Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 19 BLÓM /«S/ .V m VIKUNNAR V w.** UMSJÓN: ÁB. Vyvýlt Ástarlilja (Agapanthus aíricanus umbellatus) Samkvæmt latneska nafninu mætti kalla jurt þessa sveiplilju, en í ísl. garðyrkjubókum hefur hún verið nefnd því róm- antíska nafni ÁSTAR- LILJA. Hún er upprunnin frá Suður-Afríku og var á árum áður a.m.k. hér í nágrannalöndunum tals- vert ræktuð sem stofu- blóm og þótti heppileg til þess á margan hátt og ekki hvað síst fyrir það að hún geta verið hinir skrautleg- ustu, þó blómin hafi fölnað og misst litinn og í slíku ástandi eftirsóttir af þeim sem fást við þurrar blóma- skreytingar. Erlendis er hún víða ræktuð í skrúðgörðum og einnig má rækta hana hér á landi í stóru íláti í hlýju horni í garðinum, á svöl- um eða palli, en yfir vetur- inn þarf að geyma hana á frostlausum stað helst við 5-10° hita. hélt grænum blöðum sín- um vel yfir vetrarmánuð- ina í lítt upphituðum húsakynnum. Blöðin eru löng og frem- ur mjó, heilrend, stilkur- inn stinnur, allt að' 60 sm. hár, blómin smá og sitja mörg saman í kolli á stöngulendanum, oftast blá á lit. Þó eru til afbrigði með hvítum blómum og jafnvel hvítflekkóttum blöðum. Blómstönglarnir Hér hefur jurt þessi eitthvað verið ræktuð í gróðurhúsum til afskurð- ar. Sé hún ræktuð í stofu, þarf að ætla henni stóran pott, góða birtu og frjó- sama mold, og áburðargjöf um vaxtartímann. Fjölgað með skiptingu eftir blómgun, en þess þarf að gæta, að ræturnar verði fyrir sem minnstu hnjaski. H.L. Noregur: Lög sem vernda kynvillta Frá Jan Erik I.aurr, (rétta- ritara Mbl. i Oslu. 19. marz. NOREGUR verður fyrsta landið í heiminum sem tekur i KÍldi Iök sem vernda haxsmuni kynvilltra. Mikill meirihluti þinKmanna i NoreKÍ telur. að kynvilltir verði fyrir svo miklu aökasti. að þá verði að vernda með laKasetninKti. Lög sem segja svo fyrir, að sá, sem á einhvern hátt áreitir fólk af öðrum kynþáttum, skuli sæta refs- ingu, eiga nú einnig að ná yfir þá sem áreita kynvillta. Rannsóknir í Noregi hafa sýnt, að kynvilltir eru minnihlutahópur sem verður-fyrir-miklu aðkasti. Sérslátta komin af nýju myntinni Það er nú aldeilis að Seðla- bankinn trakterar okkur mynt- safnarana um þessar mundir. Fyrir ári síðan kom sérslátta af allri gömlu myntinni, um ára- mót ný mynt og seðlar, og nú um miðjan mars sendir bankinn frá sér nýju myntina í skrautsláttu. Nýja myntin hefir ekki vakið neina hrifningaröldu fyrir feg- urðar sakir. Þetta eru ósköp venjulegir peningar, hvorki verri né betri en þeir gömlu. Nýja myntin er þó skemmtileg til- breyting. Hefði vel mátt vera meira upphleypt, að mínu mati. Á móti því mælir, að þá slitnar hún fyrr. Nýja myntin er ein- kennandi fyrir alla málamynd- un. Hvorki fugl né fiskur, en dugir þó. Skrautsláttan dregur fram teikningarnar í myntinni miklu betur en kemur fram í gang- myntinni. Þá kemur fyrst í ljós hvert hönnuður myntarinnar er að fara og skrautmyntin er sannarlega þess virði að safna henni. Hér áður fyrr var það góður siður að gefa fermingarbörnum gull- eða silfurpening, eftir því hvernig efnin voru. Ég veit mörg dæmi þess, að í fyrra fengu fermingarbörn sérsláttu Seðla- bankans af gömlu myntinni. Nýja myntin í skrautsláttu er svo vel unnin, hún er í svo góðum umbúðum — Sandhill-öskjum — og þannig verðlögð 215.00 krón- ur, að þarna er komin ferming- argjöfin í ár. Myntsafnarar kaupa, að sjálfsögðu, eins mörg sett og þeir hafa frekast ráð á. Ég ræð þér til þess, lesari minn góður, að kaupa þessa skraut- eftir RAGNAR BORG myntar sem okkar, í skraut- sláttu vekur athygli um allan heim. Þúsundir myntsafnara safna einmitt svona mynt. Þar sem upplagið er takmarkað við 15.000 eintök selst þetta upp á nokkrum vikum. Það er mesti galdur að sérslá mynt. Örfáar myntsláttur í heiminum hafa sérhæft sig í þessari kúnst. Ein þeirra er konunglega breska myntsláttan, sem slær myntina okkar. í mótin eru notaðar málmblöndur, sem hægt er að herða óstjórnlega mikið eftir að mótin hafa verið gljáfægð. Auðvitað er margfalt dýrara að búa til skrautsláttu myntar og örfá ríki gera það til hátíðabrigða. Ég fór að velta því fyrir mér hvaða hátíð þeir Seðlabanka- menn hefðu séð fyrir að verða myndi núna, er þeir ákváðu fyrir um ári síðan að skrautmyntin skyldi slegin. Þeir eru svo út- spekúleraðir þarna í Seðlabank- anum, að þeir sáu auðvitað fyrir ánægju allra með ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Stjórnin hefir losað okkur við verkföll, sneitt hefir verið hjá atvinnu- leysi og krónan styrkist. Gunnar Thoroddsen vissi hvað hann söng þegar hann leyfði öllum kommaráðherrunum að fara í einu til Danmerkur um daginn. Síðan er íslenska krónan skráð hærra en sú danska. Ég ætla að stinga því að Gunnari, þegar ég sé hann næst, að hann láti kommana taka sumarfríið í Danmörku. Það styrkir örugg- lega okkar krónu gagnvart þeirri dönsku til frambúðar og um leið eykst verðgildi nýju skrautslátt- unnar. Skrautmyntin fæst í bönkum og sparisjóðum um allt land. Ef þú vilt hafa mín ráð, lesari góður, endurtek ég það sem ég sagði hér að framan: Kauptu sem fyrst. Myntsafnarar, munið fundinn í dag í Templarahöllinni kl. 14.30. Helgarskákmótið á Sauðárkróki Um síðustu helgi var haldið helgarskákmót á Sauðárkróki. Þar voru mættir til leiks margir kappar, þrátt fyrir fjarveru stórmeistaranna og Margeirs Péturssonar. Teflt var í Slátur- húsi Sauðárkróks, enda fór svo, að margar skákir urðu blóði drifnar. Þátttakendur voru alls 57 sem flestir komu frá Reykja- vík eða Akureyri, að heima- mönnum ógleymdum. Að 4 umferðum loknum voru Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson efstir með fullt hús vinninga. Næstur kom Helgi Ólafsson ásamt fleirum með 3,5 vinninga. í 5. umferð mættust forystusauðirnir og var því um nokkurs konar úrslitaviðureign að ræða. Sú skák var allan tímann lítið fyrir augað og endaði með skiptum hlut. Á meðan þessu fór fram, lagði Sævar Bjarnason Helga Ólafs- son að velli í vel útfærðri skák. Fyrir síðustu umferð voru Jón L., Jóhann og Sævar í efsta sæti með 4,5 vinninga. I síðustu umferð tefldi Jón L. á móti Sævari og sigraði næsta auð- veldlega. Jóhann Hjartarson lenti hins vegar í klónum á gömlum fléttumeistara, Gunnari Gunnarssytni. Er skemmst frá því að segja, að Gunnar fór hamförum, svo að Jóhann mátti þola mörg þung högg, áður en Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON yfir lauk. Jón L. Arnason sigraði því í mótinu, hlaut 5,5 vinning. í öðru til fjórða sæti urðu Gunnar Gunnarsson, Ásgeir Þ. Árnason og Karl Þorsteins með 5 vinn- inga. Næstu menn voru Sævar Bjarnason, Helgi Ólafsson, Jó- hann Hjartarson og Gylfi Þór- hallsson. Þeir hlutu allir 4,5 vinninga. Þótt Helgi Ólafsson hafi ekki teflt af sama öryggi og krafti sem í fyrri mótum, náði hann þó að tefla eina mjög fallega og lærdómsríka skák gegn Ásgeiri Þ. Árnasyni í 4. umferð: Hvítt: Ásgeir Þ. Árnason Svart: Helgi Ólafsson Kóngsindversk vörn 1. d i — Rffi. 2. Rf3 - gfi. 3. c4 - Bg7. 4. Re3 - 0-0, 5. e4 - dfi, Be2 - e5, 7. d5 - Rbd7. 8. 0-0 — Rc5, 9. Dc2 - a5. 10. Bg5 - hfi. 11. Be3 - Rh5! Lítt þekktur leikur. en að sama skapi öflugur. 12. g3 — b6, 13. Kg2? Hér á kóngurinn ekkert erindi. Betra framhald var 13. Rd2 - Bh3, 14. Hel - Dd7 með möguleikum á báða bóga. — Bd7, 14. b3? Slæmur leikur eins og brátt kemur á daginn. Nauð- synlegt var að leika 14. Rd2 — Í5! Upphafið að djúphugsaðri leikfléttu. 15. Rhl - Rfl+. 16. Bxf4 — exf4. 17. Rxg6 — fxel. Undir venjulegum kringumstæð- um ættu svona kúnstir ekki að vera mögulegar. í þessu tilviki er það hin slæma staða kóngsins sem skiptir máli, sbr. 18. Rxf8? — f3+ og svartur vinnur. 18. Rxf4 — Hxf4! Kjarni leikfléttunnar. 19. gxf4 — Df6. Vegna valdleys- is riddarans á c3 vinnur svartur hið mikilvæga f4-peð, sbr. skýr- ingar við 14. leik hvíts. 20. Hacl Vitaskuld ekki 20. Rxe4? — Dg6+ og riddarinn fellur. — Dxfl Þrátt fyrir að svartur sé skipta- mun undir, hefur hann yfir- burðastöðu vegna virkni manna sinna og slæmrar kóngsstöðu hvíts. 21. f3 — Be5, 22. Hgl - Kh8. 23. Kfl - exf3. 24. Hk3 Hvað annað? — fxe2+. 25. Kg2 - Hf8, 26. Iíxe2 - Df2+. 27. Khl - BÍ5. 28. IIg2 - Bxc2. 29. Hxf2 - Hxf2. 30. Hxc2 - Rd3, og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.