Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI „Pfej&SlTO&g, Látum þá borga líka Bryndís Bergþórsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Hvers vegna fá starfs- menn Pósts og síma og Ríkisút- varpsins felld niður afnotagjöld frekar en aðrir? Stjórnvöld svari eindregið þessari spurningu, ásamt spurningum frá G.A. og 3807—2730 í dálkum Velvakanda á laugardaginn, 7. mars. Þeim ber skylda til þess. Ríkis- starfsmenn hafa til afnota ríkis- bíla, en nota þá til eigin þarfa, jafnvel meira en í atvinnuskyni. Ríkisbílarnir eru venjulega bet- ur útbúnir en heimilisbílar og þess vegna er hægt að komast næstum hvert sem er á þeim, t.d. á berjamó, upp um fjöll og firnindi o.s.frv. Varla fara þeir í opinberum erindagjörðum á berjamó. Hverjir voru höfundarnir sjö? Þessir hringdu . . . maður auðvitað að sjá verð- launahöfundana þrjá, en hinna sjö var að engu getið, hvað þá, að maður fengi nú að berja þá augum. Held að flestir þeirra sofi vært á verðinum E.S. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Vill Árni Sig. fá reiknað út, hvað það kostar meðalfjölskyldu í Reykjavík að komast í vinnu og skóla, og hvað önnur eyðsla kostar hana vegna langrar fjarveru frá heimilinu í Norðanstúlka hringdi og sagðist hafa verið yfir sig forvit- in að fá að sjá og heyra lagahöf- undana tíu í úrslitaþætti söngvakeppni sjónvarpsins: — En hvað gerðist svo? Stjórnand- inn tilkynnir að þeir séu allir mættir, og ekki söguna meir. Sjónvarpsvélin var látin hvarfla til áhorfenda og maður varð ein augu, en engu nær. Síðan fékk mat og kaffi? Ætli sá kostnaður sé ekki svipaður kyndikostnaði í dreifbýli. Svo langar mig að spyrja: Koma þingmenn Reykja- víkur aldrei saman eins og mað- ur heyrir þingmenn annarra kjördæma auglýsa? Ég held að flestir þeirra sofi vært á verðin- um og við Reykvíkingar ættum að kjósa sem flesta nýja þing- menn næst þegar tækifæri gefst. „Hamingju- óskir til Is- lendinga“ - athugasemd Á eftir bréfi Idu Stauning í dálkum Velvakanda í gær átti að fylgja athugasemd, en hún féll niður af slysni. Birtist hún hér á eftir: Höfundur þessa bréfs, Ida Stauning, er fósturdóttir Thorvalds Stauning (d. 1942), forsætisráðherra Danmerkur 1924—’26 og 1929- 42, en móðir hennar, Olga Kofod- Hansen, síðar Stauning, var lögfræðingsdóttir, fædd í Hollandi. Thorvald Stauning og Olga voru gefin saman í júní 1922, en þá var hún 38 ára gömul og hann 48. Þau eignuðust einn son saman, Sören. Olga og Thorvald skildu haustið 1930. Skrínið góða, sem bréfritari nefnir, mun vera verk Rík- arðs Jónssonar myndhöggv- ara, en fróðlegt væri að fá nánari vitneskju um gjöf þessa og tilefni hennar. Af hverju er eng- inn vörður á Hlemmi? Ásta Bjarnadóttir skrifar: „Fyrir skömmu síðan kom ég snemma morguns í strætis- vagnaskýlið á Hlemmi, fannbar- in og ísköld, á einum af snjóadög- unum okkar og dásamaði að eiga þess kost að komast inn í þennan hlýja og notalega stað. Samkomustaður unglinga og utangarðsmanna Nokkrum dögum síðar kom ég aftur í þetta biðskýli síðla dags og varð fyrir miklum vonbrigð- um með staðinn. Inni í húsinu á Hlemmi virtust ráða lögum og lofum ungir leðurjakka-pönkar- ar, sem hegðuðu sér dólgslega. Ónáðuðu þeir óátalið bæði fólkið sem beið eftir vögnunum og einnig starfsfólk verslananna. Ég hef nokkrum sinnum átt þarna leið um síðan og virðist mér að þetta glæsilega skýli sé að verða samkomustaður ungl- inga sem læra þarna að reykja og svo utangarðsmanna, sem sitja þar allan daginn við drykkju. Farþegar SVR eiga heimtingu á að þarna sé vörður Umgengnin þarna minnir orð- ið óþægilega á gamla skúrinn, sem nýja skýlið leysti af hólmi og var öllum til ama og leiðinda. Ég kýs því heldur að bíða eftir strætisvagninum mínum utan dyra. Engu að síður er slæmt til þess að vita að fólk sem þarf að „Enn hrellir grænn sjór“ - leiðrétting í grein Gísla Jóhannssonar, „Enn hrellir grænn sjór vélaverk- fræðinginn" voru nokkrar prent- villur. Rétt þykir að þirta aftur tvær samhangandi málsgreinar úr kaflanum „Hæfileg mörk mismun- arþrýstings": í ventlum hans er hlutfallsfrá- vik xp max 17,0 m vatnssúla, sem er mjög mikið miðað við þrýsti- jafnara AVD-15 xp max 1,5 m vatnssúla. Hlutfallsfrávikið = xp segir mikið til um nákvæmni hvers konar stillitækja. í tilvitnun minni 3—4 lítrar á mínútu hér á undan er AVD-15 með nákvæmni xp = 0,33 til 0,42 m vatnssúla við þrýsting yfir ventil 20 m vatns- súla...“ nota biðskýlið skuli ekki geta dvalist þar óáreitt fyrir alls konar óaldar- og uppivöðslulýð sem hefur hreiðrað um sig á staðnum. Það hlýtur að vera krafa farþega Strætisvagna Reykjavíkur að vörður verði á staðnum og sjái til þess að fólk verði ekki fyrir áreitni. Þakkir til Páls Ileiðars Úr því að ég er komin í bréfasamband við þig, Velvak- andi góður, get ég ekki látið hjá líða að senda Páli Heiðari, þeim ágæta útvarpsmanni, þakkir fyrir að hefja í Morgunpóstinum umræður um hin bágu kjör gamals og veiks fólks, sem þarfn- ast sjúkrahúsvistar. Orð eru til alls fyrst og nú þurfum við öll að mynda sterkan þrýstihóp til hjálpar gamla fólk- inu, sem lagt hefur allt upp í hendurnar á okkur, en við höfum því miður gleymt og brugðist. Það verður að hafa algjöran forgang að byggja upp sjúkra- deildir fyrir gamla fólkið og það verður strax að taka í notkun bráðabirgðahúsnæði. Hvað t.d. um Víðishúsið?" Útsala á efnum Ullarefnum, terelyneefnum, fóðurefnum og flaueli. Verksmiðjusalan, Skipholti 7. Alþingismehn og borgartulltrúar Sjálfatæöiaflokkains voröa til viötals f Valhöll, Háaleitiabraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirapurnum og ábendingum og ar öllum borgarbúum boöiö aö notfaara sér viötalstíma þassa. Laugardaginn 14. marz verða til viðtals Davíð Oddsson Elín Pálmadóttir VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Ódýrar og vandaðar páskaferðir LONDON 14.-21. apríl Verð frá kr. 3.950 Innifalið í verði: Flug, gisting með morgunverði, akstur til og frá flug- velli erlendis og íslensk fararstjóm. IRLAND 15.-20. apríl Verð kr. 2.890 Örfá sæti laus MALTA 12.-28. apríl Uppselt LULEÁ (Svíþjóð) 16.-23. apríl Örfá sæti laus Samvirmuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 A 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.