Morgunblaðið - 09.04.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981
23
Veður
víða um heim
Akureyri 4 skýjaö
Amsterdam 12 heiðskírt
Aþena 23 heiðskírt
Barcelona 17 þokumóða
Berlín 18 skýjaö
Brussel 18 skýjað
Chicago 23 skýjað
Denpasar 32 heiöskírt
Dublin 9 heiöskírt
Feneyjar 18 þokumóða
Frankfurt 21 skýjað
Færeyjar 8 rigning
Genf 18 skýjað
Helsinkí 8 heiðskirt
Hong Kong 24 skýjað
Jerúsalem 16 skýjað
Jóhannesarborg 24 heiöskírt
Kaupm.höfn 7 skýjað
Kairó 23 skýjað
Las Palmas 17 rigning á síð. ktst.
Lissabon 19 heiöskírt
London 14 heiðskírt
Los Angeles 19 skýjaö
Madrid 21 skýjað
Majorka 20 alskýjaö
Malaga 19 mistur
Mexíkóborg 27 heiðskírt
Miami 23 skýjað
Moskva 7 skýjað
New York 17 heiðskírt
Nýja Delhi 35 heiðskírt
Osló 12 þoka
París 18 skýjað
Perth 22 skýjað
Reykjavík 3 súld
Rró de Janeiro 30 heiðskírt
Rómaborg 27 heiðskírt
San Fransisco 16 heiðskírt
Danmörk • •
Enn röskun
á flugumferð
Kaupmannahofn. 8. april. — AP.
MIKIL röskun varð á innanlands-
fIukí í Danmörku i daK og einnÍK á
allmorKum fluKleiöum út úr land-
inu veKna aðKerða fluKumferðar-
stjóra sem marKÍr voru fjarverandi
til að þrýsta á kröfur sinar um
leiðréttinKU i launamálum.
Danski flugherinn tók síðan við
stjórninni á Álaborgarflugvelli á
Jótlandi og var flugvelli lokað fyrir
annarri umferð en herflugvéla. Á
Kastrupflugvelli varð að aflýsa öll-
um ferðum innan Danmerkur og til
útlanda í nokkra klukkutíma, unz ný
flugumferðarstjóravakt átti að
koma til starfa síðdegis.
Þetta var sjötti dagurinn í röð,
sem flugumferðarstjórar tilkynna
veikindaforföll og tafir verða þar af
leiðandi á flugi, en samgönguráðu-
neytið hefur neitað að fallast á
kröfur þeirra um hækkun á nætur-
og yfirvinnu.
Tannskemmd-
ir og andfýla
leiða til
skilnaðar og
bótakröfu
London. 8. apríl. AP.
GRÍSKUR innflvtjandi i
Bretlandi hefur krafizt þess
fyrir dómstól í Lundun að
hann fái skilnað frá konu
sinni <>k að auki 20 þúsund
punda bætur vegna þess að
eiginkonan hefur neitað að
leyfa eiginmanninum að kyssa
sig á munninn. Lögmaður
konunnar sagði að ástaðan
væri sú, að henni byði við þvi
hvað eiginmaðurinn hefði
skemmdar og ljótar tennur.
aukin heldur væri hann and-
fúll ok hún hefði þar af
leiðandi ekki lyst á að kyssa
hann.
Eiginmaðurinn Constantine
Fermanoglous sagði í dag, að
með þessari tregðu og nei-
kvæðri afstöðu uppfyllti konan
ekki hjónabandsskyldur sínar
og því væri bezt að leiðir þeirra
skildu sem snarast. Hann
minntist ekki á hvort hann
myndi nota bótaféð — ef hann
fengi það — til að láta gera við
tennurnar í sér.
Fréttaskýring:
Hlutföllin á
fylgi ísraelsku
f lokkanna eru
að snarbreytast
Sérkennileg þróun hefur orðið í
kosningaslagnum sem hafinn er
fyrir allnokkru í ísrael. Þegar
Begin ákvað kosningar var því
nánast einróma spáð, að Verka-
mannaflokkurinn myndi verða
sigurvegari þeirra, sumir gengu
jafnvel svo langt að spá Verka-
mannaflokknum hreinum meiri-
hluta í Knesset, þar sem 120
þingmenn eiga sæti. Likud-
bandalag Menachem Begins virt-
ist sundrað og veikt og ekki
líklegt til stórræða, eftir fjög-
urra ára stjórn, sem hefur ein-
kennzt af óðaverðbólgu, sam-
drætti í atvinnu, dregið hefur úr
flutningi fólks til ísraels og
ísraelar hafa flutt í stærri stíl úr
landi en á nokkru öðru tímabili,
m.a. vegna verðbólgu og minnk-
andi atvinnu. Ágreiningur hefur
verið harðvítugur innan ríkis-
stjórnar Begins, ekki sízt með
tilliti til framtíðarskipunar mála
á Vesturbakkanum, svo og hafa
hvatningar Begins til að ísraelar
hösluðu sér völl á Vesturbakkan-
um í nýjum landnemabyggðum,
Aröbum þar til sárrar reiði og
gremju, enda stundum verið tek-
ið eignarnámi land þeirra: allt
voru þetta samverkandi ástæður
fyrir því að Likud-bandalagið var
afskrifað eða allt að því. Einnig
hafði það misst frá sér ýmsa
mæta og vinsæla stjórnmálam-
enn og Verkamannaflokkurinn
virtist því hafa trompin á hend-
inni, það var aðeins um það að
ræða að beita þeim rétt.
Moshe Dayan
seigur og svo virðist sem almenn-
ingur beri til hans traust, því að
nýjasta skoðanakönnunin bendir
til að flokkur Dayans komi ellefu
þingmönnum að, Verkamanna-
flokkurinn 46 og Likud 33. Þar
með væri staða Dayans gagnvart
báðum stærri fylkingunum orðin
harla sterk og fengi hann smá-
flokka til liðs við sig kynni hann
að hafa síðasta orðið um stjórn-
armyndunina að kosningunum
loknum. Dayan hefur látið hafa
það eftir sér að flokkur hans
væri reiðubúinn að starfa með
hverju því afli sem fengi meiri-
hluta í kosningunum, og útilokar
sem sé hvorki Likud né Verka-
mannaflokkinn.
Það sem án efa mun einnig verða
æ meira hitamál í kosningabar-
áttunni er sambýli ísraela við
Araba á Vesturbakkanum, svo og
afstaða þeirra til annarra Ar-
abaríkja. Begin hefur þótt harð-
skeyttur í meira lagi og margir
hölluðust að því að stefna Verka-
mannaflokksins myndi verða
sveigjanlegri og hugsanlega leiða
til þess að unnt yrði að ná
samkomulagi a.m.k. við Jórdani
og ef til vill Sauda. Nú að lokinni
heimsókn Haigs, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, til ísraels
eru menn ekki jafn öruggir og
áður hver muni í reynd verða
stuðningur stjórnar Reagans við
Israel, en sá stuðningur skiptir
sköpum, ef að því kæmi að semja
við þessar tvær nefndu þjóðir.
Mörgum ísraelum fannst Haig
Alexander Haig
Nú eru að vísu næstum þrír
mánuðir en dæmið virðist ætla
að hafa aðra útkomu en leit út
fyrir þegar það var sett upp í
byrjun kosningabaráttunnar.
Þar ræður ýmislegt: Verka-
mannaflokkurinn og frambjóð-
endur hans hafa gert ýmsar
skyssur og ekki allir verið nógu
slyngir í málflutningi sínum.
Oheppilegt var á hvern hátt
spurðist út um fund Shimon
Peres með tveimur Arabaleiðtog-
um þótt það sé opinbert leynd-
armál, að embættismenn ísraels-
stjórnar hafa haldið uppi leyni-
legum viðræðum (sem er opin-
bert leyndarmál!) við fulltrúa
þessara tveggja ríkja. Likud-
bandalagið hefur neytt stöðu
sinnar óspart og meðal annars
ákveðið mjög vinsælar og eftir-
sóttar skattalækkanir. Og síðast
en ekki sízt virðist sem framboð
Moshe Dayans ætli að setja strik
í reikninginn. Þegar fyrst var
minnzt á að hann kæmi með
sérlista í kosningunum reyndu
bæði Likud og Verkamanna-
flokkurinn að gera Dayan í senn
tortryggilegan og vekja athygli á
hringlanda hans í ísraelskri póli-
tík. En Dayan reyndist býsna
einum of Arabasinnaður og loð-
inn í málflutningi sínum og það
væri greinilegt að hann gerði sér
ekki minnstu grein fyrir hversu
djúpur sá fjandskapur er sem er
milli ísraela og Jórdana og Sau-
da, þó svo að allir þessir þrír
aðilar hafi um sumt vilja til að
reyna að ná samkomulagi sín á
milii. Það var einnig ísraelum
áfall að Haig neitaði afdráttar-
lausri beiðni Israelsstjórnar um
að hætta við að selja Saudum
vopn, en Israelar segja að þessi
vopn gætu Saudar síðan
notað gegn Israelum, ef deilur
færu að harðna.
Þessi afstaða Bandaríkjastjórnar
gæti því styrkt „haukana" innan
ísraels í sessi og fram að þessu
hefur Begin haft það yfirbragð
en Peres farið með hlutverk hins
friðelskandi. Svo kynni að fara
að hrakfarir Begins yrðu ekki
þær sem spáð var í upphafi. Það
skyldi þó aldrei enda með því að
það yrði hann sem stæði með
pálmann í höndunum eftir 30.
júní. Það er ekki trúlegt í augna-
blikinu, en það er ekki jafn
ótrúlegt og það var þegar til
kosninga var boðað.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ringó
Starr
Faðir Ringós
þvær glugga
London. 8. apríl. — AP.
FAÐIR Bitilsins fyrrverandi og milljónamæringsins
Ringós Starr vinnur við gluKgaþvott í iönaðarbæ á
Norðvestur-Englandi.
Blaðið Daily Express hafði upp á föður stjörnunn-
ar. Ilann heitir Rirhard Starkey. Þe^ar Ringó var
smádrengur skildu foreldrar hans ok hefur hann
ekkert samband við föður sinn.
„Hann hefur staðið sig vel drengurinn," segir
Starkey. „Ég óska honum alls góðs en hann skuldar
mér ekkert."
Starkey býr í 70 ára gömlu húsi. Ekkert þar inni
minnir á Ringó, hvorki myndir af honum né börnum
hans.
Starkey sagði að hann og seinni kona hans sendu
börnum Ringós stundum smágjafir, en þau fengju
aldrei að vita hvort þær kæmust til skila.
Svíþjóð:
Starfsmenn rík-
is og bæja semja
Stokkholmi. 8. april. Frá Guðfinnu Kavn-
arsdóttur. fróttaritara Mbl.
í DAG náðist samkumulag opin-
berra starfsmanna 1 Sviþjóð og
rikis og bæja um launahækkanir
fyrir 1.3 milljónir launþega. Samn-
ingarnir hafa i för með sér, að
meðallaunin. um 7000 s.kr.. hækka
um 200 kr. frá 1. júli 1981, 200 kr.
frá 1. júlí 1982 og 100 kr. frá 5.
jan. 1983. Auk þess fá þeir, sem
Somza-sinnar
undirbúa innrás
Manaxua. Nicaraxua. K. apríl. AP.
FYLGISMENN Somoza. fyrrum
einræðisherra, sem margir hafa
fengið þjálfun í Bandaríkjunum.
undirbúa nú innrás i Nicaragua og
gætu hafist handa hvenær sem er,
að þvi er fram kemur í viðtali við
varnarmálaráðherra Nicaragua.
Joaquin Cuarda, sem hirtist i blaði
rikisstjórnarinnar sl. sunnudag.
Cuarda sagði að fylgismenn Som-
oza í Bandaríkjunum, Guatemala og
Honduras væru reiðubúnir til átaka
hvenær sem væri en væru nú að
reyna að ná sambandi við félaga sína
víðar. Hann sagði að í Honduras
væru t.d. yfir 600 Somoza-sinnar
reiðubúnir til átaka.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
F:T*IM
Lokuð
vökvakerfi
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
þéna meira en fiOOO kr. 900 kr.
uppb<)t fyrir fyrstu sex mánuði
þessa árs, og þeir, sem þéna 6000
eða minna fá 1000 kr. fyrir sama
tíma. Þess utan fá opinberir starfs-
menn 0,9% kauphækkun fyrir þær
kauphækkanir, sem meðlimir
verkalýðsfélaganna fá utan við
samningana. en einmitt þessar
aukakauphækkanir hafa valdið
mestum deilum við samningana.
I samningunum er einnig gert
ráð fyrir því, að um þetta atriði
verði samið að nýju í október 1982
ef aukahækkanir verkalýðsfélag-
anna verða hærri en 6%.
Ekkert miðar enn í samningaátt
hjá þeim 900 þús. starfsmönnum,
sem ráðnir eru hjá einkafyrirtækj-
um og búist er við að samtök þeirra,
PTK, boði til verkfalla á morgun,
fimmtudag. PTK-samtökin hafa
neitað að ganga að samningatilboði
atvinnurekenda og hafa mótmælt
harðlega tilraunum atvinnu-
rekendasambandsins, SAF, og
stærstu verkalýðssamtakanna, LO,
til að sníða PTK-samningana eftir
sama sniði LO-SAF-samningana,
sem voru undirritaðir í mars. En
verkalýðssamtökin hafa hótað að
rifta samningum sínum við SAF ef
PTK nær betri samningum en þeir.
EiNIN MEST
SELDI SKRIF -
STOFUSTÓLL
í EVRÓPU
...vegna gæöa,
endingarog verðs.
Biöjiö um myndalista
m
KRISTJflíT
SiGGEIRSSOfl HF.
LAUGAVEG113 REVKJW/1K SJMI25870