Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 30
HVAÐ ER AO GERAST UM HELGINA? 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 TÓNLISTARSKÓLI KÓPAVOGS LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Tónleikar í Kópavogskirkju Á morgun verða haldnir tón- leikar í Kópavogskirkju í tilefni af 25 ára afmæli Kópavogskaup- staðar. Mun Tónlistarskóli Kópavogs annast tónleikana og hefjast þeir kl. 17.00. Flutt verða einsöngslög eftir elsta núlifandi tónskáld kaup- staðarins, Sigfús Halldórsson. Guðmundur Guðjónsson tenór, syngur við undirleik höfundar. Einnig verða flutt verk eftir yngstu tónskáldin þ.e. nemendur í skólanum, bæði sönglög og verk fyrir hljóðfæri. Að lokum munu fyrrverandi og núverandi nemendur og kenn- arar skólans sameinast um að flytja Concerto grosso nr. 1 í D-dúr eftir Corelli. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Sýning á borðskreyt- ingum og „floral objects" Strengjasveitin sem flytur Concerto grosso eftir Corelli. Á morgun og mánudag verður haldin sýning á borðskreytingum og „floral objectum“ í Borgar- blóminu, Grensásvegi 22. Verða þar sýnd verk eftir Sigríði Ingólfs- dóttur, Juttu Zernikov og Albert Hofer. Borðskreytingarnar eru unnar á nátturulegan hátt, en við gerð „floral objecta" er lögð mest áhersla á form og áferð hvers plöntuhluta og þessi einkenni dregin fram með ónáttúrlegum efnum eins og járni og viði. Sigríður Ingólfsdóttir sagði: — Við ákváðum að hafa þessa Sýningu Ronalds lýkur annað kvöld Annað kvöld lýkur í Ásmundar- sal á Skólavörðuholti sýningu Ronaids Símonarsonar á olíumál- verkum og vatnslitamyndum. Ekki er liðið nema ár síðan Ronaid hélt stóra yfirlitssýningu í Reykjavík, en öll verkin nú eru ný af nálinni. Aðsókn hefur verið mjög góð og um helmingur verkanna er þegar seldur. Þrjár sýningar eft ir á „Ótemjunni“ í kvöld verður sýning á banda- ríska leiknum Rommí hjá Leik- félagi Reykjavíkur í Iðnó, en leikurinn hefur verið sýndur fyrir fullu húsi í allan vetur. Á meðfylgjandi mynd sjást þau Sigríður Hagalín og Gísli Hall- dórsson í hlutverkum sínum. Annað kvöld verður Ótemja Shakespeares sýnd, en hún var frumsýnd í janúar sl. Nú eru eftir þrjár sýningar á þessum sígilda gamanleik. Á meðfylgj- andi mynd sjást þeir Guðmund- ur Pálsson og Sigurður Karlsson í hlutverkum sínum. Síðasta sýning- arhelgi hjá Jakobi Hafstein Annað kvöld lýkur sýningu Jakobs Hafstein í Sjálfstaeðis- húsinu í Njarðvíkum, en þar sýnir hann 15 olíumálverk, 14 vatnslitamyndir og 16 pastel- myndir. Flest verkanna eru unnin á síðasta ári, en nokkur þeirra fullgerð á þessu ári. Aðsókn hefur verið góð. Sýning Jakobs Hafstein verð- ur opin í dag og á morgun frá kl. 16—22, en henni lýkur annað kvöld eins og fyrr segir. Jakob Ilafstein að störfum í vinnustofu sinni. ■k. 'Wt Gunnar Kvaran og Gfsli Magnússon. Klassík á Hlíðarenda Annað kvöld munu þeir Gísli Magnússon píanóleikari og Gunn- ar Kvaran cellóieikari koma fram á veitingastaðnum Hlíðar- enda, en þá leika þeir m.a. verk eftir Mozart, Beethoven, Vivaldi, Saint-Saéns, Massenet og Crisler. sýningu til þess að sýna hve mikla möguleika þessi efni gefa. Jutta Zernikov og Albert Hofer eru bæði vestur-þýsk, en hafa verið hér á landi síðan í október. Þau eru blómaskreytingamenn, en hafa að auki lokið tækninámi á því sviði frá Fachschule fur Blumenkunst í Weihenstephan. Sýnendurnir f Borgarblúminu, f.v. Jutta Zernikow, Sigrfður Ing- ólfsdóttir og Albert Hofer með tvö „floral object“. Schubert-kvöld í Njarðvík Annað kvöld verða haldnir tónleikar í Ytri-Njarðvíkur- kirkju, þar sem eingöngu verð- ur fiutt tónlist eftir Franz Schubert. Að tónieikunum standa kór Ytri-Njarðvíkur- kirkju og Tónlistarskóli Njarð- víkur og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum verður leitast við að kynna tónskáldið í tali og tónum. Leikin verður píanó- tónlist, og nemendur og kór Tónlistarskólans syngja ljóð og lög. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju flytur Messu í G-dúr og þar fara þrír nemendur tónlist- arskólans með einsöngshlut- verkin. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands að- stoða. Að loknum tónleikunum mun systrafélag Ytri-Njarð- víkurkirkju vera með kaffisölu. BORGARBLÓMIÐ: Úr „Peysufatadegi“ nemendaleikhússins. NEMENDALEIKHÚSIÐ „Peysufatadagur“ í Lindarbæ Á morgun sýnir Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands „Peysufata- dag“ Kjartans Ragnarssonar og hefst sýningin kl. 20 í Lindarbæ. Leikritið gerist daginn fyrir og á Peysufatadagirin í Verslunarskólan- um 1937 og bregður upp myndum af lífi, aðstæðum og skoðununum nokkurra ungmenna á þeim tíma þegar andstæður í pólitík voru sem skarpastar. Inn í er fléttað tónlist og söng frá þessum tíma þegar m.a. Andrews Sisters og Komedian Har- monists voru efst á vinsældalistan- um. Kjartan leikstýrði sjálfur verkinu og hefur uppfærsla hans svo og frammistaða leikenda hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. Sýningar eru nú orðnar 15 og hefur verið uppselt á flestar þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.