Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 5 Skólamál: Niðurskurðin- um mótmælt ÞAÐ GR kominn timi til að stöðva niðurskurðinn ox auka fjárveitingu til menntunarmála. Við mótmælum að dregið sé úr tækifærum til menntunar. Við mótmælum minni kröfum til menntunar. Það er of dýru verði keypt fyrir börnin okkar. — Ofangreindar setningar eru loka- orð „yfirlýsingar gegn niður- skurði“, sem Evrópunefnd al- þjóðasambands kennara. WCTP, hefur sent frá sér. Til áréttingar gekkst Evrópunefnd WCTP fyrir mótmælum i Strasshurg i gær, miðvikudag. Mjög almenn þátt- taka er i þessum aðgerðum meðal kennarasamtaka um Evrópu. Kennarasamband íslands (KÍ) hefur sent frá sér yfirlýsingu um stöðu íslenskra skólamála í tilefni þessa, og segir þar meðal annars: „Athyglisvert er, að mótmæli þessi beinast m.a. gegn niður- skurði á ýmsum þáttum skóla- starfs, sem aðeins að takmörkuðu leyti hafa komið til framkvæmda í íslenskum skólum, s.s. samfelldum vinnudegi nemenda, starfsemi utan stundaskrár og starfsaðstöðu fyrir nemendur í skólum. Þó hafa íslendingar sem aðrar Evrópuþjóðir orðið að þola niður- skurð til skólamála á undanförn- um árum. Kennarasamband Is- lands telur að skólastarf á íslandi megi ekki við frekari niðurskurði. Þvert á móti er þörf á stórauknum fjárveitingum þannig að lög um grunnskóla komist að fullu í framkvæmd og setti verði lög um samræmdan framhaldsskóla og þeim komið í framkvæmd sem fyrst." Þá bendir kennarasambandið sérstaklega á eftirfarandi þætti sem þarfnist úrbóta: Húsnæðis- mál, þar eð skólar séu víða tví- og þrísetnir á íslandi og „háir það eðlilegu skólastarfi verulega". Samfellan vinnudag nemenda — en vegna skorts á skólahúsnæði „er víða ógerlegt að skipuleggja stundaskrá þannig að vinnudagur þeirra verði samfelldur, og af sömu ástæðum er nær hvergi vinnu- og mötuneytisaðstaða fyrir nemendur eins og gert er ráð fyrir í lögum". Þá er bent á hversu bekkjardeildir eru víða fjölmenn- ar, og einnig að leggja beri meiri áherslu á stuðning við „nemendur með sérþarfir, þ.e. nemendur með líkamlega eða andlega fötlun eða bágar félagslegar aðstæður og nemendur sem skara framúr í námi“, eins og segir í yfirlýsing- unni. Ennfremur er bent á gífur- legan aðstöðumun nemenda eftir búsetu varðandi allt nám. Til dæmis er nefnt, að eftir niður- skurð til skólamála 1979, eigi um 400 sex ára börn enn ekki kost á því að ganga í forskóla. Loks er skorað á stjórnvöld, að „stórauka fjárveitingu til hinnar nýju Námsgagnastofnunar ríkis- ins, þannig að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og skyldum gagnvart nemendum". Þykir miður að svona skyldi f ara - segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um ákvörðun Félags bókagerðarmanna „MÉR ÞYKIR miður. að svona skyldi fara, þótt ég geti ekki sagt, að ég sé beinlinis undrandi á þessari niðurstöðu,“ sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, i samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður álits á þeirri ákvörð- un félaga i Félagi bókagerðar- manna. að standa utan ASI. „Um nokkurt árabil hefur verið yfir- lýst óánægja i röðum prentiðnað- armanna með samningagerð Ai- þýðusambandsins, þó min skoðun sé. að þar sé nokkur misskilning- ur á ferðinni,“ sagði Ásmundur ennfremur. Sagðist Ásmundur álíta, að sú skoðun, að Alþýðusambandið kúg- aði aðildarfélög sín, hefði haft sín áhrif, þótt staðreyndin væri hins vegar sú, að heildarsamtökin hefðu aldrei lagt stein í götu þeirra er frekar vildu fara sínar eigin leiðir, eins og raunar prentarar hefðu oft kosið að gera. „En ég er þeirrar skoðunar, að þarna hafi verið tekin ákvörðun sem sé mjög óheppileg fyrir prentiðnaðarmenn, og raunar einnig fyrir heildarsamtökin, því styrkur þeirra felst í því, að verkalýðsfélögin standi sem best saman,“ sagði Ásmundur. Ásmundur sagðist ekki búast við að þessi niðurstaða hefði víðtækari áhrif, til dæmis í þá átt, að einhver félög segðu sig úr ASÍ. Sagðist hann telja aðstæður að mörgu leyti svo sérstæðar hjá prentiðnaðar- mönnum, að þær myndu ekki hafa áhrif hjá öðrum. Þá sagði Ásmund- ur einnig, að Alþýðusambandið væri alltaf að endurskoða innri starfsemi sína og skipulag, í leit að því sem betur mætti fara, og yrði þetta mál því ekki til að kalla á neina sérstaka athugun í því efni. Helgarskákmótið: New York-ferð í f yrstu verðlaun Á HELGARSKÁKMÓTI tímarits- ins Skákar og Skáksambands íslands, sem fram fer á Sauðár- króki nú um helgina, verða fyrstu verðlaun flugfar til New York og til baka fyrir einn, en það eru Flugleiðir hf„ sem gefa þann vinning. Auk þess eru svo 3000 nýkrónur í fyrsta vinning, gefnar af viðkomandi sveitarfé- lagi. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákar, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann væri Flugleið- um mjög þakklátur fyrir þessa glæsilegu gjöf, sem sýndi velvilja fyrirtækisins til skákíþróttarinn- ar og yrði vonandi til að vekja meiri athygli á helgarmótunum, sem hefðu tekist mjög vel. Það er níunda helgarskákmótið, sem haldið verður á Sauðárkróki nú um helgina, og eru meðal væntanlegra þátttakenda flestir sterkustu skákmenn íslendinga, þar á meðal stórmeistararnir tveir, þeir Guðmundur Sigurjóns- son og Friðrik Ólafsson. Frá blaðamannafundi Kennarasambands Islands: Valgeir Gestsson, formaður. Kristin Tryggvadóttir, formaður Skólamálaráðs, Ragnar Gislason, varaformaður Skólamálaráðs og annar fulltrúi Kennarasam- bandsins í stjórn Námsgagnastofnunar. og Guðni Jónsson, skrifstofustjóri Kennarasambands íslands. Á næstunni er væntanleg áöur óútgefin hljómleikaplata „The Beatles Live in ltaly“. The Beatles Viö höfum nýlega tekiö upp flestallar L.P. og E.P. plötur The Beatles. E.P. piötur (4ra laga) □ The Beatles (No. 1) □ Twist and Shout 0 Long Tall SaHy □ A Hard Da/s Night (plata 1) 0 A Hæd Day's Night (plata 2) 0 Beatles For Sale No. 2 □ The Beatles MiHion Seflers □ Yesterday □ NowhereMan □ All My Loving □ Magical Mystery Tour LP. piötur □ Ptease Ptease Me □ With The Beatles □ A Hard Daýs Nigh □ Beatles For Sale □ Help □ Revohier □ A Coflectwn of Beattes Oldtes □ Sct. Peppers Lonley Hearts Club Band □ Magical Mystery Tour □ Yeflow Submarine □ The Beatles (hvrta albúmið) □ AbbeyRoad □ LetltBe 0 HeyJude □ .Rarities" (Enska útgáfan) □ .Rarities' (Bandariska útgáfan) □ 1962—1966 (rauöa albúmiö) □ 1967—170 (bláa albúmiö) □ The Beattes Ballads □ The Beatles collection 14 Brtlaplotur í upprunalegum al- búmum í einu setti. Verð kr. 1932.00. Suðurtandsbraut 8. — Sími 84670. Laugavegi 24. — Sími 18670. Austurveri. — Sími 33360. I | Nafn Heimilisfang I_________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.