Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 21 Arðrán? Hugleiðingar út af grein Þorgeirs Þorgeirssonar í Morgunblaðinu laugardaginn 14. mars Byggung, Mosfellssveit: Vonar að kúgunarhót- anir framleiðenda séu einungis orðin tóm Samkvæmt marxískri skilgrein- ingu er það kallað arðrán þegar atvinnurekandi hagnast á vinnu launþega. Um leið og ég þakka Þorgeiri Þorgeirssyni fyrir hans ágætu og rökföstu grein þar sem hann hvetur til samstöðu rithöf- unda gagnvart ríkisvaldinu — með því að taka inn höfuðverkja- töflur — verður mér á að velta því fyrir mér hverjum þessar töflur myndu koma til góða. Ef Þorgeir á við rithöfunda í heild er ég honum hjartanlega sammála. En þó læð- ist að manni sá grunur að hér sé aðeins um fáeina útvalda að ræða. Hvernig má það vera að sömu mennirnir tróna alltaf í hæsta eða næsthæsta flokki Lánasjóðs ár eftir ár? Rithöfundasambandið telur nær tvö hundruð meðlimi sem allir greiða sama félagsjjjald- ið: kr. 300 (nýkrónur) á ári. Eg hef alltaf heyrt því haldið fram að Sambandið sé stéttarfélag. Hvað myndu Dagsbrúnarmenn segja við mismunun á launum — eða að sumir fengju laun en aðrir ekki? Ef svo er að Launasjóður rithöf- unda sé hluti af söluskatti bóka, þá er hann sameiginleg eign okkar allra sem fást við skriftir. Þeir, sem telja sig sósíalista og hrópa hæst um jafnræði og mannréttindi ættu síst allra að stuðla að stéttaskiptingu. Færi ekki betur á að gera dálitla úrbót svo að sömu menn væri ekki alltaf á toppnum, að þeir sem mest hafa borið úr býtum sæju sóma sinn í að hleypa öðrum að jötunni? Því spurningin er: Hverjir eru góðir og hverjir eru slæmir rithöfund- ar? Hver treystir sér til að svara því í alvöru? Getur ekki verið um skammvinn tískufyrirbrigði að ræða, borin uppi af ákveðnum stjórnmálaflokki sem tekist hefur á einn eða annan hátt að hasla sér völl innan listgreina þjóðarinnar? A síðari árum hefur maður heyrt því fleygt að efnisval ísl. rithöfunda væri mjög fábrotið og í sumum tilvikum nálgaðist beinan ritstuld. Slík þróun er skiljanleg þar sem þeim er þröngur stakkur sniðinn af hálfu hlutdrægra gagn- rýnenda og sjálfkjörinna bók- menntafrömuða. Það virðist vera í tísku að enginn geti skrifað eða stundað listir án þess að vera róttækur. Efnisvalið verður að lúta forskrift menningarpáfanna þó að bregða megi út af með frásögnum af „rúmförum" og sjálfsævisögum í marxískum anda. Ef farið er út i aðra sálma er sá rithöfundur eða listamaður gerður að réttdræpum skóggangs- manni, óferjandi og óalandi. Nei, sjálfstæð hugsun á ekki upp á pallborðið hjá okkur íslendingum í dag. Sinn þátt í þessari þróun á auðvitað Rithöfundasamband ís- lands. Þar situr einlit alræðis- stjórn hvert kjörtímabilið á fætur öðru (þó að til málamynda sé skipt um nöfn) og gætir þess með bolabrögðum að hlutlaus stjórn komist ekki að. Svipað er að segja um hið svokallaða Rithöfundaráð, sem er angi af sama meiði. Sjálfsagt er það virðingarauki að sitja í stjórn Sambandsins, sam- fara völdum og tækifærum til að koma ár sinni og gæðinga sinna fyrir borð, bæði hér heima og erlendis. Nú mætti spyrja sem svo: Hvers vegna er ekki risið gegn þess háttar vinnubrögðum í lýð- frjálsu landi? Jú, svarið er einfalt: Minnihluti Sambandsins hefur ekki bolmagn til að standa á rétti sínum gegn aðgangshörðum eigin- hagsmunahópi, sem telur sig ein- an jjekkja stórasannleika. A þessu þarf að verða breyting svo að ísl. rithöfundar og lista- menn neyðist ekki til að svín- beygja sig fyrir ofurvaldinu og geti farið að hugsa og iðka list- grein sína sjálfstætt, skoða verk- efni sín frá ýmsum hliðum án þess að eiga á hættu að verða troðnir niður í svaðið. Skrifað 18.03. Gréta Sigfúsdóttir Svohljóðandi yfirlýsing barst Mbl. frá stjórn Byggingarfélags ungs fólks í Mosfellssveit, Bygg- ung: Vegna blaðaskrifa um kaup 3. áfanga Byggingarsamvinnufélags ungs fólks í Mosfellssveit á eldhús- innréttingum, vill stjórn félagsins og stjórn 3. byggingarflokks koma eft- irfarandi athugasemd á framfæri: Við afgreiðslu stjórnar á kaupum 3. byggingarflokks á eldhúsinnrétt- ingum í íbúðir sínar, var frá því gengið, að innlendir framleiðendur innréttinga fengju tækifæri til jafns við innflytjendur á að koma vöru sinni á framfæri. Var í því sambandi leitað til tveggja framleiðenda og tveggja innflutningsaðila. Að öðru leyti vísaði stjórnin ákvörðun um kaup á einstökum innréttingum til þeirra aðila sem íbúðir eiga í 3. áfanga. Byggjendur í 3. áfanga kynntu sér sjálfir þær innréttingar sem í boði voru og tóku ákvörðun um val innréttinga á eigin spýtur. Stjórn Byggingarsamvinnufélags ungs fólks í Mosfellssveit lítur svo á, að þeim aðilum, sem valið hafa að fjárfesta í íbúðarframkvæmdum fé- lagsins, sé það í sjálfsvald sett hvernig þeir verji fé sínu til kaupa á innréttingum í íbúðir sínar. Hlut- verk stjórnar og framkvæmdastjóra er að framkvæma vilja byggjenda í þeim efnum. Stjórnin vísar algerlega á bug ásökunum á hendur framkvæmda- stjóra félagsins, Arnar Kjærnested, um undarlega viðskiptaháttu af hans hálfu, og leggur áherslu á að hiutur hans í þessu máli er fyllilega í samræmi við vilja umbjóðenda hans. Stjórn Byggingarsamvinnufélags ungs fólks í Mosfellssveit vill að siðustu ítreka, að kaup félagsins á eldhúsinnréttingum í íbúðir 3. áfanga eru framkvæmdar að vilja þeirra aðila sjálfra, er íbúðir eiga í smíðum í umræddum byggingar- áfanga. Stjórn félagsins mun ekki undir neinum kringumstæðum leyfa sér að taka ákvörðunarvald af byggj- endum í þessum málum, sem og öðrum er lúta að innréttingum íbúða þeirra. Ennfremur vonar stjórnin að kúgunarhótanir einstakra framleið- enda í þessu sambandi séu einungis orðin tóm, enda sé það öllum aðilum fyrir bestu. Samþykkt á stjórnarfundi félags- ins 18/3 1981. JC Hafnarfjörð- ur með fræðslufund í DAG, laugardag. kl. 14 verður haldinn fræðslufundur i Bæjar- biói i Hafnarfirði um varnir gegn hjartasjúkdómum og lifgun úr dauðadái. Sýnd verður fræðslukvikmynd og einnig mun Ásbjörn Sigfússon, læknir, halda erindi og svara fyrirspurnum um þessi efni. Tilgangur fundarins er að vekja athygli almennings á þessum vá- lega sjúkdómi um leið og reynt verður að veita nokkra fræðslu um fyrstu meðferð á fólki sem verður fyrir hjartaáfalli. Það er JC Hafnarfjörður sem stendur fyrir þessum fundi í tilefni JC-dagsins sem er í dag, 21. mars. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. (Fréttattlkynning). Hlutavelta — vöfflukaffi SKAGFIRZKA söngsveitin held- ur hlutaveltu, happamarkað og kaffisöiu í Drangey, Siðumúla 35, laugardaginn 21. marz ki. 14. Fjáröflunarnefnd Skagfirzku söngsveitarinnar hefir unnið öt- ullega að öflun fjár til styrktar söngför til Kanada 4. júní nk. og væntir þess að vinir og velunnarar kórsins líti við í Drangey á laugardaginn, freisti gæfunnar, fái sér kaffisopa og styrki um leið kórinn í starfi. Bæ, Höfðaströnd: Óvenjulega erfiður vetur það sem af er Bs, 19. marz. ÞAÐ SEM af er hefur verið óvenju- lega erfiður vetur og nú eftir þriggja daga stórhrið er smávegis hriðarupphroð. Snjór er þó ekki mjög mikill, en miklir skaflar eru viða, sérstaklega við hús, vegna veðurofsans, sem verið hefur mikill. Mjög er harðindalegt, því klaka- hjúpur hylur jörð, þar sem ekki er stórfenni. Þeim hrossum, sem ekki hafa verið í húsi er gefin full gjöf út. Vegir eru flestir færir í innhéraði Skagafjarðar, en í Fljótum og úthér- aði hefur ekki verið fært undanfarna daga, og í fyrradag komst mjólkur- bíllinn ekki leiðar sinnar. t dag er verið að reyna að moka og greiða fyrir flutningum. Hrognkelsaveiði var byrjuð áður en þetta áhlaup kom, en í marga daga hefur ekki verið hægt að vitja um net. Ekki hefur þó verið mikið brim og óttast menn því, að ísinn sé ekki langt undan landi. Nú er mikiö um aö vera í Blómaval viö Sigtún. Skoöiö hið fjölbreytta úrval okkar af allskonar ungplöntum á mjög hagstæöu verði. Veitiö ungplöntunum áframhaldandi ræktun heimafyrirog látiöþærvaxaí höndum ykkar. Hafsteinn Hafliöason, garöyrkjufræðingur, leiðbeinir viðskiptavinum þessa helgi um pottaplöntur, meðferð þeirra, umpottun og staösetningu. Það er margt að sjá í Blómaval. Opið frá kl. 9—21 blléffMödlSa Gnóðurhúsinu viö Sigtún.Símar36770-86340 — Björn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.