Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981
35
Söluskattur ofan á flutningskostnað:
Rangt að skattleggja kostn-
aðarauka strjálbýlisfólks
- segja flutningsmenn frumvarps um
afnám söluskatts á f lutningskostnaði
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp til
breytinKa á söluskattslögum, þess efnis, að flutningskostnaður á vöru,
milli staða innanlands, þar á meðal frá vöruhöfnum til sölustaða á
landsbyggðinni, myndi ekki stofn til söluskatts, eins og nú er, enda sé
ekki réttlætanlegt að sá kostnaðarauki, sem verður til við flutning
vöru til strjálbýlis sé skattlagður af stjórnvöldum og þannig aukið á
þann aðstöðumun sem fólki er búinn að þessu leyti eftir búsetu.
Greinargerð með frumvarpinu er svohljóðandi:
„Frumvarp sama efnis, en lítið
eitt öðru vísi úr garði gert, var flutt
á vorþingi 1980, en náði þá ekki
fram að ganga, m.a. vegna þess, að
talið var, að framkvæmd þess
mundi reynast ýmsum annmörkum
háð. Alþingismenn munu þó á einu
máli um að hér sé annars vegar
mikið réttlætismál. Verður því að
ætla að fullur vilji sé á Alþingi fyrir
því að hrinda því áleiðis og láta ekki
ímynduð ljón á veginum hefta
framgang þess lengur en orðið er.
Innflutningsverslun landsmanna
fer yfirgnæfandi meiri hluta um
Reykjavík. Vörudreifing til hinna
ýmsu staða á landinu, ýmsu staða á
landinu, ýmist með skipum, bifreið-
um eða í flugi, hefur að sjálfsögðu
verulegan kostnað í för með sér, sem
kemur óhjákvæmilega fram í hærra
vöruverði á hinum ýmsu stöðum úti
á landi, — því hærra sem fjarlægðin
er meiri frá Reykjavík.
Eins og undanþáguákvæðum
varðandi vöruflutninga innanlands
er nú háttað í söluskattslögunum
skapast mikið misræmi eftir því,
hvort vörur eru fluttar til endursölu
eða beint á vegum endanlegs kaup-
anda. Þannig þurfa endursöluaðilar
úti á landsbyggðinni að innheimta
söluskatt af flutningsgjaldi vörunn-
ar og leggja hann ofan á endanlegt
söluverð til neytandans. Hefði hins
vegar sami neytandi keypt vöruna í
Reykjavík og séð um flutninginn
sjálfur, þá hefði flutftrngskostnað-
urinn verið söluskattsfrjáls samkv.
3.- tölul. 1. mgr. 7. gr. laga um
söluskatt. Hið sama gildir um kaup
á söluskattsfrjálsum vörum, t.d.
matvörum. I þeim tilvikum leggst
söluskattur ekki ofan á flutnings-
gjaldið. Neytendur úti á landi eru
þannig ranglega látnir greiða sölu-
skatt af flutningskostnaði, þegar
þeir kaupa söluskattsskyldar vörur
út úr verslun á viðkomandi stað.
Verður ekki betur séð en að ríkið sé
þarna í rauninni að brjóta eigin lög
með innheimtu söluskatts af flutn-
ingskostnaði í þessum tilvikum.
Frumvarp það, sem hér er flutt,
getur því skoðast sem nánari út-
færsla á undanþáguákvæðum sölu-
skattslaganna, lagfæring á alvar-
legri gloppu, sem allt of lengi hefur
viðhaldið óverjandi ranglæti. Það er
ekki nóg með að sjálft flutnings-
gjaldið, ásamt ýmsum öðrum kostn-
aðarliðum, valdi verulegri hækkun á
vöruverðinu, heldur leggst þar nú
ofan á 23% söluskattur sem hagnað-
ur ríkisins af þessu óhagræði fólks-
ins úti á landsbyggðinni, sem háð er
aðdráttum lífsnauðsynja um langa
vegu.
Framkvæmd frumvarpsins yrði
alveg hliðstæð því sem gerist við
vörusölu veitingahúsa, þar sem sá
hluti veitinganna, sem samsvarar
innkaupum á skattfrjálsum matvör-
um er ekki söluskattsskyldur (sbr. 3.
tölul. 13. greinar reglugerðar nr.
169/1970, um söluskatt, með áorðn-
um breytingum).
Lárus Jónsson
hækkun. Fráleitt er því að rök-
styðja verðbólguþróunina sem hér
hefur átt sér stað og framundan
sýnist með því að hún sé fyrst og
fremst af „innfluttum“ toga.
Kaupmáttur og J>jóö-
arframleiðsla
Þjóðarframleiðsla á mann hefur
farið minnkandi undanfarin ár
sem hér segir: 1978 um 3,6%, 1979
1,3%, 1980 1,3%. Þetta er umhugs-
unarvert einkum þegar haft er í
huga að botnfiskafli hefur aukizt
gífurlega hin síðari árin (var
470.000 tonn 1978 en 630.000 tonn
1980).
Kaupmáttur launa hefur farið
ört minnkandi á sama tíma. Sam-
kvæmt skýrslu forsætisráðherra
um þjóðhagsáætlun, sem lögð var
fram í haust, var kaupmáttur
kauptaxta launþega plús 11,8%
1977 en mínus 5,0% 1980. Á árinu
1981 er spáð 5—6% minni kaup-
mætti kauptaxta á 4. ársfjórðungi
1981 en á 4. ársfjórðungi liðins árs
og meðaltalslækkun kaupmáttar
um 2% miðað við árið í fyrrra.
Þetta er ávöxturinn af útgerð
Alþýðubandalagsins á stjórnar-
ráðsmið.
Þessi rangláta skattheimta, —
auk þess sem hún hefur í för með
sér talsverðan beinan kostnaðar-
auka fyrir fólk úti á landi — hefur
jafnframt ýmsar óheppilegar hlið-
arverkanir, sem renna enn sterkari
stoðum undir nauðsyn þess að
leiðrétta þetta misræmi. Þannig má
t.d. gera ráð fyrir, að vegna þess að
neytendur úti á landsbyggðinni
greiða söluskatt af flutningskostn-
aði einungis í þeim tilvikum þegar
söluskattsskyld vara er keypt í
verslun á viðkomandi stað, þá kjósi
þeir frekar að kaupa vörur beint frá
Reykjavík og flytja á eigin reikning,
sérstaklega þegar um er að ræða
stærri og dýrari vörur. Þannig
færist verslunin úr héraði og dregur
þannig úr vöruveltu í dreifbýli og
skerðir um leið hag dreifbýlisversl-
unarinnar. Enn fremur má ætla, að
flytji neytendur einstakar vörur
beint á eigin vegum geti það leitt til
óhagkvæmari flutnings en ella, ef
verslunin sæi um flutningana, sem
þá yrðu væntanlega í stærri stíl.
Þó að veigamikil rök mæli með
samþykkt þessa frumvarps, m.a.
þau, að ríkinu yrði þar með gert
kleift að standa við eigin lög, þá skal
viðurkennt, að frumvarpið, ef að
lögum yrði, mundi vafalaust fremur
auka á en draga úr vinnu við hina
þegar margflæktu framkvæmd sölu-
skattslaganna, bæði að því er varðar
hlut kaupmannsins, sem annast
innheimtu söluskattsins ríkissjóði
að kostnaðarlausu, og þá aðila, sem
sjá um eftirlit með söluskattsskil-
um. Því má hins vegar til svara, að
benda má á fjölmörg dæmi hliðstæð
þeirri breytingu sem hér um ræðir,
svo sem undanþágu matvæla frá
söluskatti, sem áður er til vísað, og í
því sambandi undanþágu þess hluta
vörusölu veitingahúsa sem er mat-
væli. Fullyrða má að frumvarpið,
sem er nær samhljóða 3. tölul. 13.
gr. reglugerðar um söluskatt, skiptir
engum sköpum um innheimtu sölu-
skatts. Fylgibréf með vörum í flutn-
ingum innanlands eru það ítarlega
útfyllt, að hægur vandi er að sjá
hvaða vörur eru fluttar og á hvaða
verði.
Erfitt, reynist að fá metið og
reiknað nákvæmlega, hve mikið
tekjutap fyrir ríkissjóð þessi niður-
felling söluskatts á flutningsgjald
mundi þýða. En eftir því sem næst
verður komist getur flutningskostn-
aður numið allt að 4—5% af vöru-
verði að meðaltali. Miðað við sölu-
skattsskylda veltu utan Reykjavíkur
og nágrennis gæti þetta tekjutap
numið allt að 10 milljónum nýkr.
árlega eða á bilinu 0,1—0,2% af
áætluðum ríkistekjum samkv. fjár-
lögum 1981. Þessar tölur eru hér
nefndar með fyrirvara um ná-
kvæmni þeirra.
Engum blandast hugur um að
ríkissjóður þurfi að halda utan að
sínu, svo mörg horn sem hann hefur
í að líta. Engu að síður hlýtur það að
teljast óverjandi, að skattheimta
ríkisins seilist eftir hagnaði í formi
þeirrar fráleitu skattlagningar sem
lagt er til í frumvarpi þessu að felld
verði niður. Hér er um að ræða svo
gróflega mismunun og ójöfnuð milli
landsmanna, eftir því hvar þeir eru
búsettir á landinu, að ekki verður
við unað og það því fremur sem
þessi mismunun hefur orðið æ
tilfinnanlegri með stöðugt hækk-
andi söluskatti á undanförnum ár-
um. Virðisaukaskattur í stað sölu-
skatts, sem eyða mundi þessu mis-
ræmi, virðist enn ekki í sjónmáli,
þrátt fyrir margra ára umræður og
athuganir."
Flutningsmenn frumvarpsins eru:
Sigurlaug Bjarnadóttir, Egill Jóns-
son, Lárus Jónsson og Salome Þor-
kelsdóttir.
Bifreiðir til
öryrkja:
Tillögur
Alberts
felldar
Stjórnarliðar felldu tvær
breytingartillögur frá AI-
bert Guðmundssyni (S),
varðandi bifreiðir til ör-
yrkja, sem hann flutti við
stjórnarfrumvarp til breyt-
inga á lögum um tollskrá
(nr. 120 1976).
Fyrri breytingartillagan
fól það í sér að lækkun
gjalda af fólksbifreiðum
fyrir bæklað fólk og lamað,
svo og fólk með lungnasjúk-
dóma, hjartasjúkdóma og
aðra hliðstæða sjúkdóma,
allt á svo háu stigi að það á
erfitt með að fara ferða
sinna án farartækis, skuli
ekki bundin ákveðinni ár-
legri hámarkstölu og opin-
berri skömmtun, hverjir
skuli fá og hverjir ekkí,
heldur einvörðungu þeirri
þörf sem fyrir hendi er að
læknisfræðilegu mati.
Hin tillagan sem felld var
fól í sér að jafnframt skuli
fella niður „gjöld af gervi-
limum, sem ekki verða gerð-
ir hér á landi, svo og af
áhöldum og hjálpartækjum,
sem sérstaklega eru gerð
með tilliti til þarfa þess og
henta ekki öðru fólki".
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐID MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLADIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAOIO MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAOIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIO MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAOIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAOIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ
Lánsfjáröflun til
opinberra framkvæmda
Samkvæmt lánsfjáráætlun 1981
er stefnt í lántökur til opinberra
framkvæmda sem nema 1358
m.nýkr. Þar er áætlað að taka 338
m.nýkr. innanlands (43,7% hækk-
un frá fyrra ári) og 1020 m.nýkr.
erlendis (hækkun 104,7%). Er-
lendar lántökur 1981 þrefaldast í
krónutölu miðað við lántökur
1979. Lánsfé sem hundraðshluti af
opinberri fjárfestingu var 57,1%
1979 en verður70,l% 1981.
Erlendar skuldir sem hundraðs-
hluti af þjóðarframleiðslu vóru
31,6% 1977 en verða 36,6% 1981.
Greiðslubyrði afborgana og vaxta
vóru, samkvæmt upplýsingum
Seðlabanka, 14,2% 1975 en verða
(áætlað) 15,4% 1981 og 15,7%
1982. I stjórnarsáttmálanum, sem
orðinn er rýr í roði, segir hinsveg-
ar: „Erlendar lántökur verði tak-
markaðar eins og kostur er og að
því stefnt að greiðslubyrði af
erlendum skuldum fari ekki fram
úr u.þ.b. 15% af útflutningstekj-
um þjóðarinnar á næstu árum.“
Víða komið við
Lárus Jónsson (S) kom víða við í
gagnrýni sinni, ræddi m.a. um
lánsfjáröflun til fjárfestingar-
sjóða, sjóði með félagsleg mark-
mið, þróun erlendra lána, fjárfest-
ingu og stefnuna í atvinnu- og
orkumálum, fjármunamyndun at-
vinnuveganna, samdrátt í íbúðar-
húsabyggingum og mannvirkja-
gerð atvinnuvega, óþingleg vinnu-
brögð og lögbrot, varðandi undir-
búning og framlagningu láns-
fjáráætlunar, sem lög segja til að
leggja eigi fram með frumvarpi að
fjárlögum í upphafi þings, en komi
nú fram sex mánuðum á eftir
áætlun og án fylgigagna, sem lög
mæli fyrir um að þingheimur fái
samhliða lánsfjáráætlun og frum-
varpi að lánsfjárlögum.
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLADIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIO
AUGLYSENDUR
ATHUGIÐ
Páskablaö Morgunblaðsins kemur út á
skírdag 16. apríl nk.
Þeir, sem vilja auglýsa í blaöinu eru
vinsamlega beönir aö staöfesta pantanir viö
auglýsingadeildina sem fyrst vegna takmarkaðs
auglýsingarýmis í blaöinu.
Fyrsta blað eftir páska kemur út miðviku-
daginn 22. apríl, síöasta vetrardag.
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAOID
MORGUNBLAOIO
MORGUNBLAOIO
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAOIÐ
MORGUN8LAÐIO
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAOIO
MORGUNBLAOIO
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAOIO
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLADIÐ
MORGUNBLAOIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAOIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAOID MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAOIO MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAOIO MORGUNBLADIO MORGUNBLAÐIO
MORGUNBLAOIO MORGUNBLAOIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAOIO
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIO MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ