Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 41 fclk í fréttum Flaug af baki + Karl Bretaprins er mikill áhugamaður um hesta- mennsku og þykir sjálfur lið- tækur knapi. Eitthvað brást honum þó bogalistin um dag- inn. Þá var hann á Sandown- skeiðvelli í keppni um „Grand Military-bikarinn". Þegar hann átti um tvo kílómetra ófarna í mark nennti hestur- inn hans „Good Prospect" ekki að standa í þessu lengur og kastaði Karli af baki. Þrátt fyrir byltuna og blóðnasir tókst Karli þó að kreista fram bros eftir þeysireiðina. Kennedy í það heilaga + Fyrir skömmu voru gefin saman í New York Michael Kennedy og Vicki Gifford. Michael er sonur Ethel Kennedy og hins látna Robert Kennedy, sem féll fyrir morðingjahendi í Los Angeles í júní 1968, en þá var hann í framboði til forseta Bandaríkjanna. George Wallace yngir upp + George Wallace, fyrrum ríkisstjóri Alabama, hyggst skilja við konu sína, Corneiiu, og giftast Lisu Taylor, dóttur auðkýfings. Wallace er 61 árs gamall en tilvonandi kona hans 33. Þetta verður i þriðja skiptið sem Wallace gengur i það heilaga. Hann er lamaður fyrir neðan mitti eftir morðtilræði sem honum var sýnt þegar hann bauð sig fram til forseta árið 1972. „Police“ fá platínu + Það leikur víst enginn vafi á því að hljómsveitin „Police" var vinsælasta hljómsveit Breta á síðasta ári og vinsældir þeirra virðast alltaf vera að aukast. Hljómplatan „Zenyatta Mond- atta“ varð söluhæsta stóra plat- an á síðasta ári og „Don’t stand so close to me“ varð söluhæsta litla platan. í veislu sem haldin var í London fyrir skömmu fengu meðlimir hljómsveitarinn- ar „platínuplötu" vegna þess að yfir milljón eintök hafa selst af bæði „Reggatta de Blanc“ og „Zenyatta Mondatta". Þeir fengu einnig „gullplötur" vegna sölu á litlu plötunni „Don’t stand so close to me“ og „So lonely“. Á síðasta ári fóru „Police" í hljómleikaför tjl margra landa. Meðlimir sveitarinnar eru frá vinstri: Sting, Andy Summers og Stewart Copeland. / Sækiö v Norrænan lýöháskóla í Danmörku Norræn mál, hljómlist, sund. Bjóðum einnig handíóir, s.s. vetnaö, málun, þrykk, spuna 6 mán 1/11—30/4. Lágmarksaldur 18 ár. Skrifið eftir stundatöflu og nánari upplýsingum. Myrna og Carl Vilbæk UGE FOLKEH0JSKOLE DK 6360, Tinglev, sími 04-64 30 00. Innihurðir T r ésmíðaver kstæði Innan skamms opnar Eldaskálinn verzlun með alls konar innróttingar aö Grensásvegi 12. Þeir aöilar sem óska eftir samstarfi um sölu innihuröa (sólbekkja — milliveggja o.fl.) vinsamlegast hafi samband sem fyrst, aö Grensásvegi 12, s. 39520 — heimas. 71701. Góö smíði, vönduö vinna og strangt gæöaeftirlit algjört skllyröi. ELDASKALINN Erlíngur Friöriksson Þessi bifreið er til sölu HINO KM 410 — Ekinn 20.000 km. Upplýsingar gefnar í Brauögeröinni KRÚTT. Óskar Húnfjörö. Sími: 95-4235. Almennur fundur um húsaleigumál í dag, laugardaginn 21. mars kl. 14.30 gangast Leigjendasamtökin fyrir almennum fundi aö Hótel Borg. Á fundinum verður fjallaö um mál er mjög snerta leigjendur á Reykjavíkursvæðinu. Framsögumenn: Gunnar Þorláksson, húsnæöis- fulltrúi Reykjavíkurborgar og Siguröur E. Guö- mundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnun- ar. Fundarstjóri: Haukur Már Haraldsson blaöafulltrúi ASÍ. Frjálsar umræöur og fyrirspurnum svarað. Leigjendur og aðrir áhugamenn eru sérstaklega hvattir til aö fjölmenna. Kaffiveitingar. Leigjendasamtökin. Laugardaginn 21. mars kl. 16.00 Danska skáldiö Uffe Harder les úr Ijóöum sínum og fjallar um skáldskap sinn og nútíma Ijóðlist í Danmörku. Sunnudaginn 22. mars kl. 17.30 Dagskrá til heiöurs Snorra Hjartarsyni á vegum Máls- og menningar og Norræna hússins: Sverrir Hólmarsson og Hjörtur Pálsson fjalla um Ijóðin. Upplestur: Óskar Halldórsson, Ragnheiöur Árnadóttir, Silja Aöalsteinsdóttir, Þorleifur Hauksson. Guórún Tómasdóttir syngur viö undirleik Ólafs Vignis Albertssonar lög eftir Atla Heimi Sveinsson og Hallgrím Helgason viö Ijóö eftir Snorra Hjartarson. Mánudagur 23. mars kl. 20.30 Anders Kvam frá Noregi heldur fyrirlestur: „Vegetasjon í byer og tettsteder". Verið velkomin Norræna húsið NORMNA HUSID POHJOLAN TAIO NORDENS HU5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.