Morgunblaðið - 12.03.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.03.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 31 Birkir Skarphéðinsson, Akureyri: Nei, ert þú á lífi ennþá ur að vita það að engum manni með þekkingu á þessu sviði dytti í hug að meta tún á eyðibýli með nýrækt. Það er nær að meta það sem órækt því yfirleitt þarf að endurrækta slík tún til að þau skili tilætluðum arði. Seinni hluta dæmis þíns verð ég að telja, að stafi af þekkingarleysi þínu á störfum okkar matsmanna. Þegar jarðir fara í eyði er húsakostur þar oftast orðin léleg- ur og fellur mjög oft í vanhirðu. Af þeim sökum er trygging þeirra lækkuð og í sumum tilfellum eru hús þessi ekki tryggingarhæf vegna vanhirðu. Markaðshugtak Mér finnst nú, Guttormur, að þú seilist heldur langt aftur í tímann, þegar þú vitnar í lög um fast- eignamat síðan 1915. Síðan hafa orðið miklar breyt- ingar á þjóðarbúskapnum. Þá voru Islendingar að mestu bændur auk nokkurra sjómanna í sjávarþorp- um. Þá voru ekki til neinar rannsóknir um byggingarkostnað, og því ekki hægt að byggja upp stuðla til undirstöðu mata. Fífuhvammslandið Heldur finnst mér þú seinhepp- inn að fara að minnast á matið á Fífuhvammslandi, og í því sam- bandi að vega að mér og fasteigna- matsnefndinni í Kópavogi. Sann- leikurinn í því máli er sá, að árið 1970 mat fasteignamatsnefndin í Kópavogi allt Fífuhvammsland á kr. 30.000.000 gkr. Samkvæmt framreikningi Hagstofu Islands gerði sú fjárhæð kr. 600.000.000. gkr. 1980 þegar landið var selt. Hvers vegna var matsfjárhæðin þá komin upp í gkr. 1.082.160.000 á öllu Fífuhvammslandinu 1980? Vegna þess, að Fasteignamat ríkisins hækkaði matið án þess að hafa samband við fasteignamatið í Kópavogi og hefur sjálfsagt haft vald til þess samkvæmt lögum. Kópavogsbúar geta því þakkað Fasteignamati ríkisins fyrir þær aukamilljónir sem þeir urðu að greiða fyrir landið fram yfir það, ef okkar mat hefði verið óbreytt. Þess skal getið, að á fundum með fasteignanefnd ríkisins gagn- rýndi ég þær hugmyndir, sem þar var haldið fram um verðlagningu á löndum, sem lægju nærri þétt- býli. Ég hef alltaf ályktað, að lönd þessi ætti ekki að meta hærra en ræktunarlönd fyrr en þau væru tekin til skipulagningar og bygg- ingar. Þessi skoðun mín sannaði best réttmæti sitt á Fífuhvammslandi og hefur það einnig gerzt víðar á landinu. Hátt mat og skattlagning á þessum löndum leiðir það af sér, að eigendur þeirra geta yfirleitt ekki staðið undir þeim sköttum, sem á þá eru lagðir vegna þessara landa. Þá reyna þeir að bjarga sér út úr þessu með því að selja lönd þessi fyrir eins hátt verð og mögulegt er. Það leiðir svo til óeðlilega hás verðs á lóðum, þegar lönd þessi eru tekin til bygginga. Þetta háa lóðaverð lendir svo á • húsbyggjendum. Hér er þá komið annað dæmi um að reglur fast- eignamatsins auki útgjöld hús- byggjenda. Hitt dæmið fjallaði um, að stöðug möt á húsum í smíðum leiða af sér skattlagningu. Mér finnst það ákaflega misráðið, að ríkisfyrirtæki skuli með reglum sínum stuðla að braski og auknum byggi ngar kostnaði. Að lokum Guttormur: Mér þykir leiðinlegt þín vegna, að þú skulir láta í það skína í grein þinni, að ég sé að skrifa um þessi mál af eiginhagsmuna ástæðum, slíkt er fjarstæða. Þú telur ástæðuna þá að ég sé matsmaður Brunabótafé- lags íslands. En það er ekki rétt. Brunabótamatsmenn eru skipaðir af fógeta, en ekki ráðnir af tryggingafélögum. Ekki geta þetta talist eftirsóknarverð störf. Oftast verðum við að vinna þau í frítím- um og á helgidögum til þess að geta hitt húsráðendur. Þér er sjálfsagt ekki kunnugt um það að fyrir að meta hús til brunabóta eru mjög lág laun sem ekki vægju þungt í pyngju forstjóra. Kópavogi, 9. mars 1981, Siggeir Ólafsson. Nei, ert þú á lífi ennþá, sagði læknirinn, þegar sjúklingurinn gekk inn á stofuna til hans. Þessi orð gátu allt eins hafa hrokkið upp úr viðskiptaráðherra, þegar ein- hver forsvarsmaður verzlunarinn- ar gekk síðast á fund hans uppi í ráðuneyti. í það minnsta gætu þau vel átt við í dag, eins og búið er að sauma að verzluninni að ríkis- valdsins hálfu. Því hefur margoft verið lýst yfir að verzlunin þurfi leiðréttingu sinna mála. Orð eru til alls fyrst segja margir. Gott og vel. En orð eru einskis virði, ef ekki koma efndir á eftir. Stjórnmálamenn eru sérhæfðir í því að lofa upp í ermina sína (oft báðar) svona fyrir kosningar. Þegar þær er afstaðnar og farið er að krefja þá um efndir loforða, segja þeir sí svona. Heyrðu vinur, ég fékk mér nýjan jakka, sá gamli er farin fyrir bí og í ermum hans voru öll kosningaloforðin. Þetta þekkja flestir og ekki síst kaupmanna- stéttin. Hver er ástæðan fyrir því, að einum af höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar er gert svona lítið undir höfði? Er það vegna þess, að viss öfl í þjóðfélaginu vinna leynt og ljóst gegn þessari atvinnu- grein? Er það máske vegna þess að smákonungaríkin innan þessa þjóðfélags eru orðin svo sterk, að það gæti hugsanlega orðið kórónu- fall í einu eða fleirum ef losað yrði um einn eða tvo hnúta af fjötrum verzlunarinnar? Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir einhverja. En bíðið við. Síðastliðiö haust örlaði á úrbótum í rétta átt. Þá hillti undir þó nokkrar sárabætur til handa verzluninni. Það stóð til að leyfa hækkun á vörulager til raunvirðis. Þetta var réttlætismál, sem nú skildi koma til fram- kvæmda innan tíðar. Verðbólgan, þessi bölvaldur allrar þjóðarinnar (skilgetið afkvæmi stjórnmála- mannanna, fædd og uppalin á suðvesturhorni landsins) hafði leikið vörulagera svo grátt, að við lengur mátti ekki una. Beðið var eftir grænu ljósi frá stjórnvöldum. Vonuðu margir að þetta yrði heimilað um leið og tvöföld verð- merking kæmi til framkvæmda vegna myntbreytingar er fram- undan var. Tvöföld verðmerking hófst með rauðum verðmiðum annars vegar, en ekki birtist græna ljósið viðskiptaráðherra. Fóru nú margir að hugsa margt. Hafði orðið skammhlaup í (ríkis) kerfinu vegna of mikils álags út af þessu hagsmunamáli verzlunar- innar, eða lenti það undir í bréfabúnka ráðherrans og fyndist þá ekki fyrr en við vorhreingern- ingu, eða jafnvel ekki fyrr en við næstu ráðherraskipti. Eða var skýringarinnar að leita hjá orku- ráðherra. Ætli hann hafi neitað strákurinn sá um smástraum á græna ljósið viðskiptaráðherra vegna of mikils kostnaðar að mati fjármálaráðherra, eða vegna fé- lagslegra tengsla við félagsmála- ráðherra. Spyrjið þá sem gerst vita, ef þeir fyrirfinnast. Þetta er aðeins eitt af mörgum málum, er varða hag verzlunar- innar. Þessir háu herrar verða að koma því inn í kollinn á sér (og láta þær gráu vinna hratt og vel) að það er ekki hægt að mjólka kúna endalaust nema því aöeins hún fái kjarnmikið fóður. Fái hún ekki næg skilyrði til að þrífast og safna holdum svo hún geti skilað afrakstri til endurnýjunar á stofn- ANANDA Marga rekur m.a. barnaheimili viða um lönd. í þeim hlutum heims þar sem fátækt er mikil er starfræksla þessara heimila bundin sérstök- um erfiðleikum vegna þess aö oft er enginn til að greiða kostnað af bvöl barnanna. Er þar ýmist um að ræða munaðarlaus börn, at- hvarfslaus eða börn foreldra, sem hafa ckki efni á að greiða fyrir þau. Til að mæta þessum erfiðleikum hefur verið komið á sérstöku inum, verður harla lítið eftir annað en smálummur á tvist og bast, sem ef til vill mætti þurrka til eldsneytis, en dygðu þó skammt til að kynda undir kjötkötlum smákónganna. A meðan allur rekstrarkostnað- ur hækkar óðfluga skella ríkis- stjórn og alþingismenn almennt skollaeyrum aftur þegar minnst er á þarfir verzlunarinnar. Hún er ekki að biðja um ölmusu. Hún er aðeins að óska eftir því að fá að starfa og draga lífsandann á heilbrigðan og fjötrunarlausan fyrirkomulagi, sem felst í því að fólk sem betur er statt, t.d. í Evrópu, tekur að sér tiltekið barn og greiðir uppihald þess. Barnið dvelur eftir sem áður í heimalandi sínu, en „kjörforeldrarnir" inna af hendi tiltekna greiðslu mánaðar- lega meðan barnið dvelur á við- komandi heimili. Hjálparstofnun Ananda Marga gefur nú Islendingum kost á að tak þátt í þessu starfi með því að greiða mánaðarlega DM 30.00, eða kr. 100.00 fyrir uppihald og kostn- hátt, þannig að hún geti veitt viðskiptavinum sínum, sem eru allir þegnar þessa þjóðfélags auk fjölda erlendra ferðamanna, sem besta þjónustu með gæðavörum á góðu verði. Annað er ekki farið fram á. Verði þessi mál ekki tekin föstum tökum innan tíðar, eða þess sjáist einhver merki -að stjórnvöld rumski af sínum þyrni- rósarsvefni, getur dregið til tíð- inda á hinum pólitíska himni stjórnmálanna, þar sem skýja- giópar hrannast upp, moldviðri geysa daglagt, þar sem mestu hrossakaup þjóðarinnar troða skó- inn hver af öðrum við skiptingu þjóðarkökunnar, ofaldir af gæðum þessa heims, hugsandi um eigin skráp fyrst og fremst, getur farið svo að verzlunin taki rnálin alfarið í sínar hendur og sprengi af sér alla fjötra til þess eins að geta dregið lífsandann eðlilega. Að síðustu þetta til ykkar al- þingismanna er lofuðuð stuðningi við frjálsa verzlun í landinu. Farið og leitið að gömlu kosningajökk- unum ykkar, þessum með loforða- ermunum. Hristið fram loforðin og farið að efna þau. Það er tími til kominn. Virðingarfyllst, Birkir Skarphéðinsson, Akureyri. að við uppfræðslu eins barns, sem dvelur á einhverju þeirra heimila, sem hreyfingin starfrækir á Ind- landi, í Ghana eða Paraguay. Hægt er að greiða beint inn á gíróreikning í Landsbanka ís- lands. „Kjörforeldrarnir" fá í hendur mynd og skilríki viðkom- andi „kjörbarni" sínu og eiga þess kost að fylgjast reglulega með framförum þess og koma á per- sónulegu sambandi við það, ef óskað er. (Fréttatilkynninir) Bjóðum nokkrar tegundir af hinum heimsþekktu amerísku WORLD-CARPET gólfteppum á stórlækkuðu verði. Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri til að eignast úrvals teppi á alvöru afsláttarverði. arma Byggingavörur hf. Hel/isgötu 16 Hafnarfiröi, sími 53140 Barnahjálp Ananda Marga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.