í dag, að pakist- önsk sendinefnd væri væntan- leg með tillögur stjórnvalda austur þar. Heimildir í Sýrlandi segja, að faðir tveggja flugræningjanna, en þeir eru þrír, sé nú í Damaskus til að reyna að fá syni sína til að láta gíslana af hendi. Þá lögðu tveir ættingjar flugvélaræningjanna í dag af stað til Damaskus sömu erinda. Sýrlensk yfirvöld hafa sagt, að ekki komi til mála að beita hervaldi til að freista þess að frelsa gíslana um borð í flugvél- inni. Zia Ul-Haq, forseti Pakist- ans, hafði gefið sýrlenskum stjórnvöldum frjálsar hendur með aðgerðir til að freista þess að bjarga gíslunum. Talsmaður stjórnarinnar í Damaskus sagði við fréttamenn, að gíslunum yrði stefnt í of mikla hættu ef hervaldi yrði beitt. London, Beirút. 11. marz. — AP. SA’ADOUM Ilammadi utanríkis- ráðherra írak lýsti vanþóknun sinni á tilraunum ýmissa aðila til að koma á friði milli íraka og írana í stríði þeirra. Hammadi lýsti því yfir á blaðamannafundi í London í dag, að algert frumskilyrði fyrir vopnahléi væri að írakar fengju Kaupmannahoín. 11. marz. AP. DÖNSK stjórnvöld skýrðu í dag frá því, að samkomulag hafi náðst við samsteypuna DUC um afnám einokunar fyrirtækisins á borun og vinnslu o'líu á botni Norðursjáv- ar. Samningaviðrseður hafa nú staðið yfir í rúmt ár. Danska þingið verður að samþykkja sam- komulagið ti) að það öðlist gildi en samkvæmt því, þá mun DUC, sem er samsteypa A.P. Möller, Shell, Texaco og Chevron. afsala sér i áföngum réttindum sinum á einok- un á borun og vinnslu oliu af botni Norðursjávar. Þegar upp verður staðið mun fyrirtækið aðeins halda réttindum sínum á sem nemur 2% til 3% þeirra svæða sem það nú þegar hefur. En fyrirtækið heldur réttindum sínum á tæplega þús- und fermílna landsva-ði á suðvest- urhorni hins danska hluta Norður- sjávar, en þar er helst talið að finna megi oliu. Þegar á árinu 1982 mun DUC afsala sér einokun á borun og vinnslu olíu á 50% þeirra svæða, sem það nú hefur einokun á. Þegar kemur fram á árið 1984 lætur fyrirtækið af hendi 25% og það sem eftir er þegar kemur fram á árið 1986. DUC vinnur nú olíu úr einni borholu í Norðursjónum en á næstu full yfirráð yfir Shatt-el-Arab- fijótinu. Þeim kröfum hafna íran- ir alfarið. Iranir sögðu i dag, að íraskar hersveitir hefðu fjórða daginn í röð haldið uppi eldflaugaárásum á landamæraborgirnar Ahvaz og Dezful. Skutu Irakar níu metra löngum eldflaugum af Frog-7-gerð mánuðum áætlar fyrirtækið að hefja vinnslu úr annarri holu og er þá áætlað að heildarvinnsla Dana á olíu úr Norðursjó muni nema um 40 þúsund olíufötum á dag. Ríkisstjórn Anker Jörgensens hyggst leggja fram frumvarp á þingi um heildar- löggjöf á leit og vinnslu olíu. Orkumálaráðuneytið danska skýrði fyrr á þessu ári frá því, að nú hefðu yfir 20 fyrirtæki lýst áhuga á leit að olíu á botni Norðursjávar. Skjálfti Aþonu. 10. marz. — AP. JARÐSKJÁLFTI að styrkleika 5.6 á Richterskvarða skók vesturhluta Grikklands i dag með þeim afleið- ingum. að tveir menn fórust og 150 hús skemmdust stórlega í borginni Preveza. Mikill ótti greip um sig meðal íbúa Prevcza. Símasamband við borgina rofnaði. Jarðskjálftinn átti upptök 340 kílómetra norðvestur af Aþenu eða í Amvrakikosflóa. Röð jarðskjálfta varð vart í Grikklandi í fyrra mánuði er hrina með upptök í Korintuflóa hófst 24. febrúar. á borgirnar. Eldflaugarnar hafa valdið talsverðu tjóni á mann- virkjum í borgunum, og óttaslegn- ir íbúar hafa flúið í stórum hópum út á slétturnar utan við borgirnar. Einnig sagði útvarpið í Teheran, að íraskar orrustuþotur hefðu haldið uppi miklum loftárásum á skotmörk í íran síðustu daga. Fordæmir friðartilraunir Fréttaskýring Ankara. 27. febrúar. AP. TYRKNESKT efnahagslíf, sem komið var að fótum fram fyrir einu ári, er nú í mikilli endur- nýjun iífdaganna, og maðurinn, sem að baki því stendur, Turgut Ozal, hefur vissulega ástæðu til að óska sjálfum sér til hamingju. Utflutningur Tyrkja hefur vaxið stöðugt síðasta hálfa árið og allan þann tíma hefur hann ekki verið meiri um sex ára skeið. Þjóðin á þó enn við gífurlega óhagstæðan greiðslu- jöfnuð að glíma og er talið að Tyrkir þurfi ekki minna en hálfan annan milljarð dollara í erlendri aðstoð á þessu ári. Ozal svn ASSOCIATED PRESS Gamli og nýi tíminn í Tyrklandi Fjörkippur hlaupinn í tyrkneskt efnahagslíf gerir ráð fyrir, að Bandaríkja- menn og Vestur-Þjóðverjar sjái þeim fyrir helmingi þeirrar upp- hæðar en Japanir og ýmis aðild- arríki OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, fyrir afgangnum. Turgut Ozal var efnahags- málaráðherra í fyrrverandi stjórn Suleymans Demirels og hafði lagt á ráðin um efnahags- aðgerðirnar sjö mánuðum áður en herinn steypti stjórninni af stóli. I viðtali, sem Ozal átti við AP-fréttastofuna fyrir skömmu, sagði hann, að herbyltingin ætti engan þátt í þeim árangri, sem náðst hefði. Ástæða fyrir því, að hann hefði fyrst komið í ljós eftir valdatöku hersins, væri einfaldlega sú, að nokkur tími liði ávallt áður en áhrifanna tæki að gæta. Mesta afrek Ozals og stefnu hans um strangt aðhald í pen- ingamálum er sá árangur, sem náðst hefur í verðbólgumálum. Á síðasta ári var verðbólguvöxt- urinn rúmlega 100% en er nú kominn í 40% og Ozal spáir því að hann verði um 30% í árslok. „Við gætum komið honum enn neðar, en það eru takmörk fyrir því hvað þjóðin þolir," er haft eftir nánum samverkamanni Oz- als. Vestrænir efnahagsmálasér- fræðingar eru sammála um, að stefnu Ozals beri að þakka minni verðbólgu, en þeir eru hins vegar ekki jafn vissir um þátt hennar í auknum útflutningi. „Það er of snemmt að segja, að tyrkneski iðnaðurinn, sem er bæði þunglamalegur og afkasta- lítill, sé farinn að taka við sér og að þannig megi skýra útflutn- ingsaukninguna," er haft eftir vestrænum sendimanni. Hann og aðrir telja útflutn- ingsaukninguna einkum stafa af alþjóðlegri verðbólgu og styrj- öldinni milli Iraka og Irana. Strætisvagnar, vöruflutninga- bifreiðir, járn, sement, kjöt og aðrar matvörur streyma nú sem aldrei fyrr til styrjaldarþjóð- anna frá Tyrklandi, enda eru þær of önnum kafnar við að berja hvor á annarri til að standa í slíkri framleiðslu. Tyrkneskir iðnjöfrar, sem í raun styðja hugmyndina að baki efnahagsaðgerðunum, kvarta þó sáran undan afleiðingum þeirra. Eftirspurn á neytendamarkaði hefur hrunið saman, vextir hafa hækkað upp úr öllu valdi og hagnaður dregist saman að sama skapi. Þetta hefur neytt tyrkneska kaupsýslumenn og at- vinnurekendur, sem litla reynslu hafa af erlendum viðskipum, til að leita kaupenda utan land- steinanna, enda hefur þeim skil- ist, að þeir hafa aðeins um tvennt að velja: að flytja út eða fara á hausinn. Turgut Ozal segist þurfa fjög- ur ár enn til að koma Tyrklandi á réttan kjöl efnahagslega og herstjórnin er honum síður en svo fjötur um fót í þeim efnum. Verkföll hafa verið bönnuð og það ríkir friður á vinnu- markaðnum, jafnvel framleiðni- aukning. Efasemdarmennirnir óttast hins vegar um framhaldið þegar lýðræðið hefur verið endurreist og verkalýðsfélögin fá frelsi sitt á nýjan leik. Það var ekki óalgengt fyrir valdatöku hersins, að verkalýðsfélögin krefðust allt að 200% launahækkunar, og fengju henni framgengt. Enn- fremur benda þeir á, að verð- bólgan sé allt of há þrátt fyrir allt og atvinnuleysi aukist enn. Opinberlega er því spáð, að atvinnuleysið á þessu ári verði 12% en vinstri sinnaðir hag- fræðingar segja, að það sé þegar orðið 16%. Vestrænir sérfræð- ingar segja hins vegar, að það sé í raun 25% og fari vaxandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.