Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 37 Hrafnhildi Jónsdóttur. Næst er Kristjana, sem er gift Brynjólfi bónda Pálssyni. Þau búa að Dalbæ í Hrunamannahreppi. Þá eru það tvíburarnir Sigurgeir kaupmaður að Grund á Flúðum, kvæntur Sólveigu Ólafsdóttur, og Sigurður ritstjóri hestamannablaðsins Eið- faxa og loks Sverrir bifreiðar- stjóri í Reykjavík. Barnabörnin eru orðið 17 og langafabörnin 5. Sigmundur var mikill félags- hyggjumaður og gegndi hinum margvíslegustu trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann var oddviti í hreppsnefnd Hrunamannahrepps frá árinu 1946 og gegndi því starfi um tuttugu ára skeið. Áður hafði hann setið í hreppsnefndinni í fjögur ár. Hann átti sæti á búnaðarþingi í 24 ár og var formaður fasteignamatsnefndar Árnessýslu 1963—1970. Þeim Sigmundi og Önnu varð alltaf vel til hjúa, enda var alkunna hve skemmtilegur heimil- isbragur var í Syðra-Langholti, bæði innan dyra og utan, og ekki dró þar úr að foreldrar Sigmundar voru öðlingsmanneskjur og systk- ini hans, þau er heima voru, gott og glaðsinna fólk. Á árum fyrr, eftir að Sigmund- ur tók sæti á búnaðarþingi, dvaldi hann oft á heimili okkar um þingtímann. Það voru ánægjulegir tímar, ekki síst þegar Anna eig- inkona hans bættist í hópinn. Með Sigmundi Sigurðssyni er genginn stórhuga og dugmikill baráttumaður. I hugum okkar, sem áttum lengri eða skemmri samleið með honum lifir minningin um góðan og gegnan drengskaparmann. Við, fjölskylda mín og ég, send- um eiginkonu hans og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hallgrímur Dalberg Margt rifjast upp, er við í dag kveðjum vin minn, Sigmund í Syðra-Langholti. Faðir minn Oddur Jónsson, er var fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, kynntist í starfi sínu flestum bændum landsins, en þeg- ar til orða kom, að einkasonurinn ætti að fara í sveit var hann ekki í vandræðum með að velja heimilið, það skyldi vera hjá Sigmundi og Önnu í Syðra-Langholti. Sigmundur Sigurðsson var fæddur að Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi í Mýrasýslu 8. mars 1903 og var því 78 ára er hann lést 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Bjarnadóttir og Sigurður Sig- mundsson, er fyrst bjuggu að Litla-Kálfalæk og síðar að Mikla- holti í Hraunhreppi á Mýrum. Móðurforeldrar Sigmundar voru Bjarni Sigurðsson, bóndi á Arn- arstapa í Álftaneshreppi á Mýrum og Borghildur Benjamínsdóttir, en föðurforeldrar hans hjónin Sig- mundur Ólafsson, bóndi að Litla- Kálfalæk og Steinunn Bjarnadótt- ir. Foreldrar Sigmundar eignuðust ellefu börn en fimm þeirra létust í æsku. Sigmundur var elstur þeirra eftirlifandi, en hin eru; Steinunn, er lést fyrir einu og hálfu ári, var gift Jóni Stefánssyni, bónda að Bjargi í Hrunamannahreppi, en hann lést 1946, Margrét, er nú býr ásamt sonum sínum að Miðfelli í Hrunamannahreppi, ekkja Gunn- laugs Magnússonar, bónda þar, Laufey, er lést 1950, var gift Bjarna Kristjánssyni, bónda að Syðra-Langholti (Vesturbæ), en hann lést 1965, Bjarni bifreiðar- stjóri í Reykjavík, kvæntur Krist- ínu Ólafsdóttur og yngst er Ásta, gift Ásgeiri Þorsteinssyni, sjó- manni, búsett í Kópavogi. Sigmundur stundaði nám við Bændaskólann að Hvanneyri 1924 til 1926, eftir það stundaði hann ýmis störf en réðst síðan sem plægingamaður á Suðurlandi og fór þá þegar orð af dugnaði hans og atorku. Árið 1928 réðst hinn ungi og bjartsýni búfræðingur í að kaupa jörðina Syðra-Langholt í Hreppum. Var þá eins og oft á ferli hans í djarft ráðist, enda hefði svo stór fjárfesting og um- svif orðið hinum kappsama ofur- huga ofurefli hefðu ekki til komið framsýni hans og hyggindi, stað- festa og óbilandi vinnuáhugi og ósérhlífni. Er hann hafði staðfest kaup sín á jörðinni fór hann vestur á Mýrar og varð það að ráði, að foreldrar hans brugðu búi að Miklaholti og fluttu með systk- inahópinn austur í Hreppa að Syðra-Langholti. Systirin Margrét var þá gift Gunnlaugi Magnússyni og bjuggu þau að Hallkelsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi á Mýrum, en þau fluttu einnig nokkrum árum seinna að Miðfelii í Hrunamanna- hreppi. Gefur auga ieið hvílíkt traust foreldrar Sigmundar báru til hans, er þau tóku þessa stóru ákvörðun, en þau höfðu aldrei litið augum sveitir Árnessýslu, enda ferðalög þá fátíð hjá bændum. Lagt var upp með Suðurlandinu úr Borgarnesi til Reykjavíkur og síðan ekið austur í sveitir á hálfkassabíl. Á leiðinni var stöku sinnum staldrað við og þótti Sigurði, föður Sigmundar, á stundum heldur lítið til um land- kosti og ítrekaði þá fyrirspurnir til sonar síns um hið væntanlega jarðnæði. En eftir því sem nær dró áfangastað og eftir að þau höfðu verið ferjuð yfir Stóru-Laxá í leysingum á Langholtsvaði á ferjunni, er hafði þar verið sett upp í tilefni konungskomunnar, ljómuðu augu gamla mannsins af hrifningu og enginn kunni fljótar betur við sig að Syðra-Langholti en hann og urðu foreldrar Sig- mundar þeirrar gæfu aðnjótandi að búa þar hjá syni sínum og hans fjölskyldu langan ævidag. Jafnframt margþættum störf- um búsýslunnar hófst Sigmundur þegar handa við jarðarbótavinnu og lagði þá nótt við dag. Er aðrir höfðu lokið löngum starfsdegi hélt hinn eljusami ungi maður útá akurinn og er árrisuiir sveitungar hans hófu störf að morgni, hafði hann þegar hafið störf sín við plægingar. Þótti þessi mikla at- orka við ræktun þá nýlunda í sveitum. Sigmundur var mikill gæfumað- ur í einkalífi. Er hann var við nám í Bændaskólanum að Hvanneyri, kynntist hann konuefni sínu, Önnu Jóhannesdóttur frá Fremri-Fitjum í Húnavatnssýslu, en hún hafði ráðist til starfa að Hvánneyri og bróðir hennar, Guð- mundur, var skólabróðir Sig- mundar þar. Vorið 1929 hélt Sig- mundur norður í land á fund heitmeyjar sinnar, er lokið hafði hússtjórnarnámi og kvæntist henni 23. maí 1929. Flutti hann svo brúði sína á óðal sitt. Var nú ráðist í miklar framkvæmdir í Syðra-Lar.gholti, enda þau hjón stórhuga og lögðu sig óskipt fram til mikiilar vinnu, enda jafnræði með þeim hjónum og einstakt ástríki. Urðu þau fljótt stórhuga við búskapinn og varð Syðra- Langholt þannig að stórbýli eins og þau gerast best. Heimilisbrag- ur var skemmtilegur og samheldni fjölskyldunnar einstök. Húsráð- endur blátt áfram og yfirlætis- lausir. Mjög gestkvæmt var í Syðra-Langholti og bar að garði margan nafnkunnan manninn, enda höfðingja heim að sækja á þessu rausnarheimili. Sigmundur og Anna eignuðust sex mannvænleg börn. Þau urðu fyrir þeirri þungbæru sorg að missa fyrsta barn sitt Öldu, efni- lega dóttur, á unga aldri. Önnur börn þeirra eru: Jóhannes, stúdent frá Menntaskólanum á Laugar- vatni, bóndi að Syðra-Langholti og kennari við skólann á Flúðum, kvæntur Hrafnhildi Jónsdóttur frá Sauðárkróki, þá er dóttirin Kristjana, gift Brynjólfi Geir Pálssyni, bónda að Dalbæ í Hrunamannahreppi og síðan búfræðingarnar, tvíburarnir Sig- urður og Sigurgeir. Sigurður rak búskap með foreldrum sínum að Syðra-Langholti en hefur einnig stundað ýmis önnur störf, m.a. verið ritstjóri Eiðfaxa, en Sigur- geir er bóndi og kaupmaður að Grund á Flúðum í Hrunamanna- hreppi og er kvæntur Sólveigu Ólafsdóttur úr Borgarnesi. Yngst- ur er sonurinn Sverrir, búsettur í Reykjavík og hefur starfað sem verktaki, var kvæntur Þórstínu Benediktsdóttur úr Reykjavík. Barnabörn Sigmundar og Önnu eru nú alls sautján og barnabarn- abörnin fimm. Afkomendur for- eldra Sigmundar eru nú talsvert á annað hundrað og flestir búsettir í Hrunamannahreppi, mesta mynd- ar- og dugnaðarfólk. Syðra-Langholt er landstór jörð. Ræktunarland er gott og er nú svo til allt framræst og hefur verið tekið til ræktunar. Þangað er staðarlegt heim að líta, reisuleg íbúðarhús og mikil og stór útihús, er reist hafa verið af mikilli framsýni og stórhug. Iðgræn tún og vel ræktaðir akrar í stórkost- legum víðáttum. Þarna er stund- aður stórbúskapur, mikil jarð- yrkja og framfarir og 1976 var borað í landareigninni eftir heitu vatni og reyndist það yfirfljótan- legt og er nú hagnýtt við hitun íbúðar- og útihúsa, við búskapinn auk ylræktar. Heimilin eru menn- ingarleg og bókakostur mikill. Stórbýlið stendur hátt á iöngum hálsi, sem gengur fram af Lang- holtsfjalli vestanverðu með útsýni yfir búsældarleg héruð Suður- lands. í fjaliinu er Álfaskeið, einn fegursti samkomustaður sunnan- iands, en þar voru miðsumars háðar árlegar hátíðir Ungmenna- féiags Hrunamanna. Langholts- fjall er afiíðandi tii norðurs og vesturs og allháir og tignarlegir hamrar í fjallinu mót austri. Af fjallinu gefur að líta blómleg og gróðursæl héruð með útsýni inná Kjöl mót norðri og til Þóris- og Langjökuls handan Jarlhettna og Hrútafells á Kili, Heklu í austri bak Hólahnjúks, Núptúns- og Galtafellsfjalls með Miðfell í miðri sveit og þar yfir má sjá langt inn á afrétti. Til vesturs blasir við Hvítá og Skálholt og Vörðufell, þar sem Stóra-Laxá liðast fram tær og vatnsmikil á landamörkum Syðra-Langholts, þar til hún fellur í Hvítá við Iðu móts við Brúará. Mót suðri má í góðu skyggni greina Vestmanna- eyjar yfir víðáttu undirlendisins og yfir Þjórsá í Rangárvelli til Eyjafjalla og Suðurjökla. Af Langholtsfjalli sést til fjórtán höfuðkirkna. í fjallinu er mikil skógrækt sem víðar í landareign- inni. Þrátt fyrir hinar stórbrotnu og miklu framkvæmdir á jörðinni og margþætt störf búsýslunnar gegndi Sigmundur fjölmörgum trúnaðarstörfum, einkum fyrir sveit sína og byggðarlag og nýtt- ust þar hinir miklu mannkostir hans' vel, enda Sigmundur félags- lyndur í besta lagi og hjálpsamur að eðlisfari og vildi hvers manns vanda leysa og oft til hans leitað með margháttuð og brýn verkefni. Hann var m.a. oddviti Hruna- mannahrepps í 20 ár, átti sæti á Búnaðarþingi í 24 ár, átti sæti í mörgum félagsstjórnum, m.a. ræktunarfélögum, var fomaður fasteignamatsnefndar Árnessýslu 1963 til 1970 og jafnframt kjörinn matsmaöur kirkjujarða landsins. Hann var einn af stofnendum Mjólkurbús Flóamanna og tók mikinn og virkan þátt í störfum þess, sem og öðru er til framfara og velfarnaðar horfði. Þá tók hann og virkan og farsælan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins. Hann var hvorttveggja í senn maður einkaframtaks og félags- byggju, en svo er hinum bestu mönnum einatt farið. í opinberum störfum Sigmund- ar kom sér vel hin ákveðna og fastmótaða skapgerð hans ásamt glaðlyndi og sanngirni. Hann flutti mál sitt jafnan af dreng- lyndi og hreinskilni og tæpitungu- laust. Hann hafði ótvíræða for- ystuhæfileika og áræðni svo til var tekið og engin lognmolla komst að í kringum hann. Hann var glöggskyggn og drjúgur mála- fylgjumaður og svo bjartsýnn og hugsjónaríkur að aðrir hrifust með. Um slíka fullhuga og garpa stendur að jafnaði styrr. Sig- mundur mætti oft andbyr á slík- um stundum, en stóð það allt af sér með hetjulund. Hann bar hag sveitar sinnar mjög fyrir brjósti og gætti þess að mæta þörfum byggðarlags í örri þróun og efla framfarir. Var hann mikil stoð sveitar sinnar og m.a. aðalhvata- maður byggingar nýrrar sund- laugar að Flúðum og hins stór- glæsilega félagsheimilis Hruna- manna og skólabyggingar þar. Þá var honum ljós nauðsyn aukinna atvinnutækifæra uppvaxandi kyn- slóðar, en ólíkt og um margar aðrar sveitir landsins vildi unga fólkið staðfestast þar, en jarðnæði var mjög ásetið, stuðlaði því Sigmundur mjög að þeim byggð- arkjarna, sem myndast hefur að Flúðum. Þar er nú miðstöð þjón- ustu og verslunar auk menntunar- og annarra menningarmála sveit- arinnar og mikil gróska í allri uppbyggingu, m.a. ylræktarbýla. I félagsheimilinu er nú m.a. skrif- stofa hreppsins, er áður hafði verið í stofunni að Syðra-Lang- holti. I baráttu sinni fyrir mörg- um þessara framkvæmda mætti hann mikilli andstöðu og eigi blés ætíð byrlega, enda þurfti mikla útsjónarsemi til útvegunar fjár- magns til framkvæmda. Eitt sinn þótti bjartsýni hans ganga úr hófi og var þá safnað undirskriftum gegn framkvæmdaáformum Sig- mundar, hann lét ekki deigan síga og mætti þessari andstöðu með slíkri leiftursókn, að framkvæmd- irnar voru í höfn komnar áður en hinir svartsýnu vissu af. Allt eru þetta mikil afrek og eigi tæmandi talin, en merkið stendur þótt maðurinn falli. Sigmundur var ekki eingöngu stórhuga athafna- og framkvæmdamaður. Hann lagði sig fram um að aðstoða nágranna sína og sveitunga og reyndist hollur fyrirgreiðslumað- ur og minnugur á að fylgjast með velferð þeirra, er minna máttu sín. Þá voru og mörg ungmennin, er komu á heimili hans til lengri eða skemmri dvalar og nutu leiðsagn- ar hans og gæsku. í framkvæmd- um sínum gætti hann af kostgæfni meðferðar gróðurs og lands og nærfærni hans við búsmala var við brugðið og jafnan virti hann af umhyggju rétt málleysingjans er átti ríki sitt í fjallinu. Þetta var hans umhverfi, líf og lán. Þó ótrúlegt megi virðast þegar rifjuð eru upp afrek Sigmundar átti hann frá unga aldri við heilsubrest að stríða. Innan við fermingu hafði hann fengið slæma lungnabólgu er leiddi til þess, að hann fékk slæma og þráláta asma- veiki. Margur hefði í hans sporum sjálfsagt gefist upp, t.a.m. við heyskap, en vitanlega heyjaði hann manna mest og stækkaði túnin með hverju ári. Synir Sigmundar, Jóhannes og Sigurður, ráku búskap með föður sínum seinni árin, en um síðastlið- in áramót dró Sigmundur sig í hlé frá bústörfum og tóku synir Jó- hannesar, Hilmar og Sigmundur, við búsforráðum undir hand- leiðslu afa síns og ömmu. Sig- mundur ætlaði að bregða sér til Reykjavíkur, að fylgjast með störfum Búnaðarþings, en ferðin varð önnur, lífshlaupi þessa mikil- hæfa manns var lokið. Votta ég Önnu minni og afkom- endum þeirra öllum innilega sam- úð og votta hinum látna virðingu mína. Jón Oddsson Þeim fækkar samfylgdarmönn- unum. — Nú er vinur minn og velgerðarmaður Sigmundur bóndi Sigurðsson, Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi horfinn úr hópnum. För hans hófst frá Litla-Kálfa- læk í Hraunhreppi, Mýrasýslu, 8. mars fyrir 78 árum. Þar, í for- eldrahúsum og hópi systkina, mót- aðist viðhorf hans til þeirra þátta mannlífsins er fylgdu honum jafn- an og urðu snemma markmið, er hann stöðugt keppti að bæði í starfi og leik. Kynni Sigmundar af algengum sveitastörfum á æskustöðvunum; umönnun búpenings, samskiptin við móður jörð, trú á landið, lífið og manninn knúðu fast á hug hins unga manns til aukinnar mennt- unar. Búfræðinámi frá Hvanneyr- arskóla lauk hann árið 1926. Og enn skyldi aukið við þekkinguna. Sigmundur kynnti sér sérstaklega allt er þá var nýjast í rætunarað- ferðum. Vissulega var það mikið átak á þessum árum að afla sér þekkingar, einnig á þessum vett- vangi, með lítinn námseyri en næga fordóma. Hafði ekki þjóðin komist af með pálinn og rekuna í þúsund ár? En það sannast á lífi Sigmundar og störfum, að trúin á mátt moldarinnar er ekki trú á hindurvitni. Hafa þeir ekki sann- fært okkur um það, mennirnir sem sáðmenn mættu kallast, og starf- að hafa í sama anda og trú- mennsku, og knúði unga manninn SJÁ NÆSTU SÍÐU BREYTT SIMANUMER frá og meö mánud. 23. mars nk. veröur símanúmer okkar 82755 * * GRENSASUTIBU IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.