Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 Real sigraði REAL MADRID varð fjórða liðið til þcss að tryiíKja sér sæti í 4-liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða, er liðið sigraði sovéska meistaraliðið Spartak 2—0 í Madrid í fyrra- kvold. Fyrri leik liðanna. i Moskvu, lauk án þess að mark væri skorað og vann Real því samanlaKt 2—0. Rússarnir voru sterkara lið- ið framan af, en fóru illa með færi sín. Smám saman dró af þeim og Spánverjarnir sóttu í sig veðrið. í síðari hálfleik braut Ramon Diaz ísinn með góðu marki og áður en yfir lauk bætti hann öðru marki við fyrir lið sitt. Valsmenn mæta Rangers og Celtic Meistaraflokkur Vals i knattspyrnu fer i æfinga- og keppnisferðalag til Skotlands 17. april næstkomandi. Liðið leikur tvo ieiki i ferðinni, gegn varaliðum Glasgow-ris- anna Rangers og Celtic. Valsmenn gefa út hljómplötu SEM kunnugt er á Knatt- spyrnufélagið Valur 70 ára afmæli á þessu ári og stendur félagið fyrir margvislegum uppátækjum i tilefni ársins. Meðal annars er fyrirhuguð útgáfa á hljómplötu og er það knattspyrnudeildin sem ber hitann og þungann af þvi fyrirtæki. Gunnar Þórðarson sér um útsetningu og fram- jeiðslu. ómar Ragnarsson semur texta scm Bjorgvin Halldórsson syngur ásamt nokkrum vel voldum leik- monnum deildarinnar. Skíðamót UM HELGINA fer fram i Skálafclli Reykjavíkurmót i alpagreinum i fiokki bama og fuliorðinna. Verður keppt i stórsvigi á sunnudag og svigi á sunnudag. Reykja- vikurmótið í alpagreinum er jafnframt punktamót. í Bláfjöllum fer fram á laug- ardag stórsvigsmót Ár- manns i unglingaflokki. Það mót átti að vera 28. febrúar sl. en varð að fresta því sokum veðurs. Stórsvigsmót- ið er einnig punktamót. Reykjavíkurmót í 30 km göngu verður og haldið um heigina og fer það fram í Hveradölum. Liverpool mætir Bayern Munchen í Evrópukeppninni LIVERPOOL og Bayern Munchen, knattspyrnustórveld- in frægu. drógust saman í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða. en drátturinn fór fram í gær. Fyrri leikirnir í Evrópukeppninni fara fram 8. apríl næstkomandi, en síðari leikirnir 22. apríl. Fyrri leikur Liverpool og Bayern fer fram á Anfield Road i Liverpool. I hinum leik undanúrslitanna i meistarakeppninni eigast við lið Inter Milanó og Real Madr- id. Fyrri leikurinn fer fram í Madrid. I UEFA-keppninni drógust saman hollenska félagið AZ '67 Alkmaar og franska félagið FC Sochaux, fyrri leikurinn er í Hollandi og er Alkmaar sigur- stranglegra liðið. í UEFA- keppninni mætast einnig Köln og Ipswich. Stórleikur þar á ferðinni. Pétur Pétursson og félagar hans hjá Feyenoord fá erfiðan mótherja í undanúrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa, sovéska liðið Dynamo Tblisi. Fyrri leik- urinn fer fram í Tblisi. Auk þess mætast í keppni þessari Benfica og austur-þýska íiðið Carl Zeiss Jena. Pétur og félagar eiga erfitt verk- efni fyrir höndum. • Skiðamaðurinn efnilegi Árni Þór Árnason, Reykjavik, er nú efstur í karlaflokki. Árni og Ásdís efst Staðan í bikarkeppni SKÍ 1981valpagrein- um, um íslandsbik- arinn í kvenna- flokki: , stig 1. Ásdís Alfrcðsdóttir R 125 2. Ásta Ásmundsdóttir A 95 3. Nanna Leifsdóttir A 71 4. Hrefna Magnúsdóttir A 64 5. Halldóra Björnsdóttir R 58 6. Kristín Símonardóttir D 30 Staðan í bikarkeppni SKÍ 1981,alpagrein- um, um íslandsbik- arinn í karlaflokki: . Stig 1. Árni Þór Árnason R 106 2. Guðmundur Jóhannsson í 85 3. Elías Bjarnason A 58 4. Einar V. Kristjánsson í 54 5. Björn Vikingsson A 50 6. Valþór Þorgeirsson A 44 Þetta er að loknum sex mótum. Opið mót í stórsvigi NÆSTKOMANDI laugardag fer fram á Akureyri opið mót í stórsvigi drengja 13 til 16 ára. Jafnframt mót stúlkna 13 til 15 ára. Á sunnudag verður keppt i svigi. Þá verður punktamót í stökki á laugardaginn og hefst keppni kl. 13.30. Leiðbeint vcrð- ur í skíóastökki á sunnudag. Fólki gefst tækifæri um helgina að fá tímatöku í göngubrautinni. Það verður því nóg um að vera i Hliðarfjalli um helgina. Staða Fram vænkaðist FRAM sigraði Ilauka nokkuð örugglega með 24 mörkum gegn 20 í fallkeppninni í 1. deild karla í handknattleik i Hafnarfirði i gærkvöldi. í leikhléi var staðan 11:10 Haukum i vil. Leikurinn var talsvert sveiflukenndur, snemma i fyrri hálfleik hafði Fram náð 3 marka forystu, en Haukar höfðu eins marks forystu i leikhléi, 11:10. Siðan var jafnt á flestum tölum i síðari hálfleik þar til að Framarar tóku mikinn kipp, léku vel bæði í vörn og sókn og náðu 5 marka forystu og þann mun tókst Haukum ekki að vinna upp og Fram stóð uppi i lokin sem öruggur sigurvegari. Fatlaðir keppa ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra og JC-hreyfingin á íslandi gangast um helgina fyrir Boccia og borð- tennismóti fyrir fatlaða. Keppnin hefst f dag klukkan 13.00 og verður fram haldið á morgun. I kvöld verður einnig keppt i borðtcnnis. Mótið fer fram i iþróttasal Hliðarskóla. Með þessum sigri hefur staða Fram vænkazt verulega, liðið hef- ur nú hlotið 3 stig eins og Haukar, en KR hefur 2 og á einn leik til góða. Því er ómögulegt að spá um það, hvaða lið fellur í 2. deild og skal það því látið ógert hér. Gangur leiksins í stuttu máli var sá að Árni Hermannsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Hauka, en Framarar svöruðu að bragði og skoruðu hvert markið á eftir öðru og náðu 3 marka forystu, 5:2 og 6:3, en um miðjan hálfleikinn höfðu Haukar jafnað, 7:7. Síðan var jafnt á öllum tölum upp i 10:10, en eftir mikinn darraðardans í lok hálfleiksins komust Haukar yfir 11:10. í upphafi síðari hálfleiks skipt- ust liðin á um að skora og á 10. mínútu var jafnt 16:16. En þá tóku Framarar mikinn sprett, lokuðu bæði vörninni og markinu og gerðu út um leikinn með 5 mörk- um í röð án svars frá Haukum og breyttu þannig stöðunni í 21:16. Eftir það skiptust liðin á um að skora og með stórgóðum varnar- leik tókst Frömurum að halda Haukunum frá sér og lauk leikn- um því með öruggum sigri Fram 24:20. Beztu menn Fram að þessu sinni voru Sigurður Þórarinsson, markvörður, Björgvin Björgvins- son, Egill Jóhannesson og Jóhann Gunnar Kristinsson, sem var mjög sterkur í vörninni. Haukaliðið var fremur jafnt, en þó bar mest á þeim Árna Hermannssyni og Sig- urgeiri Marteinssyni. Mörk Fram: Egill og Björgvin 6 hvor, Hermann, Hannes og Jón Árni 3 hver. Atli 2 og Teodór 1. Mörk Hauka: Sigurgeir 5, Árni Hermannsson 4, Svavar og Júlíus 3 hvor, Sigurður 2, Viðar, Stefán og Árni Hermannsson 1 hver. HG Þór keppir í öllum flokkum ÚRSLITAKEPPNIN I yngri ald ursflokkunum I handknattlcik Kristbjörn dæmir í Sviss EINN islenskur körfuknattleiks- dómari hefur fengið boð um að dæma í Evrópukeppninni í körfu- knattleik sem fram fer í Sviss i næsta mánuði. Það er hinn kunni og ötuli dómari Kristbjörn Al- bertsson, sem fær þetta hlutverk. Kristbjörn fer utan með íslenska landsliðinu til Skotlands og dæm- ir þar einn leik og siðan leiki i keppninni i Sviss. Það er mikill heiður sem Kristbirni er sýndur með þessu verkefni. — ÞR. Kristbjörn Albertsson dómari. fer fram um helgina og fer keppni í öllum flokkum fram við sunnanverðan Faxaflóa. Keppnin i 2. flokki kvenna fer fram i Laugardalshöllinni, 3. flokkur kvenna keppir á Seltjarnarnesi, 3. flokkur karla keppir i Hafnar- firði og i Laugardalshöll, 4. flokkur karla keppir i Ásgarði og 5. flokkur karla keppir að Varmá. Keppni í 2. flokki karla frestast vegna kærumála sem þar eru í gangi og ekki sér fyrir endann á enn þá. Athyglisvert er, að Þór frá Akureyri á lið í öllum flokkunum sem keppt er í og þó að meistara- flokksliðin hafi fállið niður um deildir í vetur, virðist bjart fram undan. • Við skulum fara yfir hóla með lipurri fjöðrun í öklum, hnjám og mjöðmum. • Um leið og við höfum farið yfir hólinn er skíðunum þrýst niður móti hrekkunni. Á þennan hátt getið þið aukið hraðann, ef æskilegt er. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.