Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
15
vitundar og temja sér að nokkru
þeirra hætti, ef líf leynist í þeim á
annað borð.
Reyndar hefur Helga Jónssyni
tekizt æði vel í atlögusyrpum
sínum síðustu vikur að samtvinna
á jákvæðan hátt mikla starfs-
reynslu, örugga dómgreind og
skýrleika í framsetningu. Og
strandhögg hans í landhelgi tæpi-
tungunnar hafa hafa tvímæla-
laust verið jákvæður atbeini, þótt
viðfangsefnin kunni honum ekki
miklar þakkir fyrir.
Súpa heitir þáttur fyrir ungt
fólk undir stjórn Elinar Vilhelms-
dóttur og Hafþórs Guðjónssonar.
fluttur á mánudögum.
Ilalldór Gunnlaugur
Ef þátturinn sl. mánudagskvöld
er dæmigerður fyrir starf stjórn-
endanna, er hér sannarlega verð-
ugt verkefni fyrir siðgæðisvarðlið-
ana í útvarpsráði: þátturinn var
slíkt sálrænt díngalíng, skreyttur
fánýtri og smekkvana hótfyndni
um gamalt fólk og roskið, að
leitun er að slíkri vandræða-
mennsku i dagskrá hljóðvarps
núorðið.
Sjónvarpið á miklar þakkir skil-
ið fyrir þátt Gunnlaugs Stefáns-
sonar um kirkju landsins and-
spænis veruleika þjóðfélagsins.
Þátturinn var ágætlega mannaður
og óvenju vel upp byggður af hálfu
stjórnanda, sem tókst með góðri
aðstoð annarra þátttakenda að
gæða þetta stirfna efni áhuga og
lífi.
Björn prófessor Björnsson hef-
ur áður vakið athygli fyrir raunsæ
viðhorf til stöðu kristindóms í
okkar kynlega samfélagi og vakti
hann réttilega athygli á því í
þættinum, að e.t.v. hefði kirkjan
lagt of mikla áherzlu á hina
andlegu hlið mannsins og einnig á
þá staðreynd, að mikið skortir á,
að kirkjan fái að ráða sjálf sínum
innri málum.
Eins og meirihluti spurðra vakti
athygli á, væri það sjálfsagt trú-
arlífi fólks til bóta, ef ríkið afhenti
kirkjunni að nýju eigur hennar og
lendur og skilið yrði milli ríkis og
kirkju. En hætt er við, að slíkt
yrði of viðurhlutamikið stökk
fyrir ríkið, því eignir kirkjunnar,
sem ríkið via fornt konungsvald
hefur umsjá með, eru svo geypi-
legar, ef rétt yrði tíundað, að
sennilega hefði ríkið aldrei efni á
þeim býtum.
borbergur Kópavogsklerkur
var einkar heppilegur fulltrúi
presta við þetta tækifæri og væri
trúarlífi betur komið í landinu, ef
fleiri klerkar af hans kynslóð
væru gæddir þeirri víðsýnu
íhaldssemi, sem hann lét í ljós í
þættinum.
Guðrún Ásmundsdóttir kom
vel fyrir í hlutverki „þjóðarinnar"
— eðlileg og einlæg, jafnvel einum
um of. Og mikið er Árni Gunn-
arsson alþingismaður alltaf
hugguleg manneskja. Og skínandi
var það snjallt hjá stjornanda að
leyfa oss að líta glettið snjáldrið á
séra Gunnari Benediktssyni og
heyra hans frumlegu skoðanir á
kirkju landsins, þótt allmjög hafi
þessi merki samtíðarmaður dregið
í land, síðan á hinum kjarnyrtu
árum Rauðra penna.
Þátturinn um daginn og veginn
mun nú vera fullbókaður um langa
framtíð. Það er engu líkara en
þátturinn sé orðinn einskonar
pólitísk skiptimynd hjá limum
útvarpsráðsins. Ráðið lætur óá-
taldar þær andlegu hræringar,
sem þaðan bærast úr þjóðdjúpinu,
þótt hvert hlutleysisbrotið á ann-
að ofan, hafi viðgengizt þar á
liðnum misserum.
Dagur og vegur hefur allmjög
sett ofan síðustu árin. Þeir Jón
Eyþórsson og Helgi Hjörvar viðra
þar ekki lengur menningarsýnir
og þjóðbótahugmyndir. Og fáir
slikir koma í þeirra stað. Nú eru
oft leiddir fram til flutnings
mæðulegir semi-pólitíkusar, þ.e.
einstaklingar sem mikla löngun
hafa til stjórnmálastarfa, en hafa
ekki öðlast áheyrn og frama í
samræmi við meint eigið ágæti.
Það er hálfgerð synd að sjá elzta
fasta þátt hljóðvarpsins verða
einskonar pólitískt þvottaplan. Og
varla getur verið að starfsmenn
hljóðvarps grafi upp alla þessa
lazarusa til flutnings, skilnings-
vana armæðumenni með þjóðfé-
lagslega minnimáttarkennd.
Það hlýtur að vera hin pólitíska
skömmtunarstjórn, sem upp setur
vefinn þann.
breytum, o.fl. sem hafa styrkt
mjög viðskiptastöðu okkar til
samninga.
Heildarútflutningur til Portú-
gal var 23.642,3 tonn á samtals
20.315.488.700 kr., samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofu íslands. Með-
alverð 859 krónur. I þessum 859
kr. er innifalið hráefni 2,43 kg. af
nýjum fiski fer í 1. kg. af blaut-
verkuðum, síðan uppskipun, haus-
un, flatning, saltverkun, pökkun,
akstur, útskipun, flutningsgj. og
vátrygging.
Mínir samningar við Portúgal
eru frá 2. maí 1980, og ég sótti
fljótlega um útflutningsleyfi, 7
þús. tonn á 10 milljarða gamalla
króna. Ef ég hefði selt 21 þús. tonn
til Portúgal þá hefði þjóðin fengið
allt að 10 milljörðum meira heim í
eriendum gjaldeyri en samningar
SÍF.
Rís LÍÚ undir því að stuðla að
því með sinni samþykkt að koma í
veg fyrir stórkostlegan hagnað
sjómanna, útgerðar og verkenda?
Og er LÍÚ- að hjálpa SÍF að
viðhalda einokun sinni, sem er
þjóðarskömm?
Jóhanna Tryggva-
dóttir Bjarnason
Ilaraldur Samsonarson smiður hefur fyrir nokkru opnað dálitið
verkstæði i húsi sinu að Framnesvegi 23 hér i bænum þar sem hann
veitir viðgerðarþjónustu á lásum og læsingum. Hefur hann sérhæft
sig i viðgerðum og lyklasmiði hinna sænsku Assa-læsinga. Þá tekur
hann einnig að sér skerpingar á hverskonar eggjárnum t.d. hnifum
og kjötsöxum fyrir heimili. mötuneyti, hótel og kjötvinnslustöðvar.
Hvernig væri aó reyna
snigla og f roskalæri
á Esjubergi?
1. Grillaðir sniglar í hvítlaukssmjöri,
með ristuðu brauði.
2. Ristuð froskalæri með smjöruðum gul-
rótum og kartöflukrókettum.
3. Skjaldbökusúpa.
4. Heilsteiktar nautalundir, Wellington,
með bökuðum kartöflum og broccoli.
5. Lambageiri með frönsku tómatsalati, rauð-
vínssósu og koníaksteiktum sveppum.
6. Ostur, kex og ávextir á hlaðborði.
7. Desert kökur.
FRANSKT
KVOLD
á la Francaise
Jónas Þ. Dagbjartsson og Jónas Þórir
Leika franskar og léttklassískar
melódíur með tilþrifum!
18 dagar, þar af aðeins 8 vinnudagar, á Royal Playa,sem er sérstaklega glæsilegt nýtt
íbúðahótel, staðsett við hina hreinu og fallegu strönd Playa de Palma. íbúðir og öll
aðstaða alveg í sérflokki; glæsileg salarkynni, svo sem setustofur, danssalur,
veitingasalir og vínstúkur. Utivistar- og sólbaðsaðstaða eins og best verður á kosið.
Verslanir, veitingastofur og skemmtistaðir í næsta nágrenni, og örstutt til hinnar
fomfrægu og fallegu höfuðborgar, Palma.
Fararstjóri í páskaferð verður Veigar Óskarsson, sem hefur margra ára reynslu, sem
fararstjóri á Mallorka.
Verð frá 4.970. - Sumaráætlun er komin.
4TC4<vm
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580.