Morgunblaðið - 21.03.1981, Side 38

Morgunblaðið - 21.03.1981, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 Minrúng — Sigmundur frá Litla-Kálfalæk til náms, þroska og þjálfunar á þessu sviði. Frá námi og störfum í sveitum Borgarfjarðar réðist Sigmundur til framsýnna bændasamtaka á Suðurlandi og vann þar sem rækt- unarmaður víða um héruð. í Ár- nesþingi átti hann oft langan starfsdag er hann gekk í plógfari og stýrði dráttarhestum. Þar fann Sigmundur þá angan úr jörð, er olli straumhvörfum í lífi hans. Árnesingur vildi hann verða, vök- ull og athugull leitaði hann jarð- næðis. Hugsýnir Sigmundar og lífs- markmið fannst honum, á þessum misserum, að helst myndu verða að veruleika í þessu blómlega héraði. Þetta stafaði ekki af van- mati eða vanþakklæti á gæðum og gægnum æskustöðvanna, heldur réði þarna raunsæi hins gjörhug- ula manns. og tengslin við átthag- ana rofnuðu aldrei, enda Sig- mundur ekki þeirrar gerðar mað- ur er sundur slítur vináttu- og tryggðabönd. Og vonir Sigmundar rættust. Hann eignaðist stóran hlut í vildisjörð í einni búsældarlegustu og fegurstu sveit þessa lands, Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi. Hann átti eftir að auka við frægð þess býlis, sem kunn var af sögum og ættum er þar höfðu búið árum fyrr. í Syðra-Langholti var góð aðstaða ötulum og starfsglöð- um hugsjónar- og ræktunar- manni, enda sér þess nú merkin. í Hörpulok árið 1929 færði sólarylurinn búandliði í Hruna- mannahreppi gróðurangan úr jörð og fuglakvak í mó og grein, sem svo oft fyrr og síðan. En að þessu sinni var fleira í ferð með vorinu og það snerti heimilishagi og alla ófarna ævidaga Sigmundar. Til hans kom þá eftirlifandi eigin- kona hans, bóndadóttir frá Fremri-Fitjum í Húnaþingi, Anna Jóhannesdóttir. Tók Anna þegar við húsmóðurstörfum af móður bónda síns, Kristjönu Bjarnadótt- ur er flust hafði, ásamt manni sínum Sigurði Sigmundsyni og öðrum börnum þeirra að vestan og heim í garð sonarins. Fljótlega og jafnan siðan í meir en hálfrar aldar sambúð, hefur húsfreyjan í Syðra-Langholti sýnt þá kvenkosti sem bestir eru og farsælastir þeim er rétt kunna að njóta, og það gerði Sigmundur bóndi — og þótti sæmd að. Anna reyndist bónda sínum og öllu heimilisfólki stoð og styrkur í dagsins önn, mikil móðir barna þeirra, svo og annara vandalausra er hjá þeim dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Hún var hjálpar- hella nágrannanna, hollráð og vinföst, starfsöm og mikilvirk. Má öllum ljóst vera hver fengur um- svifa og athafnamanninum Sig- mundi var að samfylgdinni með skörungsskap húsmóðurinnar öll þessi fimmtíu og tvö ár. Þeim hjónum var 6 barna auðið, eitt þeirra dó kornungt en hin eru gift, nema einn sonur, sem jafnan hefur verið með foreldrum sínum. Barnabörnin eru 17 talsins og barnabarnabörnin 5. Einn son- anna er búsettur í Reykjavík en hin öll eiga heimili í Hruna- mannahreppi. Sigurður, faðir Sig- mundar, dvaldi jafnan í Syðra- Langholti og um sinn mátti sjá þar í hlaðvarpanum fjóra ættliði saman, starfsama og vörpulega. Þrjár af systrum Sigmundar sett- ust að í sveitinni, stofnuðu heimili og eignuðust börn. Sigmundur átti því frændagarð mikinn og föngu- legan í „Hreppnum". Synir og tveir sonarsynir Syðra-Langholts- hjóna hafa nú nýlega tekið við + Móöir okkar, MAGNEA G. ÓLAFSDÓTTIR, Grettiagötu 19, lést aöfaranótt 20 mars. Börn hinnar látnu. t Móöursystir mín, VILBORG BJARNADÓTTIR, Neavegi 48, lést 19. marz í Borgarspítalanum. Hólmfríöur Siguröarifóttir. + Stjúpfaöir okkar, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, Miðbraut 32, Seltjarnarnesi, andaöist í Landsspítalanum föstudaginn 20. þ.m. F.h. systkinanna. Jóhannea Björgvinsson. Fööursystir okkar, GÍSLÍNA B. ÓLAFSDÓTTIR, Bérugötu 37, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaglnn 23. marz kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á Slysavarnarfélag íslands. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna. Guörún Ólafsdóttir. + Þakka innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför mannsins míns, BRYNJÓLFS ÖNFJÖRDS STEINSSONAR, Löngubrekku 26. Hulda Steinþórsdóttir. allri búsýslu á jörðinni, og vissu- lega var Sigmundi mikið gleðiefni að vita af öllu þar í svo góðum höndum. Þegar Sigmundur hóf búskap í Syðra-Langholti svifu æsku- draumarnir og markmiðið er hann hafði vígt orku sinni og mannviti fyrir sjónum hans, og nú skyldi hafist handa. — Víst tók hann til höndunum, og dró ekki af í hálfa öld. Fyrst og síðast var það landnytjarnar, ræktun og gróð- urvernd, sem hug hans átti. Sáð- maður var hann alla ævi. En hús jarðarinnar voru öll endurbyggð; mannabústaðir vegna stækkunar fjölskyldunnar og kröfu tímans um betri hýbýli, peningshús þar eð búsmalanum fjölgaði og fóður- geymslur vegna margföldunar á heyfeng. Margvíslegar aðrar um- bætur voru framkvæmdar, sumt á undan samtíðinni og af mikilli framsýni. Nú streymir orkan úr iðrum jarðeignarinnar til hitunar um öll hús og hýbýli. Draumsýnin varð að veruleik. Syðra-Langholt er stórbýli. Þar er höfðingsbragur og rausn innanstokks og utan. Sigmundur Sigurðsson var ham- ingjusamur maður. Kunnugir hafa orð á, að varla geti víðfeðmari sjónhring, til- komumeiri og fegurri fjallasýn en af bæjarhlaðinu í Syðra-Lang- holti. Jafnframt er vitað að um- hverfið er menn hrærast í mótar skaphöfn og lífsskoðanir þeirra meir en margan grunar. Víst, er aö Sigmundur naut áhrifa um- hverfisins í ríkum mæli allt til síðustu stundar, og miðlaði öðrum af. Það var jafnan gott og hollt að vera gestur í Syðra-Langholti. Virðing húsbóndans á öllu sköp- unarverkinu lýsti gleggst skoðun hans á almættinu, þótt hann hefði annars ekki mörg orð um trúarleg viðhorf sín, — nema þá helst í góðlátlegri glettni er honum greindi á við himnaföðurinn út af heyskapartíð eða réttardagsveðri. Sigmundur var gleðimaður, víðles- inn víðförull, virtur og vinmargur og kom jafnan fram sem sveitar- höfðingja sæmdi. Framganga hans og skoðanir báru vissulega svip þess umhverfis er á heima- slóðum hans blasir við. Syðra- Langholtsbóndinn var flokks- bundinn sjálfstæðismaður, ötull þar sem annarsstaðar og áhuga- maður um þjóðmál, án þess að vera einsýnn. En eðli hans sam- kvæmt, verk hans heima á búinu, í sveitarstjórnarmálum og öðru því er honum var af trúnaði falið, sýna, að sjálfstæður var hann, sem einstaklingur og maður. Um áratugi var Sigmundur oddviti sinnar sveitar. Þar kom einnig fram framsýni hans, trúin á lífið og manninn. Samstarfsm- enn hans á þeim vettvangi muna flestir og meta jákvæða afstöðu hans til framfaramála sveitarinn- ar, svo sem skipulagsmála Flúða- byggðar, félagsheimilis og skóla- byggingu þar o.fl. o.fl. Hygg eg Sigmundi hafi fallið vel að vinna að málefnum þess byggöarlags er hann unni svo mjög, þótt annasöm væru og misjafnlega metin eins og vill verða um sveitarstjórnarstörf. Þó fór svo, að framhald varð á ábyrgðarmiklum trúnaðarstörfum um sama leyti sem hann lét af oddvitastarfinu. Sunnlendingar kusu hann þá til setu á Búnaðar- þingi. Þar vann hann af sama áhuga, og í ýmsum nefndum milli þinga, að hugðarefnum stéttar sinnar og framfaramálum. Sig- mundur var málafylgjumaður, gjörhugull, mælskur vel, hnyttinn í tilsvörum, þéttur og þungur fyrir og fylginn sér, en háttvís í öllum málflutningi. Ýmsir aðrir urðu og til að koma auga á hæfileika Sigm. og notfæra sér þá. Má þar nefna formennsku hans í fasteignamatsnefnd í Ár- nessýslu, Skipulagsnefnd prests- setra o.fl. Þessi er í stuttu máli sagan af manninum vestan af Mýrum, sem gerðist einn af búhöldum í Hruna- mannahreppi og unni þeirri sveit heilshugar, átti þar góða vini, samfylgdar- og samstarfsmenn, sem og um aðrar byggðir Suður- iands. Störfin fyrir heimabyggð- ina, landið og þjóðina verða hér ekki vegin frekar eða metin. Víst mun þó lengi móta fyrir þeim sporum er hann markaði í svörð- inn. Ferðinni lauk á Vífilstaðaspít- ala 12. þ.m. eftir skamma sjúkra- húsdvöl. Jafnan var svo, er farið var frá Syðra-Langholti og þau sæmdar- hjón kvödd eftir ánægjulega sam- veru í þeirra húsum, að nokkur tregi var í kveðjum, samfara tilhlökkun til endurfunda. Sama er og nú þegar Sigmundur er allur, tregi en jafnframt vissan um „að þar bíður vinur í varpa, sem von er á gesti". + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Þorkötlustööum, Grindavík. Ölafur Guömundsson, Guörún Ólafsdóttir, Kristín Guómundadóttir, Kristjén Sigmundsson, Hulda Guómundsdóttir, Ágúst Guöjónsson og barnabörn. + Alúöar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og hlýhug vlö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGHVATS JÓNSSONAR, Höfóa, Dýrafiröi. Sigriöur Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR, Svfnavatni. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sjúkrahúsinu Selfossi. Vandamenn. + Innilegar þakkir færum viö þeim sem veittu okkur styrk og hjálp viö burtkall litlu dóttur okkar og systur, ÁSTU. Sérstakar þakkir til fjölskyldna barnanna í Klébergsskóla fyrir ómetanlegan stuöning. Kristín Árnadóttir, Einar Earason, Árni Esra, Baldvin Esra. önnu húsfreyju, börnum henn- ar, öðrum afkomendum og vensla- fólki, bræðrum hennar norðan fjalla, systkinum Sigmundar og frændaliði, vinum hans í sveit og bæ vottast innileg samúð okkar hjóna og barna okkar. Jafnframt biðjum við þess að allar óskir Sigmundar þessum aðilum til handa, sveitinni hans og sveitungum megi rætast. Sig. Guðmundsson, fv. skólastj. Við fráfall vina eða kunningja, hvarflar hugurinn til liðinna ára og jafnvel til fyrstu kynna. Þannig fór fyrir mér, þegar ég heyrði að Sigmundur Sigurðsson hefði lokið dvöl sinni í þessum heimi. Árið 1944 hafði áætlunarbíll sveitarinnar þann háttinn á, að fara heim á hina ýmsu bæi sveitarinnar á leið sinni. Einn þessara bæja var Syðra-Langholt. Á þeim bæ var siður að bjóða öllum farþegum ásamt bílstjóra í bæinn að þiggja veitingar og þar lenti ég ásamt fjölmörgum öðrum við hlaðið kaffiborð hjá Sigmundi og Önnu konu hans og þar varð húsbóndinn fyrstur allra vanda- Iausra til þess að bjóða mig velkomna til búsetu í sveitinni og óska mér velfarnaðar. Þetta voru engin innantóm orð. Þessi granni og snaggaralegi maður bjó yfir mikilli bjartsýni og vorhug, hann talaði hratt og ég hreifst ósjálf- rátt með honum og gat ekki betur séð en að hann væri einlæglega glaður, þegar hann lét þau orð falla, að það væri þetta sem sveitin okkar þarfnaðist, að fá ungt fólk til að setjast hér að, fyrst og fremst, og ekki síður, að kanna nýjar slóðir um atvinnu- möguleika og lífsstarf. Það var ekki verið að draga kjarkinn úr frumbýlingnum, heldur ekki verið að byggja skýjaborgir, jjetta var hans bjargfasta trú, því að sveitin hafði svo mikla möguleika upp á að bjóða, ef aðeins kæmu til ungar hendur með áræði og áhuga. Það var að hans dómi meira virði en gildir fjársjóðir. Hafi einhver beygur leynst í huga mínum, þá vék hann sporlaust fyrir eldmóði þessa manns, sem sjálfur hafði rutt sína eigin braut í lífinu. Ég þakka honum fyrir það. Þetta voru mín fyrstu kynni af Sigmundi og öll'árin sem síðan eru liðin, hafa aðeins orðið staðfesting á þeim. Hann var baráttumaður um öll þau málefni, sem hann taldi geta orðið sveit sinni og þjóð til framfara og hann fylgdi eftir sinni sannfæringu án þess að hugsa um hvort það yrði honum sjálfum til framdráttar, eða öfugt. Eg tel að Sigmundur hafi verið mikill lánsmaður um sína daga. Hann átti sér við hlið góða og trausta konu, önnu Jóhannesdótt- ur og glæsilegt býli. Hann trúði á yngri kynslóðirnar og honum ent- ist aldur til að fá að sjá margar af sínum björtustu vonum rætast. Nú er hann fallinn frá, stór- bóndinn, framfara- og félagsmála- maðurinn, eftir langt og gott dagsverk og sveitin kveður einn sinna mætustu sona. Það hefði ekki verið Sigmundi að skapi, að sezt yrði niður við hugarangur og víl við brottför hans, heldur herða róðurinn, horfa björtum augum til framtíð- arinnar og unga fólksins, sem mun halda á lofti nafni sveitarinnar á ókomnum árum. Fjölskylda mín og ég sendum einlægar samúðar- kveðjur til hennar Önnu og allra annarra aðstandenda. Við kveðjum Sigmund i Lang- holti og þökkum samfylgdina. S.H. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRETI • 3ÍMAR: 17152* 17355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.