Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 25 Hólmsteinn kemur til hafnar á Stokkseyri að lokinni leit, en fyrir ströndinni má sjá mörg skip á leitarsvaeðinu. „í gegn um særokið sá ég mann hanga á kili báts“ „Sá möstrin leggjast niður og bátnum hvolfa“ Hinrik ólafsson vörubílstjóri. Um 20 bátar kembdu hafið út af Stokkseyri iiðlega kiukkustund eftir að Þernu hvolfdi. í Þorlákshöfn i gærkvöldi. Skip- verjar á Hafsæl sem björguðu Gunnsteini af kili. Skipstjór- inn, Hólmar Viðir Gunnarsson er annar frá hægri. SKJÓTT var ^ brugðid við þegar Þernu ÁR 22 hvolfdi skammt undan Þorlákshöfn um fimmleytið í gær, því vörubílstjóri á bryggjunni á Stokkseyri sá þegar bátn- um hvolfdi, en hvöss norð- anátt var á með gaddi og vindöldu. Morgunblaðs- menn fylgdust með björg- unaraðgerðum úr lofti yfir slysstað á Stokkseyri og í Þorlákshöfn. „Ég var niðri á bryggju að losa net fyrir Ilólmstein ÁR sem var nýkominn að og þegar mér varð allt í einu litið til sjávar sá ég hvar bátnum var að hvolfa. Ég sá möstrin leggjast niður og báturinn virtist strax fara á hvolf,“ sagði Hinrik ólafsson vörubíl- stjóri frá Baugsstöðum í samtali við Mbl. í gær, „ég hljóp strax til þeirra á Hólmsteini og sagði þeim hvað hefði skeð og þeir leystu landfestar samstund- is og sigldu á vettvang og komu rétt á eftir Hafsæl.“ Strax voru kallaðar út björgun- arsveitir og nálæg skip sigldu á vettvang þar sem leit var skipu- lögð fram í myrkur án árangurs. Morgunblaðið ræddi einnig við skipstjórann á Hafsæl EA 85, Hólmar Víði Gunnarsson, og sagð- ist honum svo frá: „Við vorum á landleið eftir að hafa lagt netin þegar ég veitti eftirtekt einhverju torkennilegu á sjónum og þegar betur var að gáð í gegnum særokið sá ég mann hanga á kili báts sem maraði í kafi. Við náðum að flakinu eftir skamma stund og gátum bjargað skipverjanum, en félaga hans tvo sáum við ekki. Annar hafði verið í stýrishúsi þegar bátnum hvolfdi og skaut honum upp skömmu síðar nokkuð frá bátnum og hinn bar einnig frá bátnum. Þeir náðu ekki kili og við sáum þá aldrei en báturinn mar- aði í yfirborðinu í einar 10 mín. eftir að við komurn." Aðspurður hvort hann hefði bjargað manni áður svaraði Hólmar Víðir: „Ég hef ekki bjarg- að manni áður, en mér hefur verið bjargað á mjög svipaðan hátt og við mjög líkar aðstæður og voru nú. Það var árið 1973 við Sand- gerði, við vorum þrír á 12 tonna bát sem hvolfdi í illviðri og við komumst á kjöl og vorum svo heppnir að Víðir II bjargaði okkur öllum. Það má því segja að maður hafi reynsluna. Gunnsteinn var furðu brattur þegar við náðum honum. Við reyndum að hlúa að honum og hann var strax settur í þurr föt, en það var verst að ná ekki öllum.“ -á.j. Um 160 manns ræddu umhverfi og útivist í þéttbýli UM 160 manns sóttu i gær ráðstefnu um umhverfi og útivist i þéttbýli, sem Samband isl. sveitarfélaga, Landvernd og Félag isl. landsiagsarki- tekta efndu til á Kjarvalsstöðum. Voru margir fulltrúa langt að komnir úr sveitarfélögunum úti á landi, en þar voru fulltrúar aðildarfélaga Landverndar. landslagsarkitektar. skipulagsfólk, garð- yrkjufólk og fleiri, og var um viðfangsefnið fjallað i 6 umræðuhópum að framsögucrindum loknum. Stóð ráðstefnan allan daginn, en matur og kaffi framreitt á staðnum. Jón G. Tómasson, formaður sambandsins, setti ráðstefnuna kl. 9.40. Forstöðumanni umhverfis- málastofnunar Bergen, Anders Kvam, hafði verið boðið sérstak- lega til ráðstefnunnar og flutti hann erindi um skipulag umhverf- ismála í sveitarfélögum í Noregi, lýsti starfsháttum þar. Þá voru flutt sex framsöguerindi: Álfheið- ur Ingadóttir, formaður, ráðsins talaði um stefnu og störf Um- h verf ismálaráðs Rey kj avíkur- borgar, Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri um gildi grænna svæða og samstarf sveitarfélaga um ræktunarmál, Tryggvi Gísla- son skólameistari og formaður skipulagsnefndar Akureyrar um umhverfismótun sem þátt í skipu- lagsmálum, Baldur Andrésson arkitekt hjá Skipulagi ríkisins Anders Kvam i ræðustól. talaði um hlutverk útivistarsvæða í skipulagi þéttbýlis, Húnbogi Þor- steinsson sveitarstjóri í Borgar- nesi um umhverfismál í kauptúna- hreppum og Einar E. Sæmundsson um umhverfi og útivist í þéttbýli. Og Haukur Hafstað framkvæmda- stjóri Landverndar kynnti niður- stöður umhverfiskönnunar, sem Frá ráðstefnunni. Landvernd lét gera í 22 sveitarfé- lögum í þéttbýii nýlega. Umræðuhópar störfuðu síðdeg- is, en þeir fjöiluðu um: Útivistar- svæði í aðalskipulagi, samstarf sveitarfélaga að umhverfis- og útivistarmáium, stöðu og upp- byggingu umhverfismálaflokksins Ljóen. ÓI.K.Ma«. innan ramma stjórnkerfis sveitar- félagsins, útivistarsvæði og nýt- ingu þeirra og búnað, um fjármál umhverfismála og loks um um- hverfiskönnun Landverndar. En umræðuhópar skipuðu áliti í lok umræðna og sleit Þorleifur Ein- arsson formaður Landverndar ráðstefnunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.