Morgunblaðið - 12.03.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 12.03.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 27 Heimsmeistaraeinvígið: Mótsstaður ákveð- inn í næstu viku „ÁKVÖRÐUNAR í málinu er ekki að vænta fyrr en í næstu viku, en ég fer utan i fyrramálið, fyrst til Las Palmas og siðan til Merano, til að kynna mér allar aðstæður,“ sagði Friðrik ólafs- son, forseti FIDE, í samtali við Mbl. i gærkvöldi, er hann var inntur eftir því hvort hann hefði tekið ákvörðun um hvar heims- meistaraeinvigið i skák myndi fara fram. Þá sagði Friðrik, að talsmenn Karpovs virtust ekki vera á því, að það þjónaði neinum tilgangi að reyna að semja um einvígisstað- inn, og hann liti þannig á, að þeir hafi fyrir sitt leyti samþykkt, að hann úrskurðaði um hvar einvígið skyldi fara fram. Ólafsfjörður: Snjóflóð féll á háspennulínuna Ólafsfirði. 11. marz. UM KLUKKAN 13.30 í gærdag féll snjóflóð á háspennulinuna milli ólafsfjarðar og Dalvikur, með þeim afleiðingum að tvær staurasamstæður brotnuðu og lin- an slitnaði. Risaeðla eða vorboði? bessa skemmtilegu mynd tók Sigurgeir i Eyjum í þýðunni einn daginn og skulum við vona. að þessi myndræni snjóskúlptúr, sem virðist lúta höfði. verði til vitnis um það, að veturinn láti senn í minni pokann fyrir hlýjum vindum og vorboðanum. óneitanlega minnir þessi snjómynd á risaeðlu fyrri árþúsunda. en það er gott til þess að vita. að þess er ekki langt að bíða að grasið vaxi skepnunni yfir höfuð. Brotizt inn í Garða-Héðin BROTIZT var inn í vélsmiðjuna Garða-IIéðin í Garðabæ um helgina og stolið þar 7 — 8000 krónum í peningum. Þegar starfsmenn mættu til vinnu i gærmorgun kom í ljós, að brotizt hafði verið inn í fyrirtækið, farið inn í skrifstofu og peningaskápur þar skorinn í sundur með logsuðutækj- um. Var þetta fremst á Bursta- brekkudal. Ólafsfjörður fær nú raforku frá Skeiðsfossvirkjun og þá er keyrð hér vararafstöð og allir hafa nú næga raforku. í dag er verið að kanna frekari skemmdir og undirbúa viðgerð á línunni. Hér hefur verið slæmt tíðarfar síðan um miðjan nóvember og erfitt hefur verið að halda uppi samgöngum á landi, vegna stöðugr- ar snjókomu og mikillar veðurhæð- ar. — Fréttaritari Eitt ár ekkert til að byggja á Dr. Þorsteinn Kristinn óskarsson frá Vestmannaeyjum. - segir Benedikt Davíðsson „EITT ÁR er ekkert til að byggja á, því sveiflur í fasteignaverði eru • • Okumaður á Lödu gefi sig fram LAUGARDAGINN 7. marz sl. milli klukkan 12 og 12.30 varð árekstur á milli tveggja bifreiða á horni Miklubrautar, Skeiðarvogar og Réttarholtsvegar. Það er ósk lög- reglunnar að ökumaður annarrar bifreiðarinnar gefi sig fram svo og vitni. Gulsanseruð Colt-bifreið kom ak- andi Réttarholtsveg, yfir Miklubraut og inn á Skeiðarvog. Lenti hann í árekstri við hvíta Lada-bifreið, sem beygði af Miklubraut inn é Skeiðar- vog. Ökumaður Lödunnar er beðinn að gefa sig fram við lögregluna svo og vitni. Hvanneyri. 11. marz. UNGMENNASAMBAND Borg- arfjarðar mun á næstunni gang- ast fyrir spurningakeppni milli allra sveitarfélaga i sambandinu, sem eru sautján að tölu. í hverri sveit verða þrir keppendur, en það eru stjórnir ungmennasam- bandanna, sem velja keppendur. Undanrásirnar fara fram í marzmánuði og hefjast þær fyrstu annað kvöld, föstudagskvöld, á Hvanneyri, Stóraási og í hús- mæðraskólanum á Varmalandi. Undanrásunum verður síðan hald- ið áfram 20. marz nk. og þá að Hlöðum og í samkomuhúsinu í Borgarnesi. Ungmennafélögin munu gangast fyrir skemmtiatrið- um samhliða hverri spurninga- keppni. það miklar," sagði Benedikt Dav- íðsson, formaður Sambands bygg- ingarmanna, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þeim mikla mun, sem var á síðasta ári á hækkun fasteignaverðs og hækk- un byggingarkostnaðar. Benedikt sagði ennfremur að- spurður, að ef þetta ástand myndi vara um langan tíma, þá hefði það auðvitað áhrif á byggingar- framkvæmdir. Óbreytt líðan LÍÐAN mannsins, sem féll í sjó- inn undan Laugarnesi sl. föstudag, og hefur legið á gjörgæsludeild Borgarspítalans síðan, er sam- kvæmt upplýsingum gjörgæzlu- deildar óbreytt. Síðan er gert ráð fyrir því að undanúrslitin fari fram 26. marz nk. og úrslitakeppnin 3. apríl nk. Keppnin hefur verið í undirbún- ingi frá því í haust, en keppend- urnir, sem bera sigur úr býtum, hljóta ferð til Skotlands að laun- SÍKlufirði, 11. marz. MIKIL óánægja ríkir hér á Siglu- firði með það, að vegurinn hingað skuli ekki vera opnaður, en hann lokaðist i gær. Það er mat manna, að aðeins tæki smátíma með vinnuvélum að Nýr doktor í eðlisfræði í BYRJUN febrúar sl. hlaut Þor- steinn Kristinn óskarsson dokt- orsnafnbót við háskólann i Mary- land í Bandaríkjunum fyrir vinnu sina á sviði líkindaeðlisfræði. stat- istical physics. t likindaeðlisfræði er hegðun efnis fundin út frá hreyfingum einstakra sameinda, þannig að reiknað er meðaltal yfir mikinn fjölda. Þorsteinn Kristinn er fæddur í Vestmannaeyjum, 2. jan. 1949, sonur hjónanna Oskars Gíslasonar og Kristínar J. Þorsteinsdóttur að Faxastig 2B í Vestmannaeyjum. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá Laugavatni 1969, tók B:S. í eðlis- fræði í Kaliforníu 1973 og nú Ph.D., þ.e. doktorsgráðu, í eðlisfræði við Maryland-háskóla. I ritgerð Þorsteins er sérstaklega fjallað um þá hemlun, sem lítil ögn verður fyrir, er hún hreyfist áfram í vökva og glímt er við stærðfræðileg vandamál, sem því tengjast. Hér er komið út fyrir svið jafn- vægiseðlisfræðinnar og þar með ut í þá eðlisfræði, sem einna erfiðust hefur þótt. Líkindaeðlisfræði ójafn- vægis á vafalaust eftir að leysa ýmsar gátur efnafræðinnar og skýra ýmis efnaskipti, sem fara fram í lifandi verum. opna veginn og tækin eru við hendina. Smábátar hafa fiskað bærilega síðustu daga, t.d. bárust hingað á land um 84 tonn í gærdag. — Fréttaritari. UMSB gengst fyrir spurn- ingakeppni sveitarfélaga Siglufjörður: Óánægja með lokun vegarins Níu fulltrúar fara á Hafréttarráðstefnuna TVEIR fulltrúar utanrikisráðu- neytisins eru þegar farnir utan til að sitja Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i New York, en það eru þeir Guðmundur Eiríksson. þjóðréttarfræðingur, og Hans G. Andersen, sendiherra. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna fara svo utan 21. marz nk., en það eru frá Alþýðuflokki Benedikt Gröndal, frá Alþýðubandalagi Lúðvík Jósepsson, frá Framsókn- arflokki Þórarinn Þórarinsson og frá Sjálfstæðisflokki Eyjólfur Konráð Jónsson. Síðar er búizt við að Gunnar G. Schram, Jón Arnalds og Jón Jónsson fari utan, en ekki er frágengið hvenær. NOR-DAN 18 Til afgreiðslu strax. Verð mjög hagstætt. Benco, Bolholt 4. S. 21945. 1 x 2 — 1 x 2 27. leikvika — leikir 7. marz 1981 Vinningsröð: X X 1 — 121 — 012 — 1 X X 1. vinningur: 10 réttir — kr. 1.790.- 1233 8448** 27340*** 32027* 41359**** 1265 12689 27342*** 40015**** 34441* 2585 16817 37946* 32151* 35450* 4226 17160 29123* 32733*** 35573*** 6204 25525* 29756* 33103*** 36501* 37145* 25527* 30162* 33783* 37142* 8354+ 27122 30973* 34291* 45577 * (4/9) ** (3/9H *** (2/10, 6/9) * * * *(6/9) ......(3/10, 12/9)+ 2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 51,- Alls komu tram 629 raðir með 9 réttum. Þátttakandi, sem telur sig hafa haft 9 rétta í 27. leikviku, er beöinn að hafa samband við síma 84590 þriðjudaga — föstudaga kl. 10—17 sem fyrst. Kærufrestur er til 30. marz 1981 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboösmönnum og á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlauára seðla (+) veröa að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.