Morgunblaðið - 21.03.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 21.03.1981, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 Aðalfundur Verzlunarbankans: Mesta innlánsaukn- íng í sögu bankans Aðalfundur Verzlunarbankans var haldinn sl. lau^ardaK að Hótel Soku. Fundarstjóri var kjörinn Hjörtur Hjartarson ok fundarritarar voru GunnlauKur J. Briem ok MaKnús E. Finnsson. Þetta var 20. aðalfundur bank- ans, en forveri hans, Verzlun- arsparisjóðurinn. starfaði i 5 úr ok á þvi stofnunin 25 ára starf að baki um þessar mundir. Formaður bankaráðs, Pétur O. Nikulásson ok Höskuldur Ólafsson bankastjóri fluttu ítarlegar skýrslur um starfsemi bankans og skýrðu reikninga hans. Starfsemi bankans jókst verulega á síðast- liðnu ári, innlánsaukning var inn- an þeirra marka, sem stefnt var að í efnahagsáætlunum, en þetta hvort tveggja leiddi til stórbata í lausafjárstöðu bankans. Hagur og rekstur bankans »Tv|; " frm fr iin|^ Ytfrm ■ ■ '0 Pétur 0. Nikulásson, formaður bankaráðs i ræðustól. Til beggja handa sitja bankastjórar, bankaráðsmenn, fundarstjóri og fundarritarar. Eigið fé bankans í árslok var 2.105 milljónir og hafði aukist á árinu um 921 milljón. Nemur eigið fé í árslok 14% af heildarinnstæð- um í bankanum. Heimilað hlutafé bankans er nú 800 milljónir. 1. október í haust er gjalddagi á síðasta þriðjungi hlutafjárútboðs frá 1979. Aðalfundurinn sam- þykkti að gefa út á árinu jöfnun- arhlutabréf allt að 4.000.000, sem er 50% af hlutafé bankans. Þá var samþykkt tillaga bankaráðsins að innkalla áður útgefin hlutabréf og gefa þau út að nýju í samræmi við gjaldmiðilsbreytinguna. Hagnaður af rekstri ársins varð 179,5 milljónir og voru 62 milljón- ir lagðar í varasjóð, sem verður þá 412 milljónir. Óráðstafað eigið fé í árslok er 138 milljónir. Aðalfund- urinn samþykkti að greiða hlut- höfum 10% arð. Niðurstöðutölur á rekstrar- reikningi eru 6.944 milljónir kr. og hafa þær hækkað um tæp 107% frá fyrra ári. Vaxtatekjur og verðbætur útlána námu alls 6570,0 milljónum kr. en þóknun og aðrar þjónustutekjur voru 374,0 milljón- ir króna. Vaxtagjöld og verðbætur námu samtals 5534,0 milljónum kr. og Eigið fé nam í árslok 14% af heildarinnistæðum Frá aðalfundi Verzlunarbankans. rekstrarkostnaður varð 1173,0 millj. kr. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 55,4%, en annar kostnaður um 73,4%. Verzlunarbankinn er aðili að Húsi verzlunarinnar og greiddi hann á árinu 219,0 millj. kr. til þeirra framkvæmda. Innlán Innlánsaukning bankans á síð- asta ári varð 6090,6 millj. kr. eða 67,9%, sem er mesta hlutfallsleg aukning sem orðið hefur hjá bankanum frá upphafi og er yfir meðaltalsaukningu bankakerfis- ins á sl. ári. Heildarinnstæður námu 15.064,9 millj. kr. Spariinnlán námu 12.019,0 millj. kr., en velti- innlán voru 3.045,9 millj. kr. Bank- inn rekur 5 útibú, fjögur í Reykja- vík og eitt úti á landi, þ.e. í Keflavík. Hlutfallsleg aukning innlána í útibúum var 81,3% á móti 62,9% í aðalbankanum. Inn- lánsaukning varð að sjálfsögðu mest á þeim reikningum, sem bera hæsta vexti, þ.e. vaxtaaukareikn- ingum. Á árinu var opnaður nýr innlánsflokkur, sem er verð- tryggður miðað við lánskjaravísi- tölu. Þessir reikningar voru bundnir til 2ja ára. Ekki var í fyrstu mikill áhugi fyrir þessum reikningum og mun hinn langi binditími hafa átt sinn þátt í því. En nú hefur binditíminn verið styttur í 6 mánuði og hefur það stóraukið áhuga fólks fyrir þess- um reikningum, sem eru fyllilega samkeppnisfærir við spariskír- teini ríkissjóðs. Útlán Útlán bankans námu í árslok 12.987 millj. kr., þar af er hlutur Verzlunarlánasjóðs 3.286 millj. kr. Útlánaaukning bankans varð 48,8% á árinu 1980. Útlánaaukn- ing þessi er mjög í anda þess samkomulags, sem gert var við Seðlabankann um að innláns- stofnanir bættu lausafjárstöðu sína frá því sem var lengst framan af árinu. Hlutfallsleg skipting útlána bankans í árslok er sú, að stærsti hlutinn eða 52,9% fer til verzlun- ar. Næst stærsti hlutinn eða 26,9% eru lán til einstaklinga. Útlán til annarra greina eru rúmlega 20%. Verzlunar- lánasjóður Stofnlánadeild bankans, Verzl- unarlánasjóður, afgreiddi á árinu 142 ný lán að upphæð 1.601,0 millj. kr. og jukust þau um 81,4% á árinu. Ef lán Verzlunarlánasjóðs Félagslíf og frímerkjasýningar Því miður verð ég að segja eins og mér finnst, að ég álít félagslíf meðal íslenzkra frí- merkjasafnara heldur dauft um þessar mundir. Vafalaust er eng- in ein skýring tiltæk, enda getur margt haft hér áhrif, beint og óbeint. Ég held samt, að einn þáttur skipti ekki svo litlu máli, og hann er sá, að oft lendir það, sem gera þarf, á of fáum herð- um. Og þá þreytast menn að vonum og þá ekki sízt, þegar nær allir hafa nóg að gera í daglegu brauðstriti. Eitt færir mönnum þó heim sanninn um það, að menn geta hrist af sér slenið, ef þeir vilja og eru samtaka. Þá á ég við þær frímerkjasýningar, sem haldnar hafa verið á liðnum árum. Og ekki þarf að fara langt aftur — ekki lengra en til daganna í nóvember sl., þegar Félag frí- merkjasafnara hélt sýningu í sambandi við Dag frímerkisins, FRÍM 80. Á stjórn F.F. þakkir skildar fyrir framtak sitt, ekki sízt formaður félagsins, Páll H. Ásgeirsson, og formaður sýn- ingarnefndar, Jóhann Guð- mundsson. Ég hlýt að játa, að ég var sjálfur ekki of bjartsýnn, þegar fyrst var imprað á að halda þessa sýningu. En þar sem ég léði máls á að sitja í sýningar- nefnd, átti ég þess kost að kynnast því, hversu samhuga menn geta orðið — og þá ekki sízt, þegar forystan er styrk. Um það held ég flestir geti verið sammála, að hér tókst vel til. FRÍM 80 var líka þess eðlis, að hún höfðaði vel til almenn- ings á margan hátt. Sýningin um i ÍSLAND : Frlmerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON var einnig mjög vel sótt og skilaði F.F. góðum hagnaði, sem allur rennur til félagsstarfsins og um leið til kynningar á hollri og góðri tómstundaiðju. Þá munu og allmargir nýir félags- menn hafa bætzt við í raðir F.F.-manna og þá í beinu fram- haldi af þessari sýningu. Þá er afmæiissýning F.F. framundan, því að 11. júní 1982 verður félagið 25 ára. Er það ekki lítill atburður í íslenzkri frímerkjasögu. Veit ég, að stjórn félagsins er þegar farin að hugsa til þessa afmælis og þess starfs, sem vinna þarf. Er vonandi, að sem flestir félagsmenn leggií hér hönd á plóginn. Þá veit ég, að stjórn L.Í.F. hefur í athugun, að íslenzkir safnarar geti tekið að sér að halda samnorræna frímerkja- sýningu, sem nefnist Nordia og haldin hefur verið árlega á Norðurlöndum um nokkur ár. Væri vissulega bæði gagn og gaman að geta haldið slíka sýningu hér á landi, en auðvitað kostar það bæði fé og ekki síður fyrirhöfn, þar sem við erum svo fá. Enginn vafi leikur samt á því, að við höldum þess konar sýn- ingu á íslandi fyrr eða síðar. Aðalfundur Félags frímerkjasafnara var haldinn 26. febrúar sl. Ekki neita ég því, að hann hefði mátt vera fjölsóttari en raun varð á. Fundarstörf fóru fram með hefðbundnum hætti og er engin ástæða til að rekja þau hér. Stjórnin er að mestu óbreytt frá síðasta ári. Páll H. Ásgeirsson er formaður, Þórir Kristmundsson varaformaður, Óskar Jónatansson ritari, Magni R. Magnússon gjaldkeri og Hugi Ármannsson spjaldskrárritari. Meðstjórnendur eru Hjalti Jó- hannesson og Jóhann Guð- mundsson, en varamenn í stjórn þau Ellen Sighvatsson og Her- mann Pálsson. í F.F. eru nú tæplega 300 félagsmenn. Fundir eru haldnir mánaðarlega frá í september og þar til í maí. Innanfélagsuppboð á alls konar frímerkjaefni eru tvisvar til þrisvar á ári, og þau eru yfirleitt mjög vel sótt. Félagsheimili F.F. er að Amt- mannsstíg 2 og er opið öllum á miðvikudögum kl. 17—19, en félagsmönnum og gestum þeirra á laugardögum kl. 15—18. Á siðasta ári komu rúmlega 1200 gestir í herbergi félagsins, og var það veruleg fjölgun frá árinu á undan. Ég hef haft öruggar spurnir af því, að F.F. ætli að halda markað með myntsöfnurum laugardag- inn fyrir páska, þ.e. 18. apríl nk. Frímerkja- og myntmarkaður hefur verið haldinn síðustu tvö ár, og hafa safnarar og aðrir flykkzt á hann, enda oft hægt að fá þar gott efni í söfn sín og eins losna við annað í skiptum. Frímerkjauppboð F.F. var haldið 14. febrúar sl., og var það nokkuð kynnt hér í þættinum skömmu áður. Því miður hafa þessir þættir verið nokkuð strjálir að undanförnu, og þess vegna hefur ekkert verið sagt frá uppboðinu. Þá gat ég ekki sjálfur sótt uppboðið og fylgzt með því, en ég hef aftur á móti haft tækifæri til að athuga niðurstöðu þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.