Morgunblaðið - 12.03.1981, Page 22

Morgunblaðið - 12.03.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Saromy Ilavis tekur í hönd unnmennis í Atlanta skömmu fyrir tónleikana. Símamynd-AP Barnamorðinginn hefur í hótunum Atlanta. («eon(íu. 11. marz. AP. ÞEIR Sammy Davis jr. og Frank Sinatra héldu i gær- kvöldi styrktartónleika til að aíla fjár til rannsóknar barna- morðanna í Atlanta í Georgiu. Alls söfnuðust liðlega 148 þús- und dalir. Skömmu áður en tónleikar þeirra félaga hófust barst daKblaðinu Atlanta Journal bréf frá manneskju. sem státaði sig af að hafa myrt blökkubörnin. „Hugleiðið ... hver á að gæta barna ykkar meðan þið farið að horfa á Sammy og Frank," skrifaði morðinginn. Þrátt fyrir þessa hótun var mikið fjölmenni á tónleikunum og margir málsmetandi menn í Bandaríkj- unum sóttu þá. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað á meðan á tónleikunum stóð. Fjárlögin hljóta slæmar viðtökur Frá Einari K. Guöfinnssyni. fréttaritara Mbl. í Bretlandi. ÓHÆTT er að segja, að fjárlög þau, sem fjármálaráðherrann, Sir Geoffrey Howe, lagði fram á brezka þinginu i gær hafi al- mennt hlotið frekar slæmar mót- tökur. Mikil hækkun óbeinna skatta á benzín, áfengi, tóbak og bjór hefur valdið óánægju margra. Talsmenn verkalýðsfé- laga segja, að þessir auknu óbeinu skattar komi illa við pyngju fólks. Talsmenn atvinnu- rekstrarins eru heldur ekki ánægðir. Frú Margrét Thatcher, forsæt- isráðherra, snerist til varnar gegn þessari gagnrýni í harðskeyttri ræðu er hún flutti í dag. Segja má að Margrét Thatcher hafi sýnt, að járnfrúin kunna sé nú sem fyrr hin vígreifasta. Hún sagði að þeir sem hæst létu og heimtuðu mesta útgjaldaaukningu ríkisins þyrðu ekki að standa við stóru orðin, vildu ekki standa straum af þeim kostnaði sem aukin ríkisútgjöld hlytu að hafa í för með sér. Lítill vandi væri að heimta að ríkis- stjórnin yki útgjöldin. Erfiðara væri hins vegar að finna tekju- stofna. Segja má að með fjárlögunum nú sé í fyrsta lagi reynt að efla hag atvinnurekstrarins, minnka lánsfjárþörf ríkisins og vinna þannig að vaxtalækkun, ná full- kominni stjórn á aukningu pen- ingamagnsins og síðast en ekki sízt er það vilji ríkisstjórnarinnar að bæta hag þeirra sem njóta almannatrygginga, og hafa þær verið auknar í því skyni. Vextir hafa nú verið lækkaðir. Hagfræðingar telja beint sam- band vera milli hávaxta og hás gengis, en hvoru tveggja hafa atvinnurekendur kvartað undan. Ósk stjórnvalda er, að vaxtalækk- unin nú, muni leiða til lægra gengis og þar af leiðandi bættrar stöðu útflutningsgreinanna. Smá atvinnufyrirtæki skapa flest atvinnutækifæri, það sýnir reynslan. íhaldsmenn hafa líka alltaf borið hag þeirra fyrir brjósti sér, og í kosningunum 1979 hétu þeir því að bæta hag þeirra. Það fyrirheit er nú reynt að efla með sérstakri fjárveitingu er mið- ar að því að efla hag hinna smærri fyrirtækja. Þá er reynt í hinum nýju fjárlögum að ýta undir stofnun nýrra fyrirtækja. Ríkisstjórnin hyggst veita þeim ríkisábyrgð fyrir lánum til að þau geti auð- veldar ýtt úr vör. Með fjárlögunum er reynt að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs, sem vaxið hefur vegna erfiðleika heima fyrir, og á erlendum mörk- uðum. Aukin lántaka ríkissjóðs eykur eftirspurnina eftir lánsfé og hækkar þannig vextina. Með því að minnka lántökuna er hægt að lækka vextina. Hornsteinn efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar er að minnka aukningu peningamagns í umferð, enda telur hún það einu leiðina til að sigrast á verðbólgunni. Skatta- hækkunin að þessu sinni miðar að því að ná þessu marki. Ánægja með Kanadaferð Ronald Reagans í Washington og Ottawa Frá Önnu Bjarnadottur. frétta- rítara Murjfunhlaósins í Ottawa. VEL FÓR á með Ronald Reagan. forseta Bandarikjanna. og Pierre Trudeau. forsætisráðherra Kan- ada. í opinberri heimsókn Reag- ans til Ottawa á þriðjudag og miðvikudag. Þjóðarleiðtogarnir áttu vinsamlegar og gagnlegar samræður um alþjóðamál og mál- efni er snerta samskipti Banda- ríkjanna og Kanada. Reagan skýrði stefnu stjórnar sinnar í garð Kanada og kanadískir ráða- menn lýstu ánægju með fundina með Reagan. Þeir sögðu heimsókn hans hafa skýrt afstöðu hans til fiskveiðimála. orku- og umhverfis- mála. en þau mál eru efst á baugi í samskiptum Bandaríkjamanna og Kanadamanna i dag. Ráðamenn- irnir sögðust vera ánægðir með skoðun Reagans á þessum málum. Utanríkisráðherrar landanna undirrituðu i viðurvist Reagans og Trudeaus samninga um lífeyris- sjóði launþega sem vinna í báðum löndum, og samninga um sameigin- legar varnir landanna í lofti, áður en bandarisku gestirnir flugu heim. Trudeau og Reagan ávörpuðu sameinað þing á miðvikudag. Tru- deau notaði tækifærið til að tala um samskipti landa á norður- og suðurhveli jarðar og mikilvægi góðrar samvinnu þeirra í milli, bæði hvað efnahags- og öryggismál snerti. Reagan hefur ekki sýnt mikinn áhuga umræðum um samskipti þessara heimshluta, en hann gaf til kynna í heimsókninni til Ottawa, að hann myndi sækja fund þjóðar- leiðtoga um þessi mál í Mexíkó í sumar. Afskipti Bandaríkjamanna af Kampala. Úicanda. 11. marz. AP. ÖRYGGISSVEITIR stjórnvalda í Úganda hafa myrt þúsundir manna af Madi-ættbálkinum i norðvesturhluta landsins, að sögn dagblaðsins Uganda Times, en það styður stjórnina í Kamp- ala. Blaðið segir í forsíðufréttí dag. að Madi-menn hafi orðið að sæta ofsóknum hermanna stjórn- arinnar i marga mánuði. Blaðið málum í E1 Salvador hafa verið mikið til umræðu í Kanada sem annars staðar undanfarnar vikur. Fram kom á fundi utanríkisráð- herra landanna á miðvikudag, aö kanadískir ráðamenn væru ánægð- ir með útskýringar Bandríkja- manna hér, og þeir voru sammála um að vandamál E1 Salvador yrðu ekki leyst með hervaldi heldur aðeins með lýðræðislegum kosning- um. Reagan sagði í ræðu sinni í sameinuðu þingi, að hann væri ekki kominn til Kanada til að gefa ráð, heldur hlusta og kynnast skoðun- um stjórnvalda þar. Hann sagöist vera hlynntur skjótri smíði olíu- og gasleiðslu frá Alaska um Kanada til Bandaríkjanna. Þjóðirnar hafa unnið saman að smíði hennar í nokkur ár, en margir Kanadamenn óttuðust, að Reagan myndi ekki S»n Salvador. 11. marz. — AP. JOSE Guillermo Garcia varnarmála- ráðherra E1 Salvador sagði í dag. að um 2.200 vinstrisinnaðir skæruliðar og 146 stjórnarhermenn hefðu fallið í bardógum i landinu frá 10. janúar siðastliðnum. er skæruliðarnir létu til skarar skriða gegn stjórnvöldum. Jafnframt sagði Gabriel Gallegos fyrrverandi vinnumálaráðherra að gagnrýndi harðlega öryggissvelt- ir stjórnvalda, en þær voru settar á laggirnar skömmu eftir innrás Tanzaniumanna í landið og Idi Amin var steypt af stóli. Að sögn blaðsins hefur Madi- ættbálknum nánast verið útrýmt. Af fimmtíu þúsund manns eru nú aðeins um 8 þúsund á lífi. Blaðið ræddi við sjónarvotta og að sögn leggja mikla áherzlu á að henni yrði lokið, ef hann næði kjöri forseta. Reagan sagðist vera um- hugað um umhverfismál og vera reiðubúinn að gera sitt til að auka sameiginleg átök þjóðanna gegn mengun í Norður-Ameríku. Hann talaði einnig um efna- hagsstefnu sína og þingmenn kan- adíska íhaldsflokksins klöppuðu honum lof í lófa, en flokksbræður Trudeaus í Frjálslynda flokknum sátu með hendur í skauti undir þeim hluta lestrar Reagans. Andstæðingar skoðana Reagans mótmæltu heimsókn hans hvar sem hann fór í Ottawa, en Trudeau sagði í sameinuðu þingi, að þar sætu fulltrúar kanadísku þjóðar- innar, en þeir fögnuðu Reagan mjög innilega. Trudeau og Reagan höfðu ekki hitzt fyrr, en heimsókn Reagans hægribylting stæði fyrir dyrum í landinu. Hann sagði að ætlun öfga- manna til hægri yrði að koma hern- um til valda, og að mikið blóðbað yrði samfara byltingunni. „Þegar milli 50 og 60 þúsund manns hefur verið útrýmt munu Bandaríkin skerast í leikinn í landinu, og verður hernaðaríhlutun þeirra réttlætt með þeirra var fólk myrt með köldu blóði. Fólk var skotið fyrirvara- laust í rúmum sínum, þeir sem flýðu heimili sín voru miskunnar- laust skotnir. Að sögn blaðsins, þá hafa þeir sem komust undan ofsóknum öryggissveitanna nú flúið yfir landamærin til Súdan. Blaðið gaf í skyn, að spilling og mútuþægni embættismanna væri víðtæk í landinu. gaf þeim tækifæri til að kynnast persónulega. Þeir munu hittast aftur í Ottawa í júlí þegar leiðtogar iðnaðarríkja hittast þar, og vænt- anlega einnig í Mexíkó á fundinum um samskipti norðurs og suðurs. Reagan tók einnig vel í hugmynd Trudeaus um fund þeirra ásamt José Lopez Portillo, forseta Mexíkó, einhvern tíma á næstunni, en Reagan er mjög umhugað um samskipti þjóðanna þriggja í Norður-Ameríku. Kanadísk blöð hafa skrifað mikið um heimsókn Reagans og hún þykir hafa tekizt vel, þrátt fyrir nokkrar háværar óánægjuraddir. Vonazt er til, að hún beri árangur, og að lausn finnist á vandamálum milli þjóðanna, og að brosin á vörum leiðtoganna reynist ekki aðeins kurteisisbros, heldur djúp- stæð og meiningarfull vináttubros. 10. jan. byltingunni," sagði Gallegos. Gall- egos sagði sig úr stjórn E1 Salvador í desember í mótmælaskyni við aukið samband stjórnarinnar við hægriöfl- in. Alls féllu um 30.000 manns í bændauppreisninni 1932 í E1 Salva- dor, og a.m.k. 16.000 hafa fallið frá því að stjórn Humberto Romeros hershöfðingja braust til valda 15. október 1979. Gallegos sagði í dag, að hægriöflin í landinu hefðu jafnan lagst hart gegn öllum umbótum og komið í veg fyrir allar tilraunir til friðsamlegrar lausnar vandamálanna í landinu. „E1 Salvador hefur verið leitt niður blindgötu. Viðræður deiluaðila virð- ast útilokaðar úr því sem komið er, og eina lausnin virðist vera sú að herinn skakki leikinn,“ sagði Gallegos. Barist hefur verið af mikilli hörku og grimmd í E1 Salvador síðustu daga og stöðugt berast þaðan fregnir af hörðum átökum. Fregnir berast dag- lega af mannfalli á átökum, og einnig af morðum, stundum í stórum stíl, sem framin virðast í hefndarskyni. íhaldsmenn margir eru óánægð- ir með fjárlögin. Finnst þeim blóðugt að skattbyrðin sé aukin. Ríkisstjórnin hét því, sem kunn- ugt er, í upphafi að minnka skattbyrðina. Sir Geoffrey Howe, fjármála- ráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi, að raunlaun hins vinnandi manns hefðu aukist undanfarin ár. Því væri ekki ósanngjarnt að auka skattbyrði hans til að fjölga at- vinnutækifærum og létta undir með þeim atvinnulausu. Þó nokkurrar óánægju gætir nú meðal þingmanna íhaldsflokksins. Einn þingmaður sagði t.d. í um- ræðum í dag, að Sir Geoffrey Howe, fjármálaráðherra, ætti taf- arlaust að segja af sér. Stjórn- málaskýrendur eru þó sammála um, að ekki sé hætta á alvarlegri sundrungu nú í þingflokknum. Margrét Thatcher, leiðtogi flokks- ins, hefur ætíð haft mikið og gott samband við þingflokkinn, og fylgi hennar stendur því styrkum fót- um innan hans. Veður víða um heim Akureyri 3 alskýjað Amsterdam 10 rigning Aþena 21 heiðskirt Berlin 14 rigning Brilssei vantar Chicago 5 skýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 12 skýjað Færeyjar 8 súld Qenf 14 skýjað Helsinki -6 heiðskírt Jerúsalem 16 skýjað Jóhannesarborg 21 heiðakírt Kaupm.höfn 6 rigning Las Palmaa vantar Lissabon 26 skýjað London 16 rigning Los Angeles 27 heiðskírt Madrid 21 heiðskírt Malaga 19 mistur Mallorca 15 þokumóöa Miami 26 heiðskírt Moskva 3 skýjað New York 10 skýjað Osló vantar París vantar Reykjavík 4 skýjað Rió de Janeiro 32 heiðskírt Rómaborg 18 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Tel Aviv 20 skýjað Tókýó 10 heiðskirt Vancouver 12 skýjað Vínarborg 2 skýjað Fjöldamorð í Úganda E1 Salvador: 2.200 skæruliðar haía fallið frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.