Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
67. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Misheppnaö v alda-
rán í Afganistan
Nýju Delhi, 20. marz. AP
YFIRMAÐUR afganska
herráðsins, Bahajan hers-
höfðingi, var settur af eft-
ir að upp komst um áætl-
anir um að steypa stjórn
Babraks Karmals í Afgan-
istan, að því er diplómat-
ískar heimildir frá Kabúl
herma. Brottvikning Bab-
ajans var hápunktur mik-
illa hreinsana í stjórn
landins í kjölfar uppljóstr-
ana um valdaránið.
Aðstoðarlandbúnaðarráðherra
landsins, Abdul Lakanwal, var
tekinn fastur. Að sögn heimilda,
þá höfðu öfl innan afganska
hersins og stjórnarinnar uppi
áform um valdarán en upp komst
„Ég vil hafa eitt-
hvað að gera“
HeUinki. 20. marz, AP
„ÉG VIL hafa eitthvað að gera,“
skrifaði Reino Lonnblad i dagblað-
ið Ilta-Sanomat i dag. Lonnblad er
lögfræðilegur ráðgjafi við finnska
landbúnaðarráðuneytið og sfðast-
liðin átta ár hefur hann mætt
samvizkusamicga til vinnu sinnar í
ráðuneytinu klukkan 9 og farið
heim kl. 16.15 án þess nokkurn
tima að hafa fengið verkefni. Hann
segir, að einu tengsl sin við ráðu-
neytið hafi verið að sækja launa-
umslag sitt.
Lonnblad segist hafa reynt að
koma því þannig fyrir, að hann fengi
einhver verkefni, en án árangurs.
Hann greip því til þess ráðs, að
kvarta opinberlega. Lonnblad heldur
því fram, að hann sé iátinn gjalda
fyrir pólitískar skoðanir sinar. Hann
er jafnaðarmaður og hinn eini í
ráðuneytinu, en flestir lögfræðinga
ráðuneytisins eru í miðflokkunum.
um ráðagerðir. Sá er það gerði
var yfirmaður herdeildar í Kab-
úl, Khalilullah ofursti, og hefur
hann verið gerður að fyrsta
aðstoðarvarnarmálaráðherra.
Ekki er ljóst, hvort þeir Babajan
og Lakanwal eru meðlimir í
„Pólverjar
haf a ekki
trú á
marxisma“
Nýju Delhí, 20. marz. AP
„POLVERJAR hafa ekki trú á
marxisma. Þeir hafa einungis
hug á að bæta kjör sin,“ sagði
Andrzej Gwiazda. varafor-
maður Samstöðu, við blaða-
menn i Nýju Delhi i dag. Hann
er þar fyrir þriggja manna
nefnd samtakanna á þingi
alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga. Hann sagði.
að Samstaða hefði það eitt að
leiðarljósi, að bæta hag
pólskra verkamanna.
„Pólland er aðili að Varsjár-
bandalaginu. Sovétmenn eru í
Póllandi svo spurningin er ekki
hvort innrás verður gerð í
landið. Sovétmenn eru þegar í
Póllandi," sagði Gwiazda þegar
hann var spurður um hugsan-
lega innrás Sovétmanna í land-
ið. Hann sagði að ástandið i
Póllandi væri alvarlegt. „Við
þurfum frelsi og opnara þjóð-
félag. Það er mikilvægara en
fleiri krónur í launaumslagið,"
sagði Gwiazda. Samstaða er
ekki aðili að alþjóðasambandi
frjálsra verkalýðsfélaga, en
fulltrúum Samstöðu var boðið
til Nýju Delhí til að sitja þing
samtakanna.
Khalq-flokknum, sem er marx-
ískur og hefur átt í valdabaráttu
við Parcham, flokk Karmals. Að
sögn, þá voru sovéskir hermenn
kallaðir til að brjóta á bak aftur
uppreisnir í Reskhor-herstöð-
inni, skammt frá Kabúl og í
Helmand-héraði. Þá mun einn af
lífvörðum Karmals hafa fallið í
bardögum.
Þá segja heimildir, að harðir
bardagar geisi nú í nágrenni
Kandahar og Jalalabad og féllu
40 manns þegar skæruliðar
sprengdu í loft upp herflutn-
ingabíl. Svo virðist sem skæru-
liðar ráði Kandahar, sem er næst
stærsta borg landsins með um
200 þúsund íbúa, og Jalalabad.
Kandahar er skammt frá landa-
mærum Pakistans. Heimildir
segja, að sovéskir hermenn og
stjórnarhermenn fari inn í borg-
irnar að degi til en hörfi í
úthverfin að nóttu til.
Samstaða hefur gefið út sérstakt fréttabréf um atburðina Bydgoszcz
og hefur þeim verið dreift víðs vegar um Pólland. Sím»mynd-AP
Pólland:
Verkföll í kjölfar
aðgerða lögreglu
Varsjá. Bydxoszcz. 20. marz. AP.
PÓLSKIR verkamenn efndu í dag til verkfalla í borginni Bydgoszcz
og nálægum borgum og Samstaða hvatti félagsmenn sina til að vera
viðbúna allsherjarverkfalli eftir að Iögreglumenn misþyrmdu 25
bændum i Bydgoszcz i gær. Bændurnir höfðu mætt til viðræðna við
embættismenn. sem fyrirvaralaust og án nokkurra skýringa afboðuðu
fundinn. Bændurnir vildu ekki sætta sig við það og kröfðust viðræðna.
Þá réðust 200 lögreglumenn á þá og misþyrmdu þeim þannig að flytja
þurfti þrjá þeirra á sjúkrahús. Einn þeirra var fluttur til Varsjár til
aðgerðar.
Átti að taka kjarn-
orkuver herskildi?
Crywtal River, Flórída, 20. marz. AP
ÞRETTÁN vel vopnaðir menn
voru i gær handteknir skammt
frá kjarnorkuveri í Crystal
River-héraði í Flórída. Menn-
irnir báru hriðskotariffla og
voru klæddir i hermannabún-
inga. Embættismenn i héraðinu
skýrðu frá þessu í dag. Þeir
sögðu, að mennirnir hefðu
fyrst sagst vera í herdeild frá
Georgiu. í fyrstu staðfestu her-
yfirvöld i Benning i Georgíu
það en sogðu siðar að mennirn-
ir væru ekki á þeirra vegum. Sá
kvittur komst á kreik, að
mennirnir hefðu ætlað að taka
kjarnorkuverið herskildi.
Embættismenn segja að enn
sem komið sé, þá bendi ekkert til,
að mennirnir hafi ætlað að taka
kjarnorkuverið herskildi, en hins
vegar segjast yfirvöld ekki vita
um fyrirætlanir þeirra, né hverjir
þeir séu. Charles Dean, lögreglu-
stjóri í héraðinu sagði, að vopnin,
sem mennirnir báru á sér, séu
sovésk, japönsk og ísraelsk. Hann
sagði, að þeir væru nú í yfirheyrsl-
um hjá FBI, bandarísku alríkis-
lögreglunni.
Vegna atburðar þessa hætti
Lech Walesa við för sína til
Frakklands um helgina og hélt
þegar i stað til Bydgoszcz. Hann
hvatti verkamenn til að standa
fast á rétti sínum, en jafnframt,
að rasa ekki um ráð fram. Hann
krafðist þess, að þeim, sem ábyrgð
báru á barsmíðunum, yrði refsað.
Verkamenn í Torun, Grudziadz,
Wroclaw og Wloclawek beittu
verkfallsaðgerðum í samúðar-
skyni og í Varsjá efndu
strætisvagnastjórar til tveggja
klukkustunda verkfalls.
Ýmsir leiðtoga Samstöðu komu
í dag til Bydgoszcz, sem er 350
þúsund manna borg. Stjórnvöld
sendu nefnd til Bydgoszcz til að
rannsaka atburðina í gær. Andr-
zej Gwiazda, varaformaður Sam-
stöðu sagði, að ef stjórnvöld
styddu aðgerðir lögreglu í Byd-
goszcz, yrði efnt til allsherjar-
verkfalls í landinu.
Wojciech Jaruzelski, forsætis-
ráðherra landsins, hvatti menn til
að sýna stillingu. Mieczyslaw Jagi-
elski, varaforsætisráðherra, kom
til Varsjár í dag eftir tveggja daga
viðræður við sovéska ráðamenn í
Moskvu. í lok viðræðnanna var
gefin út yfirlýsing og að sögn
fréttaskýrenda, þá er þar að finna
réttlætingu á „Brezhnev-kenning-
unni“ svonefndu. Stanislaw Kania
kom í dag til Varsjár frá Búdap-
est. Hann ræddi við Hans Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra
V-Þýzkalands, en hann er nú í
tveggja daga heimsókn í Póllandi.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
ítrekaði enn í kvöld, að innrás
Sovétmanna í Pólland myndi hafa
alvarlegar afleiðingar í för með
sér. Varsjárbandalagsríkin halda
nú sameiginlegar heræfingar í
Póllandi.
Ræning ja rænt í Rio
London, 20. marz. AP.
LESTARRÆNINGJANUM
Ronald Biggs hefur verið rænt
og brezka blaðið The Sun
kveðst hafa fengið tilboð um að
fá hann leystan úr haldi með
þvi að greiða 500.000 dollara
lausnargjald. Blaðið segir að
verið geti, að Biggs sé hafður i
haldi i lystisnekkju skammt frá
Miami.
The Sun kveðst hafa fengið
tilboðið frá útgefanda í London,
sem komi fram sem fulltrúi
mannræningjanna, sem séu und-
ir stjórn Breta nokkurs. Blaðið,
sem er í eigu ástralska blaða-
kóngsins Rupert Murdoch, sagði
að eina ástæðan til þess að Biggs
var rænt hafi verið sú að reyna
að græða stórfé af dagblöðum og
kvikmyndafyrirtækjum.
Lögreglan í Rio de Janeiro var
í fyrstu vantrúuð á, að Biggs
hefði raunverulega verið rænt,
en hefur skipt um skoðun vegna
framburðar sjónarvotta, sem
sáu Biggs í handalögmátum við
menn sem báru hann út í
sendibíl við veitingastaðinn
Roda Viva á mánudagskvöld í
Rio de Janeiro.
Brazilíska lögreglan er ekki
lengur sannfærð um, að Biggs
hafi sett ránið á sér á svið til
þess að auglýsa bók, sem hann
ætlar að senda frá sér.
Á það er bent að hægt sé að
vísa Biggs úr landi í Brazilíu
fyrir að sviðsetja glæp, en það
gæti leitt til þess, að hann yrði
framseldur til Englands, þar
sem hann yrði látinn svara til
saka.
Náinn vinur Biggs segir að
hann mundi aldrei fara frá sex
ára gömlum syni sínum, sem er
honum mjög hjartfólginn.
Biggs var dæmdur í 30 ára
fangelsi fyrir þátt sinn í lestar-
ráninu mikla í Bretlandi 1963
þegar 2,6 milljónum punda var
rænt. Hann komst undan 1965 og
fór til Brazilíu.
Biggs á yfir höfði sér fangels-
un og dóm fyrir flótta ef hann
kemur aftur til Bretlands.