Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 33 Barna- og tjölskyldusíðaii Þar sem orðin eru seld Á sumum eyjum í Suður- höfum er það siður að „selja“ ýmis orð, sem eiga að hafa töframátt fólginn í sér, geta læknað sjúkdóma og rekið burt illa anda. Hinir innfæddu trúa á töframátt orðsins, en selj- andinn verður að skuld- binda sig til að nefna aldrei þetta orð framar, því að annars missir það töfra- mátt sinn. Fiskar í harðri keppni Talið er, að Kínverjar hafi látið fiska taka þátt í keppni, þar til fyrir fáum árum. Þeir höguðu keppn- inni þannig, að sérstök teg- und af fiskum, sem voru á stærð við meðalstóra síld, með fallega sporða og ugga, dökkgræn að lit, var sett í fiskabúr þar sem menn gátu fylgst með þeim. Þeg- ar fiskarnir urðu ákafir og reiðir, skiptu þeir litum og urðu blóðrauðir. Sá fiskur- inn, sem fyrstur varð aftur dökkgrænn, beið ósigur í keppninni. Já, margt er sér til gam- ans gert, stendur einhvers staðar. Hver veit nema nú standi yfir ólympíumót ís- lenska síldarstofnsins í ál- um Atlantshafs? Ódýr bátur Einu sinni vildi Gunna litla endilega kaupa dýran bát í búð. Pabbi hennar var ekki alveg á sama máli. Báturinn átti að kosta 24 krónur! „Ég er viss um, að þú getur fundið skemmtilega kubba í dótinu okkar, ef þú leitar vel,“ sagði pabbi hennar og bætti við: „Ég skal gefa þér 12 krónur, ef þú smíðar bát úr efni, sem kostar þig ekkert." Þegar heim var komið rauk Gunna strax til að leita og eftir tvær klukku- stundir hafði hún smíðað bát úr efni, sem kostaði hana ekki neitt! Og svo ánægð og hamingjusöm var hún, að hún gleymdi að rukka föður sinn um 12 krónurnar. (Hins vegar geymir hann krónurnar hennar í bankabók. Þegar tækifæri gefst ætlar hann að skýra það betur fyrir henni, hvernig unnt er að nýta hluti vel.) ÞorStfikh' tira. Heifcarfi«rnil.YÁ GAMLÁRSKVÖLD Eftir Þorstein, 8 ára. Heiðarhorni 3, Keflavík. i 'JL. SEINNI HEIMSSTYRJÖLDIN Teikning: Helgi Hafþórsson, 10 ára. Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Hnefahúmor Nafn á frummáli: Every Which Way But Loose. Leikstjóri: Jame Fartto. Handrit: Jeremy Kronsberg. Framleiðandi: Robert Daley. Clint Eastwood hefir löngum tilheyrt þeim flokki kvikmynda- leikara sem undirritaður hefir hvað mestar mætur á. Nú kann einhver menningarvitinn að lyfta brúnum, býst sennilega við að í þapn flokk falli bara Sörar á borð við Laughton, Gielgud eða Olivier. Síðasttöldu leikararnir hlutu eldskírn sína á sviðinu, í skóla Shakespeare o.co. Þeir voru því jafn vel heima í leikhúsi og fyrir framan kvikmyndatöku- vél. Ég efast um að Clint Eastwood gæti kraflað sig fram úr smáhlutverki á sviði því hann er raunverulega enginn leikari í þeirri merkingu orðsins. Hins vegar kann hann að nýta til fullnustu möguleika kvikmynd- arinnar. Með sérstæðri rödd sinni sem eins og smýgur inn í hlustirnar, yfirveguðum svip- brigðum sem oftast eru nánast engin svipbrigði og þaulæfðu göngulagi nær hann furðugóðu taki á hinni „nútímalega kántrí- hetju" sem er hans sérsvið. Aðeins Charles Bronson sem er búinn óvenju myndrænu andliti frá náttúrunnar hendi er hér fremri. Æfðir sviðsleikarar eins og Burton, Brando og sir Alec Guinnes hafa á síðari árum tekið upp þennan leikstíl. Þeir láta æ meir persónuleika sinn tala til áhorfandans. Samkvæmt þessu skiptir persónuleiki, útlit, rödd og göngulag mestu máli fyrir kvikmyndaleikarann. Lýsing og sjónhorn sjá um hitt. Nýjasta mynd Eastwood „Ev- ery Which Way But Loose“ er í nokkuð öðrum stíl en fyrri myndir hans. Hér reynir kall sem sé að vera fyndinn og töff í senn. Töffarahátturinn bregst ekki þótt miðjan sé nú farin að slakna en ekki hlær maður að Eastwood. Hins vegar hefur hann fengið með sér leikara úr dýraríkinu, apa nokkurn Clyde að nafni. Má segja að apinn bjargi Eastwood og skyggir ger- samlega á hann í sumum atrið- unum. Enda andlit apans óvenju myndrænt, sérstaklega munn- stæðið sem býr yfir miklum tjáningarmætti. Göngulagið er og frábært. Skyggir apinn á alla leikendur myndarinnar þegar hann gengur, jafnvél John Wayne heitinn var ekki fremri að þessu leyti. Annars er athygl- isverður húmorinn í þessari mynd. Má nefna hann apahúmor saminn fyrir greindarvísitölu 30 og þar fyrir neðan. Máski eru Eastwood og félagar að hæðast að okkur með þessum hálfvita- húmor. Við sem hlægjum hvað ákafast að Clyde séum raunveru- lega þeir sem hlægja ber að . En Eastwood getur ekki stillt sig um að blanda ofbeldi saman við húmorinn, svona eins og til að gera myndina hæfa til sýningar í heimi hinna fullorðnu. Þessi sérkennilega blanda ofbeldis og kátínu virðist við fyrstu sýn býsna lágkúruleg, en er hún ekki bara tákn þess hugarástands sem er smám saman að skjóta rótum í okkar veröld. Bæjarstjórn Neskaupstaðar: Óviðunandi ,vetr aráætlun FÍ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Neskaupstaðar 10. febrúar sl.: „Frá því að vetraráætlun FÍ tók gildi sl. haust hafa flugsamgöngur við Neskaupstað verið afar strjálar og mun lakari en um langt skeið. Bæjarstjórn Neskaupstaðar telur að ekki verði áfram unað við þetta ástand og samþykkir að leitað verði allra úrræða til að bæta og auka þessi sjálfsögðu nauðsynlegu þjón- ustu við íbúana. Höfuðáherslu skal leggja á eftir- farandi: 1.) Ferðum milli Neskaup- staðar og Reykjavíkur verði aftur fjölgað í þrjár á viku enda hefur sýnt sig að færri ferðir duga ekki. 2) Aftur verði tekin upp sú sjálf- sagða regla, að falli niður ferð vegna veðurs eða annarra ástæðna, skuli flogið næsta færan dag. 3) Þá daga, sem ekki eru beinar ferðir til Neskaupstaðar, verði haldið uppi flugferðum milli Neskaupstaðar og Egilsstaða í samvinnu við Fiugfélag Austurlands. 4) Jafnframt þessu verði kannað, hvaða þjónustu Arn- arflug hf. getur boðið upp á á leiðinni Nesk,—Rvík.“ Afsláttarkort hjá Alþýðuleikhúsinu í tilefni af aukinni starfscmi i nýju húsnæði hefur Alþýðuleik- húsið nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða einstaklingum og fyrir- tækjum afsláttarkort. Korthafar munu fá afslátt á allar sýningar leikhússins gegn framvísun þeirra í miðasölu Al- þýðuleikhússins í Hafnarbíói. Gildistími kortanna er eitt ár og gildir hvert kort fyrir tvo miða. Eins og stendur er Alþýðuleik- húsið með fjórar sýningar í gamla Hafnarbíói: Unglingaleikritið Pæld’í'ðí, barnaleikritið Kóngs- dóttirin sem kunni ekki að tala, og tvö verk eftir Dario Fo: Kona og Stjórnleysingi ferst af slysför- um, og áætluð eru fleiri verk fyrir vorið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.