Morgunblaðið - 21.03.1981, Side 39

Morgunblaðið - 21.03.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 39 Vilborg Þórarinsdóttir frá Kílakoti — Minning Systir mín, Vilborg Þórarins- dóttir frá Kílakoti, lézt á sjúkra- húsi Húsavíkur, fimmtudaginn 12. marz, eftir langvarandi og þung- bær veikindi. Foreldrar hennar voru Ingveld- ur Björnsdóttir og Þórarinn Sveinsson, sem bjuggu á eignar- jörð sinni, Kílakoti frá 1898 til 1932. Vilborg fæddist árið 1901 og var því tæpra 80 ára, þegar hún lézt. Hún ólst upp í föðurgarði og dvaldi þar nær óslitið til ársins 1940. Hún var næst elzt fjögurra systkina. Hin voru, talin eftir aldri: Sveinn, Guðný og Björn, að ógleymdri fóstursystur, Bergljótu Haraldsdóttur. Kílakot stendur við hið undur- fagra Víkingavatn í Kelduhverfi og undum við systkinin okkur vel við leik og störf, umvafin gróðri og fuglasöng um sumur og spegil- sléttan ísinn á veturna, sem var óspart notaður á kyrrum vetrar- kvöldum til skautaferða af ungum og öldnum, og var þar oft margt um manninn, því að 5 bæir stóðu með stuttu millibili við vatnið, og fljótfarið á skautum á milli. Þarna ólumst við systkinin upp í skjóli góðra foreldra, sem klifu þrítugan hamarinn og neituðu sér um sjálfsögðustu lífsþægindi held- ur en að okkur þyrfti nokkuð að skorta. Á árunum milli 1920 og 1940, stóð félagslíf með miklum blóma í Kelduhverfi. Þar voru mörg félög starfandi og vil ég aðeins nefna þau félög, þar sem Vilborg var virkur þátttakandi, en þau voru: Ungmennafélag, kvenfélag, lestr- arféiag og söngfélag. Vilborg eignaðist gott orgei á unga aldri og lærði að spila á það. Fyrst hjá Birni Kristjánssyni á Víkingavatni, síðar kaupfélags- stjóra og alþingismanni N-Þingey- inga. Seinna fór hún svo í fram- haldsnám til hinnar músíkölsku konu, Þorleifar Pétursdóttur frá Gautlöndum og tók þar skjótum framförum. Eftir það var hún ráðinn organ- isti i Garðskirkju og spilaði þar og stjórnaði kirkjusöng um nokkurt árabil, af áhuga og smekkvísi. Seinna stofnaði hún og æfði karlakvartett í sveitinni, og söng hann stundum opinberlega á skemmtunum, við góðan orðstír, enda voru á þeim árum búsettir í Kelduhverfi fleiri og færri ungir menn, sem kunnu vel til söngs og gátu sungið mjög laglega. Þetta var mikil upplyfting fyrir skemmtanalíf í Keduhverfi og hafði meira gildi en í fljótu bragði kann að virðast. Á þessum árum gekkst ung- mennafélagið fyrir leiksýningum og lét æfa og sýna mörg leikrit, og þótti Vilborg þar góður liðsmaður, einkum til að leika ungar heima- sætur, enda var hún fríð sýnum og vel vaxin og því vel fallin í slík hlutverk, sem hún skilaði með ágætum. Að meiri hluta voru þetta ekki viðamikil verk, heldur stuttir gamanleikir, sem þó vöktu gleði og kátínu. Stundum voru þó uppfærð stærri, vandasamari og þekktari leikrit s.s. Kinnahvolssystur, Orð- ið, Tengdamamma o.fl. sem ég man ekki lengur að nefna. Þessum leiksýningum var öllum vel tekið, þó að þjálfaðir leikrita- gagnrýnendur hefðu vafalaust getað fundið sitthvað að túlkun og leikmeðferð þessarra ólærðu leik- ara, sem urðu að þreifa sig áfram tilsagnarlaust og við erfið skilyrði. I flestum þessum leiksýningum voru Vilborgu falin erfiðustu og vandasömustu kvenhlutverkin, og þótti hún leysa þau vel af höndum. Allt var þetta unnið í sjálfboða- vinnu og án endurgjalds, enda gefur það auga leið, að lítill eða enginn hefði ágóðinn orðið, ef leikarar og annað starfsfólk hefði viljað fá fullt tímakaup, en sem betur fór var slíkt fyrirbæri þá óþekkt í minni sveit. Eftir að móðir mín dó árið 1932, hætti faðir minn búskap og fékk mér í hendur jörð sína og bú. Gerðist þá Vilborg systir mín ráðskona hjá mér, og hélzt það til ársins 1940, en áður hafði hún unnið foreldrum okkar. Anna Kvaran Minningarorð Fædd 5. október 1909. Dáin 15. mars 1981. Kallið er komið og í dag þegar Anna amma verður kvödd, langar mig að minnast hennar í fáeinum orðum. Ekki ætla ég að rifja hér upp ættir Önnu, það vonast ég til að aðrir geri sem betur eru að sér í því. Anna Kvaran giftist Ágústi Kvaran fyrrum leikara þ. 13.3. fyrir 50 árum og áttu þau tvö börn saman, Axel og Önnu Lilju og auk þeirra ólu þau upp Ágúst, sem er sonur Axels. Strax frá þeim degi, er ég hitti Önnu, vissi ég, að þarna var manneskja sem mér ætti eftir að falla vel í geð, því hún var svo hress og opinská og naut þess að ræða við fólk um allt og alla. Nú, þegar ég rifja upp mína fyrstu heimsókn í Brekkugötuna á Ákur- eyri, en það var um jólin 1974, þá man ég það eins og það skeði í gær, hve innilega mér var tekið og hvað ég fann að þarna var ég velkomin. Þessir dagar eru mér mjög minnisstæðir, því þarna kynntist ég þeim hjónum Önnu og Ágústi. Minningin um Önnu lifir í mér á þann hátt sem ég kynntist henni. Hún var alltaf svo kát, ung í anda og einstaklega létt í spori, þar til veikindi hennar byrjuðu sumarið 1979. Ekki get ég skrifað þessar línur nema að minnast þeirra góðu daga sem við áttum svo oft með Önnu og Ágústi í garðinum þeirra í Brekkugötunni. Garðurinn tengd- ist Önnu svo sérstaklega, þar sem hún unni blómum svo mikið og naut hún þess svo sannarlega að vinna í garðinum og ef sólin skein, þá drukkum við kaffið saman með pönnukökunum hennar Önnu úti undir beru lofti. Síðan fórum við kannski í boltaleik með dóttur okkar og Anna amma var með og mátti vart á milli sjá hvor var fljótari til Anna eða barnabarnið hennar. Við kveðjum Önnu Kvaran í dag frá Akureyrarkirkju og vil ég þakka Önnu fyrir þann vinskap sem á milli okkar var. Blessuð sé minning hennar. Edda Jónasdóttir Þetta sama ár giftist Vilborg frænda sínum og nágranna, Birni Stefánssyni frá Olafsgerði og voru þau þá bæði orðin nokkuð roskin. Björn átti þá hálfa jörðina Ólafsgerði á móti Erlendi bróður sínum og var það draumur nýgiftu hjónanna, að þar yrði þeirra framtíðar heimili. En fyrst þurfti að byggja upp flest hús og auka ræktun, því að ekki hafði verið búið þarna nokkur undanfarin ár og vill þá ýmislegt ganga úr sér. En hér fór sem oftar, að mennirnir álykta en guð ræður. Árið 1942 veiktist systir mín af berklum og varð að vistast á Kristneshæli, þar sem hún lá sárþjáð og var á tímabili vart hugað líf, og er mér óljúft að rekja þá raunasögu frekar. En vegna frábærrar læknis- hjálpar og nákvæmrar hjúkrunar, komst hún eftir langa sjúkralegu svo vel til heilsunnar, að hún útskrifaðist af hælinu og gat flutt heim til bónda síns. Ekki var þó heilsa hennar sterkari en svo, að ekki þótti hættandi á það, að hún settist að í sveit, og var þá gripið til þess ráðs að fá leigt húsnæði á Húsavík og settust þau að þar. Skömmu eftir að systir mín kom á Kristneshæli eignaðist hún dótt- ur og þótti það ganga kraftaverki næst, að þær mæðgur báðar skyldu halda lífi. Systir okkar Guðný brá þá skjótt við og sótti litlu stúlkuna, sem þá var að vonum ógnarlega veikburða, fór með hana heim í Krossdal, og sleppti henni ekki frá sér fyrr en þau Vilborg og Björn höfðu búið sér notalegt heimili á Húsavík og Vilborg var talin fær um að annast dóttur sína sjálf. Þessi litla stúlka var skírð Þórný og dafnaði hún vel í umsjá móðursystur sinnar. Seinna giftist hún Sverri Jónssyni frá ísafirði, dugnaðar- og myndarmanni og festu þeir Björn kaup á stóru og vönduðu húsi á Húsavík, Laugar- brekku 1, og hafa báðar fjölskyld- urnar búið þar síðan, í nokkurs konar sambýli og hjálpuðust að og studdu hvor aðra eins og hönd styður hendi og fótur styður fót. Nú hefði mátt búast við að rauna- og veikindaganga systur minnar væri á enda runnin, en ekki varð sú raunin á. Fyrir nokkrum árum féll hún á götu og brákaðist á baki, með þeim afleið- ingum, að hún fylgdi ekki fötum eftir það, en dvaldi oftast á sjúkrahúsum, oftast sárþjáð og hélzt það þangað til mild hönd dauðans leysti hana frá kröm og kvöl, 12. marz sl. Þetta er í stuttu máli lífssaga Vilborgar systur minnar, sem var þó bæði litríkari og frjórri en þessi fátæklegu minningarorð bera með sér. Vilborg var gædd mörgum og góðum eðliskostum, sem nýttust vel vegna hennar góðu skapgerðar. Ég hef áður getið þátttöku hennar í félags- og skemmtanalífi í sveit- inni okkar, sem hún vann að af áhuga og ósérplægni. Hún var góð og greind kona og jafnan boðin og búin til að hlaupa undir bagga með þeim, sem þess þurftu með. Ef mágkona okkar, Karen Agn- ete eða Guðný systir okkar þurftu um tíma að fara á sjúkrahús, og höfðu engan til að annast börn sín á meðan, var hún ekki sein til að láta sækja börnin og annast þau, eins og hún væri móðir þeirra og aldrei bar á því, að þessi litlu systkinabörn okkar fyndu til óyndis í vörslu frænku sinnar. Öll sín störf vann hún af alúð og hávaðalaust og vannst henni vel, að hverju sem hún gekk. Ekki gaf hún sér tíma til að sinna ritstörf- um, en þó tók hún á sínum tíma þátt í ritgerðarsamkeppninni „Þegar ég var sautján ára“ og lét Karl Kristjánsson, fyrrum alþing- ismaður, svo um mælt, að grein hennar hefði vakið athygli. Og nú þegar leiðir skilja minn- ist ég með ánægju samskipta okkar á liðnum árum, ekki sízt meðan hún veitti heimili mínu forstöðu um árabil af stakri alúð og myndarskap, þar sem hún hélt öllu í röð og reglu, þrátt fyrir vöntun á nauðsynlegustu þægind- um, svo að þar var bæði vistlegt og notalegt að dvelja. En fyrst og síðast vil ég þakka henni frábæra nærfærni og hug- ulsemi við gamlan föður okkar, sem hún gleymdi aldrei eitt and- artak að sýna honum, þegar hann þurfti þess með. Blessuð sé minning Vilborgar systur minnar. Björn Þórarinsson. Minning: Eyjólfur Viðar Agústsson, Bjólu Fæddur 4. mars 1943 . Dáinn 11. mars 1981 ^ÉMÉI „Gekk «'k þar um Karrta sem Kráðrarilminn laicAi frá mold og bjarkarbloðum <>K hlómum ótal landa. Þá var drottins daicur <>K dásamleKt að anda.“ Hinn 11. mars sl. barst sú harmafregn, að traustur vinur og nágranni, Eyjólfur Ágústsson í Bjólu í Djúpárhreppi, væri látinn, aðeins 38 ára að aldri. Eyjólfur var fæddur 4. mars 1943, sonur hjónanna Ágústar Einarssonar, bónda á Bjólu og Ingveldar Jónsdóttur. Hann var yngstur 8 systkina, ólst upp í föðurhúsum að Bjólu og átti þar heimili sitt til dauðadags. Sem unglingur vann hann á búi for- eldra sinna, en gerðist síðar starfsmaður við ýmsar verklegar framkvæmdir, m.a. við Sigöldu og Þórisvatn og síðari ár við Hraun- eyjafoss. Frá 1972 var Eyjólfur fastur starfsmaður fyrirtækis Ell- erts Skúlasonar og gegndi í þess þágu vandasömu ábyrgðarstarfi. Éyjólfur Ágústsson tók virkan þátt í félagsstörfum Verkalýðsfé- lagsins Rangæings og var þar virtur og traustur félagsmaður. Hann var varaformaður Rang- æings á árunum 1971 til 1975 og sat í fulltrúaráði Lífeyrissjóðs Rangæinga frá stofnun sjóðsins. Þá gegndi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðs- félagið og átti m.a. sæti í trúnað- arráði þess. Öllum, sem unnu með Eyjólfi, er hann minnisstæður m.a. vegna eðlislægrar prúð- mennsku og ábyrgðar við þau störf sem hann gegndi, hvort sem um var að ræða atvinnu eða félagsmálastörf. Ljóst mun það hafa verið nán- ustu ættingjum Eyjólfs, að hann gekk ekki heill til skógar og sama dag og hann lést átti hann að mæta til hjartarannsóknar. Aldrei gætti þess, að hann hlífði sér við störf eða gerði þennan sjúkdóm að umræðuefni. Eyjólfur var hæglátur maður sem flíkaði ekki tilfinningum sínum og hjá honum gætti þess trausts og þeirrar staðfestu sem öfluðu hon- um margra góðra vina. Sæti Eyjólfs í ábyrgðarstörfum og félagsmálum verður vandskip- að. Hann var í blóma lífsins þegar hann lést og það mun taka vini hans og samstarfsmenn langan tíma að átta sig á því, að hann er ekki lengur meðal þeirra. Innileg samúð er vottuð systkin- um Eyjólfs og sérstaklega aldraðri móður, sem hann reyndist svo nærgætinn og traustur. Stjórn Verkalýðs- félagsins Rangæings lorgcin i Kane Ný Morgan Kane-bók er komin út ÚT ER komin 25. bókin i bóka- flokknum um Morgan Kane og heitir hún „Coyotéros, Sléttuúlf- ar“. Á bókarkápu segir m.a. svo: „Maðurinn, sem kom aðvífandi var Morgan Kane. Staðurinn: San Carlos — verndarsvæðið í Ari- zona ... Viðfangsefnið: Mannrán ... Árangur: Blóðugur bardagi við þrjá leigumorðingja og einn indíána-umboðsmann, sem reyndist rakið ómenni ... En þetta var aðeins upphafið.“ Dregið í hagp- drætti HRFÍ DREGIÐ var í happdrætti HRFÍ 17. marz sl. Vinningsnúmer hafa verið innsigluð hjá borgarfógeta í Reykjavík. Númerin verða birt mjög fljótlega. Þeir, sem hafa óselda miða undir höndum, eru beðnir að gera skil hið allra fyrsta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.