Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 27 Guðjón Hansson: Forystumálin í Sjálfstæðisflokknum hefði verið eftir því. Borgar- stjórn verður ekki að athlægi við að samþykkja þessa til- lögu, heldur er það orkuráð- herra, sem hefur orðið að viðundri og athlægi, en ekki borgarstjórn. Það þarf að ýta við þessum sofandi manni, það þarf að vekja hann af þyrni- rósarsvefninum. Flutnings- maður á þakkir skildar fyrir að hreyfa þessu máli og verður það vonandi til þess að ýta við hinum sofandi manni í iðnað- arráðuneytinu," sagði Davíð Oddsson. Rafmagn, ódýrasta orkan Næst kom í ræðustól Elín Pálmadóttir (S). Hún sagði, að rafmagn væri hreinlegasta og ódýrasta orkan sem völ væri á og af henni ættu íslendingar nóg. Hún væri okkar auður. Elín sagðist styðja tillögu Sjafnar, hins vegar sagðist hún ekki fullkomlega sátt við siðasta hluta tillögunnar. Elín sagði, að ekki væri annað fært en að hefjast handa við virkj- anir hið allra fyrsta, það væri nauðsynlegt. Einnig yrði að búa í haginn fyrir stóriðju. Elín sagði, að virkjanir borg- uðu sig upp með tímanum og þá ættu landsmenn virkjan- irnar skuldlausar, til dæmis væri Álverið á góðri leið með að borga Búrfellsvirkjun upp. Elin Pálmadóttir ákvörðun um að efla Lands- virkjun, eins og gerst hefði, hefði sameignarsamningurinn um Landsvirkjun verið sam- þykktur í borgarstjórn, sællar minningar. „Stórvirkjanir eru slíkt fyrirtæki að okkur ber skylda til að miða ákvarðanatöku við það hvort virkjun er örugg og hagkvæm,“ sagði Kristján. Lýsti hann því síðan yfir að hann myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna. Síðan sagði Kristján það sína persónulegu skoðun að Sult- artangavirkjun yrði næsta stórverkefni í virkjunarmál- um, ýmislegt benti til þess að hún kæmi vel út úr saman- burðarkönnun á hagkvæmni þeirra þriggja virkjana sem um væri rætt. Þá lét Kristján bóka eftir- farandi: — Ákvarðanir um nýjar stórvirkjanir ber að mínum dómi að taka með tilliti til hagkvæmni og öryggis virkj- unarinnar, en ekki út frá Iandshluta- eða héraðssjón- armiðum. Samanburðarathug- anir á þeim þremur virkjun- arkostum sem nú virðast helst koma til greina liggja ekki fyrir. Meðan svo er treysti ég mér ekki að mæla með einum þeirra fremur en öðrum, þótt margt virðist hins vegar benda til þess að hagkvæmast Kristján Benediktsson Ég hef ekki lagt það í vana minn að skrifa í blöð um málefni Sjálfstæðisflokksins en hef þess meira tekið þátt í störfum flokks- ins í 40 ár með ræðuhöldum og tillöguflutningi um það sem betur mætti fara í störfum flokksins, stefnuskrá hans og forystu, en ekki fengið þær undirtektir sem vera skyldi vegna ofríkis flokks- klíkunnar sem öllu ræður með aðstoð misvitra manna sem vant- ar stöður og fyrirgreiðslu handa sér en hafa enga skoðun og enn síður þekkingu á flokksmálum, þeir tryggja flokksklíkunni meiri- hluta í flokknum en hafa ekki fylgi almennings, svona gengur það ekki lengur að formaður og flokksklíkan telji sig eiga flokkinn og skrifstofan sé áróðursmaskína fyrir þá en hinn almenni flokks- maður fær ekki vélritaðar greinar þar fyrir sig vegna þess að starfs- fólkið telur sig vera að vinna fyrir Geir, en Geir á ekki flokkinn, hann verður að víkja fyrir öðrum formanni, eins og til dæmis Ragn- hildi Helgadóttur vegna ofríkis en samt stjórnsleysis Geirs Hall- grímssonar. I grein minni 26/2 ’81 legg ég til að kosin sé ný forysta, það verður að gerast á landsfundi nú í haust. Geir Hallgrímsson verður að hætta, hann hefur ekki traust almennings og er ofurseld- ur ofstækisklíku sem hefur ekkert fylgi meðal almennings. Vegna athugasemdar Sveins Skúlasonar, framkvæmdastjóra fulltrúaráðsins, í Morgunblaðinu 28/2 81 þar sem hann afritar kafla úr lögum Sjálfstæðisflokksins og telur það vera svar við grein minni frá 26/2 ’81, það verður að segjast eins og er að Svenni er nýkominn ungur maður í flokkinn og þess vegna ekki nógu kunnugur sögu og vinnubrögðum í Sjálfstæðis- flokknum og þar af leiðandi alls ekki fær um að taka að sér að svara greinum fyrir formann flokksins. Misritun átti sér stað í grein minni 26/2 ’81, þar sem sagt var að höfundar Valdatafls hefðu verið verðlaunaðir með því að kjósa þá í miðstjórn en átti auðvitað að vera flokksráð. Von- andi að Svenni læri það að hann er í vinnu hjá hinum breiða fjölda flokksmanna en ekki fámennri ofstækisklíku sem öllu hefur ráðið á flokksskrifstofunni. Flokksklík- an skipulagði hverfasamtökin til þess að tryggja sér völdin og ætlaði að leggja niður hin félögin sem hún var að missa völdin í. Það tók flokksklíkuna mörg á að koma hverfafélögunum á, en henni tókst ekki að leggja niður hin félögin vegna andstöðu fjölda flokks- manna, en nú er flokksklíkan að missa völdin í hverfafélögunum og þar með í flokknum. Þegar sú stund rennur upp þá þarf að fækka launuðu starfsfólki á flokksskrifstofunni og vinna hlut- ina í sjálfboðavinnu en ekki bara fyrir kaup. Það verður aldrei blómlegt flokksstarf nema með miklu sjálfboðastarfi. Hvernig er kosið á landsfund og hvernig fer kosningin fram. Auð- vitað eiga kosningareglur flokks- ins að vera þannig að ekki fáist landsfundarfulltrúar út á aðra en þá sem eru fullgildir félagsmenn og ekki fáist landsfundarfulltrúi út á þá i fleiri en einu félagi innan flokksins. Eins þarf að hætta því að kjósa landsfundarfulltrúa út á menn sem eru löngu dánir og aðra sem skrifaðir hafa verið inn óbeð- ið og aldrei hafa nálægt flokknum komið og aðrir sem hættir eru fyrir áratugum en eru hafðir á félagaskrá eins og hinir dánu til þess að flokksklíkan fái fulltrúa út á þá á landsfund. Nú hefst fulltrúaráðsfundur og þannig fer hann fram, flokksklík- an og ýmis félög velja alla full- trúana nema 18 á landsfund sem á að kjósa samkvæmt uppástungum en flokksklíkan er svo ósmekkleg að koma með þá einnig niðurrað- aða á lista. Flokksklíkan velur fína menn sem starfa ekkert í flokknum og mynda ekki stefnu flokksins en koma aðeins á lands- fund til þess að kjósa forystu flokksins. Á mill landsfunda kýs miðstjórn ýmsar nefndir með fín- um mönnum og formenn þeirra flokksnefnda eru sjálfkjörnir á landsfund. Nýjasta neyðarvörn flokksklík- unnar er að ætla sér að tvöfalda tölu fulltrúaráðsmeðlimanna fyrir landsfund án þessa að fjölgi í flokknum af því að flokksklíkan er að missa tökin á hverfafélögunum og þessir nýju fulltrúar í full- trúaráðinu verða eingöngu valdir af flokksklíkunni sem gefur skrifstofunni fyrirmæli um að tryggja þeim völdin. Sjálfstæðismenn um allt land, sameinumst um nýja forystu í flokknum. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir og líta raun- hæft á málin. Gjör rétt, þol ei órétt. Guðjón Hansson Halldór Jónsson, ökukennari: „ljmferðarmenning“ á íslandi 1981 Þá sagði Eín, að Alþýðubanda- lagið hefði alltaf verið úrtölu- flokkur í orkumálum. Sagðist hún minnast þess þegar rætt var um virkjun Búrfells að Alþýðubandalagsmenn hefðu talið það illframkvæmanlegt vegna ísreks. Hins vegar hefði það reynst rangt. Akvörðun með tilliti til hagkvæmni og öryggis Næstur kom í ræðustól Kristján Benediktsson (F). Hann sagðist telja þessa urri- ræðu ákaflega innihaldslausa, flestir töluðu af tómri yfir- borðsmennsku, en af lítilli þekkingu. Kristján sagðist þó ekki ætla að hrósa sér af þekkingu á þessum málum. Kristján velti þeirri spurningu fyrir sér hvort ályktanir borg- arstjórnar hefðu einhver áhrif á gjörðir Alþingis og sagðist hann telja að slíkar ályktanir hefðu fyrst og fremst áhrif ef þær væru skynsamlega undir- byggðar, en ekki úr lausu lofti gripnar. Hann sagði, að sér fyndist einkennilegt að Sjöfn skyldi koma upp í pontu og lýsa því ófremdarástandi sem væri í orkumálum, eftir það sem á undan væri gengið. Þetta ástand væri því um að kenna að ekki hefði verið tekin sé að virkja við Sultartanga, m.a. vegna þess aukna rekstr- aröryggis sem virkjun þar myndi skapa við Búrfell. Und- ir þá áskorun í tillögunni, að sem fyrst verði að taka ákvörðun um næstu stórvirkj- un, get ég að sjálfsögðu tekið." Tóm vitleysa að samþykkja tillöguna Síðastur talaði Sigurður Tómasson (Abl). Hann sagði, að borgarstjórn væri ekki við því búin að gera nokkra álykt- un um orkumál Þá sagðist Sigurður vera orðinn leiður á því að sífellt væri verið að ráðst á Hjörleif Guttormsson vegna orkumála. Hann sagði að Hjörleifur og Magnús Kjart.ansson iðnaðarráðherrar Alþýðubandalagsins, hefðu unnið mikið og gott starf á þeim vettvangi. Þá ítrekaði Sigurður þá skoðun sína, að borgarstjórn væri að gera „tóma vitleysu" með að samþykkja tillögu um Sultartanga. Þá sagði hann að borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins myndu að sjálfsögðu sitja hjá við afgreiðslu tillög- unnar. Fleiri tóku ekki til máls, en tillagan var samþykkt, eins og áður sagði, með níu samhlióða atkvæðum. — oj. Ástand umferðarmála okkar er, að flestra dómi, óviðeigandi fyrir þjóðfélag, sem kallast „menning- arþjóðfélag". Þeim, sem til þekkja og kynnst hafa umferðarmenn- ingu nágrannaþjóða okkar, ber flestum saman um það að á Islandi ríki hálfgerð frumskógar- menning á sviði umferðarmála, þar sem flestir hugsa fyrst og síðast um sjálfa sig og virðast sjaldnast gefa sér tíma til þess að huga að forsendum umferðarlaga og reglna, sem tryggja eigi greiða og örugga umferð. Framfarir á sviði umferðarmála hafa litlar, sem engar verið á síðastliðnum 15—20árum, eða engan veginn í samræmi við kröfur tímans, fjölg- un ökutækjanna og fólksfjölgun. Orsakir: 1. Kerfisbundnir embættismenn hafa til þessa verið látnir ráða ferðinni varðandi breytingar á lögum og reglum, sem fyrir löngu eru úreltar og til þess eins að standa jákvæðri þróun fyrir þrif- um. Lífstíðarráðnir embættis- menn, sem sjá eiga um fram- kvæmdir ýmsar, virðast hvorki hafa þekkingu eða áhuga á því hlutverki sínu. Þær eru oft van- hugsaðar, rangar, villandi og jafn- vel hættulegar. 2. Misræmis gætir í meðferð mála ákæru- og dómsvalds, sem oft skapar andúð og virðingarleysi borgaranna fyrir lögum og reglum og löggæslustörfum. 3. Neikvætt hugarfar hins al- menna vegfaranda s.s. tillitsleysi, frekja, þekkingar- eða virðingar- leysi fyrir lögum og reglum. 4. Óraunhæf umferðarfræðsla og ökukennsla, sem enn í dag miðast við kröfur, sem gerðar voru til ökukennara, prófdómara og próf- taka í hinu almenna bifreiða- stjóraprófi fyrir um það bil 20 árum. Ósamræmi í kennslutilhög- un, ófullkomin tilsögn í fræði- legum efnum ökukennslunnar, þ.e. í lögum og regluin og ósamræmi í túlkun ákvæða umferðarlaga og reglna meðal ökukennara, lög- gæslumanna og prófdómara. Engar kröfur hafa verið gerðar hér á landi um sérmenntun öku- kennara eða prófdómara vegna hinna almennu bifreiðastjóra- prófa, sem gerðar eru í nágranna- þjóðum okkar, og er það megin- ástæðan fyrir stöðnun og að mínu mati óviðunandi ástandi. Halldór Jónsson ökukennari Me\z\u- matur Látiö okkur sjá um veizluna Matur fyrir öll samkvæmi eftir yðar óskum. Kalt borö m/tilheyrandi. Verö per pers. 90.00. Heitur matur í miklu úrvali. Einnig pottréttir m/sælkerabrauöi og fleiru tilheyrandi. Verö frá kr. 50.00 per pers. Höfum kransatertur og rjómatertur í úrvali. Heimkeyrsla innifalin í veröi. Pantið tímanlega. Veizlueldhúsiö Hafnarfirði, sími 53716.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.