Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 Lárus Jónsson, alþingismaður: Úttekt á vinstri stjóm vegamála 1979-1981 Framsóknarmenn og Alþýðubandalagsmenn hafa farið með æðstu stjórn veiíamála og fjármála ríkisins frá 1978. Á þessum tveimur heilu árum sem liðin eru og skv. tillöKu að vegaáætlun fyrir árið 1981, sem nú liggur fyrir Alþiniíi. verða vegaframkvæmdir að magni til jafn miklar að meðaltali þessi þrjú ár og þær voru fjögur ár í tíð ríkisstjórnar Geirs Halljírímssonar árin 1974 — 78. Ríkisstjórnir frá 1978 sem fylgt hafa vinstri stefnu í skattamálum oj; ríkisfjármálum hafa á sama tíma hækkað skatta á benzíni um 35% að raunjdldi og tvöfaldað lántökur til vegamála. Þessi ár vinstri stefnu í ríkisf jármálum og vegamálum hafa tveir samjíönguráð- herrar. Ragnar Arnalds árið 1979 oj; Steinjírimur Hermannsson nú í vetur. talað um að þeir hafi „brotið biað í vej;amálum“ sem samj?önj?uráðherrar! Þessi ummæli annars vej;ar oj; raunveruleikinn hins vej;ar eru skólabókardæmi um það sjónarspil oj; blekkingar, sem nú eij;a sér stað í íslenzkri pólitík um þessar mundir oj; ennfremur eru vej;amálin táknrænt dæmi um stefnu þessara ríkisstjórna í skattamálum oj; ríkis- fjármálum. Benzínskattar hafa hækk- að um 35% að raunj;ildi Fjárveitinjíanefnd Alþingis hef- ur óskað eftir því við Vegagerð ríkisins að hún gerði samanburð m.a. á skattlagningu á benzín, lántökum til vegagerðar og heild- arframlögum ríkissjóðs og vega- sjóðs til vegagerðar og vega- framkvæmdum á föstu verðlagi frá 1978 til og með árinu 1981, skv. tillögu ríkisstjórnarinnar að vega- áætlun, sem liggur fyrir á Alþingi. Þessir útreikningar eru allir mið- aðir við að verðlag hækki að meðaltali milli áranna 1980 og '81 um 52%, en það er nýjasta spá Þjóðhagsstofnunar. Niðurstaðan að því er varðar benzínskatta kemur fram hér á súluriti 1. Þar sézt að benzíngjald (skyggði hluti súlnanna), en það gengur til vegamála, er nánast óbreytt að raungildi frá 1978. Aðrir skattar sem renna beint í ríkissjóð, tollar og söluskattur á benzín, hækka gífurlega og þyng- ist heildarskattheimtan talsvert á annan tug milljarða gkróna að raungildi á þessu tímabili eða rúmlega 35%. Heildarframlöj; til vcjgamála af skatt- tckjum óbrcytt Heildarframlög til vegagerðar af skatttekjum ríkissjóðs og vega- sjóðs eru skv þessum upplýsing- um Vegagerðar ríkisins til fjár- veitinganefndar eins og fram kemur á súluriti 2. Þessi framlög af skatttekjum eru nánast óbreytt að raungildi á sama tíma og raungildishækkun benzínskatta er 35%, eins og áður segir. betta merkir m.ö.o. að öll þessi hrika- lega ha-kkun á benzínsköttum. sem hefur orðið síðan 1978. hefur f engu flýtt vegagerð í landinu heldur öll gengið til almennra útgjalda ríkissjóðs. Þessi skatta- Lárus Jónsson hækkun hefur verið notuð ásamt fleiri hækkuðum sköttum til þess að þenja út ríkisútgjöldin og ríkisbáknið. Lántökur til vej;a- gerðar hafa tvöfaldast Til þess að halda í horfinu og auka magn vegaframkvæmda nokkuð árin 1980 og ’81 frá því sem það var minnst árið 1979, hafa þessar ríkisstjórnir gripið til þess ráðs að tvöfalda lántökur til vegamála. A súluriti 3 frá Vega- gerð ríkisins sést hvernig þessi þróun hefur verið. Þessi lán verð- ur auðvitað að borga siðar með aukinni skattheimtu, en þetta er aðeins eitt dæmi af mýmörgum um sams konar vinnubrögð. Skv. lánsfjáráætlunardrögum fyrir ár- ið 1981 stefnir ríkisstjórnin að því að hækka lántökur til opinberra framkvæmda um 100% frá síð- astliðnu ári. Meðaltal vega og brúar- framkvæmda óbreytt þrátt fyrir aukna skatta og lántökur Þótt lántökur hafi verið stór- auknar, einkum árin 1980 og skv. áætlun 1981, þá næst ekki meiri árangur en svo að framkvæmda- magn í nýbyggingum vega og brúa árin 1979 til ’81 verður svo til nákvæmlega það sama þessi þrjú ár og árin 1975—78, þegar benzínskattar voru rúmlega þriðjungi minni og lántaka helm- ingi minni að raungildi til vega- mála en nú. Að „brjóta blað“ í vegamálum Núverandi fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, var samgöngu- ráðherra árið 1979. Þá mælti hann fyrir síðbúinni vegaáætlun fyrir árin 1979 til ’82 á vorþinginu og sagðist þá vera að brjóta blað og „snúa öfugþróun við í vegamál- um“. I raun var gert ráð fyrir stórfelldum niðurskurði í vega- gerð árið 1979 og þetta eina ár sem Ragnar Arnalds var samgöngu- ráðherra, hafa orðið minnstar vegaframkvæmdir á Isiandi í ára- tugi! Með reikningskúnstum átti að auka framkvæmdamagn árin 1980 og 1981. Ráðherra sagðist þá orðrétt í framsöguræðu á Alþingi: „... gera ráð fyrir að næsta stóra stökkið upp á við verði ákveðið við endurskoðun vegaáætlunar 1981“. Nú hefur vegaáætlun fyrir árið 1981 verið lögð fram á Alþingi og fyrrverandi samgönguráðherra er nú húsbóndi í fjármálaráðuneyt- inu. Þessi tillaga sem öll ríkis- stjórnin stendur að gerir ráð fyrir 25% niðurskurði á þeirri vegaáætlun sem Ragnar Arnalds fékk samþykkta á Alþingi fyrir árið 1981. Þetta varð af „stóra stökkinu" ráðherrans!!! Það var óvart niðrávið þrátt fyrir skatta- hækkanir, sem áður er lýst og auknar lántökur. Mönnum svelgdist því sannar- lega á þegar núverandi samgöngu- ráðherra, Steingrímur Her- mannsson, mælti fyrir þessari niðurskurðartillögu á Alþingi og viðhafði sömu orðin og fyrrver- andi samgönguráðherra, að með þessari tillögu væri hann að „brjóta blað“ í vegamálum. Allur þessi málatilbúningur þessara tveggja samgönguráðherra myndi sóm'a sér vel í sögum Munchaus- ens gamla. Benzínskattar hafa hækkað um 35% að raungildi, lán- tökur tvöfaldast en magn vegaframkvæmda ekki aukizt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.