Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 45 Mörgum er nauðsyn að halda hund Guðrún Jacobson skrifar 17. mars: „Velvakandi og lesendur — með og á móti hundum. Mig langar að taka undir skrif eins hundeiganda í Laugarnes- hverfi í morgun. Ég nenni ekki að hafa eftir tilvitnun í bréf hans. Hundaeigendur, sem ekki eru áskrifendur að Mogganum eða kaupa hann í lausasölu, geta lesið hann frítt í lestrarsal Borgar- bókasafnsins. Ég vil aðeins segja þetta: Þér hundaeigendur í Reykjavík. Takið ofangreindan hundseiganda yður til fyrirmyndar. Hann geng- ur með skóflu og poka á eftir sínum hundi, sem stundum gerir stykkin sín á almannafæri. Sjálf á ég hundtík eina. Ekki veit ég hvað því veldur, en ég virðist vera eini borgarinn hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem á tík. Þetta ágæta grey, sem aldrei hefur valdið öðrum ónæði með ótímabæru gelti, leggur af sér úrganginn í sínum eigin húsa- garði, er undirlögð tvisvar á ári, líkt og hver önnur eftirsótt jómfrú af annarra manna hundum! Og nú vil ég segja þetta, án þess að nefna nein nöfn, hvorki eigenda né hunda — hvort sem þeir búa í Garðahreppi. Kópavogi, Seltjarn- arnesi, Skerjafirði, eða hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu: Það er alveg nóg á vinnandi svefnþurfi manneskjur lagt, sem varla fá svefnfrið frá föstudags- kvöldi fram á rauðanótt, þegar sumir þegnar þjóðfélagsins af öllum sortum þurfa að skvetta úr sér, rífa mann upp með öskri og ólátum — þótt annarra manna hundar klári ekki afganginn! Rikisútvarpið: Ekki að sjá að því sé f jár vant Útvarpshlustandi skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég vil beina þeirri spurningu til fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, hvað það kosti morgunútvarpið með aðstoðarstarfsmönnm o.fl. Þessir þættir eru að mínum dómi afar lélegir, oft ekki annað en upptugga úr blöðum og útvarpi. Það er ekki að sjá að Ríkisútvarpinu sé fjár vant. Og það er til dæmis einkennilegt, að þulir skuli ekki geta annast það að setja plötur á fóninn eftir hádegið, heldur sé nauðsynlegt að ráða sér- staka starfsmenn til þess.“ Mörgum er nauðsyn á að halda hund í húsi. Hundur er einn bezti húsvörður fólks og reykvari. Góð- ur hundseigandi lætur ekki hund sinn flakka lausan um götur og garða Reykjavíkur. Góður hundseigandi lætur ann- aðhvort gelda sinn hund eða skaffar honum tík úr eigin vasa! Það er nógu lengi búið að hengja bakara fyrir smið. Næst þegar tíkin mín verður ólétt, skuluð þér sjálfir, hundaeigendur góðir, borga rándýrar auglýsingar í blöðunum, til að koma hvolpunum í góðra hendur, eða svæfa þá.“ Afnotagjöld sjón- varps og útvarps: Yrðu að vera hærri ef gjaldendur yrðu færri Jón Helgason, Hafnarfirði, skrifar: „Víðkunni Velvakandi! Einn hálffertugur skrifar um málefni aldraðra 13. þ.m. Þessi nær 20 þúsund manns, sem töldust vera á landinu 67 ára og eldri við síðasta manntal, á ég erfitt með að skilja að spari ríkinu mikið fé. En þessum hálffertuga finnst, að und- antekningarlaust ættu allir lífeyr- issþegar að fá niðurfellingu á afnotagjöldum síma, hljóðvarps og sjónvarps. Engin sanngirni finnst mér í því, að við meðal öldunganna sem eru vel stæðir efnahagslega, og sumir stóreignamenn, fríumst við þessar greiðslur. Augljóst er, að þessi ríkisreknu fyrirtæki yrðu að hafa afnotagjöldin hærri eftir því sem gjaldendurnir yrðu færri. Gæti þá farið svo, að byrði fátæklings yrði þyngd um það sem létt var á þeim ríka.“ rvær hugmyndir um lálefni aldraðra *** .. ki.AAvtriH of wonvarp hélllrrlMur .kr.f.r r .K»n V»lv»k»i*d> j Ml, niiltfn. ^ _____ hugmyndum um »uir»ftr» Sú fyrri »r » , »» »llilifryri»þ««»r »»m . : v..l»Oir 4 v»«um hm. mb»r» njOt. _kv •K.ttalORum o* o»rn»n»» hv»nu »inn. Hin hugmynd- Hl J, allir rililif.yri»Þn»' illingu i »fnoUO#Mum Rv«. tu Imui tillöRur i þmrri srvir. J,»r •kyldföl'. þ»« 'WJ. ' h«r byrö»r. »1^'^ ^ . , 17. ,. ,nnut þ»ö Slikt vvrou. U fullu «r».tt U* t*kk»*. M,« þokk fyrir birtin*un»- Smáábending: Til Tónlistarf élags- ins og Þjóðleikhússins Einn af fyrstu meðlimum Tónlistarfélagsins skrifar: „Tónlistarfélagið er þekkt og vinsælt félag, sem hefur veitt manni margar ánægjustundir, og núna síðast í Þjóðleikhúsinu okkar laugardaginn 7. mars. Mér líkuðu hljómleikarnir ágætlega, en ég ætla að leyfa mér að finna að ýmsu. Ilreinlæti kostar varla svo mikið Við erum jú menningarþjóð, eða svo er okkur sagt! Én mikil ósköp var flygillinn rispaður og kámugur, og til vansa að bjóða hinum fræga Dalton Baldwin að sitja á samanvafinni dulu á skítugum píanóbekk! Einnig hefði mátt sópa eða þvo gólfið á sviðinu. En mér og fleirum til óblandinnar ánægju voru blóm- in, sem listamennirnir fengu, óvenjulega falleg og ekki pakkað inn í sellófan. Flygillinn í Austurbæjarbíói er ámóta rispaður og óhreinn. Hreinlæti kostar varla svo mik- ið, að ekki væri hægt að ráða bót á svona smámunum, en fleira mætti upp telja. Ilvernig væri nú að hjóða engum? Svo er annað. Nú er farið að tala um listahátíð. Ég man því miður ekki, hvað tapið var mikið síðast, en mikið var það. Ég heyrði þá, að mörgum hefði verið boðið, og mörg sæti boðsgesta hefðu verið auð. Hvernig væri nú að bjóða engum. Við vitum, að flest af því fólki, sem boðið er, myndi fara hvort eð væri, senni- lega er líka erfitt að gera upp á milli, hverjum bjóða skal og hverjum ekki! Og líklega yrði tapið líka minna og Pétur og Páll þyrftu þá ekki að borga fyrir hina útvöldu.“ Víxlar og skuldabréf Hefi kaupendur aö miklu magni af víxlum og 2—3 ára skuldabréfum. Fyrirgreiösluskrifstofan — veröbr.sala. Sími 16223 — Vesturgötu 17. Þorieifur Guðmundsson heima 12469. Hvers vegna Jesús? I kvöld kl. 20.30 halda Kristi- leg skólasamtök kynn- ingarfund í húsi KFUM og KFUK að Amtmannsstíg 2b. Meöal efnis á fundinum veröur: — kynning á félaginu — kvikmynd úr KSS — leikþáttur — sönghópur syngur — Guömundur Einarsson framkvæmdarstj. Hjálp- arstofnunar kirkjunnar talar. Allir á aldrinum 13—20 ára eru velkomnir. n h * 'M % fí Hitinn er dýr — lokið kuldagjóstinn úti + VINDSÚGUR = LÁGMARKSHITATAP Fallegar útihurðir a< mörgum gerðum — öflugar og viðnámsgóðar — þrautreynd og rannsökuð hurðar- bygging með tvöfaldri málmvörn og spónalögum — Þéttar og loka úti súg og raka — Karmur með gúmmlhéttilista — 2 ára ábyrgð. — Scadania-hurðir. B BÚSTOFN Aöalstræti 9, Reykjavík, símar 29977 — 17215.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.