Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 Meirihlutinn klofnaði um Sultartanga: Alþýðubandalagið er úrtölu- og afturhaldsflokkur í orkumálum Orkuráðherra hefur orðið að viðundri og athlægi, segir Davíð Oddsson. Á fimmtudaKskvold sam- þykkti borgarstjórn tillugu frá Sjöfn Sigurbjörnsdúttur. borjíarfulltrúa Alþýðuflokks- ins, um orkumál. Allir full- trúar Sjálfstæöisflokksins ok háðir fulltrúar Alþýðuflokks- ins xreiddu tillöKunni at- kvæði, en horjíarfulltrúar Al- þýðuhandalags ok fulltrúi Framsóknarflokks sátu hjá við atkva“ðaKreiðsluna. Til- lajjan er svohljoðandi: „Borg- arstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að skora á ríkisstjórn ojí Alþinjíi að taka sem fyrst ákvörðun um næstu stórvirkj- un. Jafnframt lýsir borjjar- stjórn Reykjavíkur yfir þvi, að hún telur að Sultartanga- virkjun eijíi að verða næsta verkefni í orkumálum. svo hæjft verði að forða vand- ræðaástandi í orkumálum í náinni framtíð. Borjíarstjórn samþykkir einnijf að skora á Alþinjfi ojf ríkisstjórn að fela Landsvirkjun að reisa ojí orkuvinnslugeta Blönduvirkj- unar svo mikið að hún verður ekki hagkvæmur virkjunar- kostur í bili. Blönduvirkjun verður því að bíða betri tíma, það er þangað hinar illvígu deilur um hana hafa verið settar niður. Það er því ljóst að Sultartangavirkjun er heppilegust sem fyrsti virkj- unaráfangi, ef koma á í veg fyrir orkuskort í náinni fram- tíð, eins og tillaga mín gerir ráð fyrir. Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarin hálfan mánuð um næstu stór- virkjanir, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Var næsta spaugi- legt að sjá þá í sjónvarpinu alla saman í einni halarófu þingmenn Norðurlandskjör- dæmis vestra, að undanskild- um Páli Péturssyni, þar sem þeir lýstu stuðningi við Blönduvirkjun hver um annan þveran, jafnt ráðherrar sem óbreyttir þingmenn og vara- Sjöfn í djúpum ál Næstur talaði Sigurður Tómasson (Abl). Sigurður sagði, að það væri ljóst, að menn gerðu sig að athlægi með því að samþykkja þessa tillögu. Sigurður sagði, að Sultartangavirkjun væri alls ekki hagkvæmasti virkj- unarkosturinn né heldur sá best rannsakaði. Þá sagði Sig- urður Tómasson að það væri ljóst að ýmislegt þyrfti að lagfæra hjá þeim virkjunum sem fyrir væru á Þjórsár- og Tungnársvæðinu áður en ráð- ist yrði í nýjar virkjanir, hins vegar væri það ljóst að Sult- artangi myndi auka rekstrar- öryggi Búrfellsvirkjunar. „Sjöfn Sigurbjörnsdóttir fór út í djúpan ál þegar hún flutti þessa tillögu, vegna þess að það er síður en svo ljóst, að þessi virkjun sé sú hagkvæm- asta. Margt bendir til að svo sé Fljótsdalsvirkjun, gæti valdið orkuskorti, því a.m.k. ár til viðbótar þyrfti til að ljúka hönnun virkjunarinnar. „Tíminn er knappur," sagði Björgvin, „og næsta virkjun verður að vera komin í gagnið árið 1985. Það er nauðsynlegt að hefjast handa strax. Annað getur leitt af sér orkuskort. Það er fyllilega eðlilegt að borgarstjórn Reykjavíkur kveði upp úr hvar eigi að virkja næst.“ Björgvin sagðist sammála þeirri skoðun að ráðast eigi í allar 3 virkjanirnar sem til umræðu væru, annars væri ekki hægt að ráðast í stóriðju, en það ætti að gera. Þá ættu menn ekki að vera hræddir við að fá hingað erlent fjármagn til uppbyggingar stóriðju, það hefði verið gert hingað til með góðum árangri. „Það eigum við að gera áfram, en með gát,“ sagði Björgvin. „Við virkja í Fljótsdal fyrst. Hér væri um þýðingarmikil mál að ræða sem snertu marga þætti. Það væri verið að ræða um hvers konar þjóðfélag við vild- um byggja upp og til þess ættum við að taka okkur þann tíma sem við þýrftum. Guðrún sagði, að það vantaði mikið á að allar upplýsingar sem til þyrfti væru til staðar, til að hægt væri að taka ákvörðun. Guðrún sagði, að það væri ekki borgarstjórn Reykjavíkur sæmandi að taka einn kost fram fyrir annan í þessum málum. Þá kvaðst Guðrún efast um að samþykkt borgar- stjórnar um þessi mál hefði nokkur áhrif á væntanlega ákvörðun Alþingis í þessum málum. Sultartangi eðli- legasti kosturinn Davíð Oddsson (S) talaði Sigurður Tómasson Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Björgvin Guðmundsson Guðrún Helgadóttir Davíð Oddsson reka næstu stórvirkjun, sem ráðist verður í.“ Einkavinir sauðkindarinnar Fyrst tók til máls Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (Afl), flutn- ingsmaður tillögunnar. Kynnti Sjöfn tillöguna og sagði siðan að ljóst væri að undirbúningur undir Sultartangavirkjun væri nánast á lokastigi, a.m.k. lengst á veg kominn þeirra virkjunarkosta sem nú væru efst á baugi. Því væri hægt að byrja fyrr á Sultartanga en á öðrum virkjunum og ætti hún einnig að geta komist fyrst í gagnið af þeim þremur virkj- unum sem um væri rætt. Sjöfn sagði, að Fljótsdals- virkjun væri ekki fýsileg um sinn, því ekki virtust miklir möguleikar á stóriðju á Reyð- arfirði í náinni framtíð „vegna fyrirhygjyuleysis iðnaðar- ráðuneytisins í markaðsmál- um með tilliti til raforkusölu til stóriðju." Þá sagði Sjöfn að enn stæðu miklar deilur um Blönduvirkjun, annars vegar milli heimamanna innbyrðis og hinsvegar milli heima- manna annarsvegar og Raf- magnsveitna ríkisins hins veg- ar. „Fari svo að einkavinir sauðkindarinnar hafi betur í þeirri rimmu, rýrnar áætluð þingmenn. Hagsmunir kjör- dæmisins og fimmföldu at- kvæðanna þar eru greinilega í hættu, kynni einhver að segja. Hin opinbera umræða um orkumál nú að undanförnu hefur leitt í ljós, eins og reyndar var vitað áður, að Alþýðubandalagið ætlar að koma í veg fyrir að byggð verði nema ein stórvirkjun á þessum áratug, til þess að koma í veg fyrir frekari upp- byggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Þingflokkar Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins hafa hins vegar ákveðið að sameina tillögur sínar um framtíðarstefnuna í stóriðju og þar með stórvirkjunarmál- um, en samkvæmt þeim skal reisa stórvirkjanir við Sultar- tanga, Blöndu og á Fljótsdal. Samkvæmt tillögum þessara flokka verður Sultartangi greinilega fyrstur á dagskrá. Formaður Framsóknarflokks- ins hefur einnig lýst yfir þeirri skoðun sinni, að Suitartanga- virkjun eigi að verða næsta stórvirkjun okkar Islendinga. Lýðræðisflokkarnir þrír virðast því ætla að hafa sam- stöðu um það að hindra þann ásetning Alþýðubandalagsins að koma í veg fyrir frekari stóriðju á íslandi," sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. einmitt ekki,“ sagði Sigurður. Hann sagði, að það væri van- hugsað að samþykkja þessa tillögu. Kvaðst hann telja það Reykjavík fyrir bestu að tryggja frekar rekstur þeirra virkjana sem fyrir væru, það væri ástæðulaust að hlaupa nú til og samþykkja tillöguna, því nægur tími væri til stefnu. „Það hvetur ekkert til þess að samþykkja þessa tillögu nú,“ sagði Sigurður og bætti því við að óheppilegt og vit- laust væri að taka undir fjöldasöng kjördæma sem vildu fá virkjun til sín. Ekki vera hræddir við stóriðju Björgvin Guðmundsson (Afl) talaði næstur. Sagðist hann telja það eðlilegt að borgarstjórn léti í ljós skoðun sína á því hvar næst ætti að virkja. Reykjavík væri helm- ings eignaraðili að Lands- virkjun, og það skipti því borgina verulegu máli hvar næst yrði virkjað. Einnig skipti það máli að ekki yrði orkuskortur. Þá sagði Björg- vin að það væri mat fróðustu manna að Sultartangi væri sá virkjunarkostur sem fyrst gæti komist í gagnið af þeim þremur sem til umræðu væru. Það að taka ákvörðun uni megum ekki vera hræddir við stóriðju og erlent fjármagn og halda þannig lífskjörunum í landinu niðri," sagði Björgvin Guðmundsson. Síðan las Björgvin upp bókun sem hann lét gera í sambandi við þetta mál. Bókunin er svohljóðandi: — Ég tel að á næstu 10 árum eigi íslendingar að ráð- ast í 3 stórvirkjanir, Sultar- tangavirkjun, Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun. Slíkt stórátak í virkjunarmálum kallar á aukna stóriðju. Ég er hlynntur því að reist verði ný stóriðjufyrirtæki hér á landi, til þess að breikka grundvöll atvinnulífs okkar og tryggja markað fyrir ný raforkuver. Nauðynlegt er að næsta nývirkjun verði tilbúin árið 1985. Hin eina af framan- greindum 3 virkjunum, sem gæti verið tilbúin svo fljótt er Sultartangavirkjun. Þess vegna greiði ég því atkvæði að byrjað verði á henni. Engin áhrif á ákvörun Alþingis Næst tók til máls Guðrún Helgadóttir (Abl). Hún þakk- aði Sjöfn fyrir að upplýsa sig um atriði sem hún vissi ekki um. Hún sagði að þingflokkur Alþýðubandalagsins hefði ekki tekið ákvörðun um að næstur. Hann sagði, að sér væri ekki ljóst hvort Guðrún væri að gera lítið úr borgar- stjórn Reykjavíkur eða Al- þingi með þessum síðustu orð- um. Þá sagði hann sig sam- mála tillögu Sjafnar og það væri rétt og skynsamlegt að ganga í þessa virkjun á undan öðrum virkjunum. „Það á að ráðst í allar þær þrjár virkj- anir sem rætt hefur verið um,“ sagði Davíð. „Orkuráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hefur þvælst nógu lengi fyrir í orkumálum, raunar allar göt- ur síðan hann tók við því embætti og hann ætlar að koma í veg fyrir stóriðju í sínu kjördæmi," sagði Davíð. Davíð sagði, að Fljótsdalsvirkjun væri ekki inni í myndinni á allra næstu árum og einnig þyrfti að leysa viðkvæm deilu- mál vegna Blönduvirkjunar. Því væri Sultartangavirkjun eðlilegasti kosturinn. „Alþýðubandalagið hefur verið úrtölu- og afturhalds- flokkur í orkumálum frá upp- hafi,“ sagði Davíð, „og það væri dýrt spaug fyrir landið að láta úrtölu- og aftur- haldsstefnu Alþýðubandalags- ins ráða í þessum efnum. Þessi flokkur hefur ætíð verið á móti virkjunum og stóriðju og myndu lífskjörin vera miklu verri en þau eru nú, ef farið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.