Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Siggeir Ólafsson: F asteignamatið og forstjórinn Guttormur Sigurbjörnsson for- stjóri, ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott og grein þína er birtist í Morgunblaðinu 3. marz. Að vísu hefði ég kosið meiri upplýsingar en komu þar fram. En því miður finnst mér að þú misskiljir grein mína, sem birtist í Morgunblaðinu 7. feb. sl. Ég er ekki að gagnrýna þín störf eða þinna starfsmanna. Ég hef enga ástaeðu til að ætla, að þú og þínir menn vinni ekki eftir beztu sam- vizku og iaganna bókstaf. Það eina, sem ég ásaka ykkur fyrir er, að þið skuluð ekki hafa bent löggjafanum á þá ágalia, sem virðast vera í lögum þessum og ég benti á i grein minni. En þar sem þú og þínir menn virðast ekki hafa komið auga á þessa galla er það mál úr sögunni hvað ykkur snert- ir. Guttormur minn: þú talar um í grein þinni, að ég fari út á ótryggan ís með því að gagnrýna lög og reglur þær sem fasteigna- matið er unnið eftir nú, þar sem ég hafi nokkra reynslu af mats- störfum. Rétt er það, að ég hef nokkra reynslu af matsstörfum, og af þeim ástæðum fannst mér ég verða að láta skoðanir mínar í ljós um þessi mál. Svo er nú þetta með ótrygga ísinn. Mér finnst nú undirstaðan í grein þinni þar sem þú tekur að þér að verja starfsreglur fast- eignamatsins ekki mjög traust- vekjandi. í upphafi greinar þinnar talar þú um fullyrðingar mínar í grein minni og lætur í það skína, að það sé fyrir neðan virðingu Fasteigna- mats ríkisins að svara svo litlum karli sem mér. Þetta eru allþekkt svör, þegar menn eru rökþrota. Ég hefði nú haldið, að Fast- eignamatið væri ekki heilög kýr hafin yfir almenna gagnrýni. Hins vegar finnst mér kýr þessi all þurftarfrek á fé landsmanna, mið- að við þann arð, sem hún skilar þjóðarbúinu. I fyrri grein minni greindi ég frá því, að á fjárlögum er áætluð fjárveiting til Fasteignamatsins kr. 4.188.040 nýkr. og efast ég um, að það dugi miðað við það starfs- lið, sem þú telur upp í grein þinni, auk stóru tölvunnar og milljóna blaðanna. En sagan er ekki öll sögð með þessu. í hverju bæjar- og sýslufé- lagi eru unnin mikil störf til undirbúnings matinu. Mér er kunnugt um, að í einu litlu bæjarfélagi var einn maður heilt ár að störfum við undirbúning matsins, og síðar varð bæjarfélag- ið að kaupa fasteignaskrána fyrir margfaldan prentunarkostnað. Nú svo þurfti að leiðrétta ýmsar skekkjur í þessari dýru bók áður en hægt var að nota undirstöður hennar til álagningar. Þessar skekkjur eru sjálfsagt að kenna tölvunni, sem þú talar um. Allt þetta kostar svo fjármuni, sem hinn almenni borgari verður að greiða. Guttormur: í grein þinni segir þú, að ég haldi því fram, að aðrar stofnanir geti tekið að sér störf ykkar án aukins kostnaðar. Mér þykir leiðinlegt, að þú skulir rangfæra svona mín skrif. í grein minni stendur, þegar ég hef rakið hvar undirstöðugagna undir fasteignamatið væri hægt að afla: „Beztu lausnina á þessum mál- um tel ég vera þá að stofna deild innan Þjóðhagsstofnunar eða Hagstofu, þar sem öll þessi gögn yrðu sameinuð og sæi sú deild um útgáfu fasteignaskrár." Ekki veit ég hvernig þú hefur fengið það í höfuðið, að þessi deild myndi ekkert kosta. Hins vegar hef ég ekki skipt um þá skoðun, að sú leið, sem ég benti á í grein minni er ódýrari og heppilegri en sú, sem fasteignamatið starfar eftir nú. Ég hefði kosið að fá álit þitt á því hvaða tilgangi það þjónar að eyða störfum matsmanna í það að meta hús á byggingarstigi, sem geta orðið 3 til 6 möt eða fleiri. Og hvaða tilgangi þjónar allt milljóna blaðasafnið ykkar, sem þú talar um. Ég er hræddur um, að margt af því sé sjaldan hreyft og sé heldur léleg fjárfesting fyrir þjóð- arbúið. í grein minni um Fasteignamat ríkisins er birtist í Morgunblaðinu 7. feb. sl. deildi ég meðal annars á það misræmi, sem er á mati fasteigna víðsvegar á landinu. Því til sönnunar vísaði ég á greinar- gerð forstjóra fasteignamatsins sem birt var í Morgunblaðinu 29. jan. sl. Þar er meðal annars birt dæmi um fasteignamat á nokkrum stöðum á landinu. Þar sem ég hefi verið mikið spurður um þetta misræmi á fasteignamatinu virð- ist mér, að lesendum blaðsins hafi láðst að kynna sér greinargerð forstjórans. Leyfi ég mér að birta þennan kafla úr greinargerðinni: -I)æmi um fasteignamat víðs vegar um land Sem dæmi um fasteignamat íbúðarhúsa í Reykjavík, þá er 226 fm. einlyft nýlegt einbýlis- hús í Fossvogi metið á 87 milljónir gkr. Tveggja her- bergja íbúð í þriggja hæða blokk í Breiðholti er metin á 23,1 milljón gkr., og þriggja herbergja 81 fm. íbúð í sama húsi er metin á 28,4 milljónir gkr. Allar matstölur, sem Fast- eignamatið sendir út í ár, eru gefnar upp í gömlum krónum. Þetta er vegna þess að Fast- eignaskráin sem matið kemur úr, tók gildi 1. desember síð- astliðinn. Hér fara á eftir dæmi um mat fasteigna víðs vegar um landið Nýlegt hús Einlyft einbýlishús í Foss- vogi, 385 þús. gkr. á 226 fm. Þriggja hæða blokk í Breið- holti: 65 fm. íbúð, 2 herbergi, 81 fm. 355 þús. Kópavogur Steinsteypt raðhús á tveim hæðum, 8163 og 288 fm„ 256 þús. Ilafnarfjörður Forstevpt einbýfishús á einni hæð, 6183 og 180 fm 311 þúg Keflavík Steinsteypt einbýlishús á tveim hæðum, 684m3 og 252 fm„ 174 þús. Akranes Steinsteypt einbýlishús á einni hæð, 451m3 og 134 fm 236 þús. Stykkishólmur Steinsteypt einbýlishús á tveim hæðum, 504m3 og 181 fm„ 162 þús. Isafjörður Einlyft steinsteypt einbýlis- hús, 141 fm„ 249 þús. Siglufjörður Steinsteypt einbýlishús, 808m3 og 253 fm„ 124 þús. Akureyri Tvílyft steinsteypt einbýlis- hús, 251 fm„ 243 þús. Egilsstaðir Hlaðið einbýlishús, 386m og 110 fm„ 154 þús. Vestmannaeyjar Einlyft steinsteypt ein- býlishús, 150 fm„ 175 þús. Selfoss Einbýlishús úr timbri, 390m3 og i26 fm„ 235 þús.“ Nú geta lesendur athugað töl- urnar í rólegheitum. Hér er ekki um hlutdrægni af minni hálfu að ræða. Þetta er nákvæmlega það, sem skrifstofa fasteignamatsins velur og verður að ætla að um hliðstæð hús sé að ræða. En sjálfsagt væri hægt að finna ennþá meira ósamræmi, en hér er það þó all nokkuð, þar sem einbýlishús í Fossvogi er metið á kr. 385 þúsund fm„ einbýlishús í Keflavík 174 þúsund fm„ og ein- býlishús á Akranesi 236 þúsund fm. Svo geta lesendur sjálfir borið saman tölurnar. Hvað veldur svo þessu mis- ræmi? Einhver myndi sjálfsagt segja: „hús í Reykjavík eru vand- aðri en úti á landi." Því mótmæli ég algjörlega, þar sem ég hef skoðað mörg hús úti á landi og tel uppbyggingu og frágang þeirra fyllilega sambærilegan við hús í Reykjavík. Þessu misræmi veldur röng uppbygRÍng fasteignamatsins eins og ég hef áður bent á. í Reykjavík og nágrenni er stefnan að láta fasteignasala ráða matsgrundvell- inum, en úti á landi virðist ekki vera neinn grundvöllur til að bygKJa á enda virðist mér matið vera botnlaus vitleysa. Hvað er þá nýtilegt við þetta fasteignamat? Eins og menn sjá á þessu dæmi um fasteignamat víðsvegar á landinu gefur það alls ekki rétta hugmynd um verðmæti fasteigna eins og það ætti þó að gera. Sem skattfótur er það svo rangt, að ég efast um, að það sé hægt að finna verri undirstöðu til skattlagn- ingar. Hvers vegna á að leggja hærri fasteignaskatta á Reykvíkinga en aðra landsmenn? í mörgum húsum og íbúðum í Reykjavík býr eldra fólk, sem hefur ekki aðrar tekjur en ellilíf- eyri. Þetta fólk hefur í mörgum tilfellum búið mest alla ævina í þessum húsum og heldur tryggð við þau og staðinn. Það fær sig ekki til að flytja úr þeim, þótt húsrýmið sé ef til vill orðið of stórt, en fasteignaskatt verður það að greiða og þann hæsta á land- inu. Þá skulum við athuga tekjurn- ar. Samkvæmt seinustu könnun Hagstofu íslands voru meðaltekj- ur lægstar í Reykjavík kr. 5.493.000.- allt landið kr. 5.507.000.- og kauþstaðir á landinu kr. 7.770.000.-. Nú þá höfum við það, ekki er ástæða til að skattleggja Reykvík- inga hærra en aðra landsmenn vegna teknanna, þar sem þeir eru tekjulægstir að meðaltali. Fyrir- svarsmenn fasteignamatsins geta svarað því til, að þeir ráði ekki skattprósentunni, en hún er bund- in í lögum og hefur verið það síðan 1972. Fasteignamat í stað brunabótamats Guttormur: þú getur þess í grein þinni, að fasteignamatið gæti með litlum kostnaði annast mat til brunabóta. í Reykjavík gæti það ef til vill komið til greina, þótt ég efist um, að það yrði ódýrara eða hagkvæmara fyrir tryggjendur. Úti á landi tel ég hins vegar, að ekki gæti komið til greina að Fasteignamat ríkisins gæti veitt þá þjónustu, sem þarf oft að inna af hendi þar með litlum fyrirvara, svo sem vegna lántöku, skipta á eignum o.fl. Ef hins vegar þyrfti að sækja slíka þjónustu til Fasteignamats ríkisins í Reykjavík getur hver maður séð hversu kostnaðarsöm og þung í vöfum slík þjónusta yrði. Þessi störf leysa nú af hendi lögskipaðir matsmenn á hverjum stað fyrir tiltöiulega mjög lágt gjald. Sjálfur hef ég oft þurft að inna af hendi slík störf samdæg- urs og beiðnin hefur borizt til mín, vegna þess, að menn hafa ekki áttað sig á því, að þeir þyrftu á þessum gögnum að halda fyrr en á síðustu stundu. Öll tryggingafélög vilja veita viðskiptamönnum sínum góða þjónustu, eins og þeim ber. Ég efast um að nokkurt tryggingarfé- lag kæri sig um að afhenda einhverju skrifstofubákni fram- kvæmd brunabótamats. Sam- kvæmt lögum inna nú þessi störf af hendi fógetaskipaðir matsmenn og ber þeim að inna þessi störf eftir bestu vitund. Þú talar um hættu á misræmi hjá tryggingafélögum. Við skulum nú ekki hafa hátt um það. Það finnst nú annarsstaðar meira. Hjá tryggingafélögum er til- tölulega lítil hætta á misræmi, þótt á verðbólgutímum sé. Árlega eru matsskalar endurskoðaðir og sendir öllum matsmönnum og er þar einnig að finna leiðbeiningar um afföll vegna aldurs húsa. Áuk þess lætur Brunabótafélag íslands framkvæma endurskoðun á brunatryggingum fasteigna þeirra, sem tryggðar eru hjá því á nokkurra ára fresti. Sú endur- skoðun er framkvæmd á kostnað félagsins, en ekki tryggjenda eins og þú lætur í skína í grein þinni. Én út fyrir vitleysuna tekur nú hjá þér, Guttormur minn, þegar þú heldur því fram, að hægt sé að nota plögg ykkar í fasteignamat- inu við uppgjör tjóna. Það fæ ég ekki séð og er ég þó búinn að gera upp tjón svo hundruðum skiptir. Nú en ef til vill er þetta hægt í tölvunum ykkar. Ég er nú ekki svo fróður að vita það. En möt á tjónum greiða trygg- ingafélögin en ekki tjónþoli. Þú virðist ekki hafa vitað það. Brunabótamat sem grundvöllur undir fasteignamat í blaðinu ísfirðingi, ísafirði, birtist grein 28. apríl 1979, skrifuð af Magnúsi Reyni Guðmundssyni bæjarritara. Með leyfi höfundar birti ég hér útdrátt úr greininni, þar sem hann fjallar um fast- eignamatið: Fasteignamat ríkisins — óþörf stofnun „Fasteignagjöldin miðast við fasteignamatið, en fasteigna- matið er framkvæmt í Reykja- vík af stofnun sem nefnist Fasteignamat ríkisins. Þessi stofnun er orðin að miklu bákni og er dæmigerð um Parkinson- lögmálið. Ég tel, að leggja eigi þessa stofnun niður, nægilegt hefði verið að notast við þær upplýs- ingar sem fyrir hendi eru hjá Brunabótafélagi íslands. Brunabótamatið er í flestum tilfellum raunhæft mat fast- eigna (en það er meira en hægt er að segja um fasteignamatið) og því væri mun eðiilegra að leggja brunabótamatið til grundvallar, þegar fasteigna- gjöldin eru lögð á. Þá mætti koma í veg fyrir misræmi." Þetta hefur Magnús Reynir að segja um fasteignamatið 1979. Ég sé ekki annað en þetta eigi engu síður við í dag en þegar það var skrifað. í áðurnefndri grein minni gat ég þess, að ég styddi þá hugmynd að leggja brunabótamat til grund- vallar fasteignamati húseigna, því það skapaði jafnvægi í mati fast- eigna og væri réttari skattgrund- völlur en nú er. Auk þess væri það margfalt ódýrara. Ég hef aldrei haldið því fram, að fasteignamatið þyrfti að vera sama að krónutölu og brunabóta- matið. Það er annarra að ákveða það. Fasteignamatið gæti t.d. ver- ið 70—80% af brunabótamati og með því móti myndi fasteignamat í Reykjavík og nágrenni heldur lækka en hækka. En úti á landi hækkaði fasteignamatið eitthvað. Þá væri komið jafnvægi og rétt- læti í matið. Álagningu skatta eftir fast- eignamati þarf löggjafinn sannar- lega að taka til athugunar. Þar sem fasteignamatið er hæst nú, er þetta orðin hrein skattpíning, en sum staðar hér á Reykjanessvæð- inu svona hálfgerður skrípaleikur, þar sem sum bæjarfélög eru að gefa smávegis afslátt frá löglegri prósentuálagningu, til þess að geta nú sagt við skattþegnana, að þeir séu nú svolítið betri en nábúinn. Guttormur: mér finnst, að þú sért nú farin að hallast dálítið að mínum skoðunum þar sem þú segir: „Fasteignamat eigna á öllu landinu mætti að sjálfsögðu jafna mjög með því að miða það við byggingarkostnað í stað gang- verðs.“ Það hlaut að koma að því, að við yrðum sammála og fagna ég því. Hugleiðingum þínum um hækk- un á fasteignamatinu samkvæmt grundvelli brunabótamats hef ég þegar svarað hér að ofan. Varð- andi hugmyndir þínar um, að þessi breyting kæmi hart niður á bændum þá er því til að svara, að aðrir en við ráðum skattlagningu. Eins og ég hef áður sagt þarf að endurskoða það mál. Persónulega tel ég, að ekki ætti að leggja fasteignaskatt á útihús bænda eins og búskapur virðist eiga erfitt uppdráttar nú. I grein þinni segir þú, að erfitt sé að réttlæta byggingarkostnað sem grundvöll fasteignamats og býrð þar til dæmi því til sönnunar. Dæmið þitt er þannig: „Maður kaupir hús sem er að brunabótamati 50 milljónir gkr. Greiðir fyrir það 30 milljónir gkr. (gangverð)." Þetta kalla ég hugmyndaflug. Ekki veit ég nein dæmi þess að húseign hafi verið seld undir brunabótamatsverði. Þarna er hlutunum alveg snúið við eins og ég hef bent á, þar sem verð á húseignum er yfirleitt mikið hærra en brunabótamat. Þú býrð til annað dæmi: „Maður sem kaupir eyðijörð í afskekktri sveit með nothæfu húsi og 15 hektara túni. Er rétt að telja honum túnið til eigna á því verði sem þyrfti að greiða fyrir að gera túnið á jafnstórri órækt. Eða hús sama verði og það stæði við götu í Reykjavík." Guttormur: þú sem ert nú búfræðingur að mennt ættir sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.