Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 48
Stminn á afgreiðslunni er 83033 ■MHHNMHMHNHMMI LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 Tveggja sjómanna sakn- að af m/b I>ernu ÁR 22 Komust ekki á kjöl vegna vindöldu-þriðja skipverjanum bjargað TVEGGJA sjómanna af Þernu ÁR 22 er saknað, en bátnum, sem er níu tonn aö st*rð, hvolfdi skyndilega þar sem verið var að leggja netin, innan við mílu frá Stokkseyri um kl. 5 i gærdag. Þriðji skipverjinn, Gunnsteinn Sigurðarson, 17 ára, komst lifs af, en honum var bjargað af kili Þernu um borð i Hafsæl EA 85 sem var á landleið og sá skip- stjórinn, Hólmar Viðir Gunnars- son, hvar maður hékk á kili báts sem maraði i kafi. Björgunar- sveitir SVFÍ, Dröfn á Stokkseyri og Björg á Eyrarbakka, þustu þegar til leitar ásamt 20 skipum, sem kembdu svæðið án árangurs. Vörubilstjóri á Stokkseyri, Hin- rik Ólafsson sá þegar slysið skeði og lét hann skipverja á Hólm- steini ÁR þegar vita og sigldu þeir rakleitt á slysstaðinn, en þá var Hafsæil kominn rétt áður og búinn aö ná Gunnsteini um borð. Hafði hann náð að komast strax á kjöi, en hina skipverjana bar frá hátnum og komust þeir ekki að honum aftur vegna vindöldu og hvassviðris. Sjö vindstig af norð- austri voru á slysstaðnum þegar Þernu hvolfdi. Skipverjar á Þernu voru að leggja netin þegar bátnum hvolfdi og var báturinn þá með trossu bakborðsmegin, en bátnum hvolfdi hins vegar á stjórn- borðshlið. Vindur stóð af landi og sjór var tiltölulega sléttur en allir bátar á þessum slóðum í gær komu nokkuð ísaðir til hafnar. Mennirnir, sem saknað er, heita Þorsteinn Björgólfsson, skipstjóri, og Víðir Þór Ragnarsson 16 ára háseti. Bátar munu sigla til leitar í birtingu í dag, björgunarsveitir SVFÍ ganga fjörur og þyrla Land- helgisgæslunnar mun taka þátt í leitinni ' Tuttugu skipa floti leitaði fram i myrkur á hafinu þar sem Þerna fórst og voru sjómenn á útkikki bæði fram á stefni og uppi á stýrishúsum leitarbátanna. Sjá bls. 25. Ljósm. Mbl. RAX. Gunnsteinn Sigurðarson háseti á Þernu ásamt foreldrum sinum, Álfheiði Guðlaugsdóttur og Sig- urði Hreiðar og systkinum. Sigurður Hreiðar sagði i samtali við Mbl., þegar myndin var tekin i nótt, að þótt fjölskyldan væri að sjálfsogðu ánægð með að fá son- inn heilan á húfi þá hugsuöu þau einnig til þeirra sem ekki fengju sina aftur. Ljósm. Mbi. rax. Reyndi að teygja mig í þá en þá rak sífellt lengra frá - segir Gunnsteinn Sig- urðarson háseti á Þernu ÞETTA gerðist allt mjög snöggt, báturinn valt skyndilega og mér tókst að halda í bátinn og klifra upp á kjölinn, en hina tvo rak frá og reyndi ég að teygja mig í þá, en þá rak sifellt lengra frá, sagði Gunnsteinn Sigurðarson 17 ára háseti á Þernu í samtali við Mbl. — Við vorum að byrja að þegar ég sá að báturinn stefndi leggja og þetta var mjög stutt frá landi. Ég sá að byrjaði að flæða yfir aðra lunninguna og þá fór ég afturá og byrjaði að athuga með gúmmíbát, en þegar báturinn valt alveg komst ég upp á kjölinn. Ég veifaði eins og brjálaður maður, fyrst með höndunum, en síðan fór ég úr sjóstakknum og veifaði og ég býst við að ég hafi verið um 15 til 20 mínútur þarna á kjölnum. Öldugangur var mikill og bátur- inn á hvolfi, en ég hafði ein- hvern veginn ekki miklar áhyggjur en varð mjög feginn til mín. Þegar hann var kominn að stökk ég í sjóinn og náði taki á bjarghring, sem þeir hentu til mín. Gunnsteinn Sigurðarson byrjaði á sjónum í haust, var fyrst á millilandaskipi, síðan á bát frá Ólafsvík og hafði fyrir nokkrum dögum ráðið sig á Þernu, sem nýlega var komin úr klössun. Ekki kvaðst hann á þessari stundi geta sagt hvort hann myndi halda áfram á sjónum, en það væri þó allt eins líklegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.