Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
Samið um f jár-
mögnun flugstöðv-
ar í júlí 1979
í JÚLÍ 1979 undirrituðu ríkisstjórnir íslands ug
Bandaríkjanna samkomulag þar sem Bandaríkin skuld-
binda sig til að leKKja fram meira en 20 milljónir dollara
til nýrrar flugstöðvarbygKÍnKar á KeflavíkurfluKvelli.
Þetta kemur fram í útskrift
af umræðum í undirnefnd fjár-
veitinganefndar Bandaríkja-
þings 12. marz 1980, sem utan-
ríkisráðuneytið sendi frá sér í
gær. Samkomulagið er undir-
ritað í tíð ríkisstjórnar Ólafs
Jóhannessonar, sem m.a. Al-
þýðubandalagið átti aðild að. I
útskriftinni kemur fram, að
bandarísku þingmönnunum
lýst ekki meira en svo á að
verja þessu fé til byggingar
almennrar flugstöðvar á ís-
landi. Nánar verður sagt frá
efni þessara umræðna í undir-
nefnd fjárveitinganefndar
Bandaríkjaþings í Morgun-
blaðinu á morgun.
Grilýkir finna að saltfiski
frá Islandi vegna hringorms
Ungur maður á Flateyri varð
■fyrir voðaskoti á fimmtudags-
kvöld og var hann um hádegi i
gær fluttur með sjúkraflugvél á
spítala í Reykjavik. Vegna ófærð-
ar var ekki hægt að flytja hinn
slasaða á flugvöllinn við Ilolt og
var varðskip þvi fengið til að
flytja hann til ísafjarðar í gær-
morgun. Flugvél frá Flugfélag-
inu Ornum á ísafirði flaug siðan
suður um hádegisbilið þegar
nokkuð rofaði til. Lögreglan á
ísafirði og Flateyri vinnur að
rannsókn málsins. en hún var á
frumstigi í gær.
Ljósm. Rax.
TVÍVEGIS á síðustu fjórum mán-
uðum hafa Sölusambandi ísl.
fiskframleiðenda borizt athuga-
semdir frá heilbrigðisyfirvöldum
í Grikklandi vegna hringorms í
saltfiski. Fyrra skiptið var í
nóvember og eftir að forystu-
menn SÍF höfðu farið til Grikk-
lands leystust málin farsællega.
Nú í vikunni bárust aftur að-
finnslur vegna hringorms i 250
lestum af saltfiski. en unnið er að
rannsókn á sýnum úr þessum
fiski. Vonir standa til, að þetta
mál leysist einnig án þess að
framleiðendur bíði fjárhagslegt
tjón af.
Friðrik Pálsson, framkvæmdar-
stjóri SÍF, sagði í gær, að Eldvíkin
hefði siglt með tæplega 1500 lestir
af saltfiski til Grikklands í lok
febrúar. Við losun á farminum í
Grikklandi hefðu þarlend heil-
brigðisyfirvöld fundið hringorm í
hluta af fiskinum og 250 lestir
hefðu verið teknar til hliðar.
Friðrik sagðist reikna með að
rannsóknum sýna lyki á næstu
dögum og þá fengist úr því skorið
hvort innflutningur á þessum fiski
verður leyfður, en hann sagðist
vongóður um að svo yrði.
„Yfirvöld í Grikklandi hafa hert
mjög reglur og eftirlit með inn-
flutningi á matvælum og þess
vegna koma þessi mál upp núna,“
sagði Friðrik Pálsson. „Eftir að
þetta mál kom upp í lok síðasta
árs óskuðum við sérstaklega eftir
því, að eftirlit yrði hert svo koma
mætti í veg fyrir hringorm í
þessum fiski til Grikklands. Það
er þó alls ekki auðvelt verk, því
mikið af þessum ormi er ekki
sýnilegt berum augum, en ljóst er
að við verðum að herða tökin, því
annars kynni markaðurinn að
vera í hættu.
Hringormur í fiski er gamal-
kunnugt vandamál hérlendis, sér-
staklega hvað frystinguna varðar,
en með stækkun selastofnsins við
landið verður þetta vandamál sí-
fellt erfiðara viðfangs. Það er ekki
aðeins hér á landi, sem við þetta
vandamál er að glíma, Kanada-
menn eru t.d. í sömu erfiðleikum,
en auk þess að auka útbreiðslu
hringorms étur selurinn gífurlega
mikið af góðum fiski. Alltaf
stækkar selastofninn og alltaf
verður áróðurinn gegn seladrápi
harðari þannig að vandamálið er
ekki auðleyst," sagði Friðrik
Pálsson.
Norræna húsið:
Dagskrá til
heiðurs Snorra
Hjartarsyni
MÁL OG menning og Norræna
hÚHÍð gangast fyrir dagskrá til
heiðurs Snorra Hjartarsyni,
skáidi, í Norræna húsinu á
sunnudaginn klukkan 17,30.
Hjörtur Pálsson og Sverrir
Hólmarsson tala um skáldið og
síðan verða lesin ljóð eftir Snorra
og verða meðal upplesara Óskar
Halldórsson, Þorleifur Hauksson,
Ragnheiður Arnardóttir og Silja
Aðalsteinsdóttir.
Að lokum syngur Guðrún Tóm-
asdóttir við undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar lög eftir Atla Heimi
Sveinsson og dr. Hallgrím Helga-
son við ljóð eftir Snorra.
Friðrik Ólafsson forseti FIDE:
„Reykjavík kom ekki til
greina í hlutkestinu“
„EINS og málin þróuðust. þá
kom ekki til greina að einnig yrði
dregið um Reykjavík. Það voru
þarna ákveðin atriði sem varð að
taka tillit til og ég. vegna minnar
aðstoðu. verð að láta kyrrt liggja
að greina frá,“ sagði Friðrik
Ólafsson forseti Alþjóðaskáksam-
bandsins er Morgunblaðið spurði
hann í gær hvers vegna Reykja-
vík hefði ekki komið til álita, er
varpað hefði verið um það hlut-
Óvíst að þetta verði
skemmtilegt einvígi"
kesti. hvar einvigið um heims-
meistaratitilinn í skák yrði hald-
ið. Ítalska borgin Meranó varð
fyrir valinu. en dregið var milli
hennar og Las Palmas. en auk
þeirra sótti Skáksamband ís-
lands um að halda einvigið i
Reykjavík.
Friðrik var að því spurður hvort
Karpov hefði þvertekið fyrir að
tefla í Reykjavík, en hann valdi að
tefla í Las Palmas og Korchnoi í
Meranó, og því talið að ef til vill
tækist að semja um Reykjavík
sem málamiðlun: „Karpov tók
hvorki afstöðu í sambandi við
Reykjavík né Meranó. Hann var
alveg bundinn við Las Palmas. Og
þegar Reykjavík kom ekki til
greina tók ég þann kostinn, að
gera Karpov og Korchnoi jafnt
undir höfði og draga um þá staði
sem þeir höfðu sett í efsta sæti,“
sagði Friðrik.
í fréttatilkynningu, sem Alþjóð-
askáksambandið sendi út í gær
sagði, að þar sem ekki hefði tekist
að samræma óskir Karpovs og
Korchnois um keppnisstað, hefði
verið ákveðið að grípa til hlutkest-
is til að skera úr um hvar einvígið
færi fram. Friðrik sagði, að þjóð-
erni sitt hefði ekki háð sér í þessu
máli, fram hefðu komið viss atriði,
sem hann hefði orðið að taka tillit
til, sem hann gæti þó ekki skýrt
frá að þessu sinni.
„ÞAÐ ER óvíst að þetta verði
neitt skemmtilegt einvigi, eftir
þvi sem þau hafa verið á undan.
Það er hatur og ansi mikil
tortryggni þarna á milli. Annars
er voðalega erfitt að segja nokkuð
um þetta að svo komnu máli. Eg
er að frétta þetta hjá þér núna.“
sagði Guðmundur Arnlaugsson,
sem valinn hefur verið sem að-
stoðardómari á einvígið um
heimsmeistaratitilinn í skák, sem
haldið verður í Meranó á ttaliu í
haust, er Mbl. sló á þráðinn til
hans um rniójan dag i gær.
Guðmundur kvaðst ekki hafa
haft neinn pata af því að til stæði
að velja sig sem dómara á þetta
mót, og ekkert kvaðst hann þekkja
til aðstæðna í Meranó né hinna
dómaranna, sem verða Paul Klein
frá Equador og frú Wagner frá
Austurríki. Guðmundur var annar
dómaranna er Robert Fischer og
Boris Spassky kepptu um heims-
meistaratitilinn í Reykjavík 1972.
„Karpov vildi alls
ekki tefla á Islandi“
„VIÐ LÝSTUM þeirri skoðun
okkar við Friðrik, að draga ætti
milli staðanna þriggja, úr því sem
komið var. ekki aðeins milli Mer-
anó og Las Palmas. Friðrik sagð-
ist hins vegar aðeins mundu
Dr. Ingimar Jónsson forseti Skáksambands íslands:
„Meginástæðan að Reykjavík varð ekki fyrir
valinu að Karpov vildi ekki koma hingað"
„ÞAÐ VAR nú við þessu að búast.
Hins vegar gerðum við okkur
alltaf vonir um að Reykjavík yrði
fyrir valinu. Það er leitt að missa
af þessum skákviðburði og þess-
ari skákhátið sem við ætluðum
eiginlega að halda. En við þvi er
ekkert að gera.“ sagði Ingimar
Jónsson forseti Skáksambands ls-
lands er hann var spurður álits á
þvi, að Meranó á ftaliu hefur
orðið fyrir valinu sem keppnis-
staður fyrir einvígið um heims-
meistaratitilinn í skák i haust.
„Skákmeistararnir völdu hina
staðina númer eitt, en þó vildi
Korchnoi alveg eins koma hingað.
Svo virðist hins vegar sem Karpov
hafi ekki viljað koma hingað, og
hugsa ég að það sé megin ástæðan
fyrir því að Reykjavík varð ekki
fyrir valinu,“ sagði dr. Ingimar.
Ingimar var að því spurður
hvort Reykjavík hafi hugsanlega
ekki komið til greina af hálfu
Karpovs þar sem Spasský tapaði
hér heimsmeistaratitlinum 1972,
eins og Alban Brodback fulltrúi
Korchnois heldur fram: „Ég veit
ekkert um það. í skeyti sem ég fékk
frá Karpov er við buðum honum að
koma hingað og skoða aðstæður,
þá talaði hann um það að hann
hefði valið Las Palmas af ýmsum
ástæðum, en ekki Meranó né
Reykjavík af öðrum ástæðum.
Hvað Reykjavík snerti var það
veðurfarið og það að eitt einvígi
hafði farið hér fram áður sem urðu
þess valdandi að hann vildi ekki
koma hingað.
Hafi svo verið, að Karpov vildi
ekki tefla hér þar sem Spasský
tapaði hér 1972, þá finnst mér sú
harða afstaða skrítin, einkum þeg-
ar það er ljóst að hann á það á
hættu að lenda A Meranó. Það er
því ábyggilega eitthvað fleira inní
myndinni hjá Karpov en þetta, og
sjálfsagt hangir svo margt á spýt-
unni, að erfitt er að fullyrða eitt
eða neitt," sagði dr. Ingimar.
„Allt þar til í gær höfðum við
góðar vonir um að Reykjavík yrði
fyrir valinu. Fram að þeim tíma
þróuðust málin eins og maður
bjóst við, að hvorugur mundi gefa
neitt eftir. Þá fannst manni að
Reykjavík yrði fyrir valinu sem
málamiðlun, sem mjög góð mála-
miðlun, því hér er góð keppnisað-
staða, sumartími, góð hótel o.m.fl."
varpa hlutkesti milli þeirra staða
sem stórmeistararnir settu efst á
óskalista sína. Ég held honum
hafi verið það ljóst að Karpov
vildi alls ekki tefla á íslandi þar
sem Spassky tapaði
heimsmeistaratitlinum í Reykja-
vík árið 1972,“ sagði Alban Bro-
dbeck fulltrúi Viktors Korcnois,
áskorandans i einviginu um
heimsmeistaratitilinn I skák, er
Morgunblaðið innti hann álits á
þeirri ákvörðun Alþjóða skák-
samhandsins að einvigið fari
fram i Meranó á ítaliu i haust.
„Af hálfu Korchnois kom það
ekki til greina að tefla í Las
Palmas og Karpov léði ekki máls á
því að tefla í Meranó eða Reykja-
vík, og ástæðan fyrir því að hann
vildi ekki tefla á íslandi var, eins
og ég sagði áðan, að Spassky tapaði
þar 1972.
Það gilti einu fyrir Korchnoi
hvort teflt yrði í Meranó eða
Reykjavík. Við settum Meranó
númer eitt vegna nálægðar við
heimili okkar, en Korchnoi vildi
allt eins tefla í Reykjavík, einvígið
hefði farið fram við fyrsta flokks
aðstæður þar.
En okkur líst vel á Meranó,
vorum þar nýlega og sigruðum á
móti, og höfðum því ef til vill
sálrænt forskot," sagði Brodbeck.